Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001
Skoðun DV
I Laugardalnum
Aöeins íþrótta-, útivistar- og gróöurvin í hjarta Reykjavíkur
Laugardalur og R-listinn
Hvað finnst þér skemmti-
legast í sjónvarpi?
Margrét Sverrisdóttir, starfsmaöur
í heimaþjónustu:
„Djúpa laugin ergóö."
Sverrir Svavarsson, starfsmaður
í Svaninum:
„Vinir á Stöö 2 eru besti þátturinn."
íris Eggertsdóttir húsmóöir:
„Fréttir og Gilmore Girls
í Ríkiskassanum. “
Ragna Árný Lárusdóttir,
samhæfingarstjóri í Lúxemborg:
„Nýjasta tækni og vísindi er
kiassískur þáttur. “
Brynjar Kári Konráösson, fyrrverandi
starfsmaður á DV:
„Simpson og Vinir eru
skemmtilegastir. “
Þórdís ióna Rögnvaldsdóttir,
barnfóstra í sumar:
„Mér þykir Vík á milli vina góöur þáttur. “
Baldur Kristinsson
skrifar:
Það hendir stjórnmálaöfl sem
hafa verið of lengi við stjórn að þau
missa tengsl við kjósendur. Þau ein-
angrast frá þvi fólki sem kaus þau
yfir sig. Rikisstjórnin, D- og B-listi,
eru dæmi um það. R-listinn er ann-
að dæmi um hið sama. Verka-
mannaflokkurinn í Bretlandi er svo
erlent dæmi til samlíkingar. Fjögur
ár við völd eru hæfileg, átta ár, tvö
kjörtímabil, hámarksskammtur. -
Og hér er forseti íslands ekki und-
anskilinn þótt völd hans séu vart
mælanleg en áhrif kannski þeim
mun meiri.
Nýlega hélt Sigrún Magnúsdóttir,
borgarfulltrúi R-listans, fund með
foreldrum barna í Vogaskóla. Eftir
fundinn var talað við Sigrúnu og
hún var yfir sig hrifin af viðtökum
foreldra við þeirri hugmynd R-list-
ans að flytja nú Menntaskólann við
Sund í Laugardal (já, hvert annað!)
því þá gæti Vogaskóli ílutt í hús-
næði MS. Hún var í senn svo undr-
andi og glöð. Og meira að segja
höfðu sumir foreldranna skrifað
undir lista gegn lóðaveitingum til
Símans og Nonna Bæjó í Laugardal!
Aður fyrr voru verkalýðsfélögin
afl sem tekið var eftir. Allir þekktu
foringja þeirra; Sigurð Guðnason, Eð-
varð Sigurðsson og Guðmund J. Guð-
mundsson. Stéttarfélagið Efling telur
um 16.000 félaga en jafnvel félagarnir
sjálfir vita ekki hvað forystufólkið
heitir.
Efling er risi á brauðfótum - en
gæti verið afl. Þegar bruninn varð í
Vestmannaeyjum og síðar verkfall
sjómanna kom í ljós að atvinnuleysis-
bætumar eru ekki annað en ölmusu-
fé og félagsmálaráðherra óskaði eftir
að fólk yrði ekki tekið af launaskrá. í
„Ég erfarinn að leggja
trúnað á þá kenningu að
það sem alltaf verður
vinstri öflunum að falli í
Reykjavík séu skipulags-
málin. Vandræðagangurinn
hjá R-listanum í skipulags-
málum er ekki einleikinn. “
- En voru nú tilbúnir að fórna Laug-
ardalnum undir betra húsnæði fyr-
ir börnin sín!
Það var eins og ný von hefði
kviknað í brjósti Sigrúnar. Loksins
tókst okkur í R-listanum að koma
þessum ægilegu lóðum í Laugar-
dalnum út! Og gleðja foreldrana í
Vogunum um leið! Já, við erum klár
í R-listanum þessa dagana og vik-
urnar!
Ég vil samt segja Sigrúnu og R-
listanum að þótt hún hefði stungið
upp á að MS yrði á Austurvelli
hefðu foreldrar sjálfsagt fagnað jafn-
mikið. Þessi hugmynd Sigrúnar og
viðbrögð sýna hve hún og R-listinn
eru fjarri raunveruleikanum. En
„Forystufólk þeirra flokka
sem kalla sig félagshyggju-
flokka belgir sig út á Al-
þingi um hluti sem ekki
koma alþýðufólki nokkurn
hlut við.“
því fólst viðurkenning ráðherrans á
því hve bæturnar eru lágar.
En fleiri eru atvinnulausir en fisk-
vinnslufólk. Margir leita líka til
prestanna og hjálparstofnana og fá í
þeim heimsóknum kex og niðursoðn-
ar fiskibollur. Forystufólk þeirra
við skulum nú hafa þetta á hreinu:
í Laugardalnum á ekki að úthluta
neinum lóðum til fyrirtækja og
stofnana. Það er vilji Reykvíkinga
og ef R-listinn áttar sig ekki á því þá
á hann skilið að falla fyrir D-listan-
um í næstu kosningum. Laugardal-
urinn á að vera íþrótta-, útivistar-
og gróðurvin í hjarta Reykjavíkur.
Þar á borgin að hafa rými til að efla
og bæta þá aðstöðu sem er þar fyrir
en önnur „afþreyingarstarfsemi" á
þar ekki heima.
Ég er farinn að leggja trúnað á þá
kenningu að það sem alltaf verður
vinstri öflunum að falli í Reykjavík
séu skipulagsmálin. Vandræðagang-
urinn hjá R-listanum í skipulags-
málum er ekki einleikinn. Lóðaút-
hlutanir eru vandræðamál og sam-
göngumálin eru í ólestri. Enn dofn-
ar yfir athafnalífl í gamla miðbæn-
um og hvað dettur þá R-listanum i
hug? Nýtt bílastæðahús! Þau standa
hvert um annað þvert, illa nýtt og æ
minna eftir því sem verslun flýr
stöðugar stöðumælaofsóknir í mið-
borginni á hendur viðskiptavinum
sínum. Maður bara spyr: Hvað dett-
ur þessum „eldhugum" í R-listanum
næst í hug?
flokka sem kalla sig félagshyggju-
flokka belgir sig út á Alþingi um
hluti sem ekki koma alþýðufólki
nokkurn hlut við. í stað þess að vekja
athygli á kjörum atvinnulausra hefur
það sniðgengið þá eins og forusta ASÍ
hefur gert.
Tveir verkalýðsforingjar virðast
helst með lífsmarki, það eru þeir Pét-
ur Sigurðsson og Aðalsteinn Baldurs-
son. Aðalsteinn hefur brugðist hart
við þegar „kúlakkar“ hafa ráðið út-
lendinga hingað til lands á „henti“-
launum. Aðalsteinn ætti að flytja
suður og bjóða fram lista í Eflingu. -
Þar er verk að vinna og þar ber hæst
að rétta hlut atvinnulausra.
Verkalýösfélög á brauðfótum
J.M.G.
skrifar:
Garri
Jóakim og Mogensen
Það má segja að Garri hafi endurnýjað trú
sína á lífið og framtíðina þegar hann las stutt
viðtal við Skúla Mogensen I OZ um tap fyrir-
tækis hans. Tapið var stjamfræðilegt en samt
var Skúli bjartsýnn og ánægður. Svona eiga
menn að vera. Hverju skiptir það þó einhverjir
milljarðar tapist þegar þeir hafa verið búnir til
úr lofti. Alla vega hefur Garri aldrei skilið
hvemig strákarnir í OZ hafa komist yfir alla
þessa peninga. Þeir aka um á sportbílum og
kaupa allar fallegustu byggingamar í Reykjavík
en aldrei hefur Garri séð neina framleiðsluvöru
þeirra í verslunum. Vel til fundið hjá þeim að
skíra fyrirtækið OZ og tengja það þar með
galdrakarlinum fræga. Sjálfir hljóta þeir að vera
galdramenn. Frelsarinn breytti vatni í vín.
Strákamir í OZ breyta lofti í peninga. Ekki má
á milli sjá hvort er erfiðara.
Stökkbrettl í gullnámu
Garri þekkir bara einn mann sem er í gæða-
og hæfileikaflokki með Skúla Mogensen í OZ.
Það er Jóakim frændi i Andabæ. Mogensen og
Jóakim eiga það sameiginlegt að vera af dönsk-
um ættum og líka hitt að vera galdramenn í
peningamálum. Enginn maður í Andabæ hefur
nokkru sinni skilið hvaðan auður Jóakims
frænda kom. Hann byggði sér pen-
ingatank í miðjum bænum þar sem
hann geymdi allt fé sitt í skiptimynt og
baðaði sig gjarnan í því á góðum degi.
Gott ef hann var ekki með stökkbretti
í tanknum til að geta æft dýfingar ofan
í gullið. Mogensen og félagar í OZ láta
sér nægja gamla Borgarbókasafnið,
Næpuna og Osta- og smjörsöluna við
Snorrabraut. Þeir hafa sem betur fer
látið Sundhöllina í friði þó hún sé und-
arlega lík peningatanki Jóakims frænda í Anda-
bæ. Þar er líka stökkbretti.
Brosaö út í loftlð
Þrátt fyrir augljós líkindi er þó eitt sem skilur
Jóakim frænda og Mogensen að. Jóakim hefði
aldrei getað glaðst yfir því í blaðaviðtali að hafa
tapað milljarði. Hann hefði brjálast, lagst í gólf-
ið og barið niður höndum og fótum eða þá geng-
ið í hringi á skrifstofugólfi sínu af þvílíkum
krafti að hringlaga gat hefði myndast í gólftepp-
ið. Þetta þekkja allir úr Andrés-blöðunum. Mog-
ensen sýnir hins vegar meiri þroska en ríka
öndin í Andabæ. Mogensen gleðst yfir því að
eiga enn eitthvað eftir enda með hálfan milljarð
í handraðanum þrátt fyrir tapið. Hann stappar
ekki niður fótum eða slítur gólfteppi til að
hugga harm sinn. Hann gleðst yfir því sem
hann hefur. Mogensen segir að auður sé hverf-
ull. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur. Galdra-
mennimir í OZ byggja auð sinn á lofti og þeir
vita að enn er til nóg af því. Meðan er til loft
geta þeir búið til peninga. Þó Jóakim frændi
væri kraftaverkamaður í peningamálum tókst
honum þó aldrei að búa til peninga úr lofti.
Mikið hefði hann orðið ánægður ef honum hefði
tekist það. Þá hefði hann getað brosað þó svo
ræningjagengið í Andabæ hefði tæmt pen-
ingatankinn hans. Þá hefði hann getað brosað
eins og Mogensen og sagst vera ánægður þrátt
fyrir allt. Hann hefði bara búið
til meiri pening - úr lofti. Gðm
Útvarpshúsiö í Reykjavík
Sumir myndu einskis sakna.
RÚV í eilíföarverkfall
Elsa Jónsdóttir hringdi:
Mér var skemmt er ég las um að
fréttamenn hjá Ríkisútvarpinu, þ.e.
hljóðvarpi og sjónvarpi, hefðu boðað
tvö verkföll í júnímánuði. Hvað varð-
ar Sjónvarpið er það léttir að losna
við fréttir þar, þær eru einskis virði,
bæöi hlutdrægar og einhæfar, að
mínu mati. Mest félagsmálalestur og
viðtöl við ríkisstarfsfólk sem einnig er
í verkfallsstellingum. RÚV-starfsfólk
hefur þó eitt og annað fram yfir okk-
ur sem neyðumst til að greiða afnota-
gjöldin, það fær sína áskrift ókeypis.
Ég vildi óska að RÚV og alla vega
Sjónvarpið færi í eilífðarfrí, það má
missa sig fyrir mér, og að ég hygg
flestum öðrum sem vildu frekar
greiða annarri sjónvarpsstöð áskrift
en hefur ekki efni á því.
Landsbyggðarflokkur
Vilhjálmur Alfreösson skrifar:
Að undanfómu hafa komið fram
mjög glöggar efasemdarraddir gagn-
vart landsbyggðinni og þá einkum
stefnu yflrvalda á ýmsum málum sem
landsbyggðina snerta. Ég nefni sjávar-
útvegsmál og þá sérstaklega smábáta-
málin. Mér sýnist að þeir stjórnmála-
flokkar sem starfa hér á landi vera
orðnir úreltir. Er það svo slæm hug-
mynd að stofna sérstakan landsbyggð-
arflokk. Sá flokkur gæti orðið öflugri
en menn kann að gruna í fljótu
bragði. - Þarf að segja meira um það
mál? Ég spái a.m.k. slíkum flokki
bra.utargengi.
Brennuvarga undir
lás og slá
Magnús Sigurðsson skrifar:
Eftir íkveikju í
íbúðablokk
Fólk óttast
lausagöngu
brennuvarga.
Það er óhugnan-
legt að vita til þess
að brennuvargar
gangi lausir í
Reykjavík, jafnvel
eftir að þeirhafiját-
að slík voðaverk
eins og íkveikjur í
fjölbýlishúsum.
Verjendur þessara
afbrotamanna eiga
ekki að fá fram-
gengt þeirri ósk
sinni að brennu-
vargarnir fái vægustu refsingu. Raun-
ar er furðulegt að heyra að lögmenn
skuli bera fram þá ósk svona óbóta-
mönnum til handa. Ég fullyrði, að
margir eru óttaslegnir eftir að þeir
lesa um að brennuvargar gangi lausir
í slíku þéttbýli sem Reykjavík. Ég á
enga ósk aðra í þessum málum en þá
að koma brennuvörgunum undir lás
og slá og þar eigi þeir heima þar til
þeir hafi læknast fullkomlega af þeirri
þrá sinni að brenna híbýli fólks.
Stöðvið gjaldeyris-
flóttann
Reynir Guðmundsson skrifar:
Þótt íslenska krónan sé sögð hafa
braggast lítið eitt þegar þetta er skrif-
að (á fóstudegi sl.) þá er það ekki
nema um stundarsakir og ekkert að
reiða sig á neinn stöðugleika í þeim
efnum. Sannleikurinn er sá, að á með-
an islenskir fjárspekúlantar, sem ég
flokka einfaldlega undir ránfugla á
peningamarkaði, komast upp með að
krafsa í gjaldeyrishirslum þjóðarinn-
ar dag hvern þá veikist krónan
stöðugt og verðbólgan blossar upp
stjómlaust. Stjórnvöld verða með ein-
um eða öðrum hætti að stöðva gjald-
eyrisflóttann. Að öðrum kosti missum
við þetta allt úr böndunum.
IB9i-
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.