Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
45
DV
mjög áberandi og við erum bæði verktakar
trhvarf. “
Reyni að forðast hraðann
Eva segist hafa lært sitt starf á vett-
vangi frekar en i skóla og hún haföi
unnið hjá RÚV í sex ár þegar hún
hætti og þekkti því ekkert annað en
að vera í fullri vinnu.
„Þetta er starf sem hefur tilhneig-
ingu til þess að taka mann allan og
allan manns tíma. Mér finnst ég vera
í nýju hlutverki núna þar sem ég er
að sjá til þess að ég eigi líf fyrir utan
vinnuna. Ég eyði mínum tíma mikið
með Matthildi og Óskari, fer í ballett
en sæki einnig tima í Háskólanum og
er í raun meðvitað að reyna að láta
hraðann ekki ná tökum á mér.
Ég þurfti að vera fimm daga i röð
í Kastljósi um daginn og þá fann ég
glöggt hvað er auðvelt að kasta þessu
öllu frá sér og hella sér í starfið á
ný.“
Útsaumur og eldamennska
Eva segir að öll árin sem hún var á
RÚV hafi vinnan verið í fyrsta sæti og
tekið tíma hennar 100%. En hvernig
var verkaskiptingu á heimilinu hátt-
að meðan þau hjón voru barnlaus og
unnu bæði fulla vinnu?
„Óskar hélt heimilinu hreinu, ég
þvoði og við skiptumst á að elda. Svo
sinnir hann viðgerðum á heimilinu
en ég saumaði út. Þetta var frekar
hefðbundið."
- Var þetta afrakstur jafnréttismið-
aðra samningaviðræðna í upphafi?
„Nei, þetta bara komst á. Hann er
eldri en ég og var vanur að sjá um sig
sjálfur í öllum skilningi. Ég tók við
stálpuðum karlmanni. Hann hætti að
þvo tau því mér þykir vænna um föt-
in mín en honum."
Ungt fólk leitar jafnréttis
- Er þetta algeng verkaskipting
Helgarblað
meðal ungs fólks að þínu mati, það er
að segja frekar hefðbundin?
„Þetta vill leggjast í ákveðin för og
ég held að oft gangi illa að ná verka-
skiptingunni upp úr þeim. Mér finnst
fólk tala mikið um jafnréttismál sín á
milli og ég held að margir séu að
vinna mjög mikið í því. í mínum vina-
hópi er þetta mikið rætt og það er ný
reynsla fyrir mig að ræða barnaupp-
eldi og jafnréttismál við eiginmenn
vinkvenna minna. Ég vil vekja athygli
á því að hlutverkin „heima“ og „heim-
an“ eru ekki jafnrétthá og við þurfum
að breyta því.
Mér finnst við alltaf vera í þjón-
ustuhlutverki. í sjónvarpinu er ég að
þjóna áhorfendum RÚV sem mér
finnst vænt um. Heima er ég að þjóna
ómálga barni og mér finnst það bein-
línis sorglegt hvemig kerfið segir við
okkur að í sex mánuði eigum við að
vera heima og hugsa um barnið áður
en við drífum okkur út á vinnumark-
aðinn aftur.“
Eva segir það sitt álit að foreldrar
ættu að eiga þess kost í allt að tvö ár
að sinna foreldrahlutverkinu eftir
megni.
„Þannig getum við búið til þær
sterku rætur sem við viljum að hver
einstaklingur hafi í samfélaginu."
Vil ekki missa af barninu
Eva María og Óskar hafa meðvitað
ekki sett Matthildi í svokallaða fasta
pössun heldur sinna henni sjálf með
aðstoð afa og ömmu og barnfóstru úr
hverfinu. Hvers vegna?
„Við viljum ekki detta inn í þennan
hraða gír aftur. Mér finnst ég sjá
margar mæður sem eignast börn,
setja þau í gæslu og eru strax komnar
á fulla ferð í vinnu, áhugamáium og
skemmtunum, rétt eins og áður en
bamið fæddist, og þá held ég að barn-
ið hljóti að vera út undan. Hjólin snú-
ast hraðar og hraðar og áður en fólk
veit þá hefur það ekki tíma til neins.“
Ég hefði átt að...
- Eruð þið ekki að gera ykkur lítið
erflðara en það þarf að vera?
„Við notum ekki fyrirmyndirnar
frá foreldrum okkar og ekki heldur
þann dæmigerða hátt sem flestir
hafa. Það vill enginn detta algerlega
út úr öllu en ég vil samt alls ekki fara
á mis við þá gleði sem felst í því að
ala upp barnið mitt. Þetta segja allir
sem hafa átt börn en þeir segja það
alltaf eftir á með orðunum: ég vUdi
að ég hefði... Ég er að reyna að láta
þetta ekki henda mig. Ég hef séð
þetta hjá mörgum og vildi þess vegna
gera þessa tilraun. Þetta gengur ekki
alltaf vel en er samt áreynslunnar
virði.“
- Þurftir þú að kenna Óskari margt
áður en hann tók við barninu?
„Nei, en ég er auðvitað ofvirk móð-
ir. Ég hugsa með leginu og held alltaf
að ég viti allt best sem varðar barnið."
Sá aldrei jafnrétti í verki
- Nú hefði maður haldið að þú vær-
ir af þeirri kynslóð sem er alin upp
við jafnréttishugsjónir hippakynslóð-
arinnar?
„Það var í orði en ekki á borði. Við
heyrðum þessar hugmyndir en sáum
þær ekki í framkvæmd. Það er mikiU
munur á því að skilja eitthvað með
skynseminni eða skynja með upplif-
un. Ég sá aldrei jafnrétti í fram-
kvæmd sem eðlilegan hlut.“
- Mun þinni kynslóð þá takast að
mjaka jafnréttishugsjóninni áfram
með því að sýna börnunum jafnrétti í
verki?
„Ég held að mín kynslóð sé að gera
tilraunir með jafnrétti af þessum sök-
um. Margir telja að móðurhlutverkið
hafi staðið í vegi fyrir því að konan
gæti staðið jafnfætis karlinum. Ég vil
ekki útmá kynjamuninn með
nokkrum hætti. Ég var með barnið á
brjósti í 15 mánuði og var samt að
gera alls konar hluti, fékk hana til
mín í vinnuna og svo framvegis. Ef
báðir aðilar eru sammála um að láta
hlutina ganga þá gera þeir það.“
Móðirin of mikilvæg?
Þó móðirin sé mikilvæg þá finnst
mér of mikið gert úr hlutverki henn-
ar. Faðir barnsins hefur allt sem til
þarf til að sinna því nema reyndar
mjólkina. Það er engin tilviljun að
það þarf tvo til að geta barn. Barnið
þarf á þeim báðum að halda. Fólk
virðist halda að faðirinn gegni engu
hlutverki í lífi barnsins fyrr en það
stálpast. Ég hef hitt föður kornabarna
sem hafa sagt: Ég get nú ekkert gert
fyrir það eins og er.
Ég held að feður hafl aOtaf mikið
fram að færa til barnanna sinna. Ég
vil ekki gera lítið úr móðurhlutverk-
inu en það á ekki að skyggja á föður-
hlutverkið."
Gat hagað mér eins og karl
- Eva María var seinust vinkvenna
sinna til þess að verða móðir og segist
lítið hafa hugsað um jafnréttismál
fram að því.
„Ég gat auðvitað hagað mér alveg
eins og karl. Ég gat farið út og drukk-
ið mig fulla eins og karl og komið
seint heim, borðað úti og eldað aldrei.
Ég gat horfið dögum saman af heimil-
inu vegna vinnu eins og hver annar
karl. Ég held að mín kynslóð gæti
mögulega lagfært kynjamisréttið með
því að viðurkenna að heimilið er jafn-
merkilegt og vinnustaðurinn. í dag
ertu talinn lúser ef þú ert heima."
Eins og plastpoki í vindi
- Eva María hefur unnið í sjón-
varpi árum saman og þekkir vel um-
ræðuna um bágan hlut kvenna í fjöl-
miðlum, þær séu svo lítt sýnilegar og
fleira í þeim dúr. Er óbreytt ástand í
þessum efnum?
„Það mjakast áfram því stöðugt
fleiri konur vita um þessar rannsókn-
ir og skilja að þær verða að taka þátt
í leiknum. Ég reyni að leggja mig
fram um að fá konur til viðtals í sjón-
varpið og vil taka kvenlega á málum.
En við eigum samt ekki að hugsa of
mikið um þennan kynjakvóta. Ég held
að það gangi stundum betur fyrir mig
að fá konur í viðtöl en þegar karlar
hringja í þær. Konur tala saman á
ákveðinn hátt þótt enginn viti ná-
kvæmlega hvernig það gerist. Ég held
að konur segi frekar já við konur.
Konur tala öðruvísi en karlar. Þær
tala ekki í beina línu heldur sveiflast
viðræðan eins og plastpoki í vindi.
Það þýðir ekki að þær séu neitt minna
málefnalegar en karlar."
„Barnahornið" gagnrýnt
Eva segir að Kastljósið sé hæfilega
afslappaður þáttur.
„Við megum ekki stífna alveg upp í
einhverjum virðuleika. Við verðum
að leyfa okkur ákveðinn galgopahátt
því það er nauðsynlegt."
- Nú fékk þátturinn mikla gagnrýni
í upphafi og var kallaður Bamahorn-
ið og eitthvað fleira. Fannst þér það
verðskuldað?
„Umsjónarmenn þáttarins í upphafi
voru bæði fullorðin en ungleg. Min
reynsla er sú að það tekur nokkra
mánuði ef ekki heilan vetur fyrir
þætti að festa sig í sessi. í ákveðinn
tíma í upphafi er eins og fólk horfi
fyrst og fremst á hárgreiðslu og fatn-
að og framkomu en hlusti ekkert á
það sem maður er að segja.“
- Hvernig tekur sjónvarpsfólk gagn-
rýni?
„Mest af henni eru ómerkilegar að-
finnslur um útlit og framkomu. En
við fáum stundum mjög málefnalega
gagnrýni og ég vildi reyndar sjá
miklu meira af alvöruumQöllun um
sjónvarpið í blöðunum.“
- Finnst þér gagnrýni á sjónvarpið
vera ósanngjörn?
„Hún er lituð af því að mörgum
finnst sjónvarpið vera hálfgerð
plebbamenning. Sjónvarp virðist ekki
í vitund fólks geta verið menningar-
legt. Það er afþreying, annars flokks.
Þetta viðhorf endurspeglast í ómál-
efnalegri gagnrýni."
Getur eitrað lífið
- Er þetta ekki erfitt fyrir þá sem
eru að byrja í sjónvarpi?
„Þegar ég kom aftur í Kastljósið var
ég gagnrýnd fyrir að sitja of gleið. Það
hefur sjálfsagt ekki þótt nógu kven-
legt. Ég held að svona gagnrýni geti
eitrað líf þeirra sem eru að byrja í
sjónvarpi, ef ekki eyðilagt það. Svona
hlutir geta enn eyðilagt fyrir mér dag-
inn ef þeir eru mjög ósanngjarnir og
ómálefnalegir.
Mér finnst afskaplega gaman að
hitta gamalt fólk á ferli i hverfinu
mínu sem þekkir mig af skjánum og
er alltaf svo þakklátt og skemmtilegt."
„Girl power“ bak við tjöldin
- Nú hefur stundum verið sagt að
Ríkissjónvarpið sé íhaldssöm stofnun
og það er eins og aðrir fjölmiðlar að
því leyti að þar eru eingöngu karl-
menn í yfirmannastöðum. Eva María
er komin aftur eftir nokkurt hlé og
sjónvarpið er í nýjum húsakynnum.
Fannst þér stofnunin hafa breyst þeg-
ar þú komst aftur. Ráða konur ein-
hverju í sjónvarpinu? —
„Á deildinni þar sem ég vinn er
mikið af ungu fólki, ungum ákveðn-
um og skemmtilegum konum sem fá
sínu framgengt. Það getur vel verið að
andlit sjónvarpsins út á við sé aðal-
lega karlmannsandlit en bak við tjöld-
in er gríðarlega mikið „girl power“.
Hrædd um líf mitt
- Eva María og Óskar giftu sig
norður á Hesteyri í Jökulfjörðum á
grunni gömlu kirkjunnar í kirkju-
garðinum. Brúðkaupsferð þeirra var
með mjög óhefðbundnu sniði þvi þau
fóru í kajakaferð um Jökulfirði í
nokkra daga í fylgd með sjóhundum
og veiðimönnum.
„Mér fannst þetta mögnuð upplifun
en ég var skíthrædd um líf mitt
hverja stund sem við vorum ekki al-
veg uppi í landsteinum."
Á barniö að verða frægt?
Matthildur dóttir þeirra Evu Maríu
og Óskars er 17 mánaða. Hún lék í
áramótaskaupi þegar hún var fimm
vikna og hjalaði inn á geisladisk fyrir
Ragnhildi Gísladóttur þegar hún var
fimm mánaða. Eruð þið að reyna að
gera barnið frægt áður en það fer að
tala?
„Matthildur er alvön því að sjá for-
eldra sína og skyldfólk í sjónvarpinu
og henni finnst áreiðanlega þetta sé
hluti af heiminum. En þegar hún eld-
ist þá gæti hún allt eins haft uppi heil-
brigða andspyrnu og horfið, grúsk-
andi í bókum eða vinnandi í netheim-
um.“
-PÁÁ
Eva María og Óskar Jónasson, eiginmaður hennar, vilja ekki setja Matthildi, 17 mánaða, í gæslu.
„Það vill enginn detta algerlega út úr öllu en ég vil samt alls ekki fara á mis við þá gleði sem felst í því að ala upp barnið mitt. Þetta segja allir sem hafa átt
börn en þeir segja það alltaf eftir á með oröunum: ég vildi að ég hefði... Ég er að reyna að láta þetta ekki henda mig. “