Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001 DV Tónlist Það er fullkomnað Kórinn Schola cantorum söng und- ir stjórn Harðar Áskelssonar að kvöldi fóstudagsins langa einhverja þá tónleika sem hugurinn mun halda fastast í og verma sig við um ókomna tíð. Ef Platón hefði haft eitthvað til síns máls um frummyndir þá hefðu gestir í Hallgrimskirkju þetta kvöld verið vitni að því ómögulega þegar frummynd hinna fullkomnu tónleika var sett fram á fegursta hátt möguleg- an. Stórt upp í sig tekið en svona var það bara! Á alveg ótrúlega vel samsettri efn- isskránni var að finna trúarleg verk tengd píslum Krists frá annars vegar upphafi sautjándu aldar og hins veg- ar nýliðinni tuttugustu öldinni. Verk italska aðalsmannsins Gesualdo reyndust standa sterkt og samhliða norsku verkunum eftir þá Knut Ny- stedt og Kjell Mörk Karlsen. Kirkjan var litið lýst og kórinn svartklæddur. Raddirnar sameinuð- ust í einum lit. Blærinn fullur örygg- is og friðar án þess að skerða tilfinn- ingamar. Aldrei hefur hljómburður HaUgrímskirkju verið nýttur eins vel. Hörður lék á þetta hljóðfæri sitt eins og sá einn getur sem elskar og virðir. Tónleikarnir hófust á Tantum ergo eftir Karl- sen. Sérlega þýðar rísandi hendingarnar eru kannski of skýrt afmarkaðar í þessu kyrrláta og í för á þessum ferðalögum um ótroðnar slóðir mun engum takast að útskýra. Svarsöngvar hans sem þarna hljómuðu eru undur - verk sem í þessu umhverfi hafa ótak- markaðan áhrifamátt. Verk Nystedt, Miserere, reyndist töfrandi framar öllum vonum. Klasavinna hans er alltaf mjög tón- elsk, miskunnaráköllin ótrúlega sniUdarlega ofin við annað efni hverju sinni og framvindan fersk. Karlaraddir áttu þarna marga há- punkta í flutningi. Tónleikunum lauk á verki Nystedt, 0 Crux splendidior, fallegu verki, þó það sé ekki eins spennandi og það sem á undan var gengið. Hvað frummyndakenninguna varðar þá var það kannski fullkom- in eining efnis og umgjarðar á þess- um tónleikum sem gerði þá svo ólýsanlega hrífandi. Jafnvel tima- setningin var fullkomin. Að tengj- ast með þessum hætti innsta kjarna trúar sinnar og tilfmningar fyrir líf- inu er eitthvað sem ekki verður pantað eða borgað fyrir. Þessi tón- list býður mönnum að opna hjarta sitt án þess að þurfa um leið að gleypa við öllum kennisetningum. Þessi stund meö Schola cantor- um verður seint fullþökkuð þeim sem að stóðu. Einstæður viðburður og ógleymanlegur. Sigfríður Björnsdóttir Höröur Askelsson, kórstjóri og organisti Hann lék á þetta hljóöfæri sitt eins og sá einn getur sem elskar og viröir. faiiega verki en flæði skapast þó vegna skyldleika þeirra. Djarfar þreifingar ítalans Gesualdo í smá- stígum skrefum sem ætíð reynast í meðhöndlun hans geyma nýjan grunn, nýja hljómræna stefnu, gefa verkum hans sérstætt og siungt yfirbragð. Hvernig honum tókst að hafa fegurðina alltaf með Komið, séð og sigrað Á skírdag var boðið til tónleika í íþróttahöll- inni á Akureyri. Flytjendur voru ekki af verri endanum: Kristján Jóhannsson tenór og Halla Margrét Árnadóttir sópran, undirleikari þeirra, Anna Guðný Guömundsdóttir, og meðleikararnir örn Ámason leikari og Jónas Þórir píanóleikari. Hér var eftir miklu að slægjast, enda stóð ekki á Akureyringum að troðfylla íþróttahöllina og það í bókstaflegri merkingu. Öm Árnason og Jónas Þór hófu leikinn og fóm á kostum. Þessir kostulegu listamenn og gleðigjaf- ar komu fram sem milliatriði nokkrum sinnum á tónleikunum og urðu því skemmtilegri sem lengra leið svo að við lá á stundum að áhorfend- ur grétu af hlátri. Ekki var frítt við að sú hugsun læddist að framan af tónieikunum að endirinn yrði sá að þeir Örn og Jónas myndu varpa skugga sem þeir ágætu listamenn, Kristján, Halla Margrét og Anna Guðný, kæmust ekki út úr. Fyrstu verkin á efnisskránni, eða að segja má öll verkin fram að hléi, ollu nokkrum vonbrigðum. Halla Margrét flutti „Draumalandið" og „Svanasöng á heiði“ og komst ekki almennilega á flug. Rödd hennar var gjaman dempuð og ekki nógu styrk. Kristján flutti „Tonerne" og „Gígjuna" og var ekki heldur alveg í essinu sínu. Síðan flutti Kristján DVA1YND GVA Kristján Jóhannsson og Halla Margrét Þau sigruðu salinn eftir hié. „Memory" úr Cats og „María“ úr West Side Story og náði ekki þeim tökum sem vænta hefði mátt, enda ekki laust við ryk á röddinni, einkum í síð- ara laginu. Halla Margrét flutti „Vilja Lied“ úr Kátu ekkjunni og „I Could Have Danced Ail Night" úr My Fair Lady. Allvel tókst upp í fyrra laginu en léttleiki náðist ekki í því síðara. Loks fluttu Kristján og Halla Margrét „Balcony Scene“ úr West Side Story sem tókst allvel en ekki miklu meira en það. En eftir hlé urðu umskipti og þá lék ekki leng- ur vafi á hverjir voru höfuðlistamennimir á tón- leikunum. Þegar í „Ave María“ Höllu Margrétar og „Agnus dei“ Kristjáns var auðfundið að þau voru að nálgast heimavöll og eftir það rak hver gæðaflutningurinn annan. Halla Margrét flutti „Santa Luciu" af öryggi og á dramatískan hátt og ekki síður fór Kristján fagurlega með „Toma e Surriento". Gómsætustu rúsínurnar voru þó eftir og birtust í dúettinum „Mario, Mario“ úr Toscu, fagurri túlkun Höllu Margrétar á „Vissi d’arte" úr sama verki og lokaatriði efnisskrárinnar, glæsitökum Kristjáns í flutningi „Nessun dorma“ úr Turandot. Það er skemmst frá að segja að í flutningi þess- ara verka áttu þau Kristján, Halla Margrét og Anna Guðný salinn eins og hann lagði sig. Hug- fangnir áheyrendur risu úr sætum með dynjandi lófataki og náðu tveimur aukalögum sem kórón- uöu lok þessara tónleika þar sem listamennirnir allir höfðu vissulega komið, séð og sigrað. Haukur Ágústsson Kvikmyndun sagnaarfsins í gær hófst kvikmyndahátíðin „Sögur á tjaldi" í Háskólabíó á vegum Filmundar og íslensku kvikmyndasamsteypunnar í tilefni af Viku bókar- innar og stendur hún til 30. apríl. Þar verða sýnd- ar 14 íslenskar kvikmyndir sem allar byggja á ís- lenskum bókmenntum, því hinum hressu Fil- mundum þykir nú tímabært að beina augum að flóknum tengslum bókmennta og kvikmynda og þeim breytingum sem verða þegar verk eru færð úr einum miðli yfir í annan. Ýmsar myndir verða sýndar á hátíðinni sem sjaldan sjást á hvíta tjald- inu 1 seinni tíö, til dæmis 79 af stöðinni eftir Eric Balling frá 1962 og Salka Valka eftir Arne Matt- son frá 1954. Dagskráín Á dagskrá hátíðarinnar eru: Útlaginn (1981) eft- ir Gísla sögu Súrssonar, leikstjóri: Ágúst Guð- mundsson (22.04. kl. 18 og 28.04. kl. 22); Skilaboð til Söndru (1983) eftir samnefndri sögu Jökuls Jakobssonar, leikstjóri: Kristin Pálsdóttir (24.04. kl. 22 og 30.04. kl. 18); Kristnihald undir jökli (1989) eftir samnefndri sögu Halldórs Laxness, leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir (20.04. kl. 22, 25.04. kl. 18 og 28.04. kl. 18); Atómstöðin (1984) eft- ir samnefndri sögu Halldórs Laxness, leikstjóri: Þorsteinn Jónsson (23.04. kl. 22.30); Punktur, punktur, komma, strik (1981) eftir samnefndri sögu Péturs Gunnarssonar, leikstjóri: Þorsteinn Arnar Jónsson sem Gísli Súrsson Útlaginn er meöal kvikmyndanna sem sýndar verða á hátíöinni. Jónsson (26.04 kl.18); 101 Reykjavík (2000) eftir samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar, leik- stjóri: Baltasar Kormákur (21.04. kl. 16 og 30.04. kl. 22.30); Djöflaeyjan (1996) eftir skáldsögum Ein- ars Kárasonar Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyj- an, leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson (23.04. kl. 18 og 29.04. kl. 22); Englar alheimsins (2000) eftir samnefndri sögu Einars Más Guðmundssonar, leikstjóri: Friðrik Þór Friöriksson (20.04 kl. 18 og 26.04. kl. 22.30); Benjamín dúfa (1995) eftir sam- nefndri sögu Friðriks Erlingssonar, leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson (21.04. kl. 14); Myrkrahöfð- inginn (1999) byggður á Píslarsögu Jóns Magnús- sonar, leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson (22.04. kl. 16); 79 af stöðinni (1962) eftir samnefndri sögu Indriða G. Þorsteinssonar, leikstjóri: Eric Balling (25.04. kl. 22); Ungfrúin góða og húsið (1999) eftir samnefndri sögu Halldórs Laxness, leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir (21.04. kl. 22 og 24.04. kl. 18); Skýjahöllin (1994) eftir barnabókinni Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson, leikstjóri: Þor- steinn Jónsson (22.04. kl. 14 og 29.04. kl. 15); Salka Valka (1954) (með fyrirvara) eftir samnefndri sögu HaOdórs Laxness, leikstjóri: Arne Mattson (22.04. kl. 22 og 27.04. kl. 18). Laugardaginn 28. aprfl kl. 13 verður svo haldið málþing um kvikmyndanir íslenska sagnaarfsins í Háskólabíói sem nánar verður greint frá síðar. ____________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Claude Monet Sólarlag viö Signu aö vetrarlagi (1880). Náttúrusýnir á förum Við minnum á að hinni merku sýningu, Nátt- úrusýnir, í Listasafni íslands, með einstæðum máiverkum frá Petit Palais-listasafninu i París, lýkur á sunnudaginn. Hún hefur verið geysi- lega vel sótt en þó er hætt við að einhverjir séu alveg að missa af henni. Látið það ekki gerast! Sýningin er opin í dag, á morgun og á sunnu- daginn, kl. 11-17. Leikminjasafn Stofnfundur Samtaka um leikminjasafn verður haldinn í Iðnó (uppi) kl. 15 á morgun. Frummælendur eru Sveinn Einarsson leikstjóri og dr. Jón Viðar Jónsson leiklistar- fræðingur. Að stofnun sam- takanna standa um 20 félög, samtök og stofnanir á sviði leiklistar. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á málefninu og vilja ger- ast stofnfélagar. Leikminjasafn mun veita leiklistarstofnun- um aðhald við að hlúa að sögu sinni og varð- veita þá muni sérstaklega sem hafa menningar- sögulegt gOdi. Slik söfn njóta vinsælda ferða- manna víða erlendis. Þróun námsefnis Sýning um þróun námsefnis á 20. öld hefur verið opnuð í Þjóðarbókhlöðunni og stendur tO 31. maí. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi og er ekki síst skemmtilegt fyrir okkur sem eldri erum að rifja upp kynnin af bókunum sem mótuðu heimsmyndina á sínum tíma. Sýningin tekur tO námsefnis fyrir skyldu- nám og hafa verið valin sýnishom námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamót- in 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum. Athyglinni er beint að bókum fyrir móð- urmálsnám, náttúrufræðinám og nám i sögu og samfélagsgreinum og sýnt hvernig efnisval, efn- istök, framsetning og umbúnaður hefur breyst í áranna rás. Hvaða ljóð lesa þau? í tOefni af Viku bókarinnar verður dagskrá í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavikur í Gróf- arhúsi, Tryggvagötu 15, á morgun, kl. 15.30. Þar mun fólk sem starfar eða býr í nágrenni við safnið lesa sín uppáhaldsljóð, meðal annarra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur, Albert Bergsteinsson frá bOastæðasjóði, HaOdór Blön- dal, forseti Alþingis, blómasalinn Helga Thor- berg, barþjónninn Rúnar Matthíasson, leik- skólastjórinn Pálína Sólrún Ólafsdóttir, Jakob Þórarinsson lögreglumaður og Gérard Lemarquis, íbúi í Grjótaþorpi. Kynnir veröur ljóðskáldið og bókavörðurinn Einar Ólafsson. Þess má geta að Andri Snær Magnason hefur ort nokkra fyrriparta að ljóðum fyrir heimasíðu Borgarbókasafns, www. borgarbokasafn.is, og eru gestir síðunnar hvattir tO að botna. Afmæli afhendingar Mörgum íslendingum mun enn í minni sá dagur þegar Konungsbók eddukvæða og Flateyj- arbók voru fluttar í land úr dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn fyrir þrjátíu árum, 21. aprO 1971, og afhentar menntamálaráðherra. Lausn handritamálsins vakti athygli víða um heim, enda mun einsdæmi að stjórnvöld ríkis hafi sýnt slíkan skilning á menn- ingu þjóðar sem áður laut for- ræði þeirra. Af þessu tilefni bjóða Há- skóli íslands og Stofnun Árna Magnússonar tO samkomu í hátíðasal Háskólans á morg- un, kl. 14. Aðgangur er ókeyp- is og öUum heimUl. Á dagskrá verða m.a. ávörp Páls Skúla- sonar háskólarektors og Björns Bjamasonar menntamálaráðherra. Prófessor Peter Foote frá Lundúnum talar um handritamálið frá sjónar- hóli þeirra sem utan við það stóðu og feðgarnir Benedikt Erlingsson og Erlingur Gíslason flytja eddukvæðið Hárbarðsljóð. Að dagskrá lokinni gefst gestum kostur á að líta handritin tvö aug- um og skoöa nýja útgáfu Konungsbókar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.