Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Víða lélegt ástand í innlendum sláturhúsum: Ovíst um kjötrisa - 15 störf lögð niður í Búðardal Miklar hræringar standa nú yfir i kjötvinnslu á landinu og er hugsan- legt að ekkert verði af fyrirhuguð- um samruna Goða og Norðlenska matborðsins, dótturfélags KEA. Goði hefur verið rekinn með miklu tapi undanfarið og hefur gripið til ýmissa aðgerða, s.s. að leggja niður slátrun í Hólmavík, Þykkvabæ, á Breiðdalsvík og i Búðardal. Stór- gripaslátrun á Hellu verður einnig hætt og komu þessar ákvarðanir KEA i opna skjöldu samkvæmt heimildum DV. Einn viðmælandi blaðsins, sem komið hefur að samn- ingamálunum, segir ákvörðunina „klaufalega" þar sem ekkert samráð hafi verið haft við KEA. Samanlagt myndu Norðlenska og Goði fá um 30% markaðarins og því er eftir miklu að slægjast fyrir fyr- irtækin. Þor- steinn Benónýs- son, forstöðu- maður afurða- sviðs Goða, er orðvar í yfirlýs- ingum, aðspurð- ur hvort samein- ing fyrirtækj- anna sé komin í uppnám. „Ég á erfitt með að tjá mig um þetta en ég veit ekki betur en að ílest mál hafi verið kynnt í upphafí samningaviöræðnanna," segir Þor- steinn. „Er nokkurn tíma hægt að fullyrða nokkuð fyrr en gengið hef- ur verið frá öllum hnútum?" Jón Helgi Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segist einnig eiga erfítt með að tjá sig um málið en það sé áfram í vinnslu. Hann vill hvorki segja af eða á um hvort ákvörðun Goða hafi verið ein- hliða en segir áfram stefnt að sam- runanum. Hins vegar sé málið flók- ið og miklir peningar í spilinu. Því verði að vanda mjög til allrar undir- búningsvinnu. 15 ársstörf munu tapast í Búðar- dal þegar slátrun verður hætt þar en annars staðar verða áhrifln á ársgrundvelli ekki veruleg enda slátrun víðast tímabundin upp- gripavinna. Samkvæmt skýrslu VSÓ Ráðgjafar er talið hagkvæmast að byggja upp sauðfjárslátrun á Hvammstanga, Fossvöllum i Jökul- dal, Höfn í Hornafirði og í Borgar- nesi. Þá hefur verið ákveðið að hrossaslátrun Goða hf. verði áfram á Hvammstanga, svínaslátrun í Grísabæ og nautgripaslátrun í Borg- arnesi og á Egilsstöðum. Skýrslan segir að ástand slátur- húsa sé víða bágborið og óhag- kvæmt sé að reka sláturhús víða um landið þar sem sláturtíðin standi í skamman tíma ár hvert og fjárfestingar nýtist illa. Goði hefur látið reikna út að sparnaður við hagræðingu í sauðfjárslátrun verði 62 milljónir á ári og 18 milljónir í stórgripaslátrun. Alls sparist því 80 milljónir i rekstrarkostnaði á ári við þessar breytingar en á móti kemur að miklum fjármunum verð- ur varið í breytingar, eða 175 millj- ónir króna. -BÞ Jón Helgi Björnsson. Sundahöfn: Stórhættu- legur leki Griðarlegur viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabila var við Vogabakka i Sundahöfn um fimm- leytið í gær þegar flutningaskip Sam- skipa, Helgafell, lagðist að bryggju. Forráðamenn Samskipa höfðu fyrr um daginn tilkynnt slökkviliðinu að gámur sem innihélt hættulega sýru hefði tekið að leka um borð. Lögregla lokaði hafnarsvæðinu um leið og skipið kom til hafnar enda var búist við hinu versta. Slökkviliðs- menn í eiturefnabúningum fóru um borð og opnuðu gáminn. Kom þá í ljós að svokölluð tríklórsýruupplausn lak úr tunnu sem hafði oltið um koll. Sýr- an er stórhættuleg við innöndum og má ekki undir neinum kringumstæð- um komast í snertingu við húð. Um sjöleytið var lokun svæðisins aflétt en þá hafði slökkviliðsmönnum tekist að hreinsa gáminn og var eitur- efnunum fargað í kjölfarið. Slökkvi- liðsmenn unnu síðan við frekari hreinsun á svæðinu og lauk þeim störfum ekki fyrr en á tólfta tímanum í gærkvöld. -aþ Hörkudeilur í gömlu Álafossverksmiðjunni í Mosfellsbæ: Hnakkrifist út af hávaða DV-MYND ÞÖK Lögreglumenn kanna aöstæður viö Sundahöfn í gær Loka þurfti hafnarsvæðinu á meðan eiturgámurinn var hreinsaður og voru starfsmenn sendir á brott á meðan á aðgerðum stóð. - bæjaryfirvöld íhuga aö banna búsetu listamanna í hverfinu Harðvítugar deilur um hávaða- mengun hafa blossað upp milli lista- manna sem nýta sér aðstöðu í gömlu húsum Álafossverksmiðjunnar í Mos- fellsbæ og ibúðareigenda sem þar hafa komið sér fyrir. Hafa harðorðar hótan- ir gengið á víxl. Fundur var haldinn um málið með eigendum í gamla verk- smiðjuhúsinu og fulltrúum Mos- fellsbæjar annan í hvítasunnu, en bæjaryflrvöld íhuga nú breytingar á deiliskipulagi í Ijósi þeirra deilna sem upp hafa komið. Jónas Sigurðsson, formaður bæjarráðs, sat fundinn ásamt Eyjólfi Áma Rafnssyni, formanni skipulags- neftidar. Jónas segir að kvartanir hafi borist frá ibúum tveggja samþykktra íbúða og þá aðallega vegna hávaða frá kránni Álafoss fot bezt. Nú síðast hafi einnig komið há- værar kvartanir frá íbúum í tveim ósamþykktum íbúðum vegna hávaða frá starfsemi listamanna og hafi lög- regla haft afskipti af málinu. •ssgssg hávæf svdi'- " Ú.D''29 Frétt < Jónas segir að samkvæmt aðal- skipulagi sé þetta skipulagt sem þjón- ustu-, verslunar- og léttiðnaðarsvæði. Síðan hafi það verið deiliskipulagt á þeim grunni og undir þeim formerkj- um að þama séu vinnustofur ýmissa listgreina. Þó er einnig gert ráð fyrir að leyfðar séu 5-6 íbúðir í tengslum við vinnustofu lista- manna. Tvær íbúðir hafa þegar verið samþykktar af hálfú bæj- arfélagsins. Segir Jónas að þetta hafi fljótlega farið að valda vandræðum og menn hafi þá séð að íbúðir og starf- semin sem þama er fer illa saman. Samkvæmt tillögum bygginganefndar er því rætt um að breyta gildandi deiliskipulagi og taka út ákvæði sem heimilar íbúð- ir í hverfinu. „Það var ákveðið að skoða það lögform- lega hvaða áhrif það gæti haft gagn- vart hugsanlegri bótaskyldu bæjar- ins,“ segir Jónas Sigurðsson. Ekki svarað Ólafúr Jónsson, formaður húsfélags- ins, hefur innréttað vinnuaðstöðu 1 húsinu ásamt stúdíóíbúð og er orðinn stór eigandi í verksmiðjuhúsinu. „Nú aC toW"1 rna' DV-MYNDIR HARI Olafur Jónsson er óhress Fær ekki svör frá bænum við beiðni sinni um að fá íbúð í Álafossverksmiðjunni samþykkta. ætla menn að breyta deiliskipulagi til að þjóna hagsmunum fárra einstak- linga sem em inn undir hjá bæjar- stjóm. Þessir sömu aðilar fá erindi sín afgreidd í bæjarstjóm á þrem vikum á meðan ég, sem sendi erindi um að fá íbúð samþykkta í febrúar 1998, hef ekki enn fengið svar. Ég ítrekaði erind- ið í desember 2000 og aftur í febrúar 2001 og þeir láta ekki svo lítið að svara mér sem er brot á öllum stjómsýsluá- kvæðum. Svo á kráin, sem sett var þama niður þrátt fyrir mótmæli ijölda íbúa og þeirra sem þama em með vinnustofur, að hafa forgang. Þá hefur þurft að kalla til lögreglu vegna há- vaða sem menn hafa valdið af ásetn- ingi. Bærinn er núna að taka afstöðu með þeim sem valdið hafa þessum há- vaða og brotið þannig lög og reglur,“ segir Ólafur Jónsson. -HKr. Stuttar fréttir Sala Eiöa rædd HHgggjSSBHWi Salan á Eiðum til jfl Sigurjóns Sighvats- Kr ’ llll sonar og Sigurðar K ^ JÉf Gísla Pálmasonar ■ verður tekin fyrir á .mM bæjarstjómarfundi I Austur-Héraðs í B dag. Bæjarstjórnin ■------fól Birni Hafþóri Guðmundssyni bæjarstjóra og Árna Páli Árnasyni lögmanni að ganga frá sölunni með ákveðnum breyt- ingum. - Vísir.is greindi frá. Falsaöir peningaseölar í umferð Nokkuð hefur verið um það und- anfarið að lögreglan hafi tekið úr umferð falsaða peningaseðla. í gær fundust þrír falsaðir þúsund króna seðlar hjá sama manni. Stefna í sjómannadeilu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gefið út stefnu Alþýðusambands ís- lands gegn íslenska ríkinu vegna laga- setningar Alþingis á sjómenn. Þá hefur héraðsdómur fallist á flýtimeðferð. Þingfesta átti málið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10.00 í morgun. Enn ein íkveikjan Eldur kom upp á geymslusvæði Mosfellsbæjar við Skarhólabraut klukkan fimm í morgun. Slökkvilið fór á staðinn og gekk ágætlega að ráða niðurlögum eldsins sem var einkum í timburstöflum á svæðinu. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en eldur hefur komið upp á svæðinu nokkrum sinnum að undan- fómu, síðast fyrir viku. Sjómenn óánægöir Sævar Gunnars- son, formaður Sjó- mannasambands ís- lands, segist vonsvik- mn yfir ákvörðun Áma Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra um aðeins 190.000 tonna þorskveiðikvóta fyrir næsta fiskveiðiár og segir að eitthvað sé bogið við bæði vísindi og stjóm veiða. Náttúrufræðingar í verkfall Samningar em ekki í sjónmáii í kjaradeilu félags íslenskra náttúru- fræðinga og ríkisins og stefnir í verk- fall, samkvæmt fréttatilkynningu frá | Félagi íslenskra náttúrufræð- | inga.Samningar hafa nú verið lausii' í 7 mánuði og á þriðja tug samninga- funda verið haldinn. Tvær umsóknir í MÍ Tvær umsóknir bárast um embætti skólameistara Menntaskólans á ísa- firði en umsóknar- frestur rann út á fóstudag. Þær vora frá Ólínu Þorvarðar- dóttur, doktor í þjóð- fræði og fyrrverandi nemanda skólans, og Ásgerði Bergsdóttur, ráðgjafa hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. Ráðið verður í embættið frá 1. ágúst. Kolmunnaveiðum hætt í morgun birtu fiskifræðingar veiði- ráðgjöf vegna veiða í Barentshafi og á j Norðursjó. Lagt er til að þorskkvóti í | Barentshafi verði ekki meiri en 181.000 tonn. Þá leggja þeir til að kolmunna- ‘ veiðum verði hætt því nærri stofnin- um hafi verið gengið, en 1,4 millj. t vora veidd af kolmunna í fyrra. Skotiö á neyðarskýli Björgunarsveitarmenn fóru í skýla- ferð um friðland Homstranda á fóstu- dag. Aðkoman var góð í flestum skýl- unum, en á Látrum var hún vægast sagt slæm. Skotið hafði verið með haglabyssu í gegnum glugga á neyðar- skýlinu og annar óþverraskapur var á P gólfi inni í skýlinu. - BB greindi frá. -HKr./aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.