Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 4
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001
DV
Ferðamenn við Dettifoss:
Sátu
fastir í
hríðarbyl
- mikil hálka á vegum
Ákærð 66 ára kona neitar að tjá sig frekar og vill að réttarhöld verði lokuð:
4 korlum i fjarsvikamali
skipað að mæta sem vitni
- óskuðu eftir að bera vitni í síma - dómari hafnar lokun og skipar fleiri dómara
Játaði fyrst, dró svo til baka en neitar nú aö tjá sig frekar
Átta mönnum, sem konunni er gefiö aö sök aö hafa svikiö af á sjötta tug
milljóna króna, veröur öllum gert aö mæta fyrir héraösdóm þegar réttarhöldin
geta hafist, aö líkindum ekki fyrr en í haust.
Sú óvænta staða kom upp í réttar-
haldi í gær að fjórir karlmenn, þrír á
landsbyggðinni og einn í Reykjavík,
sem áttu að bera vitni í fjársvikamáli
sem beinist gegn 66 ára konu, var snú-
ið við þegar ný staða skapaðist í upp-
hafi réttarhaldanna. Einn mannanna,
sem hafði lagt af stað frá Vopnafirði á
mánudag til að ná í tæka tíð fyrir dóm-
inn, var kominn til Reykjavíkur í gær
þegar ljóst varð að ekkert yrði af rétt-
arhöldunum - þau verða sennilega
ekki fyrr en í haust. Konunni er gefið
að sök að hafa svikið 14 milljónir
króna út úr honum.
Óttar Sveinsson
Fjórir aðrir karlmenn á landsbyggð-
inni, sem konunni er gefið að sök að
hafa svikið tugi milljóna króna af um
nokkurra ára skeið, áttu líka að mæta
fyrir dóm en þeir höfðu óskað eftir að fá
að bera vitni í gegnum síma - þeir ann-
aðhvort vildu eða gætu ekki mætt fyrir
dóminn. Þessu hafhaði héraðsdómarinn
og kvað upp úr með bókun að mennim-
ir skuli, sem ætlaðir brotaþolar, mæta
frá ýmsum landsQórðungum til Reykja-
víkur og bera vitni, nema gildar ástæð-
ur, svo sem sannanleg veikindi, hamli
þeim að sinna vitnaskyldu.
Allir vélstjóramir á Vestmannaeyja-
feijunni Herjólfi, fjórir að tölu, hafa
sagt upp störfum frá og með sl. fóstu-
degi, 1. júní. Samskipum, sem gera
feijuna út, bárast uppsagnimar í gær
og koma þær til framkvæmda um
næstu mánaðamót.
Að því er fram kemur í blaðinu
Fréttmn í Eyjum komu uppsagnimar í
kjölfar ákvörðunar Samskipa um að
fækka um einn vélstjóra á skipinu,
þannig að þeir verði aðeins tveir í
hverri ferð í stað þriggja, eins og nú er.
Dyr héraðsdóms verða
ekki luktar
Sú óvenjulega staða kom líka upp í
réttarhaldinu í gær að hin ákærða
kona, sem gefið er að sök að hafa svik-
ið samtals 52 milljónir króna út úr átt-
menningunum, ákvað í gær að nýta
rétt sinn til að neita að tjá sig um sak-
arefiii fyrir dómi sem ríkislögreglu-
stjóri ákærir hana fyrir. Auk þess fór
hún fram á að réttarhöldin yrðu lokuð.
Dómarinn hafnaði því að loka rétt-
Blaðið segir að vélstjóramir telji að
þar með sé öryggi farþega, skips og
áhafnar stefiit í tvísýnu.
Kristján Ólafsson, deildarstjóri
skiparekstardeildar Samskipa, er á
öndverðum meiði og segir að vélakost-
ur skipsins geri það óþarft að fleiri en
tveir vélstjórar séu á skipinu í hverri
ferð - jafnframt því sem reglur heimili
slíkt. „Við verðum að starfa í sama um-
hverfi og aðrir,“ segir Kristján Ólafs-
son sem segir að næsti mánuðurinn
verði nýttur til þess að fá nýja vélstjóra
arhöldunum fyrir almenningi og fjöl-
miðlum en ákvað að fresta þeim og
mun hann óska eftir því við dómstjóra
að fá tvo meðdómendur með sér þegar
aðalmeðferð hefst að nýju. Meginregla
islensks réttarfars er að réttarhöld
skuli haldin fyrir opnum dyrum.
Mismunandi framburður
ákærðu
Sakamálið snýst um tugmilljóna
lánveitingar áttmenninganna, sem
Herjóifur
á siglingu viö Vestmannaeyjar.
til starfa á Heijólfi. Þá megi vísast fá af
öðrum skipum Samskipa eða annars
staðar frá. Nóg virðist vera af hæfú
fólki í boði, segir Kristján og bætir við
að ekkert hafi verið ákveðið um fækk-
un i áhöfn skipsins að öðra leyti. -sbs
flestir era einstæðingar búsettir á
landsbyggðinni, til konunnar. Svika-
þátturinn snýst um að enginn mann-
anna hafi vitað af hinum á meðan þeir
vora að lána henni allt frá hundraðum
þúsunda upp í milljónatugi hver.
Þannig er konunni gefiö að sök að
henni hefði mátt vera ljóst að hún gæti
aldrei endurgreitt peningana.
Þegar ríkislögreglustjóri rannsakaði
fjársvikamálið gekkst konan við þvi að
hafa tekið við framangreindum pen-
ingum en viðurkenndi að hafa ekki
verið borgunarmaður fyrir lánunum.
Þegar hún mætti fyrir dóm við þing-
festingu játaði hún allt sem dómarinn
las upp fyrir hana í ákæra. Við þing-
festingu 4. apríl sagði Guðjón Mart-
einsson héraðsdómari m.a.:
Hvort meinti konan já eöa nei?
„Þvi er lýst þannig í ákærunni að
þú hafir fengið þessi lán þrátt fyrir að
þér hafi hlotið að vera ljóst að þú hefð-
ir ekki möguleika á að endurgreiða
lánin. Var þér þetta ljóst?“ „Já,“ svar-
aði konan.
Dómarinn spurði konuna síðan að
því hvort rétt væri í ákæru að hún hafi
notað sér ranga hugmynd mannanna
um greiðslugetu hennar og eignir. „Er
þessi lýsing rétt?“ spurði dómarinn.
„Já,“ svaraði konan aftur.
Konan sagði einnig já þegar dómar-
inn spurði hvort rétt væri að mennim-
ir hefðu ekki þekkt hana áður en hún
hafði samband við þá að fyrra bragði í
gegnum síma og óskaði eftir lánum frá
þeim. Eftir þetta játaði konan hvem
ákæruliðinn á fætur öðrum.
Nokkram vikum síðar kom fram
ósk frá konunni sjálfri að hún fengi að
tjá sig á ný. Þann 9. maí var réttað aft-
ur en þá hafði konan breytt um afstöðu
miðað við það sem hún sagði við þing-
festingu. Þá sagði hún m.a. orðrétt:
„Ég hef ekki notað mér bágindi þess-
ara manna. Þeir hafa verið að hjálpa
mér af frjálsum og fúsum vilja og þeir
hafa sagt að það kæmi þetta engum við
og ekki Dagblaðinu heldur.“
Þegar aðalmeðferðin átti síðan að
hefjast í gær kom fram að hún kýs að
notfæra sér rétt sinn samkvæmt lög-
um að svara ekki spumingum um
refsiverða hegðun - það er umfram
það sem hún sagði þann 9. maí.
Við þinghaldið í gær kom síðan fram
að réttarhöldin, þar sem áttmenningun-
um verður öllum gert að mæta fyrir
dóm, verða ekki haldin fyrr en í haust.
Lögreglan á Húsavík hafði i
nógu að snúast í gær en vonsku-
veður og snjókoma var á svæðinu.
Um kaffileytið barst neyðarkall frá
fjórum útlendingum sem sátu fast-
ir skammt frá Dettifossi. Þar sem
ekki var hægt að staösetja fólkið
nákvæmlega voru björgunarsveit-
ir frá Húsavík, Mývatni og Kópa-
skeri kallaðar út. Tveir sjúkrabíl-
ar fóru einnig á vettvang.
Eftir nokkra leit fannst jeppi
fólksins, sem er Bandaríkjamenn,
búsettir á Keflavíkurflugvelli, og
sat hann fastur í snjónum. Ekkert
amaði að fjórmenningunum fyrir
utan að þeir voru hissa og skelkað-
ir á „sumarveðrinu". Að sögn lög-
reglu var jeppinn skilinn eftir í
skafli en fólkið flutt til Húsavíkur
þar sem það bíður átekta.
Fleiri umferðaróhöpp urðu í
umdæminu í gær því tveir bílar
keyrðu út af á þjóðvegi 87, annar
skammt frá Geitafelli og hinn við
Skarðaháls. Engin slys urðu á
fólki. Þá valt bUl á þjóðveginum
við Laxamýrarleiti siðdegis í gær.
Kona og barn sem voru innan-
borös sluppu með minni háttar
meiðsl en bíllinn er mikið
skemmdur. Síðdegis í gær var
Hólssandsvegi og fleiri vegum lok-
aö vegna fannfergis. -aþ
Sérhönnuð þjófaflík:
Meö
kjúkling í
vasanum
Maður var
handsamaður
eftir að hafa
stolið úr versl-
un í Breiðholti
á föstudags-
kvöld. Lögregla
leitaði á mann-
inum og fann
tvær pakkning-
ar af kjúklingalærum. Það vakti sér-
staka athygli lögreglu að yfirhöfn
mannsins reyndist sérstaklega
hönnuö fyrir þjófnað, meö sérstök-
um vösum að innanverðu til þess að
fela ránsfenginn. -aþ
Herjólfur:
Samskip hagræða
- vélstjórar hætta
Veðrið i kvold I Solargangur og sjovarfoll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólaríag I kvöld 23.44 23.46
Sólarupprás á morgun 3.09 3.07
Sífideglsflófi 18.51 23.24
Árdegisflófi á morgun 7.07 11.40
Skýringar á veðurtáknum
15)
^VINDATT
ViNDSTYRKUR
í mctrum i sökfindu
10?,___HITI
-10°
NFROST
-$> -iD &
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAO
SKÝJAÐ
HEIOSKÍRT
o
ALSKÝJAO
Eljagangur norðantil
N-læg átt, víða 10-15 m/s og éljagangur
norðaustantil, skýjað að mestu sunnan- og
vestanlands en þurrt. Minnkandi
norövestanátt þegar líður á daginn og léttir
víða til.
KV I
RIGNING SKÚRIR SLÝDDA SNJÓKOMA
s
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA
VEÐUR RENNINGUR
Veðrið a morgun
Hálka á heiðum
Á noröurleiöinni er hálka á Vatnsskarði.
í Eyjafiröi er veriö að hreinsa vegi og
einnig austan Akureyrar yfir til Mývatns
og um Möörudalsöræfi. Mjög slæmt
veður var á Fjaröarheiði í morgun og
ekkert ferðaveöur. Verið er aö hreinsa
helstu leiöir á Austurlandi. Lokaö er um
Kambanesskriöur vegna vegageröar.
V*glr á •kyggðum awAuro
•ru lokaftir þar til annaA
vorAur ouglýit
Hiti nálægt frostmarki
Vestan 5-10 og skýjaö meö köflum vestantil, en léttskýjaö um landiö
austanvert. Hiti nálægt frostmarki norðaustanlands til morguns, en 3 til 8
stig annars staðar. Hiti yfirleitt 7 til 12 stig.
raSTffiKTgT'f?.
Vindur <
5-€
Hiti 5°-15°
L.uisíirdjigii
Vindur: (
5-6.vrv,
Híti 7“ til 17“
Vindun J
5-6 m/r—K
Hiti 7“ til 17“
Hæg breytlleg átt eða
hafgola og vlba bjart
vefiur. Hltl 5 tll 15 stlg,
hlýjast i Innsveitum.
Fremur hæg vestlæg efia
breytlleg átt og léttskýjaö
um landífi austanvert, en
skýjafi mefi köflum
vestantll. Hltl 7 tll 17 stlg,
hlýjast I Innsveltum.
Fremur hæg vestlæg efia
breytlleg átt og léttskýjafi
um landlfi austanvert, en
skýjafi mefi kóflum
vestantll. Hitl 7 tll 17 stlg,
hlýjast I Innsveitum.
AKUREYRI alskýjaö 3
BERGSSTAÐIR alskýjaö 0.8
BOLUNGARVÍK léttskýjaö 4
EGILSSTAÐIR 0.7
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 3.1
KEFLAVÍK skýjaö 4
RAUFARHÖFN alskýjaö 0.3
REYKJAVÍK skýjaö 3.4
STÓRHÖFÐI rokur 2
BERGEN rigning 8
HELSINKI léttskýjaö 14
KAUPMANNAHÖFN þokumööa 12
ÓSLO skýjaö 12
STOKKHOLMUR 13
ÞÓRSHÖFN skýjaö 5
ÞRÁNDHEIMUR rigning 11
ALGARVE léttskýjaö 17
AMSTERDAM skýjaö 13
BARCELONA þokumóöa 17
BERLÍN skýjaö 13
CHICAGO skýjaö 11
DUBLIN rigning 10
HALIFAX þoka 8
FRANKFURT rigning 12
HAMBORG skýjaö 12
JAN MAYEN súld -1
LONDON skýjaö 13
LÚXEMBORG skýjaö 13
MALLORCA léttskýjaö 19
MONTREAL alskýjaö 14
NARSSARSSUAQ skýjaö 6
NEW YORK skýjaö 20
ORLANDO skýjaö 24
PARIS skýjaö 14
VÍN skýjaö 13
WASHINGTON
WINNIPEG
■ á'MéMHilii'mi.'MH
þokumóöa
alskýjaö
19
14