Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Vidskiptabladið Landsteinar og Þróun sameinast Stjórnir Landsteina ísland hf. og Þróunar hf. hafa ákveðið að sam- eina félögin frá og með 1. júli 2001 undir nafni Landsteina ísland hf. Fyrirtækin eru bæði í eigu GoPro Landsteinar Group og sérhæfa sig í lausnum frá Navision í Danmörku. Sameinuð eining telur um 100 manns og er áætluð velta fyrirtæk- isins um 900 milljónir króna á árinu 2001. I frétt frá fyrirtækjunum segir að sameiningin sé eðlilegt framhald af þeim sameiningum í upplýsinga- tæknigeiranum sem orðið hafa á undanförnum mánuðum. I október 2001 sameinuðust Landsteinar International og GoPro Group og við það urðu Landsteinar ísland og Þróun systurfélög. Landsteinar hafa sérhæft sig í lausnum frá Navision Software og Þróun í lausnum frá Damgaard. Stuttu síðar sameinuðust síðan Navision Software og Damgaard í Danmörku og mynduðu fyrirtækið Navision. Vörur þess fyrirtækis eru í dag Navision Financials, Navision Axapta og Navision XAL (áður Concorde XAL). Með sameiningu Landsteina og Þróunar verður því til eina Navision-lausnasetrið á ís- landi sem getur boðið þjónustu og ráðgjöf fyrir allar vörur Navision. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á þróun staðlaðra viðbótarlausna fyr- ir fjölmarga geira atvinnulífsins og hafa fram að tefla sérfræðingum með yflrgripsmikla þekkingu á þeim sviðum. Þær áherslur munu halda sér og þróun þeirra lausna halda áfram í sameinuðu fyrirtæki. Þetta á jafnt við um þær lausnir sem tengjast Navision hugbúnaðin- um og aðrar, s.s ILPlús, Hlutvís og Húsið. Þessi sameining mun heldur ekki hafa áhrif á þjónustu fyrirtækj- anna, né þau verkefni sem unnið er að í dag á vegum þeirra. Aðalsteinn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Landsteina ísland hf., verður framkvæmdastjóri samein- aðs fyrirtækis og Ragnar Þór Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Þróunar hf., verður aðstoðarframkvæmda- stjóri. Ráðinn fram- kvæmdastjóri viðskipta- þróunarsviðs ÍE íslensk erfðagreining hefur ráð- ið Michael Young í stöðu fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar- sviðs og hefur hann þegar tekið til starfa. Hann mun stjóma aukinni áherslu á eflingu viðskiptatengsla og vöruþróun á grundvelli þeirra rannsókna sem fyrirtækið leggur stund á. í tilkynningu frá íslenskri erfða- greiningu kemur fram að Michael Young er 49 ára og hefur undanfar- in 20 ár gegnt stjórnunarstöðum við viðskiptaþróun í alþjóðlegum líftækniiðnaði. Síðustu sex árin hefur hann stjórnað viðskiptaþró- un hjá Genzyme Transgenics og gert það fyrirtæki leiðandi í heim- inum í þróun meðferðarúrræða sem byggjast á erfðafræðilegum að- ferðum. Áður stjórnaði Michael Young viðskiptaþróun hjá PerSeptive BioSystems og þar á undan vann hann hjá Millipore Corporation, Verax Corporation og Ventrex Laboratories. Hann mun sjá um þróun nýrra viðskipta- tengsla á grundvelli ört vaxandi rannsóknastarfsemi íslenskrar erfðagreiningar og afurða á sviði meingenaleitar, lyfjaerfðafræði, þróunar lyfja og greiningarprófa, svo og gagnagrunnskerfa og lífupp- lýsingatækni. „Við erum mjög ánægð með að fá Michael til starfa hjá íslenskri erfðagreiningu," sagði Kári Stef- ánsson forstjóri. „Reynsla hans, ár- angur í starfi og afburðaþekking á þessum geira atvinnulífsins í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu gera hann tilvalinn til að leiða þessa markvissu breikkun á við- skiptatengslum okkar. Hann mun leika lykilhlutverk í því að auka möguleika okkar á alþjóðlegum vettvangi þegar kemur að þvi að gera niðurstöður rannsókna okkar að vörum á markaði." Verðhækkana þörf á flutningamarkaði m.kr. gengistap vegna erlendra skulda. Greining Íslandsbanka-FBA rekur að fyrir utan gengistap var fjöldi neikvæðra þátta nefndir til að skýra slæma afkomu. Samdráttur á útflutningi vegna sjómannaverk- fcills, samdráttur á vissum sviðum innflutnings, t.d. á bifreiðum, hörð samkeppni á öllum sviðum flutn- ingastarfsemi auk kostnaðarhækk- ana innanlands og erlendis. Einnig hefur lækkun íslenska hlutabréfa- markaðarins haft neikvæð áhrif á afkomu af fjárfestingarstarfsemi. „Á móti þessum neikvæðu þáttum veg- ur að stór hluti tekna félagsins er í erlendri mynt og eru tekjur á fyrstu flórum mánuðum ársins því nokkru hærri en árið 2000 og nokkurn veg- inn samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að gengisbreytingar að undan- fornu hafi jákvæð áhrif á afkomu fé- lagsins á síðari hluta ársins. Flestir þættir, sér í lagi gengisþróun, lágu þegar ljósir fyrir en að mati Grein- ingar ÍSFBA eru slæmar fréttir fyr- ir Eimskip að enn sé kvartað undan harðri samkeppni í greininni," segir í Morgunkorni Íslandsbanka-FBA. félagsins af reglulegri starfsemi var neikvæð um 514 milljónir króna. Árið 2000 var fyrsta heila starfsár Norðurljósa en félagið varð til á miðju ári 1999 þegar það tók við eignarhaldi og rekstri íslenska út- varpsfélagsins hf., Sýnar hf. og Skif- unnar hf. í tilkynningu frá Norður- ljósum kemur fram að stefnt sé að því að sameina þessi dótturfélög Norðurljósa undir nafni Norður- ljósa hf. með það að markmiði að einfalda reksturinn og hámarka hagræðingu. Hagnaður samstæð- unnar nam 736 þúsundum króna árið 2000 og nam hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði 915 milljón- um. Tekjur samstæðunnar voru 4.781 milljón á árinu 2000 og jukust um 454 milljónir króna, eða 10,5% frá árinu áður. Afkoma stærstu flutningafyrir- tækja landsins, Eimskips og Sam- skipa hf., að undanförnu bendir, að mati Greiningar Islandsbanka-FBA, til að verðhækkana sé þörf til þess að hægt sé að ná viðunandi arðsemi í greininni. Þetta kom fram í Morg- unkorni Íslandsbanka-FBA í gær þar sem fjallað er m.a. um afkomu- viðvörun Eimskips sl. föstudag. Samkvæmt óendurskoðuðu upp- gjöri Eimskips fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins nam tap eftir skatta 1.200 m.kr. og er þar með talið 1.500 Afkoma stærstu flutningafyrirtækja landsins bendir til, aö mati Greiningar Íslandsbanka-FBA, aö veröhækkana sé þörf til aö hægt sé aö ná viöunandi arösemi í greininni. Tap Norðurljósa af reglu- legri starfsemi 514 milljónir Norðurljós hf. voru rekin með 736 þúsund króna hagnaði á síðasta ári. Velta fyrirtækisins var 4,8 milljarð- ar króna og hagnaður fyrir afskrift- ir 915 milljónir. Afskriftir námu 711 milljónum króna og fjármagns- kostnaður 718 milljónum. Aíkoma Norðurljós hf. Afkoma félagsins af reglulegri starfsemi var neikvæö. Honda CRV Rvsi, arg. I '98, ekin 79 þús., útvarp, I kassettut., ABS, loftpúðar, topplúga, rafdr. og fl. Ásett verð 1.590.000. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 DV lasaiHHMte... mtTrvrrsTrrmsrwrrTV 3 HEILDARVIÐSKIPTI 2.797 m.kr. Hlutabréf 253 m.kr. Húsnæðisbréf 1.049 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Búnaöarbankinn 60 m.kr. j © Landsbankinn 46 m.kr. i © Össur 20 m.kr. MESTA HÆKKUN : © Lyfjaverslun ísiands 9,6% : © Fjárfestingarfélagið Straumur 0,7% o MESTA LÆKKUN ©SÍF 5,6% © Samherji 4,7% © Búnaðarbankinn 3,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1.061 stig - Breyting o 2,3 % Framleiðni í Bandaríkjunum snarlækkar Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að framleiðni á fyrsta árs- fjórðungi hafi verið sú minnsta i 8 ár og endurspegli enn og aftur þá niðursveiflu sem hefur herjað á stærsta efnahagskerfi heims að undanfórnu. Framleiðni á klukkutíma fyrir hvem starfsmann féll um 1,2% á fyrstu þrem mánuðum ársins skv. vinnumálayfirvöldum í Bandaríkj- unum. AðUar markaðarins á Wall Street höfðu hins vegar aðeins gert ráð fyrir 0,7% lækkun á framleiðni vinnuafls. Á sama tíma og fram- leiðni lækkar hefur launakostnaður aukist með mesta hraða í fjögur ár. Landsbankinn spáir 6,4% verðbólgu Landsbankinn spáir 1,18% hækk- un á vísitölu neysluverðs milli maí og júní. Gangi spáin eftir verður visitala neysluverðs, miðað við verðlag í júníbyrjun, 211,9 og þá mun vísitalan hafa hækkað um 6,4% síðustu 12 mánuði. Þeir þættir sem helst hafa áhrif á spá vísitölunar i júní eru: hækkun á áfengi og tóbaki, tvö olíufélög hækk- uðu bensín um fimm krónur á lítra og einhver bllaumboð hafa hækkað nýjar bifreiðir. Þá er gert ráð fyrir í spánni að nokkur hluti gengisfalls krónunar sé að koma beint og óbeint fram í verðlagi. ESEEL 06.06.2001 kl. 9.15 KAUP SALA F®"] Dollar 104,240 104,770 ES@Pund 145,910 146,650 I | Kan. dollar 68,110 68,530 Dönsk kr. 11,9160 11,9820 FFhNorsk kr 11,1440 11,2050 ESSsænsk kr. 9,6270 9,6800 tfHn. mark 14,9422 15,0320 IFra. franki 13,5439 13,6253 | Belg. franki 2,2023 2,2156 Sviss. ffanki 58,6100 58,9300 C3hoII. gyllini 40,3149 40,5571 j Þýskt mark 45,4243 45,6973 ít. lira 0,04588 0,04616 j V Aust. sch. 6,4564 6,4952 fí' Port. escudo 0,4431 0,4458 [7 Spá. peseti 0,5340 0,5372 [®DJaP. yen 0,86470 0,86990 I j írskt pund 112,806 113,484 SDR 130,7500 131,5400 s Becu 88,8422 89,3761

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.