Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 25
29 Taktfastir söngvarar Bjarni Ara og Páti Óskar saman á sviöinu en auk þeirra komu fram Raggi Bjarna og Stebbi Hilmars. Biogagnryni Háskóiabíó - Janice Beard: ★ ■i MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 Tilvera I>V Frá Englandi hafa alltaf komið öðruvísi gamanmyndir en að vest- an, húmorinn þurrari og oft í hon- um meiri þjóöfélagsleg ádeila en í bandarískum gamanmyndum, eins og t.d. The Full Monty og Brazzed Off. En það aö gamanmynd sé bresk er því miður ekkert garantí fyrir gæöum og Janice Beard sýnd á veg- um Filmundar í Háskólabíói er ansi langt frá því að vera brot af því besta. Janice Beard elst upp í Skotlandi hjá móður sem hefur verið haldin þunglyndi og ýmsum fóbíum alveg frá því að Janice fæddist og faðir hennar lést - við það sama tæki- færi. Móðirin fer því aldrei út úr húsi, er bara óhamingjusöm í slopp og með skítugt hár og lætur Janice um að hugsa um sig sjálfa. Strax í æsku er Janice farin að spinna ótrú- legar sögur um fortíö sína og þessi þörf hverfur ekki eftir því sem hún eldist enda er lífið svo óbærilega leiðinlegt og fortíðin svo óspenn- andi og óaðlaðandi að til þess að lifa nútíðina af er Janice nauðsynlegt að endurskapa fortíðina. Janice flytur til London til að safna pening fyrir læknismeðferð handa mömmu og fer aö vinna fyrir enskan bílaframleiðanda (eru þeir ekki allir útdauðir?). Þar hittir hún æskuvinkonuna Viv (Frances Grey), þarf að lúffa fyrir skrifstofu- drekanum og yfirmanninum Julie (Patsy Kensit) og verður skotin í sæta sendlinum Shaw (Rhys Ifans) - sem virðist lika vera spenntur fyrir henni þrátt fyrir hræðilegan fatasmekk hennar og tilhneigingu til að skreyta umhverfi sitt með lit- skrúðugum dýrum. Sterka hlið myndarinnar er per- sónan Janice Beard og hvernig hún framan af flýtur draumkennt í gegn- um líf sitt og kryddar þaö tilbúnum minningum frá framandi, hættuleg- um stöðum í eftirsóttum og spenn- andi störfum. Hún sendir reglulega myndbönd heim til mömmu svo að hún geti fylgst með spennandi lífi dótturinnar í London - sum ansi skemmtileg. En þetta hefur ekki veriö nóg plott og í stað þess að halda sér við .jarðbundinn sögu- þráð“ framreiðir handritshöfundur og leikstjórinn Clare Kilner fyrir áhorfandann óspennandi og lítið fyndna sögu um iðnaðarnjósnir í hinum breska bílaheimi. Undir lok- in tekur myndin svo kipp upp á við á ný þegar móðir Janice kemur aft- ur við sögu. Janice Beard er lítil og elskuleg kvikmynd með aðeins of þunnan söguþráð sem aldrei er verulega fyndinn né heldur nógu alvarleg til að hún skipti mann máli. Eileen Walsh er þó góð í hlutverki hinnar veruleikafirrtu Janice og atriðin milli hennar og mömmunnar þaö besta í myndinni og gefa manni inn- * sýn í einhverja allt aðra og betri mynd en þá sem maður endaði á að horfa á. Patsy Kensit er leiðinleg sem skrifstofuleiðindakelling - en það fer henni líka betur að vera söguhetja í slúðurblöðum en að leika í kvikmyndum. Rhys Ifans, sem sló svo eftirminnilega í gegn sem meðleigjandi Hugh Grants í Notting Hill, er frekar litlaus sem sjarmörinn og njósnarinn Shaw en það skapast þó ponku hlý rómantík milli parsins í lokin. Ég las í kynningu um myndina að hún ætti ýmislegt skylt við hina ' væntanlegu Bridget Jones Diary og ég bara vona að það séu ýkjur. Leikstjóri: Clare Kilner. Handrit: Clare Kilner og Ben Hopkins. Leikarar: Eileen Walsh, Patsy Kensit, Rhys Ifans o.fl. Útgáfudansleikur Milljónamæringanna: Suðræn stemning . og svitabað Skipt um hlutverk Krydd í tilveruna -=j5x 4J um kvikmyndir. Það heyrir til tíðinda þegar hljómsveitin Milljónamæring- arnir kemur saman og gefur út nýja plötu. Það gerðist á dögun- um og af því tilefni efndi hljóm- sveitin til stórdansleiks á Broadway þar sem fram komu allir söngvarar Millanna fyrr og síðar, ef frá er talinn frumherj- inn, Bogomil Font. Eins og við var að búast var rífandi salsa- stemning á dansgólfinu langt fram á nótt enda er ekki hægt að sitja með hendur í skauti þegar Milljónamæringarnir eru annars vegar. Lúðrarnir þeyttir Blásararnir iétu ekki sitt eftir iiggja á dans- leiknum heldur þeyttu lúörana eins og þeim einum er lagið. DV-MYNDIR EINAR J Dúndrandi stuð á dansgólfinu Fólk dreif sig út á dansgólfiö um leiö og Millarnir stigu á sviö. Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Perluhöfnin hélt efsta sætinu Pearl Harbour, mest auglýsta kvik- mynd sumarsins, hélt efsta sætinu en tæpt var á því. Það var ekki ný mynd sem sótti hart að henni heldur teikni- myndin Shrek sem vermdi efsta sætið fyrir tveimur vikum og var næstum búin að koma sér þangað aftur. Þrjá nýjar kvikmyndir voru frumsýndar, Moulin Rouge, The Animal og What’s the Worst That Could Happen og sitja þær í næstu sætum. Vitað var fyrir fram að þær ættu erfitt uppdráttar gegn Pearl Harbour og Shrek. í þriðja sætinu er The Rauða Mikil veisla Animal, gaman- mynd með Rob Schneider (Deuce Bigalow: Male Gigolo) þar sem hann leikur mis- heppnaðan mann sem dag einn fer að haga sér eins og dýrin í umhverfinu. í fjórða sætinu er hin rómaða Moulin Rouge með Nicole Kidman og Ewan McGregor og í ““““““ fimmta sætinu er What’s the Worst That Could Happen, þar sem þeir leiða saman hesta sína Martin Lawrence og Danny DeVito. Þess má geta að í dag verður Pearl Harbour forsýnd á sjö stöðum hér á landi.-HK myllan fyrir augaö. HELGIN 1. 3. júni ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. j SÆTI FYRRI VIKA Trriu. INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O 1 Pearl Harbour 29.558 118.853 3214 O 2 Shrek 28.172 148.361 3661 O _ The Animal 19.610 19.610 2778 O _ Moulin Rouge 13.718 14.394 2279 o _ What the Worst That Could... 13.049 13.049 2675 o 3 The Mummy Returns 7.753 181.181 3204 o 4 A Knight's Tale 3.417 49.423 2441 o 6 Bridget Jone’s Diary 2.014 65.358 1301 o 8 Angel Eyes 1.888 21.715 2007 0 7 Memento 1.090 16.051 470 © 10 Along Came a Spider 745 71.823 810 © 11 Spy Kids 438 105.876 731 © 9 Blow 359 52.231 417 © 11 Driven 334 31.866 612 © _ 0 Brother Where Art Thou? 321 44.200 372 © 12 Crocodile Dundee in Los Angeles 305 24.312 720 © 13 The Tailor of Panama 287 12.967 291 © 16 Crouching Tiger, Hidden Dragon 276 127.544 276 © 15 Save the Last Dance 214 90.171 272 © 14 The Golden Bowl 197 1.525 103 í efsta sæti myndbanda- listans þessa vikuna er The Family Man. Mynd þessi var send á markaðinn rétt fyrir jól enda sannkölluð jólamynd með fallegum boðskap, mynd sem á eftir að verða sýnd í sjónvarpi á jólunum um ókomna fram- tíð. Sögusviðið er New York og sagan hefst í snjó- komu skömmu fyrir jól. Nicolas Cage fer með hlut- verk Jacks Campells sem er framagjam og vellauö- ugur kaupsýslumaður. Honum gengur allt í hag- inn og lifir hátt þegar óvæntur atburður verður til að breyta öllu. Hann rekst inn í nýlenduvöruverslun á sömu stundu og ver- ið er að ræna búðina. Hann bregst skjótt við og tekst að af- vopna ræningjana. Það næsta sem gerist er að Campell vaknar upp næsta morgun en er þá ekki lengur staddur í glæsiíbúð sinni á Manhattan heldur í svefnher- bergi í úthverfi New Jersey. Verðbréfa- töffarinn er ekki leng- ur til og Campell er skyndilega orðinn fjölskyldufaðir í út- hverfi og þarf nú að spreyta sig á nýju hlutverki og sinna bæði eiginkonu og börnum. The Family Man Hugljúf jólamynd í júní. rra TTT ww aL?M twwmmmaasaauam SÆTI FYRRI VIKA TITILL (DREIRNGARAÐILI) VIKUR ÁUSTA o _ The Family Man isam myndbónd) i ; o 2 O Brother, Where Art Thou iháskólabíó) 2 o 1 Bedazzled (skífan) 3 o _ Little Nicky (myndformi 1 o 3 Charlie's Angel iskífan) 5 o 4 Space Cowboys isam myndbönd) 2 o 5 Bring It On isam myndbönd) 3 : o 7 Dr. T and the Women imyndformi 3 o 6 Art of War imyndform) 7 © 8 Red Planet <sam myndbönd) 4 © 9 The Nutty Professor II <sam myndböndi 6 11 Woman on Top (skífani 2 10 Shriek if You Know.... (myndformi 4 13 What Lies Beneath (skífan) 8 w 12 Gun Shy (sam myndbönd) 5 w 15 Shaft (sam myndbönd) 9 © - Blair Witch 2 isam myndbönd) 1 14 Autumn in New York (hAskólabíó) 6 (TC) 16 1 I o 9 £7) - Den eneste ene (háskólabíó) 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.