Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Side 11
11
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001
py___________________________________ Útlönd
Lyfjarisarnir hættir við málaferli vegna ódýrra alnæmislyfja:
Stórsigur fyrir fátæk-
ustu þjóðir heimsins
Baráttumenn fyrir réttindum al-
næmissjúkra fögnuðu mjög í gær
þegar voldugustu lyíjafyrirtæki
heimsins létu undan þrýstingi al-
menningsálitsins og hættu við
málaferli á hendur stjórnvöldum í
Suður-Afríku fyrir að flytja inn
ódýrar eftirlíkingar einkaleyfis-
vemdaðra alnæmislyfja.
Litið er á ákvörðun 39 lyfjafyrir-
tækja að hætta við málaferlin sem
stórsigur fyrir fátækustu þjóðir
heims í baráttunni gegn alnæmis-
faraldrinum.
Nelson Mandela, hinn dáði fyrr-
um forseti Suður-Afríku, var meðal
þeirra sem fögnuðu ákvörðuninni.
„Mandela er mjög ánægður með
að þau skuli hafa látið málið niður
falla og að það þýði að ódýrari lyf
komi til Suður-Afríku,“ sagði Zelda
la Grange, talskona Mandela, við
fréttamann Reuters í gær.
Mandela var forseti þegar lög um
Sigri fagnað
Margir fögnuöu ákaft í Suöur-Afríku í gær þegar stærstu lyfjafyrirtæki heims-
ins hættu viö málaferli gegn stjórnvöldum sem hafa heimilað innflutning
ódýrra eftirlíkinga rándýrra lyfja fyrir alnæmissjúklinga.
innflutning ódýrari alnæmislyfja
voru sett árið 1997. Hann hafði
gagnrýnt lyfjafyrirtækin harölega
fyrir að berjast gegn lagasetning-
unni og sakaði þau um að græða á
alnæmisfaraldrinum í þróunarríkj-
unum.
Þrenn samtök sem berjast fyrir
réttindum alnæmissjúkra sendu frá
sér sameiginlega yfirlýsingu í gær
þar sem sagði að ákvörðun lyfjafyr-
irtækjanna væri til marks um að
mannslíf ættu og gætu haft forgang
á einkaleyfi.
Lyfjafyrirtæki hafa gert samn-
inga við einstök lönd um lækkað
verð þriggja lyfja blöndu úr tíu þús-
und dollurum fyrir ársskammtinn í
eitt þúsund dollara. Sams konar lyf
framleidd af öðrum kosta hins veg-
ar ekki nema um þrjú hundruö doll-
ara.
Stjórn Suður-Afríku ætlar að láta
lögin taka gildi hið allra fyrsta.
Kimberley og Beverley
Bandarísku tvíburasysturnar
Kimberley og Beveriey, sem seldar
voru tvisvar á Netinu, eru nú
orönar níu mánaöa.
Net-tvíburarnir
komnir heim til
Bandaríkjanna
Net-tvíburarnir svokölluðu, sem
hafa verið miðpunktur ættleiðingar-
hneykslis, hafa verið fluttir frá
Bretlandi til Bandaríkjanna þar
sem þeir eru fæddir.
Móðir tvíburastúlknanna Kim-
berley og Beverley seldi þær tvisvar
á Netinu, fyrst til bandarísku hjón-
anna Richard og Vickie Allen og
síðan til hjóna í Wales i Englandi,
Alans og Judith Kilshaw, sem flýðu
með börnin til Englands í janúar
síðastliðnum. Breskur dómstóll úr-
skurðaði í síðustu viku að senda
ætti tvíburana til Missouri í Banda-
ríkjunum þar sem þeir fæddust.
Nú berjast móðir tvíburanna,
Tranda, og faðir, Aaron Wecker, um
forræðið yfir þeim fyrir dómstólum.
Móðirin iðrast þess að hafa selt dæt-
ur sínar. Faöirinn kveðst ekki hafa
verið viðriðinn söluna.
Sundkeppni svína
777 aö skemmta gestum dýragarös í Taílandi er meöal annars efnt til sundkeppni svína. Þessi svín lögöu sitt af
mörkum í dýragarðinum í gær. Gestirnir voru aö vonum ánægöir og hvöttu keppendurna ákaft.
Játa stríösglæpi
Hermenn Slobodans Milosevics,
fyrrum Júgóslavíuforseta, hafa játaö
á sig stríðsglæpi í Kosovo.
Her Júgóslavíu
gengst við stríðs-
glæpum í Kosovo
Júgóslavneski herinn viður-
kenndi í gær að einhverjir her-
manna sinna hefðu framið stríðs-
glæpi í Kosovo.
Óháða útvarpsstöðin B92 hafði
eftir Svetozar Radisic, talsmanni
hersins, að tuttugu og fjögur slík til-
felli hefðu komið upp og að herinn
hefði réttað yfir viðkomandi. Tals-
maðurinn sagði að búið væri að
refsa sumum hermannanna.
Talið er að þetta sé í fyrsta sinn
sem júgóslavneski herinn, sem
barðist gegn albönskum aðskilnað-
arsinnum í Kosovo 1998 til 1999, hef-
ur veitt upplýsingar um stríðsglæpi
manna sinna.
Vesturveldin hafa sakað júgóslav-
neska herinn um grimmdarverk
gegn albanska meirihlutanum í
Kosovo. Á meðan NATO gerði loft-
árásir á Júgóslaviu 1999 ákærði
stríðsglæpadómstóllinn í Haag
Slobodan Milosevic forseta. Hann
situr nú í varðhaldi í Belgrad.
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
, : " f..
Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk., skr. 3/98,
ek. 31 þús.Verð kr. 660 þús
Opel Corsa Swing, 3 d., bsk., skr. 10/97,
ek. 60 þús.Verð kr. 590 þús.
Suzuki Grand Vitara V6 Excl., ssk., skr. 4/98,
ek. 36 þús.Verð kr. 2100 þús.
Suzuki Swift GLX„ 5 d., bsk., skr. 1/98,
ek. 51 þús.Verð kr. 640 þús.
Suzuki Baleno GL, 4 d., ssk., skr. 4/99,
ek. 12 þús.Verð kr. 1120 þús
Honda Civic Si, 4 d„ bsk.,skr. 10/98,
ek. 44 þús.Verð kr. 1020 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., ssk.,skr. 3/98,
ek. 43 þús.Verð kr. 1340 þús.
Suzuki Jimny JLX, 3 d., bsk., skr. 6/00,
ek. 19 þús.Verð kr. 1290 þús.
Suzuki Wagon R +4WD, 5 d„ skr. 5/00,
ek. 8 þús.Verð kr. 1140 þús.
Toyota Corolla Luna L/B, ssk.,skr. 9/97,
ek. 50 þús.Verð kr. 990 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
-----..........................
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunnl 17, simi 568-5100
Reykingabann á
ráðherrafundi ESB
Þeir utanríkisráðherrar ESB-
landanna, sem vilja reykja á fundi
sínum í ráðhúsinu í Nyköping í Sví-
þjóð í næsta mánuði, hafa tvo mögu-
leika. Annaðhvort verða þeir að
fara inn í sérsmíðaðan fjögurra
manna klefa eða ganga út þar sem
vænta má að fjöldi fréttamanna
standi. Reykingar verða nefnilega
einnig bannaðar í vistarverum
fréttamannanna. Skipuleggjendur
fundarins hafa ákveðið að banna
allar reykingar innanhúss.
Heitar umræður hafa verið um
hvort banna ætti reykingar eða ekki
á ráðherrafundinum sem fram fer 5.
og 6. maí. Fjöldi reiðra lesenda hef-
ur skrifað dagblöðunum í Nyköping
bréf og kraílst þess að farið verði
eftir reykingabanninu í opinberum
byggingum í Svíþjóð. Reynt hefur
verið að koma á reykingabanni við
fyrri fundi ESB í Svíþjóð en með
misjöfnum árangri. Á einum
fundinum stóð grískur fulltrúi ESB
undir bannskilti og púaði.
Föstudags- og laugardagskvöld
>'!
T
Skemmtistaður Akureyri
Stórdansleikur
Hljómsveitin
Hálft í hvoru
með Eyjólf Kristjánsson
í fararbroddi
Bl
Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069