Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 5
5 MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Gríðarlegt ofmat á stærð þorskstofnsins og veiðistofninn sagður við hrun: Kristinn Pétursson: Ósjálfbærar veiðar „Vísindin eru ekki óþörf en ástæða þess að við höfum ekki veitt jafnmik- ið og fyrr á öldinni getur t.d. verið loftslagsbreytingar sl. 100 ár, breyt- ingar á Grænlandsgöngum og burðar- þoli svæðis, of mikil sókn og sífellt minna hlutfall stærra fisks sem sýnir að nýting hefur ekki verið skynsam- leg. Veiðiálag hefur verið að aukast frá árinu 1920 og hafa ekki verið sjálf- bærar frá árinu 1960, þ.e. hafa verið umfram 25% af stofnstærð. Afli hefur verið umfram ráðgjöf 125 þúsund tonn árið 1985, um 80 þúsund tonn árið 1990, um 50 þúsund tonn fisk- veiðiárið 1992/1993 og 5 þúsund tonn 1998/1999. Dökku hliðamar í þessari skýrslu em þær að þorskstofninn hefur verið mjög ofmetinn, ýsan og ufsinn eru í lægð og úthafskarfmn í óvissu. Björtu hliðarnar em þær að sumargotssíld er í hámarki, góðar horfur í loðnu, humar er á batavegi, aukning í grá- lúðu helst milli ára, djúpkarfmn er á uppleið og botninum í rækjustofnin- um er væntanlega náð. Ýmsir málsmetandi menn hafa haldið þvi fram að grisjun þorsk- stofnsins sé best fallin til þess að auka stofnstærð hans. Jóhann segir að þar semþorskstofnamir hafi verið grisjaðir sé ástandið ekki gott, s.s. í Eystrasalti og í Norður-Ameríku, og það sé ótrúlegt að þessar skoðanir skuli koma frá ábyrgum mönnum og Hafró hefur enga skoðun á þorskkvóta - viðurkennir gróft ofmat og telur hrygningu hafa brugðist Árleg skýrsla Hafrannsóknastofn- unar um nytjastofna sjávar 2000/2001 og aflahorfur fiskveiðiárið 2001/2002 var kynnt í gær. Eins og DV hefur greint frá gefur kolsvört skýrsla til kynna að veiðistofn þorsks sé aðeins 577 þúsund tonn i stað tæplega millj- ón tonna sem sama stofnun hafði áætlað að stofninn færi í á þessu ári. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að eina leiðin til þess að stýra fiskveiðum sé þrátt fyrir allt að byggja á vísindaleg- um rannsóknum. Jóhann segir að þorskstofninn hafi verið ofmetinn vorið 2000, enda sé ávallt til staðar viðvarandi væg tilhneiging til ofmats. Gróft ofmat hafi hins vegar átt sér stað þegar loðnan brást, m.a. vegna þess að hrygnandi ganga frá Græn- landi brást og góð aflabrögð fiskveiði- árið 1997/1998 hafi skekkt mat stór- lega á ástandi stofnsins. Endurskoðað stofnmat 2001 byggist nú á tímarað- greiningu sem eigi að sýna helmingi minni skekkjumörk. Jóhann segir sóknina í þorskinn hafa verið allt of þunga síðustu hálfa öld. Kolsvort skyrsla Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, kynnti í gær niöurstöður Hafrannsóknastofnunar um ástand fiski- stofna. Nú er komiö á daginn aö sá veiöistofn þorsks sem stofnunin sá í spilum sínum er vart svipur hjá sjón. engir fiskifræðingar séu þeim hug- myndum fylgjandi. Mikil sókn leiðir til þess að árgangar eru fá ár í veið- inni og aflinn byggist fýrst og fremst á 3-6 ára veiði en mjög lítið verður um fisk sem er eldri en 8 ára og hrygningarstofn vex hægt. Fiskveiði- stjórnun er mikilvægt stjórntæki og þarf að vera sem réttust og þegar stofnarnir eru svona lélegir kom hún í veg fyrir frekari áföll 1998 þegar gríðarlegur þrýstingur var frá útgerð- armönnum á að veita auknar afla- heimildir. En hún þarf að vera í sátt við samfélagið til langframa," segir Jóhann Sigurjónsson. Samdráttur um 40% Það er athyglisvert að árið 1999 var stærð veiðistofns árið 2001 metin 1.046.000 tonn en síðustu rannsóknir sýna að hann er 577 þúsund tonn. Samdráttur um 469.000 tonn eða lið- lega 40%. Árið 2000 er matið á þorsk- stofninum komið niður í 866 þúsund tonn og svipuð niðursveifla er í spám frá þessum árum fyrir árið 2002. Eðli- legt verður að telja að margir efist um ágæti þessara vísinda í Ijósi þess- ara staðreynda. Jóhann Sigurjónsson var spurður af hverju stofnunin legði ekki til minni veiði en 190 þúsund tonn. Hann segir að Hafrannsóknastofnun leggi alls ekki til neina veiði. Stofn- unin búi við það lán að þurfa ekki að veita ráðgjöf í þorski þar sem kvótinn fari eftir aflareglu. Það vald sé því tekið af Hafrannsóknastofhun að ákveða hámarksafla í þorski. Sú ákvörðun hafi verið tekin sameiginlega af fiskifræðingum, töl- fræðingum og hagfræðingum og það sé pólitísk ákvörðun hvort þorsk- stofninn vex hratt eða hægt. Aflaregl- an hafi verið fest í sessi árið 1995, þ.e. að veiða megi 25% af stofnstærð, þó eigi minna en 155 þúsund tonn, en 30.000 tonna sveiflujöfnun kemur í veg fyrir að talan i ár sé lægri en 190 þúsund tonn Stjórnvöld álíta að regl- an sé of háð óvissuþáttum í stærðinni og því er sveiflujöfnunin sett inn. Hún gæti hins vegar lækkað næsta ár niður í 160 þúsund tonn, verði ekki breyting á stofnstærð þorsks milli ára. „Hafrannsóknarstofnun mælir með þessari stefnu, þ.e. aflareglunni," segir Jóhann. Lagt er til að aflahámark í ýsu verði 30.000 tonn, sem er lækkun, 25.000 tonn i ufsa sem er sama tala milli ára, 30.000 tonn í gullkarfa, sem er 7 þúsund tonna samdráttur, 30.000 tonn í djúpkarfa, sem er óbreytt sókn, 20.000 tonn í grálúðu, sem er óbreytt sókn. -GG | „Veiðiálag áranna 1972 til 1975 var 45% og í framhaldi af því var gefin út svört skýrsla. Árleg veiði var þá liðlega 350 þúsund tonn sem 1 hélt stofninum í jafnvægi og að eng- um hvarflaði ofveiði. Eðileg veiði : eftir stríð var um 400 þúsund tonn á ári og þá var að veiðast mun stærri fiskur. Nú horast fiskurinn niður vegna samkeppnis um æti og algjör I ruslfiskur er farinn að hrygna. Það fer illa þegar þessir menn reyna að vera betri en Guð gagnvart fiski- 1 stofnunum," segir Kristinn Péturs- son á Bakkafirði. -GG Þorskafli a Islandsmiðum 600 500 400 300 ÍOO Þús. tonn Tapaður veiði- stofn á 420 milijarða Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði og fyrrverandi þing- maður, segir að það komi sér mest á óvart í sambandi við skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um nytjastofna og aflahorfur að ráðgjafar stofnun- arinnar skuli vantreysta eigin | gögnum sl. j tveggja ára varð- andi stærð þorsk- stofnsins. Þeir j hlaupi frá þeirri I skelfilegu stað- | reynd að hafa ; týnt 600 þúsund j tonnum af þorski á aðeins tveimur árum. Þorskkvóti j sé í dag seldur á 700 kr/kg og því sé J verðmæti þess höfuðstóls „aðeins" 420 milljarðar króna, eða þreföld j fiárlög íslenska ríkisins. Kristinn segist ekki taka undir það að yfirmenn Hafrannsókn- astofnunar eigi að segja af sér, rann- sóknargögn þeirra séu viðunandi j góð, s.s. hvað varðar vaxtarhraða, en þeir séu með tölfræðigögn sem ekki standist. Kristinn Pétursson. Ráðherrann og kvótinn Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra boðaöi í gær aö steinbíturinn veröi enn um hríð í frjálsri sókn. Tap þjóðarbúsins vegna minni kvóta um 3 milljarðar króna: Steinbítur utan kvóta fyrir smábáta Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildar- afla á fiskveiðiárinu 2001/2002. Fyrir fiskveiðiárið er leyfilegur heildarafli 190.000 tonn í þorski, 30.000 tonn í ýsu, 30.000 tonn i ufsa, 65.000 tonn í karfa, 20.000 tonn í grálúðu, 4.000 tonn í skarkola, 1.350 tonn í langlúru, 3.000 tonn í sandkola, 5.000 tonn af skráplúru, 1.400 tonn af þykkvalúru, 125.000 tonn af síld, 17.000 tonn af út- hafsrækju, 1.500 tonn af humri, 6.500 tonn af hörpudiski og 1.400 tonn af innfiarðarækju. Ákvörðun um leyfi- legan heildarafla í innfiarðarækju og hörpudiski verður endurskoðuð að fengnum nýjum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Þá er gert ráð fyrir að leyfilegur heildarafli loðnu verði 1.050 þús. lestir á fiskveiðiárinu og af því magni koma um 850 þúsund lestir í hlut íslands. Aflareglu er beitt hvaö varðar þorsk, síld og loðnu. Frjálst í steinbít í þorskigildum fela tillögurnar í sér 5.3% samdrátt en ef miðað er við verðmæti útflutnings er samdráttur- inn heldur minni eða um 4%. Tekju- tap þjóðarbúsins vegna samdráttar- ins er talið nema tæplega þremur milljörðum króna. Hafrannsókna- stofnunin leggur til að keila og langa verði settar í kvóta en sjávarútvegs- ráðherra telur ekki ástæðu til að verða við því nú. Stofnunin leggur til að steinbítskvóti verði 13.000 tonn, eins og á síðasta ári en sjávarútvegs- ráðherra hefur ákveðið að steinbítur verði utan kvóta næsta fiskveiðiár. Með því að setja steinbít utan kvóta er þess jafnframt freistað að koma á móts við hagsmuni hinna dreifðu byggða landsins. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.