Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 I>V Tilvera Alaska til Argentínu Sigursteinn Baldursson ætlar aö hjóia frá Alaska til Argentínu á næstu tveimur árum. Jafnframt ætlar hann aö klífa hæstu fjöil í hverju landi fyrir sig en leiö hans liggur um 15 lönd. Tveggja ára ferðalag: Hjólað frá Alaska til Argentínu Hvað er það sem fær þrítugan sjálfstætt starfandi ljósmyndara og netfræðing til þess að leggja upp i tveggja ára hjólreiðaferð yfír hálfan hnöttinn? „Þetta er gamall draumur sem kviknaði í grunnskóla, að hjóla lengstu mögulegu leið á samfelldu landi á jöröinni," sagði Sigursteinn Baldursson í samtali við DV. Sigur- steinn leggur af stað frá Alaska um miðjan maí og hjólar 33 þúsund kílómetra suður eftir Norður- og Suður-Ameriku til Argentínu. Hann áætlar að verða kominn til Argent- ínu í april 2003. Jafnframt ætlar Sig- ursteinn sér að klífa 14 hæstu fjöll Ameríku, þar með talið Mt. McK- inley í Alaska, sem er 6013 metrar á hæð, og Aconcagua í Suður-Amer- iku sem er 6962 metrar á hæð. „Ástæðan fyrir því að ég fer á hjóli en ekki bil er sú að maður upp- lifir náttúruna miklu betur,“ sagði Sigursteinn. „Maður kemst í betri snertingu við dýralíf, mannlíf og náttúruna á þennan hátt.“ Landafræðikennsla Sigursteinn sagðist ætla að vera mikið til sjálfum sér nægur. Rafall, sem festur er við hjólið, mun gefa nægt rafmagn fyrir tölvuna hans, gervihnattasímann og annan búnað hans sem gengur fyrir rafmagni. Mat kaupir hann á leiðinni og næstu sex mánuðina gistir hann í tjaldi en i Suður-Ameríku mun hann nýta sér þá gistingu sem hon- um býðst til þess að forðast skordýr og glæpi. Á meðan á ferðinni stendur mun Sigursteinn verða í sambandi við grunnskólana og verið er að útbúa landafræðikennslubækur fyrir 9. bekk sem byggjast á ferð Sigur- steins. Auk þess að halda fyrirlestra um ferð sína á leiðinni mun Sigur- steinn koma upp vinasambandi á milli grunnskóla á íslandi og ann- arra skóla í þeim löndum sem hann á leið um. Jafnframt mun Sigursteinn verða með ljósmyndasýningar í Kringl- unni á nokkurra mánaða fresti, en hann segist ætla aö taka 60.000 til 70.000 ljósmyndir á leiðinni. -SMK Kidman trúir enn á ástina Kvikmyndastjarnan Nicole Kid- man trúir enn á ástina, þrátt fyrir skilnaðinn við eiginmanninn, stór- leikarann Tom Cruise. „Og þótt hlutirnir fari ekki alltaf eins og maður óskar sér, er betra að hafa elskað og tapað," segir Nicole í samtali við norska blaðið VG. Hún talar um nýjustu myndina sína, Moulin Rouge, sem verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cann- es á næstunni og boðskap hennar um að maður geti alltaf fundið ást- ina, hvað sem á dynur i lífinu. „Ég trúi enn á hana. Ég er róman- tísk og ég trúi á forlögin og því að við eigum okkur öll sálufélaga ein- hvers staðar," segir stórstjaman. Kidman grátbað Tom Cruise um að fara ekki frá henni fyrr á þessu ári. Hún gekk þá með barn þeirra. Hann hlustaði hins vegar ekki á hana og svo fór að leikkonan missti fóstrið. Upplýsingar þessar koma fram í gögnum sem lögð voru fram í skilnaðarmáli þeirra fyrir dóm- stóli í Kaliforníu á dögunum. Kidman og Cruise Leikkonan er enn aö ná sér eftir skilnaöinn viö eiginmanninn. Harrison á bata- vegi eftir skurð Bítillinn fyrrverandi George Harrison er á batavegi eftir skurð- aðgerð þar sem fjarlægt var ber á öðru lunga hans. Aðgerðin var gerð á hinu virta Mayo-sjúkrahúsi i Bandaríkjunum en þaðan fór bítili- inn fyrrverandi rakleiðis til Toscana-héraðs á Italíu þar sem hann lætur fara vel um sig. „Hann er í flnu formi, hefur ekki verið svona afslappaður og rólegur síðan hann varð fyrir líkams- árásinni í desember 1999,“ segir í yf- irlýsingu sem lögmenn Harrisons sendu frá sér. 45 . _ r Viitu gpæða frían mánuð í sumar? Vikuna 7.-12. maí hefjastíworid Class hin vinsælu aðhaldsnámskeið Gauja litla. ifl Fjögurra mánaÖa námskeið á verði þriggja ®Reynsla okkar tryggir þér frábæran árangur Innifalið í námskeiðinu er eftirfarandi: Yogaspuni 6 daga í viku - vigtun í hverri viku - ummálsmæling og fitumæling í upphafi og enda námskeiðs - ítarleg kennslu gögn - matardagbækur - leiðbeiningar um fæðuval mataruppskriftir - æfingabolur - vatnsbrúsi - fyrirlestrar- dagur - kennsla i tækjasal - viðtal við næringaráðgjafa - ótakmarkaður aðgangur í World Class. Það er aldrei of seint að byrja! Sknaning í síma 561 8585 eða 561 8586 TRIM /\FORM ) ( Sími [S53 3818 Viltu laga línurnar Fyrii Brúðkaupið útskriftina utanlandsferðina eða viltu bara líta vel út? Faglært starFsFólk. Langur opnunartími. Kynntu þér tilboðin. Sjáumst hress. (Frír pruFutími) 1 | „ Hi i ij Fyrir eFtir 6 vikur-60 tíma á okkur nærðu árangril! ">V- TRIM /\FORM Bercjhdar Grensásvegi 50, sími 553 3818. Smáauglýsingar vantar þig félagsskap? 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.