Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 Tilvera lí f iö Japanskt kvöld Dagskrá Listaklúbbs Leikhús- kjallarans er helguð japanskri menningu í kvöld. Þar verða sög- ur, frásagnir, fyririestrar, dans og músík í anda Japans. Þeir sem fram koma eru sr. Miyako Þórðar- son. Stefán Baldur Árnason, Björn Þór Vilhjálmsson, Kolbeinn Bjarnason, Þóroddur Bjarnason og Asako Ischihashi. Dagskráin hefst kl. 20.30 Fundir ■ HERINN BIIRT Samtök her- stöðvaandstæðinga efna til dag- skrár I íslensku óperunni kl. 21 í til- efni fimmtíu ára setu bandaríska hersins hér á landi. Dagskrá þessi er enn fremur haldin í tilefni af því að þennan dag kemur út á geisla- diski þriðja útgáfa Sóleyjarkvæðls eftir Jóhannes úr Kötlurn við lög eftir Pétur Pálsson. Þá mun Lára Stef- ánsdóttlr dansari sýna frumsamið dansverk viö hluta Sóleyjarkvæðis. Dagskráin er afar fjölbreytt og ætti að höföa til allra aldurshópa. Hjalti Rögnvaldsson leikari mun lesa Ijóð ásamt Arnrúnu Þorsteinsdóttur og tónlistaratriði veröa í höndum Vox Feminae, Bubba Morthens og Guð- mundar Péturssonar, gítarleikara rapparagrúppunnar X Rottweilerhunda og þjóölaga- kvartettsins Emblu. Avarp miönefnd- ar flytur Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé sagn- fræðingur flytur pistil um ísland meö og án hers. Kynnir á dagskránni veröur Arnar Jónsson leikari. ■ KONIIR OG ATVINNULÍF Samtök in Skref fyrlr skref halda málþing á Hótel Sögu í dag, kl. 14. Yfirskrift þingsins er „Vald og veruleiki“ - konur á vinnumarkaði nýja hagkerf- isins. Hvaö þarf til aö komast í áhrifastööur og störf og halda þeim? Framsögumenn eru Gyða L. Jónsdóttir, Heiðrún Jónsdóttfr, Mar- grét Hallgrímsdóttir, Sigþrúður Guð- mundsdóttir, Þórunn Slgurðardóttir og Hansína B. Einarsdóttir, forstjóri Skrefs fyrir skref, sem jafnframt stýrir málþinginu. Þátttókugjald er kr. 1.500 og innifaliö í því er síödegis- hressing. Sýningar ■ SMELLTU AF efsýning í Menningarmlðstöðlnni Gerðubergi á Ijósmyndum eftir reykvíska grunnskólanema.. Sýningin stendur til 2. júní. ■ BÚTASAUMSSÝNING í RAÐHUSINU Islenska bútasaumsfélagiö stendur fyrir sinni fyrstu sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur þessa dagana. Þar getur aö líta tæplega fjörutíu teppi. Sýningin endurspeglar feguröar- og notagildi bútasaumsteppa og umfram allt þá hlýju og ánægju sem sauma- skapurinn veitir. Sýningin er opin kl. 10-19 virka daga og 12-16 um helgar. ■ HLÍF í GALLERÍI SÆVARS KARLS Hlíf Asgeirsdóttir sýnir í Galleríi Sævars Karls um þessar mundir. Sýningin ber nafniö Innivera og þar getur að líta vatnslitamyndir, Ijosmyndir og skúlptúr. Hildur hefur tekiö þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis fra árinu 1992. ■ NORSKIR TEIKNARAR í Listasafnl Reykjavíkur, Hafnarhúsi er sýning á verkum norskra teiknara. Þeir eru: Mllda Graham, Kalle Grude og Sverre Eilhelm Malling. Á sama tíma stendur yfir sýning íslenskra teiknara í Osló sem væntanlega er getiö í DVaffi Óslóborgar. Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is Brosað í rigningunni Sigurður A. Magnússon rithöfundur var í Fjölskyldugarðinum í gær. Með honum á myndinni eru Gunnar Jónsson tollvörður, Kristín Sigurðardóttir og Anton Már Gunnarsson. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Nýtt leiksvæði opnað Þrátt fyrir rigningu og hvassviðri kom fjölmenni í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í gær þegar borgar- stjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, opnaði nýtt leik- svæði fyrir börn. Á þessu nýja leik- svæði er klifurkastali fyrir yngri börnin og stórt ævintýraskip fyrir börn á öllum aldri. Greinilegt var að börnin kunnu vel að meta þessa viðbót við annars ágætan fjöl- skyldugarð þar sem hægt er að skoða dýrin, keyra um á bílum eða bara njóta útiverunnar í fallegu um- hverfi. OV-MYNDIR INGÓ Gott að vera vel klæddur Þetta eru þær Elísabet og Inga sem voru i Fjölskyldugarðinum í rigning- unni í gær. Bíógagnrýni / Arekstur Háskólabió - State and Main: ★ ★ ★ Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Is í rigningunni Það fylgir ferð í Fjölskyldugarðinn að fá sér ís og Ögmundur Reynis- son vélsmiöur gæddi sér á einum slíkum ásamt syni sínum, Ingvari Óla. Faðir og börn Árni Daníel Júlíusson sagnfræðing- ur ásamt tveimur börnum sínum, Maríu og Ara Júlíusi. Tvær í Fjölskyldugaröinum Kristín Jónsdóttir dagmóöir var skynsöm og kom með regnhlífina með sér. Með henni á myndinni er Sara Sif Ragnarsdóttir. Ævintýraskipið Nýja ævintýraskipið vakti óskipta athygli hjá ungu kynslóðinni. Kvikmyndað í smábæ Julia Stiles, William H. Macy og Linda Kimbrough í hlutverkum sínum. Það verða árekstrar af ýmsu tagi þegar Hollywoodlið kemur til pínulít- ils bæjar, Waterford í Vermont i Bandaríkjunum, til að taka upp kvik- myndina Gömlu mylluna. Bærinn Wa- terford hafði verið valinn vegna gam- allar myllu sem mynd er af í öllum túristabæklingum um bæinn en tökuliðið kemst að því þegar það hef- ur komið sér fyrir á eina hóteli bæjar- ins að gamla myllan brann til grunna fyrir næstum hálfri öld eða svo. Sem betur fer er handritshöfundurinn með svo að hann getur skrifaö mylluna út úr handritinu - eða getur hann það eða eyðir hann öllum tíma sínum í að daðra við eiganda bókabúðarinnar? Á meðan leikstjórinn bíöur eftir nýjum atriðum stríöir hann við ýmis- legt annað smálegt - eins og t.d. bæj- arstjórahjónin sem vilja bjóða Hollywoodstjörnunum í mat en ekki fyrr en þau hafa breytt húsi sínu í safn, eða aðalleikkonuna sem vill allt í einu ekki bera á sér brjóstin þótt hún hafi lofað því í samningi og þótt ameríska þjóðin geti teiknað þau eftir minni eins og einn aðstoðarmaðurinn kemst svo smekklega að orði. Eða að- alleikarann sem er alltof hrifinn af 14 ára stúlkubörnum. Eða kvikmynda- tökumanninn sem vill endilega brjóta gluggann á slökkvistöðinni sem er stolt bæjarbúa. Eða litla lögfræðing- inn, kærasta bókabúðareigandans, sem er á því að bæjarbúar eigi rétt á svo og svo mörgum prósentum af gróða myndarinnar, eða, eða, eða. Maður ætti aö vera guðs lifandi feg- inn að vera ekki leikstjóri! Leikskáldið og leikstjórinn David Mamet er sennilega þekktari fyrir dekkri og sálfræðilega dýpri myndir en þessa léttúð þótt hann hafi komið nálægt kómík fyrr. Fyrsta handritið hans sem var kvikmyndað var The Postman always rings twice eftir sögu James M. Cain árið 1981, með þeim Nicholson og Lange í aðalhlutverkum, og fyrsta leikstjórnarverkefni hans var sáifræðispennan House of Games frá 1987. En hér slær hann á mjög létta strengi. State and main er ekki fyndin án afláts en þar eru mörg veru- lega skemmtileg atriði og sérstaklega eru samtölin frábær, hvort sem það eru óendanlega djúpvitur samtöl bæj- arbúa um lífið og tilveruna („Það eina sem maður græðir á því að fá annað tækifæri er að fá að gera sömu mis- tökin tvisvar") eða stórkostleg blóts- yrði og dónaskapur sem kvikmynda- liðið fleygir hvert í annað („Ég ætla að rifa úr þér lungun og míga á hjart- að á þér í gegnum gatið“), eða perla myndarinnar: „Þetta er ekki lygi held- ur skáldskapargáfa." Myndin skartar líka fyrirtaks leik- arahópi sem hefur greinilega gaman af að leika sér með þennan afburðavel skrifaða texta. William H. Macy er leikstjórinn Walt Price sem þarf að kljást við allt og alla og er frábær. David Paymer leikur hinn dónalega framleiðanda, Marty Rossen, og skemmtir sér vel (en hann leikur oft- ast einhverja kúgaða menn). Alec Baldwin og Sarah Jessica Parker fara létt með kvikmyndastjörnurnar, Julia Styles er fln sem hin 14 ára grúppía og Philip Seymour Hoffman og Rebecca Pidgeon sjá fyrir smárómantík sem handritshöfundurinn og bókabúðar- eigandinn. Það skín í gegn að allir hafa skemmt sér vel við gerð myndarinnar og þess vegna ómögulegt annaö en að skemmta sér viðlíka vel sem áhorf- andi þótt hún sé kannski ekki svo ýkja merkileg. Handrit og leikstjórn: David Mamet. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Leikar- ar: Alec Baldwin, Charles Durning, Philip Seymour Hoffman, William H. Macy, Patti LuPone, Sarah Jessica Parker, David Pay- mer, Rebecca Pidgeon, Julia Stiles.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.