Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk„ Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
E-töflusprenging
E-töflusprenging var fyrirsögn fréttar í DV í síðasta
mánuði. Þar sagði frá því að lögreglan á Akureyri hefði
tekið meira af e-töflum tvo fyrstu mánuði þessa árs en allt
árið í fyrra. E-töflusprenging á ekki síður við nú, rúmlega
mánuði síðar. í blaðinu í dag kemur fram að nú, þegar lið-
ið er á fjórða mánuð ársins, hafi flkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík og tollverðir í Leifsstöð lagt hald á
þrisvar sinnum meira af þessu hættulega fikniefni en gert
var allt árið í fyrra.
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík,
segir yfirvöld nú ná stærri fíkniefnaskömmtum en áður
enda hafi lögreglan einbeitt sér að því frá árinu 1998 að
stöðva innflutning fíkniefna. Um leið og fagna ber þessum
góða árangri vekur hinn mikli innflutningur ugg. Mark-
hópur harðsvíraðra eiturlyfíasmyglara er unga fólkið.
Haft var eftir Sigurði Guðmundssyni landækni í DV i
fyrra að ungmenni á framhaldsskólaaldri væru mark-
aðsvænsti hópur e-töflusala.
Landlæknir lýsti nánar þeim áhyggjum sem hann hefur
af e-töfluneyslunni í fyrrgreindri frétt og undir þær tók
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir í Spegli Ríkisút-
varpsins í fyrrakvöld. Matthías sagði notendur ekki hefð-
bundna fíkniefnaneytendur heldur fylgdi neyslan gjarnan
menntaskólapartíum og skólaskemmtunum sem áður
hefðu verið taldar hættulausar. Efnið væri markaðssett
sem hættulítið en svo væri alls ekki. Um væri að ræða
hart efni, mitt á milli amfetamíns og LSD.
Aðstoðarlandlæknir lýsti því svo að fyrstu einkenni e-
töfluneyslu væru sæluvíma en þunglyndi fylgdi í kjölfar-
ið. Hætt er við ofskynjunum líkt og af neyslu LSD og
neyslu efnisins geta fylgt líkamlegir kvillar sem geta leitt
til dauða. Hluti af sjálfsvígum tengist klárlega fíkniefnum,
sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir í DV í fyrra.
Þegar fólk tekur inn e-töflur, sagði hann, verða miklar
sveiflur í geðhvörfum og fólk verður þunglynt. Reynsla
fíkniefnadeilar lögreglunnar er hin sama. Því lengur sem
fólk neytir e-taflna, sagði talsmaður deildarinnar, því
dýpra sekkur það niður i þunglyndi, jafnvel þar til það sér
enga leið út og fyrirfer sér.
Þetta er hinn napri raunveruleiki sem blasir við. Notk-
un e-töflunnar veldur alltaf tjóni, líkamlegu sem andlegu,
og getur verið banvæn, hvort heldur fólk deyr af notkun-
inni eða þolir ekki við og sviptir sig lífi. Sjálfsvigum ungs
fólks hefur fiölgað og samhengi virðist vera milli þess og
fíkniefnanotkunar, ekki síst e-töfluneyslu.
Við þessum vanda eru engar einfaldar lausnir. Hvert
fíkniefnið hefur tekið við af öðru. E-töflunnar varð fyrst
vart á markaði hérlendis árið 1992. Verulegt magn var sið-
an tekið af efninu árið 1995 og aukning hefur orðið á notk-
uninni síðan. Árið 1999 var metár og mikið var tekið í
fyrra og árið í ár slær öll fyrri met. Árangur lögreglu og
tollayfirvalda sýnir að þar er unnið gott starf. Það þarf
enn að efla enda má hvergi gefa eftir í baráttunni við
fikniefnasmyglara. Fyrir liggur frumvarp dómsmálaráð-
herra um þyngingu refsidóma vegna fíkniefnasmygls. Þar
er gert ráð fyrir að þyngstu fangelsisdómar lengist úr 10
árum í 12 ár. Það verður vonandi sem fyrst að lögum.
Mikilvægast er þó að ná til unga fólksins með upplýs-
ingum og áróðri um skaðsemi e-töflunnar og raunar allra
annarra fíkniefna. Árangur næst ekki nema til komi hug-
arfarsbreyting. Eigi fíkniefnasmyglarar tryggan markað
leita þeir allra leiða í innflutningi sínum í von um skjót-
fenginn gróða.
Jónas Haraldsson
Skoðun
Rjúpa í mat - bæði umhverfis- og jólamat
Rjúpan er enginn venju-
legur fugl. Rjúpan er ís-
lensk villihæna, og þessi dá-
samlega hæna er nú farin
að leika nokkuð stórt hlut-
verk i einhverju sem grein-
arhöfundur vonar að verði
smástríð skógræktarmanna
annars vegar og veiði-
manna hins vegar. Þó ligg-
ur í loftinu að hvorugur
þessara aðila hafi í raun
kastað fyrsta steininum,
heldur hafl það verið nátt-
úrufræðingur sem i fávisku
sinni haii bara ætlað að vernda vam-
arlausan hænsnfugl. Svo fór um-
hverfisráðherra að tala um þetta á
þinginu og allir urðu pirraðir. Skóg-
ræktarmenn uröu pirraðir af því að
einhver var að gagnrýna skógrækt.
Veiðimenn urðu pirraöir af því að
flestallar rjúpurnar eru dauðar og
þær fáu sem eftir eru fela sig í skóg-
inum á bak við tré svo Sigmar æðsti
veiðimaður finni þær ekki.
Fornum spekingum, ekki síst ind-
verskum, varð það ljóst að allar okk-
ar gerðir hefðu áhrif á lífið í kring-
um okkur. Vestrænir vísindamenn
tóku svo enn eitt skrefið og bjuggu til
orðið VISTKERFI. Þetta orð eitt og
sér er algjör snilld og rétt eins og guð
almáttugur eru vistkerfi
alls staöar. Eitt er í mýr-
inni, annað úti í móa, meira
að segja garðurinn okkar
getur verið eitt eða fleiri
vistkerfi og gólfteppið mitt í
stofunni er líka vistkerfi,
þar sem eirðarlausir ryk-
maurar bíta hver annan og
myrða með köldu blóði. Allt
spilar þetta saman, öll spila
þessi vistkerfi saman.
Stigið á fiskiflugu
Dæmi: Ég vakna í góðu
skapi einn morguninn og fer strax út
að gá til veðurs, en er svo ónærgæt-
inn að troða ofan á fiskiflugu sem
deyr samstundis. Hefði ég ekki stigið
ofan á þessa fiskiflugu þá hefði ekki
orðið þessi mergð af auðnutittlingum
í garðinum hjá mér ári síðar. Ef ykk-
ur lesendur góðir finnst þetta flókið
þá skal ég nú skýra þetta ögn nánar.
Sem sagt hefði ég ekki stigið ofan á
fiskifluguna þá hefði hún verið étin
af þresti. Þröstur þessi var aðfram-
kominn af hungri og lét því lífið við
það að verða af þessari máltíð. Nú þá
víkur sögunni til uglu nokkurrar
sem átti sér hreiður og marga unga
smá. Þetta er einmitt uglan sem átti
að éta þröstinn sem átti að éta flug-
Helgi Þórsson
umhverfisfræöingur,
Kristnesi, skrifar
una. En þar sem þrösturinn
var nú dauður (sem reyndar
kom sér vel fyrir fiskiflugur
sem verptu í hræið) þá fór
það nú svo að uglutetrinu
reyndist þetta ofviða og hún
dó frá vaxandi ómegð. Og
auðvitað fór það svo að unga-
ræflarnir fylgdu á eftir.
Auðnutittlingamir hins veg-
ar komu upp öllum sínum
ungum og verptu tvisvar,
þökk sé hlýindakafla i byrjun
júni. Ekki voru nú fjandans
uglumar til að éta þá, svo
mikil mergð var af auðnutitt-
lingum þetta sumarið.
Hafi menn nú numið speki
þessa, þá eru þeir fullfærir til
þess að dæma það fáranlega
fyrirbrigði sem kallast um-
hverfismat. Nú veit ég að
margir vilja skilja orð mín
þannig að ég haldi að nátt-
úrufræðingar alls konar séu
vont fólk. En það er það alls
ekki. Það er bara svona illa
upplýst. Vistkerfi eru full-
komlega ómælanleg. Það eina
sem náttúrufræðingurinn get-
ur fullyrt er að ef áin þomar
þá fer fiskurinn. Ef þurrlendi
er breytt í vatn, þá gæti kom-
DV-MYND SKÚLl MAGNÚSSON
„Sú hræsni að umhverfið sé metan-
legt, það að fram eigi að fara um-
hverfismat er svona álíka og auglýs-
ing frá prestinum um að í nœstu
sunnudagsmessu œtli guð sjálfur að
halda stólrœðuna.“
ið fiskur og nokkuð örugglega
fara hreindýrin. Sú hræsni að um-
hverfið sé metanlegt, það að fram
eigi að fara umhverfismat er
svona álíka og auglýsing frá prest-
inum um að í næstu sunnudags-
messu ætli guð sjálfur að halda
stólræðuna.
Spyrjið rjúpurnar sjálfar
Undanfarna daga hef ég heyrt
þrjá sérfræðinga halda því fram
að þörf sé á að rannsaka það hvort
skógurinn sé rjúpuvænn eða
þvert í mót. Ég legg til að rjúpurn-
ar verði bara spurðar sjálfar, úr
því myndu sennilega fást skýr-
ustu niðurstöðurnar. Svo heyrði
ég líka í veiðimanni sem vildi
meiri rannsóknir, og auðvitað er
það rétt hjá honum, rannsóknir
eru góðar en heilbrigö skynsemi
verður alltaf að vera á bak við
rannsókn og tilraun. Af umræð-
um um svona mál hefur það sífellt
orðið skýrara í huga mér að það
eru til óteljandi menn og jafnvel
fleiri konur sem geta gert rann-
sóknir en þeim virðist smám sam-
an fækka'sem geta lesið úr þeim
eitthvað sem skiptir máli. Skiptir
það máli?
Helgi Þórsson
Samsærið gegn neytendum
Verð á grænmeti hefur síðasta
áratuginn hækkaö langt umfram al-
menna verðlagsþróun. Við þekkjum
hluta af skýringunni. Skýrsla sam-
keppnisráðs staðfesti að fyrirtæki í
dreifmgu og heildsölu hafa um ára-
bil stundað okur á grænmeti. Sam-
kvæmt henni hafa þau sýnt frjótt
hugmyndaflug við að finna leiðir til
að hækka verð á grænmeti með að-
ferðum sem samkeppnisráð telur al-
varleg lögbrot. Heildsalar og dreif-
ingarfyrirtæki eru þó ekki eina
ástæðan fyrir grænmetisokrinu. Þær
eru að minnsta kosti þrjár.
Fákeppnf í smásölu
Á allra síðustu árum hafa veruleg-
ar breytingar átt sér stað á sviði
smásöluverslunar. Smásölumarkað-
urinn einkenndist áður af harðri
samkeppni sem tryggði hagsmuni
neytenda. En stóru
keðjurnar sem háðu
blóðugar styrjaldir til
að lækka verð til neyt-
enda höfðu ekki fyrr
útrýmt litlu búðunum
en þær sameinuðust i
einn stóran risa.
Helsta einkenni þessa
markaðar í dag er
dæmigerð fákeppni
þar sem ekkert tryggir
hag neytenda. Baugur
er raunar orðinn svo
sterkur að markaðs-
staða hans stappar
nærri einokun.
Hinir stærstu geta
náð betri samningiun
við þá sem annast
dreiflngu og fram-
leiðslu. Það er lögmál
markaðarins. En þegar
hörð samkeppni er
ekki lengur til staðar
er ekkert sem tryggir
að þessi hagkvæmni
stærðarinnar endur-
speglist í verðinu til
neytenda. Morgunblað-
ið birti á skírdag viðtal
við forsvarsmann hjá
Nettó, keppinaut
Baugs, sem bendir til að þetta
hafi gerst á grænmetismark-
aðnum. Vaxandi fákeppni er
því líkleg til aö hafa aukið
hlut smásalanna í grænmetis-
verðinu, mögulega gegnum
aukna álagningu og/eða aðr-
ar nýstárlegar aðferðir eins
og greiðslur upp á milljóna-
tugi fyrir hillupláss. Þetta
verður að rannsaka og leggja
fyrir almenning.
Samsæri heildsalanna
Stór þáttur 1 grænmet-
isokrinu er svo efalítið hið ólöglega
samráð dreifingarfyrirtækja sem
samkeppnisráð segir að hafl í reynd
einokað heildsölu á grænmeti hér á
landi. Við húsleit fundust gögn, sem
ráðið taldi ótvírætt sýna að fyrirtæk-
in hefðu hlunnfarið neytendur með
fernum hætti: í fyrsta lagi höfðu þau
samráð um verð. í öðru lagi stýrðu
þau framleiöslu innanlands og höfðu
þannig hrein áhrif á framboð á
grænmeti. í þriöja lagi sömdu þau
sín á milli um skiptingu markaðar-
ins. I íjórða lagi tókst að minnsta
kosti einu fyrirtækjanna að misnota
tengsl sín við landbúnaðarráðuneyt-
ið með því að hafa bein áhrif á
ákvarðanir þess varðandi tollvemd á
grænmeti.
Að mati fyrirtækjanna sjálfra skil-
aði þetta því að verð hækkaði stór-
lega á afurðunum. Neytendur borg-
uðu að sjálfsögðu brúsann. Niður-
staða samkeppnisráðs er að í þessu
felist „samsæri gegn [...] hagsmunum
neytenda."
Okurtollar ráðuneytisins
Landbúnaðarráðuneytið er líka í
hópi sökudólganna. Ráðu-
neytið hefur barist fyrir
að viðhalda háum tollum
á innfluttu grænmeti og á
því beinan þátt í græn-
metisokrinu. Engan skal
því undra að úr skýrslu
samkeppnisráðs er ekki
hægt að lesa annað en
ótvíræða falleinkunn yflr
ráðuneytinu. Samkeppn-
isráð segir þannig hreint
út að framkvæmd land-
búnaðarráðuneytisins á
ákvæðum um toflvernd á
innfluttu grænmeti hafi auðveldað
heildsölunum að hafa með sér ólög-
mætt samráð til að halda uppi verði.
Óafvitandi skapaði því ráðuneytið
heildsölunum skjólið sem þeir
þurftu tfl að geta með ólögmætum
hætti okrað á neytendum. Á ein-
faldri íslensku þýðir þetta að hags-
munir neytenda veröa aldrei tryggð-
ir nema landbúnaðarráðuneytið af-
nemi að lokum okurtollana á græn-
metinu. Grænmetisokrið er á sam-
eiginlegri ábyrgð heildsala, sem ekki
virða lög, smásölu, þar sem sam-
keppni er ekki lengur til staðar, og
landbúnaðarráðuneytis sem virðir
hvorki hagsmuni neytenda né al-
þjóðlega samninga. Hvers vegna
stendur Guðni ekki við yfirlýsingar
sínar og lækkar okurtollana? Hann
þarf hvorki samþykki ríkisstjórnar
né Alþingis. Okurtollarnir eru
bundnir í einfalda reglugerð og
Guðni þarf ekki nema eitt penna-
strik til að breyta henni.
Hversu lengi eiga okurtollar land-
búnaðarráðuneytisins að halda uppi
verði á grænmeti?
Össur Skarphéðinsson
„Grœnmetisokrið er á sameiginlegri
ábyrgð heildsala, sem ekki virða lög,
smásölu, þar sem samkeppni er ekki
lengur til staðar, og landbúnaðar-
ráðuneytis sem virðir hvorki hags-
muni neytenda né alþjóðlega
samninga. “
Ummæli
Möguleikar og
k j ördæmamörk
„Ég hef haldið því
fram að hin nýja
kjördæmaskipan eigi
að gefa okkur á
Norður- og Austur-
landi möguleika til
að standa fastar og
betur að okkar mál-
um en áður. Reynslan sýnir að kjör-
dæmamörk skipta máli í samvinnu
sveitarfélaga. Hið sama er að segja
um opinbera þjónustu, t.d. á sviði
heilbrigðis- og skólamála. Og loks
hefur komið í ljós að fyrirtækin eru
fljót að nýta sér þau tækifæri sem
greiðar samgöngur gefa.“
Halldór Blöndal á vefnum
Islendingur.is
Ríkið ræður með okri
„Engin ástæða er
til að skamma ylrækt-
arbændur. Þeir hafa
staðið sig með mikl-
um sóma á undan-
fómum árum og stór-
aukið úrval grænmet-
is, kryddjurta og
blóma. Hins vegar er vandséð af
hverju ylræktin þarf að kaupa raf-
magnið á uppsprengdu verði. Af
hverju má ekki lækka verðið svo við
fáum eitthvað grænt og gómsætt í
gogginn á góðu verði? Þar væri falin
kjara- og heilsubót sem um munaði.
Það er líka undarlegt af hverju bráð-
hollt rauðvín þarf að vera á upp-
sprengdu verði hér á landi. Þar eins
og í rafmagninu er það ríkið sem
ræður verðmynduninni með okri.
Þyrfti ekki Samkeppnisstofnun að
taka til hendinni þar.“
Bjarni Brynjólfsson í leiöara
Séö og heyrt.
Hveriu skilaði Kristnihátíð þjóðinni?
Spurt og svarað
Sr. Kristján Bjömsson
sóknarprestur i Eyjum:
„Kristnihátíð ýtti undir fjölbreyti-
legt starf víða í söfnuðum landsins og
ef ég horfi hingað til Vestmannaeyja
eigum við minnisvarða um kristnihá-
tíðarárið í norsku stafkirkjunni og hið
innra safnaðarstarf hér er tvímæla-
laust nokkru ríkara eftir þetta. Kirkjukórinn, tii dæmis,
tókst á við stór verkefni og söfnuðurinn kom saman í
stærri guðsþjónustum en áður hafa verið haldnar hér. Ai-
menn þátttaka í safnaðarstarfi var meiri en áður, kirkju-
gestir á árinu urðu alls 26 þúsund og það er vel yfir með-
allagi. Þess sjást mörg merki að kirkjustarfið hér í Eyj-
um er öflugra eftir kristnihátíðarárið, það greini ég með-
al annars á öflugra æskulýðsstarfi í kirkjunni. Sjálfum
finnst mér sem sóknarpresti hér gaman að hitta fólk sem
minnist nú hátíðlegra stunda á liðnu ári í Landakirkju,
við vígslu stafkirkjunnar, útimessu á Skansinum, að
ógleymdri hátíðinni á Þingvöllum í júlíbyrjun."
Gunnar Oddsson,
bóndi í Flatatungu í Skagafirdi:
„Kristnihátíð hlýtur að auka áhuga
þjóðarinnar á starfi kirkjunnar og þar
af leiðandi verður hátíðin til góðs fyrir
þjóðina þegar stundir líða. Þeir sem
voru með aðfinnslur og þótti hátíðin
ástæðulaus létu vel í sér heyra en
menn sem eru á móti eru alltaf til staðar, burtséð frá
málefnum. Svo margt dynur á þjóðinni af hvers konar
upplýsingum og efni I fjölmiðlum að fólk verður allt að
því ónæmt fyrir boðskapnum, hversu góður sem hann
kann að vera. Boðskapur Kristnihátíðar gefur þjóðinni
mikilvægt veganesti í uppbyggingu manneskjulegs sam-
félags. Hátiðin mun sjálfsagt ekki stuðla að neinni trúar-
legri vakningu í samfélaginu en mannfólkið er alltaf í
trúarþörf og kristin áhrif verða ætíð til bóta. Hins vegar
er merking og inntak orðsins trú býsna stórt og margir
eru veikir í trúnni, eins og sr. Hallgrímur passíuskáld
Pétursson orðaði það á sínum tíma.“
Jón Jónsson
þjóðfrœðingur:
„Mér sjálfum skilaði Kristnihátíðin
ekki miklu en ég hygg að mörgum
hafi hún þó gefiö fyllingu í sálina og
aukna trú. Það er vel ef svo er. Hins
vegar er það mín skoðun að fara hefði
mátt betri leiðir til þess að minnast
merkra tímamóta í sögu þjóðarinnar en að efna til
hinna viðamiklu hátíðahalda á Þingvöllum eins og gert
var. í staðinn fyrir að fólkiö átti að koma til trúarinn-
ar, það er á hina miklu hátíð, hefði trúin átt að koma
til fólksins og þar á ég við aö meira hefði átt að leggja
upp úr hátíðum úti í héruðum landsins. Einnig hefði
trúarbragðafræðsla í skólum landsins átt aö fá stórauk-
ið vægi, með það að markmiði að slá á fordóma gagn-
vart öðrum trúarbrögðum. Slíkt hefði verið sterkur
leikur fyrir íslenskt samfélag sem verður sífellt alþjóð-
legra, um leið og margir bera kviðboga fyrir því að for-
dómar gagnvart útlendingum fari vaxandi."
Lóa Aldísardóttir
bladamaður:
„Kristnihátíð skilaði okkur endan-
legri staðfestingu á að meirihluti
þjóðarinnar er guðlaus. Og að það er
löngu kominn tími tii að aðskilja ríki
og kirkju. Og að hylla skuli aðra höfð-
ingja en hina heilögu þrenningu næst
þegar á að þjappa þjóðinni saman. (Og þeirri vissu að
reiknimeistarar þjóðkirkjunnar kunna ekki að leggja
saman. Það mættu ekki 170.000 einstaklingar á Kristni-
hátíð. í kristilegum reikningi eru Nonni og Gúndi ekki
lagðir saman heldur er Nonni talinn í hvert sinn sem
hann rekur inn nefið). - Hér búa guðleysingjar, kristn-
ir, kaþólskir, búddistar, múslímar, gyðingar, hvíta-
sunnumenn, flladelfistar, Vottar Jehóva, mormónar og
guð veit hverjir fleiri. Kristin siðfræði og gildi eru
samofin lögum hér og reglum og hafa löngu síast inn í
þjóðarvitundina. Því er engin ástæða til að rlkið byggi
og haldi uppi mannlausum kirkjum í hverri sókn.“
Ui’ictnihátí?i
cpm ctnh í tvn ár Innk um nácUn
I lm 17fi híicunH mannc cnttn athnriSi hátíharinnar cpm ctinrnuhlH ynthii til nllc nm tvpimnr millihrhnm krnna
Stundum neyðist mað-
ur til að vera sammála
Fá eða engin dæmi eru
um það í stjómmálasög-
unni að nýjum ráðherra
hafi verið tekið af slíkum
alhliða fögnuði og Jóni
Kristjánssyni sem nú er
tekinn við einhverju erfið-
asta og vanþakklátasta
embætti sem stjórnmála-
manni býðst hér á landi.
Það er orðin landlæg hefð
að ráðast að heilbrigðis- og
tryggingaráðherra fyrir
naum framlög og sparnað-
arkröfur fjármálaráðuneyt-
isins og sömuleiðis fyrir alls kyns
ósætti prímadonnanna í heilbrigðis-
kerfinu. Það þarf því breitt bak til að
standa undir óvæginni kröfugerð og
sætta ólík sjónarmið um fram-
kvæmd velferðarinnar.
Ekki er vist að Jóni Kristjánssyni
sé mikill greiði gerður með því lofi
sem á hann er hlaðið þessa dagana
og eiga þar jafnan hlut pólitiskir
andstæðingar og samherjar. En vel
má velta fyrir sér hvað veldur þvi að
maður sem er andstæða sjálfhælna
framagosans sem yfirkjaftar hvem
mann og ryðst upp mannvirðinga-
stigann næstum sjálfkrafa er allt í
einu orðinn einn umtalaðasti leið-
togi þjóðarinnar og enginn leggur
honum til nema gott orð
sem er einsdæmi þegar
stjórnmálamaður með
langan feril að baki á í
hlut.
alltaf þakklátum. Og varla
er við því að búast að Jón
eigi eftir að búa við ómæld-
ar vinsældir þegar hann fer
að láta til sin taka í nýju
embætti.
Hann tekur við sæmilegu
búi hvað orðstír snertir. Um
forvera hans, Ingibjörgu
Pálmadóttur, stóðu lengi
stríðir stormar en með tíð
og tima ávann hún sér
traust og virðingu. Hún var
ekki lagin að berja frá sér
þegar að henni var veist og
einhverjum kann að virðast að hún
sé ekki sköruleg í framkomu. En hitt
dylst engum að Ingibjörg er hjarta-
hlý manneskja og vill vel og nýtur
þeirra eiginleika þegar hún lýkur
ráöherraferli sínum með sóma.
Engar væntingar
Ekki verður þess vart að neinar
sérstakar væntingar séu gerðar til
nýja heilbrigðisráðherrans. Hann er
kynntur sem hógvær og ljóðelskur
hagyrðingur sem ekki er lagið að
trana sér fram. Allir fjölmiðlar
landsins hamast við að kynna fyrr-
verandi formann mikilvægustu
nefndar Alþingis, rétt eins og þeir
séu að uppgötva tilvist hans á meðal
Oddur Ólafsson
skrífar
vor í fyrsta sinn. Meira að segja
Mogginn splæsir leiðara til að upp-
hefja framsóknarmanninn og tíunda
dyggðir hans.
Vera má að annað hljóð komi í
strokkinn þegar kröfugerðarhópar
innan og utan heilbrigðissviðsins
fara að láta til sín taka og komast að
því að gamli formaður fjárlaganefnd-
arinnar getur verið fastur fyrir þeg-
ar þvi er að skipta. Þá má búast við
að gargað verði á hann úr öllum
gáttum og honum valin önnur lýs-
ingarorð og gert upp annað innræti
en tíðkast þessa dagana. En það er
einu sinni hlutskipti stjórnmála-
manna að vera umdeildir og er ekki
um að sakast.
Satt best að segja er blöskranlegt
hve einhliða umfjöllunin um heil-
brigðisráöherrann er. Undirritaður
hefur verið ósínkur á köpuryrði í
garö stjórnmálamanna og klæjar í
fingurgómana að vera ekki á sama
máli og allir hinir um ágæti Jóns
Kristjánssonar og finna honum helst
sem flest til foráttu. En því miður
gengur það ekki upp. Eftir löng
kynni og um tíma nána samvinnu
með húmanistanum og húmoristan-
um hlýtur maður að viðurkenna að
hvergi er ofsagt í einhliða umfiöllun
fjölmiðla.
Svo óíslenskt
Hraðmælskum
kjaftöskum gengur
furðuvel að hasla sér
völl í stjórnmálaflokkum
og koma sér framarlega
í goggunarröð fyrir-
tækja. Kannski er orðið
offramboð á manngerð-
inni og hún orðin leiði-
gjarnari en góðu hófi
gegnir. Þá er farið að
taka eftir þeim sem
minna hafa sig í frammi
og vinna sín störf í kyrr-
þey sem oft eru ekki
síðri en þau sem mest er
glamrað um.
Hitt er annað að mað-
ur saknar þess að ekki
sé hnýtt í nýdubbaðan
heilbrigðisráðherra. Það
er eitthvað svo óíslenskt
að aHir séu sammála um
ágæti stjórnmálamanns
sem gegnt hefur veiga-
miklum störfum og ekki
Jón tekur við lyklavöldum úr hendi Ingibjargar.
>•
ir