Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 49
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 57 I>v Helgarblað Ætlar aldrei að fara í lýtaaðgerð Sandra Bullock Kvikmyndaleikkonan er ánægö meö þaö sem hún hefur. Kvikmyndaleikkonunni Söndru Bullock finnst allt í lagi að taka þátt í fegurðarsamkeppnum og þjást til þess að líta vel út. Sjálf segist hún aldrei ætla að fara í lýtaaðgerð. „Alls ekki. Ég er ánægð með það sem ég hef,“ sagði Sandra á dögun- um í viðtali við fréttamenn í London. Nýlega greindi lýtalæknir í Beverly Hills frá því að sjúklingar hans vildu helst hafa höku Söndru fengju þeir að velja um andlit. Kvik- myndaleikkonan varð svolítið upp með sér þegar hún frétti þetta en jafnframt undrandi þvi henni finnst skarðið í hökunni heldur stórt. „Ef þeim líður betur með hökuna mína er þetta allt í lagi. En ég ætti nú eig- inlega að fá hluta af greiðslunni," sagði Sandra. „Það var nú eiginlega áfall aö frétta að sjúklingarnir vilji fá eins höku og ég er með. Af hverju vilja þeir ekki fá eins brjóst? Þau eru flott,“ benti leikkonan á. Hún var í London til að kynna nýja mynd sem hún bæði leikur í og framleiðir. ímyndinni leikur hún leyniþjónustukonu sem verður feg- urðardrottning. Sandra kynnti sér fegurðarkeppnir fyrir tökur á myndinni og segist ekki sjá neitt rangt við það að konur og menn geri sér far um að líta vel út og þjá- ist jafnvel svolítið til þess að verða fallegt. Hún bendir þó á að það sé hægt að laga likamsvöxtinn án þess að fara í lýtaaðgerðir. Það sé hægt að bæði minnka og stækka brjóstin. Séu menn ekki ánægðir með mjaðmirnar verði menn að byrja í líkamsrækt. „Ég get ekki borðað hvað sem er en geri það samt. Þeg- ar kvikmyndatökur nálgast verð ég að borða svolítið minna og æfa mig svolitið meira,“ greindi Sandra frá. FtAÐAUGLYSINGAR rrpa 550 5000 UTBOÐ F.h. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í að fullklára húsið við Skútahraun 6 í Hafnarfirði sem slökkvistöð. Um er að ræða þegar upp- steypt hús með þaki. Tilboðið felst í að fullklára húsið utan og innan og ganga frá lóð. Verkið er áfangaskipt þannig: 1. áfangi er fullklárað hús ásamt litlum hluta lóðar. 2. áfangi er frágangur lóðar og turn. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. ski- latryggingu. Opnun tilboða: 10. apríl 2001 kl. 11.00 á sama stað. SLH 39/1 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings eróskað eftir tilboðum í viðhald þaks íþróttahúss Réttarholtsskóla í Reykjavík. Verkið felst í endurnýjun hluta þakjárns ásamt endurmálun þaks. Helstu magntölur eru: Endurnýjun þakjárns 180 m2 Endurnýjun kjöljárns 33 m Málun þakflata 660 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 27. mars 2001 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. apríl 2001 kl. 14.00 á sama stað. BGD 41/1 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í endurbætur og frágang á Skólavörðuholti - 3. áfanga. Verkið felst í hellulögn og frágangi á lóð Hallgrímskirkju ásamt gerð bifreiðastæða og hellulagðra gangstétta. Helstu magntölur eru: Gröftur: Fylling: Holræsi: Malbik: Hellu- og steinlagnir: Gróðurbeð: u.þ.b. 5.300 m3 u.þ.b. 4.600 m3 u.þ.b. 360 m u.þ.b. 1.900 m2 u.þ.b. 2.300 m2 u.þ.b. 1.000 m2 Verkinu í heild skal að fullu lokið 15. september 2001 að undanskildum jarðvegsskiptum og malbikun sem skal lokið fyrir 1. júlí 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 27. mars 2001 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 4. apríl 2001 kl. 10.30 á sama stað. GAT 42/1 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurgerð lóðar við Breiðholtsskóla - 3. áfangi. Um er að ræða endurgerð á um 1.000 m2 svæði við aðalinngang skólans. Verkið nær til jarvinnu, frágangs yfirborðs, gróðursvæða, gróðurgirðinga, lýsin- gar og fl. Helstu magntölur eru: Hellulagnir: 400 m2 Malbik: 200 m2 Kantsteinn: 70 m2 Gróðurbeð: 200 m2 Verklok eru 2. ágúst 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: 18. apríl 2001 kl. 14.00 á sama stað. BGD 43/1 INNKAUPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Álfaheiði Fagrabrekka Álfhólsvegur 111 og út Lundarbrekka Selbrekka Helgubraut Marbakkabraut Sæbólsbraut Flókagata Háteigsvegur Digranesheiði Heiðarhjalli Hólahjalli Sendlar óskast Aldur 13-15 ára, vinnutími eftir hádegi Upplýsingar í síma 550 5000 DV þú greiðir afslátt af smáauglýsingum VISÁ 0 550 5000 (Q) dvaugl@ff.is EUROCARD MaslerCani Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍV.ÍS Okeypis smáauglýsingar! ►I Gefins -alltaf á miðvikudögum ►I Tapaö - fundiö -alltaf á þriðjudögum Smáauglýsingar 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á VISÍI'. Á-.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.