Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 23
27 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 3>V Tilvera Björn Borg 45 ára Tenniskappinn Bjöm Borg fæddist þennan dag í bænum Södertalje I Svíþjóð. Tennisferil kappans þarf vart að kynna enda tilheyrir hann flokki allra bestu tennisleikara sögunnar. Hann var 15 ára gamall þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn og hætti aðeins 26 ára gamall. Borg var ekki síður áber- andi í einkalífínu heldur en á tennis- vellinum. Borg hefur einu sinni kom- ið fram í kvikmynd en það var i myndinni Racquet frá árinu 1979 - þar sem hann lék sjálfan sig. i viuuiaiim dálítio skeir Cildir fyrir fimmtudaginn 7. júní Vatnsberinn <?0. ian,-18. febr.l: I Þér finnst þú dálítiö einn í heiminum um þessar mundir. Þetta ástand varir ekki lengi þar sem þú kynnist mjög áhuga- verðri persónu næstu daga. Rskarnir H9. fehr.-20. mars>: Nú er svo sannarlega lóþarfl að láta sér leið- ast, það er svo mikið um að vera i kringum þig. Ferðalag er í undirbúningi og þú hlakkar mjög til. Hrúturinn (21. mars-19. apriil: Gamall vinur kemur í > óvænta heimsókn síð- ari hluta dags og segir þér heldur en ekki undarlegar fréttir. Happatölur þínar eru 9, 17 og 26. Nautið (20. aoríi-20. maiil Láttu sem ekkert sé þó að einhverjir séu að finna að við þig. Það er ekkert annað en öf- und’yfir velgengni þinni sem býr þar að baki. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): Vinir þínir eru ekkert ' sérlega skemmtilegir við þig. Það gæti verið að þú þyrftir að vera r skemmtilegri sjálfur. Happatölur þínar eru 4,12 og 16. Krabblnn (22. iúní-22. iúin: Þú ferð út að skemmta þér og kynnist ein- hverjum sérstaklega spennandi. Ekki er eitthvert framhald verði á þeim kynnum. Uónlð (23. iúli- 22. áeúst): Þú þarft að taka af- stöðu í erfiðu máli. Ekki hika við að leita eftir aðstoð ef þér finnst þörf vera á henni. Vinur þinn endurgeldur þér greiða. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Þér finnst þú hafa allt of mikið að gera. . Hvemig væri að reyna að virkja fleiri í starfið í stað þess að gera allt sjálfur? Vogln (23. seot.-23. okU: J Vertu sérstaklega að- gætinn í öllu sem varð- \ f ar peninga. Þú kynnist r f einhverjum sérstak- lega skemmtilegum og áhugaverð- um náunga. Sporðdrekl (24. okt.-2l. nóv.>: Sgggjfc Þér gengur allt í hag- inn og ekki er laust W'V^viö að þú finnir fyrir • öfund í þinn garð. Láttu sem þú vitir ekki af því. Happatölur þínar eru 8, 11 og 33. Bogamaður (22. nóv.-21. des,): j Eitthvað spennandi og ' mjög undarlegt gerist í dag. Þú skalt ekki láta álit þitt í ljós nema beðið verði sérstaklega um það. Happatölur þínar eru 23, 29 og 35. Stelngeltln (22. des.-l9. ian.): BSS Hjón og pör eiga sér- lega góðar stundir saman og huga að sameiginlegri framtíð. Það er svo ótal margt hægt að gera ef maður er hugmyndaríkur. I Húsdýragarðinum Tígrí kom viö hjá dýrunum í Húsdýragaröinum, flL .£ Tígri í Fjölskyldugarðinum Clapton hættur tónleikaferðum Rokkarinn Eric Clapton ætlar að hætta tónleikaferðalögum eftir ára- tugi í bransanum. Þetta ákvað hann eftir að í ljós kom að 25 ára gömul kærasta hans, Melia McEnery, reynd- ist barnshafandi. Ákvörðunin tekur gildi eftir að yfirstandandi tónleika- ferðalagi í Bandarikjunum lýkur. Clapton, sem er 55 ára, segist ekki geta átt nýja fjölskyldu og staðið í tón- leikaferðum bæði í einu. Hann er frá- skilinn og missti son sinn á sínum tíma. Svo gerðist hann eitt sinn svo frægur að stela konunni frá Bítlinum George Harrison. DV-MYND BRINK Próflestur í MA Stúdentsefnin í Menntaskólanum á Akureyri eru þessa dagana í miklum próflestri þó jafnaidrar þeirra víöast hvar séu ýmist búnir aö útskrifast eöa viö þaö aö útskrifast. Útskriftin í MA veröur ekki fýrr en á þjóöhátíö- ardaginn, eins og veriö hefur um áratugaskeiö. Lukkudýrið á DV, hann Tígri, heimsótti Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn um helgina. Þar var hann að aðstoða við að dreifa gögnum varðandi ljósmyndaleik Hans Pet- ersen, Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins og Krakkaklúbbs DV. I þessum fjölskylduleik geta allir krakkar tekið þátt. Eina sem þarf er að senda inn myndir af dýrum eða börnum og dýrum til Krakka- klúbbs DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt Ljósmyndir. Síð- asti skilafrestur er 18. júní og birt- ast nöfn vinningshafa í DV 20. júní. Fimmtán heppnir krakkar hljóta vegleg verðlaun frá Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og Hans Petersen. Allar myndir verða hengdar upp i Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Tígrl drelfir gögnum Tígri vekur athygli hvar sem hann kemur, sérstaktega hjá yngstu kynslóö- inni. Kate í hlutverki Móður Teresu Titanic-stjarn- an Kate Winslet hefur verið beðin um að leika aðal- hlutverkið í kvikmynd um Móður Teresu. Það er leikstjór- inn Rajiv Nath sem hefur í hyggju að gera kvikmynd um líf nunnunnar. Tökur á myndinni eiga að fara fram í Indlandi. Samkvæmt er- lendum netmiðlum hefur kaþólsk hreyfing sýnt áhuga á að taka þátt í kostnaði við gerð kvikmyndarinnar. Ekki hafa borist staðfestar fregnir að því hvort Kate, sem er nýbökuð móð- ir, ætlar að taka hlutverkinu. Gitarinn Kassagítarar IÍSh frá 7.900 kr. ól og snúra. Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Stórhöfða 27 SÍml 552-2125 og 895-9376 Rafmagnsgítarar frá 15. Hljómborð fra 3.900^. Símar 553 7131 og 560 2590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.