Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 2001 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Afistoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerb: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndþirtingar af þeim. Er friðunin úti? Hafrannsóknastofnun er í kreppu, ekki síður en þorskstofninn í kringum landið. Vísindamennirnir sem starfa á vegum hennar hafa misst tiltrú almennings eft- ir að þeir sendu frá sér nýjustu svartnættisskýrslu sína. Af lestri hennar verður ekki annað séð en Haf- rannsóknastofnun hafi týnt 345 þúsund tonnum af þorski. Það munar um miklu minna. Tíðindi síðustu helgar hafa veikt allt í senn; bjart- sýni, hlutabréf og krónur. Þjóðin, sem veit ekki hvort hún á að trúa því að þenslan sé að baki, kyngir munn- vatni og veit sem er að tapi hún þorski tapar hún átt- um. Fyrsta ferðahelgi ársins endaði á þann veg að all- ar hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn eru að engu orðnar. En fyrst og fremst er fólk úti að aka. Fólk skilur ekki það sem er að gerast. Og fólk skilur ekki að sjálfir vísindamennirrnir skilji ekki vandann. Og spyr, hver skilji hann þá. Hvernig er hægt að segja sem svo að veiðistofn þorsks sé aðeins tæplega 600 þús- und tonn en ekki nálega milljón tonn eins og fiskifræð- ingar Hafrannsóknastofnunar áætluðu fyrir aðeins tveimur árum. Og hefur náttúran þó verið í góðu lagi. Hafrannsóknastofnun og starfsemi hennar hefur einatt verið tilefni rifrilda í heitum pottum lands- manna jafnt sem heitum sölum Alþingis. Ráðgjöf stofn- unarinnar skiptir enda þjóðarbúið sköpum. Þaðan koma helstu hagtölur landsins. Vísindin að baki þeim hafa verið tekin það alvarlega að aldrei hefur komið til tals að leggja stofnunina niður eða sameina hana öðr- um apparötum. Ef eitthvað er að marka þessar nýjustu tölur og vís- indi er ekki ráð að veiða nema fjórðung af nærri 600 þúsund tonna stofni á næsta fiskveiðiári. Fjórðungur er heilagt viðmið Hafnrannsóknastofnunar og hefur verið lengi. Því ætti ekki að veiða meira en 150 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Það er jafn lélegt og veiðin var minnst á síðustu öld, frostaveturinn mikla, 1918. Þessi aflaregla Hafrannsóknastofnunar er ekki betri en svo að hún hefur verið afar umdeild meðal fræðinga hafsins um árabil. Og ekki hefur verið tekið meira mark á henni en svo að ráðherrar hafa alltaf brotið hana og heimilað veiðar umfram ráðgjöf vísindamanna. Engu að síður hafa forvígismenn Hafrannsóknastofnun- ar haldið henni á lofti ár frá ári, fastir fyrir. Þar til nú. Og það er furðulegast af öllu. Engu er lík- ara en vísindamennirnir séu nú tilbúnir til að rýmka regluna til að mæta áfallinu sem enginn átti von á, nema ef vera kynni þeir sjálfir. Skyndilega er þorskveiðiráðgjöf ekki til tals. Fólk hlýtur að spyrja: Hver eru vísindin? Hafi aflareglan verið heilög í góð- æri, gildir hún þá ekki þegar þorskstofninn er kominn að hruni? Forvígismenn Hafrannsóknastofnunar verða að svara lykilspurningum næstu daga. Þeir verða að vinna tiltrú almennings að nýju. Sjávarútvegsráðherra, sem fengið hefur á sig mikla ágjöf síðustu daga, verður að spyrja eins og þjóðin: Hvað er að á Skúlagötu? Er trúin á aflareglu vísindunum yfirsterkari? Var grisjun- arleiðin allan tímann eðlilegri? Er friðunin úti? Sigmundur Ernir I>V Skoðun « Vörn fyrir heimilin Ummæli Alþingi samþykkti ný- verið að fela forsætisráð- herra að gera könnun á notkun neysluviðmiðana í nágrannalöndum við ákvarðanir er lúta að fjár- hæðum bóta og styrkja í velferðarkerfmu. Einnig við mat á greiðslugetu við innheimtu vangoldinna op- inberra gjalda og meðlags- greiðslna og við ákvarð- anatöku vegna lánveitinga úr opinberum sjóðum, svo sem Lánasjóði námsmanna og íbúðalánasjóði. Leggja á mat á hvort ástæða sé til að samræma slík- ar neysluviðmiöanir hér á landi, notkun þeirra eða aðferð við gerð þeirra. Fimm mismunandi framfærslugrunnar Á undanfórnum þingum hef ég ásamt nokkrum þingmönnum Sam- fylkingarinnar beitt mér fyrir því að unninn verði samræmdur neyslu- staðall um framfærslukostnað heim- ila eftir íjölskyldugerð sem verði leiðbeinandi fyrir stjórnvöld við ýmsar ákvarðanir er lúta að fjárhæðum bóta og styrkja velferðarkerfisins. Nú eru mikilvægar stjórnvalds- ákvarðanir eins og i skatta-, trygginga- og lánamálum, auk fjárhagsaöstoðar til ein- staklinga byggðar á mismun- andi forsendum opinberra aðila um framfærsluþörf heimilanna. Að minnsta kosti fimm mismunandi framfærslu- grunnar eru í gangi, sem lán, styrkir og bætur byggja á. Slíkt getur hæglega leitt til handa- hófskenndra ákvarðana og mismun- unar í stjómvaldsaðgerðum. Neyslustaöall tryggir betur Með þeirri tillögu sem Alþingi hef- ur nú samþykkt frá þingmönnum Samfylkingarinnar er stigið mikil- vægt skref til að koma á samræmd- um neyslustaðli. Það tryggir mun betur en nú er að ákvarðanir sem tengjast rétti til lífeyris, bóta hvers konar, fjárhagsaðstoðar og greiðslu- áætlana vegna lánafyrirgreiðslu eins og hjá íbúðalánasjóði og Lánasjóði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaOur „Samræmdur neyslustaðall eftir fjölskyldugerð er því vörn fyrir heimilin og tryggir betur hag þeirra. Það er reynslan víða í Evrópu þar sem slikur neyslustaðall hefur verið tekinn upp. “ íslenskra námsmanna taki meira mið af raunverulegri framfærsluþörf heimilanna. Einnig er neyslustaðall mikilvæg- ur til að ekki sé of langt gengið af op- inberum aðilum við innheimtu van- goldinna opinberra gjalda, t.d. skattaskulda og meðlagsgreiðslna. Samræmdur neyslustaðall eftir fjöl- skyldugerð er því vörn fyrir heimil- in og tryggir betur hag þeirra. Það er reynslan víða í Evrópu þar sem slík- ur neyslustaðall hefur verið tekinn upp. Niðurstaða úr þeirri athugun sem nú er hafin,.að koma á sam- ræmdum neyslustaðli hér á landi, á að leggja fyrir næsta Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir Frankenstein barón Hin fræga saga Frankenstein eftir Mary Shelley (1818), öðru nafni nú- tíma Promotheus, fjallar um barón sem skapaði skrímsli í mannslíki, sem siðan réðst að honum sjálfum og tortímdi. Nafn vísindamannsins er Frankenstein en ekki örlagaríks fyr- irbærisins sem hann skapaði; Boris Karloff leikari fór meö ógleymanlegt hlutverk þess í kvikmynd. Sama hugmynd hefur skotið upp kollinum víða. Nasistar gerðu tilraunir til kyn- eða erfðabóta manna og hlutu for- dæmingu alls stað- ar. Nýleg frétt frá Bandarikjunum var þess efnis, að rúm- ur tugur bama hefði fæðst þar með erfðaefni þriggja manna í stað tveggja eins og nátt- úran segir fyrir um. í nokkrum Evrópu- löndum er nú leyfi- legt að gera tilraun- ir með klónun. Hver ber ábyrgð á þeim einstaklingum sem til verða, hugs- anlega mjög sjúk- um, og hvenær á að stöðva vöxt þeirra? Ætli það sé ekki nóg til af skrýmsl- um nú þegar? „í nokkrum Evrópulöndum er nú leyfi- legt að gera tilraunir með klónun. Hver ber ábyrgð á þeim einstaklingum sem til verða, hugsanlega mjög sjúkum, og hvenœr á að stöðva vöxt þeirra?“ Dr. Mengele ekki sá fyrsti né síðasti Stjómmálamenn hafa í gegnum árin haft mikinn áhuga á „arfhreinsun" kyn- stofna í pólitískum tilgangi. Margir þekkja tilraunir dr. Mengeles til „erfða- bóta“ (eugenics) í útrýming- arbúðum Auschwitz og hrollur fer um fólk þegar hugsað er til þeirra. Bretinn F. Galton, frændi C. Darwins, stundaði slíkar rannsóknir í byrjun síðustu aldar og hlaut að launum kennarastöðu við Lundúna- háskóla; um svipað leyti dustaði K. Correns í Múnchen rykið af erfða- kenningum Mendels. Sovétlíffræðingurinn T.D.Lysenkó hafnaði kenningum Mendels og taldi umhverfi ráða mestu um erföir; hann hlaut mikla athygli Stalíns af augljósum ástæð- um. Bandarikjamaðurinn C. Daven- port útskýrði andlega fötlun, kyn- ferðisglæpi og drykkjusýki með víkj- andi erfðaeiginleikum. Á grundvelli þessa voru sett lög víða í USA og um 1940 höfðu 100 þ. einstaklingar verið látnir sæta ófrjósemisaðgerðum. Lög í sama dúr voru sett víða, þar á með- al á íslandi 1938 (The Spectator 17.3. 01), já, það er hráslagalegt að lesa um það. Þótt Hitler hafi komið herfilegu óorði á „fræðin" eru nú tilraunir til ræktunar fóstra eða einstakra líf- færa með klónun eöa erfðavali með öðrum hætti á fljúgandi ferð. Þótt slíkt sé ólöglegt víðast hvar getur fólk farið til annarra landa og fengið þar rannsókn á hugsanlegum mein- genum og látiö eyða fóstrum ef því sýnist svo. Herðing hjartans og siöferðisbrestur Þekktur guðfræðingur í Bretlandi sagði eitt sinn „að erfðavísindamenn Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur hefðu uppgötvað aðferð til að sameina herðingu hjart- ans við andlega fötlun". Erfðaupplýsingar einstak- linga eru fyrirsjáanlega úti um allt þrátt fyrir fögur fyrirheit um dulkóðun og trúnað. Þótt raðgreiningar erfðabasa í hinum 30-40 þúsund erfðavísum manns- ins hafi verið gerðar og lit- greiningar gena er langt i það að notfæra megi sér —þær til að finna meingen og bregðast við þeim til að bæta heilsu- far og fyrirbyggja sjúkdóma; þótt lyfjafyrirtæki geti reynt áhrif millj- óna þekktra efnasambanda á fram- gang sjúkdóma með já/nei svörun um virkni, þá birtist nú heimur prótína sem er svo flókinn að menn standa agndofa gagnvart honum; svo er eins víst að óteljandi aukaverkan- ir geti orðið. Ástandið er svipað og var þegar siglingatækni og framfarir í staðar- ákvörðunum leiddu til „uppgötvun- ar“ heilla heimsálfa og menn stóðu frammi fyrir dýrðinni Amazon, sem enn hefur ekki uppljóstrað leyndar- dómum sínum öllum. Heimur ótelj- andi prótína, sem geta verið af- sprengi erfða eða sérstakir orsaka- valdar, getur af sér sjúkdóma á borð við riðu og kannski Parkinson og Alsheimer en litningur 21 er talinn tengjast þessum sjúkdómum svo og ákveðin afbrigði af flogaveiki, erfðu heymarleysi og hvítblæði. Fikt við sjáifa lífsformúlu almættisins getur leynt aukaverkunum í áratugi og það er pólitísk spuming hvenær gefa á slíku grænt ljós. Jónas Bjarnason Líkist fátækraframfærslu „íslenska velferðar- kerflð hefur því miður verið þróað frá því að vera ahnannatryggingar til þess að líkjast frá- tækraframfærslu. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að slík keríi veikjast hratt og njóta lítils almenns stuðnings. Til þeirra rennur sífellt minna fjármagn og afleiðingin er aukið misrétti og önnur félagsleg vandamál." Finnbjörn A. Hermannsson I Samiönarblaðinu. Harður skellur „Og til að eyða peningum verður fyrst að afla þeirra. Því miður hafa þau sannindi ekki verið Islendingum hugleikin á síðustu árum. Á síðustu dögum hafa borist fregnir um að Haf- rannsóknastofnun muni leggja tO mik- inn niðurskurð á aflaheimildum á næsta fiskveiðiári. Það þarf í sjáifu sér ekki hálærða hagfræðispekúlanta til að reikna út að minnkandi fiskveiðum mun fylgja minni útflutningstekjur. Þetta eru því alvarleg tíðindi og koma sem harður skellur ofan á timbur- mennina eftir eyðslufyllerí og bjart- sýnisköst síðustu ára.“ Finnur Þór Björgvinsson í grein á Maddaman.is Auðlindaskatta að óskiptu „Ég óska eindregið eftir að lagður verði auðlindaskattur á allar auðlindir ... Það sem vantar inn í og enginn pólítikus þorir að taka á - er að þá verður að taka auðlindaskatta að óskiptu. Sjómennimir verða að taka þátt í að borga auðlindaskattinn. Þetta hefur enginn þorað að segja, en ég þori því og er tilbúinn að rökstyðja það frekar ef á þarf að halda." Magnús Kristinsson útgeröarmaöur I Fréttablaðinu. ÍiPSIi ■MMHKEecDS: I I Sr.SvavarAlfreðJónsson, sóknarprestur á Akureyri. Af sama meiði og manndómsvígslur „Mér finnst ekkert að því að fólk geri sér dagamun með gleð- skap af þessum toga en slíkt á að vera tilvonandi brúðguma eða brúði til heiðurs en ekki til niðurlægingar. Mann- dómsvígslur tíðkast víða og ef til vili eru steggja- partíin af sama meiði en fyrir svona vígslum er á hinn bóginn engin hefð hér á landi og því kann fólk sér síður hóf þegar í gleðina kemur. Ekki einu sinni manndómsvigslur hafa þjónað því hlut- verki aö niðurlægja fólk. Nú vona ég að fólk læri af reynslunni og fari að halda þessi partí þannig að ölum sé til sóma en oft virðist þessu fylgja tölu- verð áfengisneysla sem gerir partiin taumlaus og hefur sett leiðinlegan svip á þau.“ Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði. Amerískur siður án íslenskra róta „Steggja- og gæsapartí eru helst ameriskur siður og þegar menn eru að flytja svona á milli álfa þá vantar allar hefðir sem að baki þurfa að vera. Siðurinn er tekinn hrár upp úr kvikmyndunum með öllum öfgum en sú verður einmitt hættan þegar fólk er að sýta að það sé að tapa einhverju ímynduðu frelsi jafnvel eftir margra ára óvígða sambúð, sem er söm í eðli sínu og ef vígð sé. Ég sé enga ástæöu til þess að vera að halda uppi svona siðum úr amerískri menningu hér á landi - og ef til vill er verðugt verkefni fyrir einhverja skarpa einstaklinga aö mynda nýjan íslenskan sið sem hæfir menningu okkar og aðstæöum.“ Elín María Bjömsdóttir, umsjónarmaður Já á Skjá 1. Leiðsögumaður í strœtó „Stundum gerist það, eins og þegar fólk slasast likt og gerðist norður á Akureyri um siðustu helgi, enda þótt þar færi betur en áhorfðist. Þar gerðu menn sér það til skemmtun- ar að hella áfengi með trekt ofan í væntanlegan brúðguma, eins og áhorfendur Skjás eins munu bráðlega fá að sjá. Mér finnst öðru máli gegna með steggja- og gæsapartí þar sem fólk skemmtir sér í góðra vina gópi en niðurlægir ekki brúð- gumann eða brúðina. Sjálf hef ég gengið í gegnum gæsapartí og gerði þá sitthvað skemmtilegt, eins og að vera leiðsögumaöur í strætó, spilaði á gítar niðri í bæ og fór í útsýnisflug. Eitthvað sem var hóflegt og engan meiddi." Ámi Johnsen alþingismaður. Stundum einum of „Ég hugsa að þetta sé alveg á mörkunum í sumum tilvikum. Steggja- og gæsaparti verða að vera þannig að þau séu virð- ingu fólks samboðin og frumlegheitin beri ekki allt annaö ofurliði. Það er um að gera að hafa gaman af hlutun- um en gamanið er í sumum tilvikum orðið held- ur grátt. Það er ómögulegt að segja til um hvem- ig gæsa- og steggjaparti eigi að vera en kokk- teillinn þarf þó í öllu falli að vera í samræmi viö persónuleika þess sem er að ganga í heilagt hjónaband. En eins og ég segi þá finnst mér þetta stund- um hafa verið einum of.“ *'*' Ýmclr prn hpccprpr cknöimpr Hnrö clipll nmrrl hmlnm nm hplPinp hppar nnprnr Alriirnvrlnpriir var nmr drnklrnPiöiir á Akiirpvrnrnnlll í ctppPlafprh Stöðugleikinn grátt leikinn Á öldinni sem leið voru gengisfell- ingar gjaldmiðilsins tíðar og taldar til efnahagsráðstafana. Sú stjórn- viska fólst í því að gera krónuna verðminni, lækka kaupið og hækka vöruverð. Hver ríkisstjórnin af annarri hældi sér af þeim ráðstöfun- um sem gripið var til svo að útgerð- in gæti borið sig. En þá héldu menn líka að sjávarútvegurinn væri undir- staða blómlegs mannlífs í landi. Peningar til útflutnings Þeirrar trúarsetningar gætir nokkuð enn þótt farið sé að líta til fleiri átta hvað varðar tekjumögu- leika og útflutning. Til dæmis er út- flutningur á peningum orðinn um- fangsmikill atvinnuvegur. Stofnaðir eru íslenskir bankar vítt um veröld og krónunum er komiö fyrir í gull- tryggðum gjaldeyri. Þótt vextir séu taldir háir hér á landi er jafnvel enn betra að koma fjármunum sínum fyrir í útlendum bönkum þar sem hrun krónunnar er mun meira en vaxtamuni nemur. Margrómaður stöðugleiki í ís- lensku efnahagslífi er farinn veg allrar veraldar. Við er tekið tímabil sem ákaft er boðað að fólk verði að taka af bjartsýni og opnum huga um að allt sé á uppleið í efnahagslegum skilningi og að hlutabréf og fyrir- tæki eigi eftir að taka við sér svo um munar, skuldir hverfi eins og dögg fyrir sólu á sumarmorgni og mann- lífið blómgist sem aldrei fyrr. Stigmagnandi hrun Ekki eru liðnar nema nokkrar vik- ur síðan ríkisstjómin gaf út tilskip- un þess efnis að eftirleiðis væri höf- uðbiutverk Seðlabankans að passa upp á veröbólguna en hætta að skipta sér af gengi gjaldmiðilsins. Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá hófst þar með hrunið og hefur ekki linnt síðan. Hvað veldur hefur ekki verið út- skýrt fyrir miðlungs gefnu fólki sem ekki kann að lesa úr hyróglífri hag- fræðinnar. Hvernig á til að mynda að skilja setningu eins og þessa, sem höfð er eftir hagfræðingi stærsta banka landsins:...segir lækkunina nú meðal annars vegna neikvæðra væntinga manna til skamms tíma séð. Það stafar meðal annars af litlu innstreymi fjármagns og menn finni enn fyrir hreti sjómannaverkfalls- ins.“ Það er skiljanlegt, að þegar sjó- menn fiska ekki vikum saman kem- ur minna í budduna og landinn stendur enn verr að vígi til að mæta landlæg- um viðskiptahalla. En hins vegar telja hagfróðir að fiskaflinn skipti nú orðið sáralitlu máli í þjóðarbú- skapnum. Ef rétt er munað telur prófessor í viðskiptum að sjávaraflinn nemi ekki nema 12% af landsfram- leiðslu og meiri háttar kvótaeigandi hefur sagt að menningin í landinu sé margfalt dýrmætari bú- stólpi en sá afli sem dreginn er úr sjó. Þetta vekur upp spumingar um á hverju við lifum þegar upp er staðið. Landbúnaðurinn kvað vera illa rek- inn og myllusteinn um háls þjóðar- innar þegar efnahagur og kaupgeta ber á góma. Einu sinni var það mjólkin sem var að setja þjóðina á hausinn, svo var það dilkakjötið og nú er grænmetið á allra vörum sem einn höfuðbölvaldur Frónbúans. Hverjir stýra? í bönkum sitja nokkrir menn sem hafa þá iðju eina að kaupa og selja hver öðrum íslenskar krónur. Þeir bjóða í á nokkurra mínútna fresti og fer skráningin trúlega eftir því hvemig kaupin gerast á þeirri eyri. Hvort útlendir viðskiptavinir koma , nokkm sinni nálægt skrán- ingu krónunnar fáum við ekki að vita. Það er aðeins tilkynnt að hún lækki og hrapi gagnvart útlendum gjaldmiðlum og fiölmiðlar þykjast hafa náð i góða frétt þegar þeir tilkynna að krónutötrið okkar hafi aldrei verið lægra þegar miðað er við gjaldmiðla stóru efnahagsstærðanna. Þegar stjórnarherrar síðustu aldar gerðu sínar efnahagsráðstafanir og felldu gengið rösklega vissi þorri manna hvernig það var gert og hvers vegna. Þaö var einfaldlega gert til að lækka kaupið og skerða lífskjörin. Það átti að vera í þágu útgerðar og - annarra atvinnuvega. En hvað veldur hruni gjaldmiðils- ins nú? Fróðlegt væri að einhver peningaglöggur maður, alls ekki ráð- gjafi í greiningardeild fiármálastofn- unar, gæti gefiö greinargóðar upp- lýsingar um hvers vegna kaupið okkar lækkar dag frá degi og dollari og pund hækka upp úr öllu valdi? Eða skuldar enginn þjóðinni neina skýringu á hvert stefnir í efnahags- málunum? „Gengisféllingar íslensku krónunnar eru mikið umtalsefni en samt sem áður eru skýringar á hruninu torfengnar. Bankamenn og hagspékingar tala út og suður um ástand- ið og láta eins og hrun stöðugleikans sé náttúrulögmál sem taka verður við eins og hverju öðru hundsbiti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.