Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001
Fréttir DV
Ákæruvaldið fer fram á ökuleyfissviptingu flutningabílstjóra og 65.000 kr. sekt:
Hvíld eða svipting
öku leyf i s bíIstjóra
- málið sótt í samræmi við reglugerð og EBE um aksturs- og hvíldartíma ökumanna
Veröa langferöabílstjórar oftar ákæröir í kjölfar dómsmálsins?
Deilt hefur veriö um hvort refsiheimildir hafi veriö fyrir hendi í málum bíistjóra
sem ekiö hafa oflengi án tilsettra hvílda. Dómsmál sem nú standa yfir munu
skýra línur í þeim efnum. Bílarnir á myndinni eru óviökomandi efni fréttarinnar.
Miðað við tvenn réttarhöld sem hafa
farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur
mega vöruflutningabílstjórar, sem aka
gjaman á milli landshluta og jafnvel
fleiri úr þeirra stétt, hugsanlega rútu-
bílstjórar, eiga von á því að lögreglu-
embættin ákæri þá oftar en áður fyrir
að aka of lengi án hvíldar ef tilefni gef-
ast til. Lögreglan mun síðan ekki ein-
ungis kreQast þess að bílstjóramir
greiði tugi þúsunda króna sekt heldur
einnig að þeir verði sviptir ökm'éttind-
um og þar með vinnu sem snýr að
akstri, í einn mánuð eftir atvikum.
Réttarhöld fóra fram á miðvikudag
vegna tveggja vöruflutningabílstjóra
sem lögregla og vegaeftirlitsmenn
stöðvuðu og kærðu fyrir að hafa ekið
of lengi án hvílda á síðasta ári. í þess-
um málum, sem era með þeim fyrstu í
þessum málaflokki, krefst Lögreglu-
stjóraembættið í Reykjavík refsinga
bæði i krafti islenskra reglna og reglu-
gerðar Evrópusambandsins. Málin em
að miklu leyti byggð á ökuritum sem
flestir vöruflutningabílar á landinu
era nú útbúnir samkvæmt reglugerð.
Mennimir era báðir ákærðir fyrir
að hafa ekið vöruflutningabifreiðum á
sólarhringsbili án þess að taka sér 8
klukkustunda órofið hlé frá akstri eins
og lög kveða á um. Samkvæmt sakar-
giftum var lengsta órofna hvild mann-
anna á fjórðu klukkustund.
Leyfðu ökumanninum aö
halda áfram
Fyrir dóminn i gær komu lögreglu-
maður og vegaeftirlitsmaður sem
stöðvuðu fór annars bilstjóranna á sið-
asta ári. Þeir vora þá við Seleyri
skammt frá Borgarfjarðarbrú þegar
vöruflutningabílstjórinn kom þar ak-
andi. Hann kvaðst hafa verið að aka
bílnum að norðan og stansað skömmu
áður til að reyna að sofna en kvaðst
síðan ekki hafa viljað eða getað hvílt
sig lengur og ekið áfram.
Þrátt fyrir að embættismennimir
tveir hafi stöðvað fór mannsins sögðu
þeir að ákveðið hefði verið að leyfa
manninum að halda fór sinni áfram.
Vegaeftirlitsmaðurinn sagði að í raun
hefði átt að kyrrsetja bílinn en þeir
hefðu ákveðið að heimila manninum
að aka áfram til höfuðborgarsvæðisins
þar sem farmur hefði þurft að komast
til skila. Auk þess hefði ökumaðurinn
ekki virkað ótraustvekjandi - því hefði
honum verið leyft að ljúka ferðinni þó
svo að hann heföi átt klukkustunda
ÍDÖMSALNUM
II l|IT\
r Mm&Stiro..
Ottar Sveinsson
akstur eftir og væri að fara inn á
„hættulegra svæði“ eins og vegagerð-
armaðurinn orðaði það.
Deilt um refsiheimild
í réttarhöldunum í gær deildu sækj-
andi og Einar Sigurjónsson, annar
verjandinn, hart um það.hvort viðhlít-
andi refsiheimild væri fyrir hendi.
Þannig taldi verjandinn að ekki hefði
verið fyrir hendi gild refsiheimild á
þeim tíma sem skjólstæðingur sinn
hefði framið meint brot. Þessu mót-
mælti Hildur Briem, sækjandi af hálfu
Lögreglustjóraembættisins í Reykja-
vík, og vísaði meðal annars til þegar
genginna héraðsdóma.
Ákæravaldið heldur því fram að
þegar brotin, sem bílstjóramir era
ákærðir fyrir, áttu sér stað hafi íslensk
reglugerð um aksturs- og hvíldartíma
innihaldið nægilega skýrt efnisákvæði
sem standi óháð því hvort evrópskar
reglugerðir hafl verið birtar eða ekki.
Baldvin Jónsson sem dæmir um fegurð kvenna og kúa:
Beljurnar ágengari en konurnar
„Ópera var glæsileg en dálítið
taugaveikluð á sviöinu eins og vera
ber,“ sagði Baldvin Jónsson um
kúna Óperu sem sigraði í fegurðar-
samkeppni klaufdýra sem fram fór
á kúabúinu Bjólu í Þykkvabænum
síðastliðinn miðvikudag. Baldvin
sat í dómnefnd keppninnar og er
eini maðurinn í veröldinni sem
bæði hefur dæmt um fegurð kúa og
kvenna, enda um árabil setið i dóm-
nefnd Fegurðarsamkeppni íslands:
„Munurinn á þessu tvennu er af-
stæður, ef einhver er, eins og feg-
urðin sem sjálf er afstæð eins og all-
ir vita. Það er hin heildræna mynd
náttúrunnar sem skiptir máli,“
sagði Baldvin eftir að hafa fylgst
með krýningu Óperu í Þykkvabæn-
um. „Ég verð þó að viðurkenna að
ég varð fyrir meira áreiti keppenda
í kúakeppninni en í Fegurðarsam-
keppni íslands. Beljurnar eru
ágengari og opinskárri en konurn-
ar.“
Inntur eftir muninum á sigurveg-
aranum í fegurðarsamkeppninni
Ungrú ísland.is
og svo kúnni Óp-
eru, sem sigraði í
Þykkvabænum,
sagði Baldvin
Jónsson dóm-
nefndarmaður:
Baldvin Jónsson
Hiö heildræna
skiptir máli.
„Þessar tvær eru miklar andstæður
þó báöar séu spendýr." -EIR
Vcðríö i kvold
Sólariag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Síödegisflóö
Árdegisflóö á morgun
21.17
05.34
17.07
05.19
AKUREYRI
21.12
05.09
21.40
09.52
Skýröiga/ á vððurtáknum
—-VINDÁTT 10°« HIII -10° 'sVINDSTYRKUR *\cpn,T í metrum á sekúndu tkuö t & HEIÐSKÍRT
o o
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAO
'AV 9
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
0 9
EUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
mö
>5J
Rigning sunnan og vestan til
Austan 8 til 13 m/s og rigning sunnan og
vestan til en hægari og skýjað á
Norðausturlandi í kvöld og nótt.
Þungatakmarkanir víöa
Samkvæmt uppiýsingum frá
Vegageröinni er góð færð um
helstu þjóövegi landsins. Víöa eru
þungatakmarkanir og eru þær
merktar þar sem við á.
[=)SNJÓR
am ÞUNQFÆRT
KÓFCRT
Slydda eða skúrir
Norðaustan 10 til 15 m/s, slydda og hiti nálægt frostmarki á Vestfjöröum
en annars fremur hæg austlæg eða breytileg átt, skúrir og hiti 3 til 8 stig.
NA 10-15 m/s, snjókoma
eöa éljagangur og frost 0
tll 4 stlg norövestan tll.
Annars fremur hæg
austlæg eöa breytlleg átt,
skúrir og hltl 2 tll 7 stlg.
Vindur: e—.
M"V'S w?
Hiti o” tn r
NA 5-8 m/s, dálítll él og
hltl nálægt frostmarkl á
Vestfjöröum en annars
hæg austlæg átt,
smáskúrlr og hltl 2 tll 7
stig.
gPWBB
ÍiújAi
Vindur:
5-5 m/»
Hití 3° «1 8” 4‘*WM*
Hæg 5 og SA-átt,
smáskúrlr og hltl 3 tll 8
stlg.
Nýr bátur
Ný Cleopatra 28 til Stöövarfjaröar
ásamt stoltum eigendum, Guöna
Brynjari og Ársæli.
Kleópatra til
Stöðvarfjarðar
Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði
afgreiddi um á dögunum nýjan
Cleopatra 28 bát til Stöðvarfjaðar.
Kaupendur eru feðgarnir Guðni
Brynjar Ársælsson og Ársæll
Guðnason. Báturinn hefur hlotið
nafnið Narfi SU 680 segir í fréttatil-
kynningu frá Trefjum.
Þetta er annar Cleopatra-bátur-
inn sem útgerðin kaupir en fyrir
áttu feðgarnir annan bát sömu gerð-
ar. Aðalvél bátsins er af gerðinni
Yanmar og er hún 420 hestafla. Sigl-
ingartæki eru af gerðinni Furuno
frá Brimrúnu. Spilbúnaður er frá
Beiti. Báturinn er 5,9 brúttótonn og
er á þorskaflahámarki. Rými er fyr-
ir 12 fiskikör af stærðinni 380 lítra í
lest. Svefnpláss er fyrir tvo í lúkar
auk eldunaraðstöðu með eldavél, ör-
bylgjuofni og isskáp. -DVÓ
Kaup Hreyfils á Bæjarleiðum:
Kostuðu 89
milljónir
Leigubifreiðar Bæjarleiða munu
endanlega sameinast og renna inn í
bílaflota Hreyfils í lok næsta mán-
aðar og þá verða símstöðvar stöðv-
anna einnig sameinaðar. Áfram
verður þó svarað í báðum símanúm-
erum stöðvanna en þá undir nafn-
inu: Hreyfill-Bæjarleiðir.
Hreyflll greiddi 89 milljónir fyrir
Bæjarleiðir að því gefnu að
útistandandi kröfur og skuldir jafn-
ist út. Það er því verðið sem Hreyf-
ill greiddi fyrir húseignir Bæjar-
leiða við Langholtsveg sem verða
seldar á næstunni. Tölvubúnaður í
bílum Bæjarleiða koma Hreyfli ekki
að notum og hefur veriö unnið að
því að undanförnu að koma nýjum
tölvubúnaði fyrir í Bæjarleiðabílun-
um. Er það verk vel á veg komið en
kostnaðarsamt, sérstaklega í ljósi
þess að engin not eru fyrir tölvurn-
ar sem fyrir voru í bílunum. Hreyf-
ilsmenn hafa þó óbilandi trú á sam-
einingu stöðvanna því í þessum
rekstri sé það stærðin sem borgi sig.
-EIR
Veðriö kl. 6
AKUREYRI skýjaö 3
BERGSSTAÐIR skýjaö 5
BOLUNGARVÍK skýjaö 3
EGILSSTAÐIR -1
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 6
KEFLAVÍK alskýjaö 6
RAUFARHÖFN alskýjaö 3
REYKJAVÍK skýjaö 7
STÓRHÖFÐI súld 6
BERGEN léttskýjaö 2
HELSINKI rigning 1
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 4
ÓSLÓ léttskýjaö 1
STOKKHÓLMUR rigning 1
ÞÓRSHÖFN skýjað 4
ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö -4
ALGARVE léttskýjaö 11
AMSTEROAM lágþokublettir 2
BARCEL0NA súld 7
BERLÍN léttskýjaö 2
CHICAGO alskýjaö 17
DUBLIN léttskýjaö -1
HALIFAX heiöskírt 1
FRANKFURT skýjaö 1
HAMBORG skýjaö 2
JAN MAYEN skafrenningur -3
LONDON léttskýjað 3
LÚXEMBORG snjók. á síö. klst. 0
MALLORCA súld 12
MONTREAL heiöskírt 4
NARSSARSSUAQ skýjaö 9
NEWYORK léttskýjað 8
ORLANDO heiöskírt 14
PARÍS skýjaö 2
VÍN rigning 5
WASHINGTON léttskýjaö 5
WINNIPEG léttskýjað 7