Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001
DV
Utlönd
11
hjá Bush
Stjórnmála-
skýrendur telja
að George W.
Bush Banda-
ríkjaforseti hafl
verið að falast
eftir stuðningi
öldungadeildar-
þingmannsins
Johns McCains
þegar hann bauð honum til kvöld-
verðar í Hvíta húsinu í gærkvöld.
Samkvæmt nýrri könnun hefur
fylgi Bush minnkað um átta pró-
sentustig á tæpum tveimur mánuð-
um en það er nú 55 prósent.
Orðrómur hefur verið á kreiki um
að McCain hyggist yfirgefa
repúblikana eins og James Jeffords.
Mannfall í Kasmír
25 manns, tveir indverskir her-
menn og 23 uppreisnarmenn
múslíma, létust í gær í átökum í
Kasmír.
McCain í boði
Falsað fax veitti frelsi
Þrír franskir fangar gengu út um
opnar dyr á fangelsi sinu á Korsíku
eftir að verðir höfðu látið gabbast af
folsuðu faxi og hleypt fóngunum út.
Hörð átök í Makedóníu
Makedónskir hermenn börðust
við albanska uppreisnarmenn í
fjallahéruðum í norðvesturhluta
Makedóníu í gær. Voru átökin þau
hörðustu síðan í mars.
Kattahræ í hundamat
Kanadískt fyrirtæki, sem fram-
leiðir hunda- og kattamat, hefur
ákveðið að hætta að mala hræ af
hundum og köttum og blanda í fóðr-
ið. Viðskiptavinirnir höfðu kvartað
yfir innihaldinu.
Biggs alvarlega veikur
Breski lestar-
ræninginn Ronald
Biggs, sem sneri
heim frá Brasilíu
fyrir mánuði,
veiktist alvarlega
um helgina og var
fluttur á sjúkra-
hús í suðurhluta
London, að því er breskir fjölmiðlar
hafa greint frá.
Fórust í aurskriðum
Að minnsta kosti 13 manns eru
taldir hafa látið lífið í aurskriðum í
norðvesturhluta Kólumbíu í gær og
i fyrradag.
Ákvörðun um aftöku
í dag verður tek-
in ákvörðun um
hvort Oklahoma-
sprengjumaðurinn
Timothy McVeigh
verði tekinn af lífi
11. júní næstkom-
andi. Lögmenn
hans krefjast nýrra
réttarhalda og segja stjórnvöld hafa
vitað um áætlanir um sprengjuárás-
ina áður en hún var gerð.
Hermenn særðu gísl
Uppreisnarmenn á Filippseyjum
sögðu í morgun að hermenn hefðu
skotið bandarískan gísl þeirra í
bakið.
Hlynntir stækkun ESB
Jacques Chirac Frakklandsforseti
kvaðst í gær myndu styðja tilraun
Svía til að ná samkomulagi um
stækkun Evrópusambandsins.
Konungsfjölskyldan í Nepal:
Vitni sá krónprinsinn
myrða fjölskylduna
Bandariska dagblaðið Was-
hington Post hefur eftir nánasta
ættingja vitnis að fjöldamorðinu á
Konungsfjölskyldunni í Nepal að
krónprinsinn Dipendra hafi myrt
fjölskylduna með köldu blóði.
Miklar samsæriskenningar hafa
verið uppi um dauða konungsfjöl-
skyldunnar á fostudag og hefur al-
menningur átt bágt með að trúa því
að Dipendra krónprins hafi staðið
fyrir fjöldamorðinu. Samkvæmt
vitninu brá Dipendra sér frá borð-
um í samfagnaði konungsíjölskyld-
unnar en sneri svo aftur stuttu síð-
ar í herbúningi með Uzi vélbyssu og
M-16 árásarriffil. Hann byrjaði á þvi
að skjóta fóður sinn, Birendra kon-
ung, sem er sagður hafa verið furðu
lostinn á svipinn yfir athæfi sonar-
ins. Siðan sneri hann sér að öðrum
ættingjum sínum og myrti 8 til við-
bótar og særði þrjá áður en hann
skaut sjálfan sig í höfuðið. Konungs-
fjölskyldan er sögð hafa staðið sem
frosin og ekki hreyft legg né lið á
meðan á ódæðinu stóð. Dipendra
Ást prinsins
Devyani Rana heitir konan sem
nepalski krónprinsinn Dipendra
myrti fjölskyldu sína vegna. Móöir
hans vildi ekki aö hann giftist henni.
mun ekki hafa sýnt nein svipbrigði
né sagt nokkuð. Hann lést af sárum
sínum á sjúkrahúsi á mánudag, eft-
ir að hafa verið arftaki konungs-
tignarinnar í tvo daga.
Nepölsk stjómvöld drógu til baka
yfirlýsingu um að Dipendra krón-
prins hefði staðið fyrir morðunum
en kenndu þess í staö óhappi um at-
vikið. Þau héldu þvi fram að byssa
hafi bilað og skotið á fjölskylduna.
Almenningur er vantrúaður á þær
skýririgar og hótar byltingu ef sann-
leikurinn kemur ekki fram.
12 klukkustunda útgöngubanni í
landinu lauk í morgun en mikil
ringulreið hefur verið þar síðustu
daga. Lögregla hefur skotið á og
sært tugi mótmælenda í nágrenni
höfuðborgarinnar Katmandu.
Gyanendra, bróðir fyrrverandi
kóngsins Birendra, hefur verið
krýndur konungur. í fyrsta skiptið í
manna minnum sýnir nepalska
þjóðin nýjum þjóðhöfðingja mót-
læti. Hann lofar að láta rannsaka
morðin á ættingjum sínum.
Hvílir lúin bein í kælitösku
Þessi litla stúlka fær aö hvílast í kælitösku fjölskyldunnar eftir heimsókn í kirkjugarö í Seoul í Suöur-Kóreu. Þaö er
hefö í S-Kóreu aö heimsækja leiöi látinna hermanna og hreinsa legsteina þeirra og snæöa um leiö nesti daginn áöur
en opinberar minningarathafnir eru haldnar um þá hermenn sem vöröu landiö fyrir n-kóreskum hermönnum.
Zjírínovskí segir dætrum
Bush að forðast áfengi
Rússneski þjóðernissinninn Vla-
dimir Zjírinovskí hefur skrifað tví-
buradætrum Georges W. Bush for-
seta bréf þar sem hann varar þær
við áfengi og biður þær um að valda
ekki fóður sínum sársauka.
Zjírínovskí kvaðst harma fregn-
irnar um að Jenna Bush, sem er 19
ára, skuli hafa reynt að komast yfir
áfengi á bar í Texas en þar er þeim
sem eru yngri en 21 árs bannað að
kaupa áfengi. Zjírínovskí, sem sjálf-
um þykir sopinn góður, sagðist
vona að Jenna sneri sér ekki að
áfengisdrykkju. „Þú átt ágætis-
pabba sem er jafnaldri minn,“ skrif-
aði Rússinn.
Zjírínovskí kvaðst sem fyrrver-
andi forsetaframbjóðandi skilja
hvemig slæm hegðun barnanna
gæti haft áhrif á feril foðurins.
Jenna Bush
Dæmd til samfélagsþjónustu vegna
drykkju undir lögaldri.
Benti Zjírínovskí dætrum Bush á að
þær gætu haft son hans, Igor, sem
fyrirmynd en hann er bindindis-
maður.
Zjírínovskí kvaðst reyndar dást
að löngun Jennu til að reyna að
komast að þvi hvernig venjulegir
ungir Bandaríkjamenn lifa. Hins
vegar ættu dætur forsetans að gæta
þess að sjá ekki „hinni dásamlega
frjálsu amerisku pressu" fyrir skot-
færum.
„Lítið á ráðleggingar mínar sem
ráð frænda til yngri frænkna
sinna,“ skrifaði Zjírínovskí meðal
annars og sagðist hlakka til að fá
svar frá forsetadætrunum banda-
rísku.
Zjírínovski hefur oft lýst yfir
andúð sinni á Bandaríkjunum og
sagt Saddam íraksforseta vin sinn.
Notaðir bílar hjá
Suzuki bilum hf.
wU-Jki Jimny JLX, 3 d„
bsk.Skr. 10/98, ek. 14
þús.Upphækkun 31 “.
Verð kr. 1390 þús.
Suzuki Wagon R+
4WD.Skr. 05/00, ek. 8 þús.
Verð kr. 1140 þús.
Suzuki Baleno GL, 3d.,
ssk.Skr. 03/89, ek. 53 þús.
Verð kr. 750 þús.
Suzuki Baleno GLX, 4 d.,
bsk.Skr. 07/97, ek. 39 þús.
Verð kr. 860 þús.
MMC Lancer GLX, 4 d.,
ssk.Skr. 11/96, ek. 52 þús
Verð kr. 790 þús.
MMC Lancer GLX st.,
bsk.Skr. 08/97, ek. 38 þús.
Verð kr. 890 þús.
Suzuki Grand Vitara,
3d„ bsk.Skr. 03/00, ek.
15 þús.
Verð kr. 1590 þús.
Suzuki Jimny JLX, 3d„
ssk.Skr. 07/99, ek. 20
þús.
Verð kr. 1220 þús.
Suzuki Vitara V6, 5 d„
ssk.Skr. 06/95, ek. 99
þús.
Verð kr. 1040 þús.
Ford Focus 1,6, 5 d„
bsk.Skr. 03/00, ek. 11
þús.
Verð kr. 1390 þús.
Hyundai Accent GLSi,
5d„ ssk.Skr. 03/99, ek.
20 þús.
Verð kr. 840 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
----✓/// ■ .
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100