Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Side 22
26
2»
íslendingaþættir
Umsjón: María Ólafsdóttir
Stórafmælí
90 ára_______________
Ketill Eyjólfsson,
Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfiröi.
80 ára_____________________________
Kristjana Jónatansdóttir,
Nípá 1, Ljósavatnshr., S-Þing.
ZOára______________________________
Guðjón E. Jónsson,
Álfaskeiði 94, Hafnarfiröi.
Guðrún Vilhjálmsdóttir,
Jörundarholti 20a, Akranesi.
Jón Lárus Sigurösson,
Blönduhlíð 10, Reykjavík.
Reynir Gíslason,
Faxabraut 13, Keflavlk.
Sigurjón Guðni Ingvarsson,
Bleiksárhlíö 56, Eskifiröi.
Þorsteinn Jón Þorsteinsson,
Nesbala 62, Seltjarnarnesi.
60 ára_____________________________
Magnea Steiney Jónsdóttir,
Unnarbraut 17, Seltjarnarnesi.
Margrét Ólafsdóttir,
Arkarholti 4, Mosfellsbæ.
50 ára_____________________________
Ásta Agnarsdóttir,
Fannafold 123, Reykjavík.
Halldóra Jóhannesdóttir,
Kársnesbraut 35, Kópavogi.
Kristján Sigmundsson,
Klébergi 13, Þorlákshöfn.
Ólafur Hjörtur Jónsson,
Trönuhólum 6, Reykjavík.
Ólöf Friðný Maríusdóttir,
Drafnarbraut 1, Dalvík.
Þór Jóhann Vigfússon,
Jöldugróf 17, Reykjavík.
40 ára_____________________________
Baldur P. Thorstensen,
Sunnubraut 3, Höfn.
Dóróthea Sigurlaug Jónsdóttir,
Heiöarbrún 39, Hveragerði.
Guðmundur Hjaltason,
Kirkjubraut 22A, Keflavlk.
Guðný Oktavía Arndal,
Viöarrima 33, Reykjavík.
Guðrún Magnúsdóttir,
Lambastaöabraut 1, Seltjarnarnesi.
Heiðar Guöberg Jóhannesson,
Byggöavegi lOla, Akureyri.
inga Björk Ólafsdóttir,
Nestúni 8a, Hellu.
Ingvar Siguröur Stefánsson,
Frostafold 6, Reykjavlk.
Ríkharöur Jónasson,
Sólbakka 3, Breiödalsvlk.
Sigrún Kristjánsdóttir,
Tunguvegi 14, Reykjavlk.
Sigurlaugur V. Ágústsson,
Brekkugötu 23, Ólafsfiröi.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I 550 5000
Sigurður Jónsson, Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund, lést sunnudaginn 15.
april.
Sigurvin Flnnbogason lést á Hrafnistu,
Reykjavík, laugardaginn 14. apríl síöast-
liöinn.
Ólafur Ólafsson húsasmiður, Skúlagötu
20, Reykjavík, andaöist á Landspítalan-
um viö Hringbraut mánudaginn 16. apr-
II.
Jóhann Guðmundsson, Boöahlein 27,
lést á St. Jósefsspltala I Hafnarfiröi
mánudaginn 16. apríl.
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2001
I>V
Sjötugur
Einar Oddsson
fyrrverandi sýslumaður
Einar Oddsson, fyrrverandi
sýslumaður, Úthlíð 6, Reykjavík,
er sjötugur í dag.
Starfsferill
Einar er fæddur í Flatatungu í
Akrahreppi í Skagafirði og ólst
þar upp. Hann tók stúdentspróf
frá Menntaskólanum á Akureyri
árið 1953 og hélt síðan til Reykja-
vikur um haustið og innritaðist í
lögfræðideild Háskóla íslands og
lauk embættisprófi þaðan árið
1959. Hann varð héraðsdómslög-
maður 1962 og hóf störf hjá Út-
flutningssjóði 1959. Hann var um
hrið fulltrúi hjá sýslumanninum á
ísafirði 1960 og siöan fulltrúi hjá
yfirborgardómara 1960 til 1963.
Einar var skipaður sýslumaður
í Skaftafellssýslum frá 1. febrúar
árið 1963 og varð síðan sýslumað-
ur Vestur-Skaftafellssýslu þegar
embættinu var skipt árið 1977.
Einar óskaði eftir lausn frá störf-
um af heilsufarsástæðum 1993 eft-
ir 30 ára embættisrekstur.
Einar hefur gegnt mörgum fé-
lags- og trúnaðarstörfum. Hann
var formaður stjórnar Sparisjóðs
Vestur-Skaftafellssýslu, formaður
Félags hrossabænda í Vestur-
Skaftafellssýslu, formaður bygg-
ingarnefndar elliheimilis í Vík i
Mýrdal og formaður atvinnumála-
nefndar Vestur-Skaftafellssýslu.
Einar sat í stjórn Héraðsskólans í
Skógum, í yfirkjörstjórn Suður-
landskjördæmis, í stjórn Sjúkra-
húss Suðurlands á Selfossi og í
stjórn Hrossaræktarfélags Mýr-
dæla.
Einar hefur alla tíð haft mikinn
Attræöur
Kjartan Eiður Eiðsson húsasmið-
ur, Holtsgötu 14c í Njarðvík, er átt-
ræður i dag.
Starfsferill
Kjartan fæddist að Klungurbrekku
á Skógarströnd og ólst þar upp. Ung-
ur fór Kjartan á sjó og stundaði sjó-
mennsku þar til hann hóf nám við
húsasmíðar í Iðnskólanum í Reykja-
vík. Meistari hanns var Helgi Krist-
jánsson byggingameistari í Reykja-
vík.
Kjartan starfaði við húsasmíðar
framan af starfsævinni. Síðustu 25
árin vann hann hjá Varnarliðinu,
fyrst sem verkstjóri hjá Public
Works og síðan við verkáætlanagerð
á sama stað. Hann lét af störfum ár-
ið 1996, 75 ára að aldri.
áhuga á búskap. Hann rak um
árabil fjárbú í Norður-Vík, en eft-
ir að fjárbúskap lauk hefur Einar
stundað hrossarækt og haft mikla
ánægju af. Einar var varaþing-
maður fyrir Sjálfstæðis-flokkinn í
Suðurlandskjördæmi 1971 til 1974
og sat á Alþingi nóvember til des-
ember 1971.
Einar hefur verið sæmdur heið-
ursmerkjunum Chevalier de
l’Ordre de Merite og er riddari af
sænsku Norðstjörnunni.
Fjölskylda
Einar kvæntist 11. febrúar 1961
Höllu Þorbjörnsdóttur, f. í Reykja-
vík 30. október 1929, bamageð-
lækni. Hún er dóttir hjónanna
Charlottu Steinþórsdóttur og Þor-
björns Þórðarsonar málarameist-
ara sem bæði eru látin.
Kjörsynir Höllu og Einars eru 1)
Karl f. 21. febrúar 1963 í Reykja-
vík, bakari og flutningabílstjóri i
Reykjavík, kvæntur og skilinn við
Sólrúnu Viðarsdóttur. Þau eiga
þrjú börn. Sambýliskona Karls er
Kristín Bragadóttir. 2) Páll, f. 4.
maí 1967 á Akureyri, búfræðingur
og psychotherapist i Reykjavík.
Unnusta hans er Guðný Hafliða-
dóttir.
Systkini Einars eru þrjú. 1) Sig-
urlaug f. 27. september 1932, fyrr-
verandi ljósmóðir, búsett í Kópa-
vogi; 2) Gunnar f. 11. mars 1934,
bóndi í Flatatungu; 3) Sesselía
Guðrún f. 21. ágúst 1939, nudd-
kona í Kópavogi.
Foreldrar Einars voru Oddur
Einarsson, f. 26. janúar 1904, d. 1.
maí 1979, bóndi I Flatatungu og
Fjölskylda
Kjartan var í sambúð með Soffíu
Hóseasdóttur f. 08.08. 1916 d. 13.01.
1986. Núverandi sambúðarkona hans
er Þorgerður Guðmundsdóttir f.
25.01. 1938
Börn Kjartans og Sofflu eru 1).
Hrönn, f. 1942, húsmóðir, búsett á
Selfossi, gift Kristjáni Stefánssyni
framkvæmdastjóra; 2). Þór f. 1946,
lést 1973 (var stýrimaður, fórst með
Sjöstjörnunni í febrúar 1973). Þór
var kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur,
skrifstofumanni í Hafnarfirði; 3).
Kjartan f. 1947, sjómaður, búsettur í
Keflavík, kvæntur Ingibjörgu Páls-
dóttur verkakonu; 4). Gylfi f. 1951,
skipstjóri, búsettur í Hafnarfirði; 5).
Jóhannes, f. 1955, rafvirki, búsettur í
Keflavík, kvæntur Hjördísi Áma-
kona hans Sigríður Gunnarsdóttir
f. 5. apríl 1899 í Keflavík í Hegra-
nesi, d. 19. mars 1989. Þau bjuggu
allan sinn búskap í Flatatungu.
Ætt
Frændur Einars eru Jón
Ósmann, sem er ömmubróðir Ein-
dóttur félagsmálastjóra.
Barnabörn Kjartans eru 14, þar af
ars, Pétur Gunnarsson tilrauna-
stjóri, sem er móðurbróðir Einars,
Ámi Gunnarsson, formaður
Flóttamannaráös, bróðursonur
Einars, og Hallgrímur Dalberg
ráðuneytisstjóri sem er frændi
Elnars í föðurætt.
Einar verður að heiman á af-
mælisdaginn.
13 á lífi. Bamabamabömin eru orð-
inn 7.
Kjartan er næstyngstur 8 systkina.
Tvö eru enn á lífi auk Kjartans. For-
eldrar Kjartans voru Eiður Sigurðs-
son, bóndi og sjómaður, f. 22.05.1887,
d. 15.11.1929, og Sigurrós Jóhannes-
dóttir, f. 23.06. 1885, d. 10.04. 1970.
Faðir Kjartans lést þegar Kjartan
var 8 ára gamall. Kjartan ólst upp frá
10 ára aldri í Borgarfirði hjá móður-
bróður sínum, Magnúsi Jóhann-
essyni og konu hans, Mariu Ólafs-
dóttur.
Á afmælisdaginn tekur Kjartan á
móti ættingjum og vinum í sal
Verkalýðsfélags Keflavíkur, VÍK,
Hafnargötu 80, efri hæð, milli kl.
17.00 og 20.00.
immtug
Kjartan Eiöur Eiðsson
húsasmiður
Ingibjörg H. Hafstað
bóndi og fyrrum lcennari
1998. Á árunum 1994 til 1998 var
Ingibjörg H. Hafstað, bóndi og
fyrrum kennari, nú í sveitarstjórn,
Vík, Skagafirði, varð fimmtug í gær.
Starfsferill
Ingibjörg er fædd í Vík í Skaga-
firði og alin þar upp. Hún tók kenn-
arapróf frá Kennaraskólanum árið
1971 og fóstrupróf frá Fóstruskóla ís-
lands árið 1972. Árið 1973 tók hún
við búi foreldra sinna í Vík í Skaga-
firði ásamt Sigurði eiginmanni sín-
um og þar býr hún enn með stórt
kúabú. Ingibjörg rak auk þess sum-
ardvalarheimili í Vík frá 1973 til
1992. Hún var kennari við Barna-
skóla Sauðárkróks frá 1975 til 1995,
þar af tvo vetur í Varmahlíðarskóla.
Ingibjörg var oddviti Staðarhrepps
1994 til 1998 og í fræðslunefnd fyrir
hreppinn og i fleiri nefndum um ára-
bil. Hún hefur átt sæti í sveitarstjórn
Skagafjarðar og byggðaráði frá árinu
Ingibjörg í stjórn Sambands sveitar-
félaga á Norðurlandi vestra. Hún var
í stjórn Iðnþróunarfélags Norður-
lands vestra frá 1996 til 1998 og í
stjórn Kvenna.sambands Norður-
lands vestra fyrr á árum. Þá var
Ingibjörg í stjórn og var formaður
Kvennfélags Staðarhrepps um ára-
bil. Hún var formaður Soroptimista-
klúbbs Skagafjarðar 1999 til 2001.
Fjölskylda
Þann 15. október 1972 giftist Ingi-
björg Sigurði Sigfússyni bónda, f. 2.
nóvember 1947. Foreldar hans eru
Sigfús Sigurðarson og Svanlaug Pét-
ursdóttir.
Sonur Ingibjargar og Sigurðar er
Jón Árni f. 25. júni 1972, bifvélavirki
á Sauðárkróki. Sambýliskona hans
er Hrund Pétursdóttir nemi og er
bam þeirra Aron Már Jónsson, f. 3
júlí 1999.
Systkini Ingibjargar eru 1) Þórólf-
ur H. Hafstað f. 27. september 1949,
jarðfræðingur hjá Orkustofnun í
Reykjavík; 2) Ásdís Hafstað f. 4. júlí
1952, bókasafnsfræðingur við
Menntaskólann í Hamrahlíð í
Reykjavík; 3) Steinunn H. Hafstað f.
15. mars 1954, framhaldsskólakenn-
ari við Fjölbrautaskólann við Ár-
múla í Reykjavík.
Foreldrar Ingibjargar eru Haukur
Hafstað, f. 23. desember 1920, lengst
af bóndi í Vík en síðar framkvæmda-
stjóri Landvemdar, og kona hans,
Áslaug Sigurðardóttir, f. 29. janúar
1919, húsfreyja í Vík og forstöðukona
barnaheimilis stúdenta og fleira. Þau
hafa verið búsett í Vík, í Reykjavik
og búa nú í Hávík í Skagafirði
Ætt
Haukur er sonur Árna J. Hafstað,
bónda í Vík, og konu hans, Ingibjarg-
ar Siguröardóttur. Áslaug var dóttir
Sigurðar Þórólfssonar, skólastjóra
Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði, og
konu hans, Ásdísar Þorgrímsdóttur.
Ingibjörg tekur á móti gestum að
Löngumýri í Skagafirði á morgun,
21. apríl, eftir klukkan 20.00.