Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 24
28
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001
Tilvera DV
Nýtt blúsband á
Vegamótum
Blúshljómsveit sem kallar sig
Móses kemur í fyrsta skipti fram
í kvöld. Tónleikamir verða á
veitingastaðnum Vegamótum og
hefjast kl. 23.00. Söngkonan Tena
Palmer leiðir hljómsveitina en
aðrir í bandinu eru Þórir
Baldursson, Einar Valur
Scheving og Sigurður Flosason.
Moses leikur lög eftir Tom Waits,
Muddy Waters og fleiri.
Fundir
■ OFBELDI MANSAL OG
KYNLIFSÞRÆLKUN veröa
umræðuefnin á rabbfundi sem
haldinn veröur í húsnæöi
Jafnréttisstofu að Hvannavölium 14,
Akureyri í dag og hefst kl. 18. Þar
mun Guðrún Agnarsdóttir læknir
lýsa niöurstöðum og tillögum nefnda
Evrópuráðsins um aögeröir til að
koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum
og ungum stúlkum. Aðgangur er
ókeypis og boðið er upp á te og
kaffi.
■ GÆÐASTJÓRNUN í HÁSKÓLUM
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands býöur til málstofu kl. 16.15 í
dag í Odda, stofu 201. Þar heldur
Bryndís María Leifsdóttir MS-nemi
fyrirlestur er hún nefnir
Gæðastjórnun í háskólum og öðrum
stofnunum, tækifæri til framfara?
■ ATFERLI ÍSLENSKRA HORNSÍLA
Lisa Doucetta mun halda fyrirlestur
um rannsóknarverkefni sitt til MS-
prófs viö Líffræðiskor Háskóla
Islands í dag kl. 16. Fyrirlesturinn
fjallar um breytileika í atferli
íslenskra hornsíla og hvernig hann
tengist mismunandi búsvæðum T sjó
og vötnum og afránshættu.
Fyrirlesturinn fer fram I húsi
Líffræðiskorar að Grensásvegi 12
og er opinn öllum meðan húsrúm
leyfir.
Sýnlngar
■ GYPA ÖLVISDÓTTIR í LÓNKOTI
Gyða Olvisdóttir er með
myndlistarsýningu í Galleríi Sölva
Helgasonar sem jafnframt er hluti af
veitingahúsinu Sölva-bar í Lónkoti í
Skagafirði.
■ GISLE NATAAS Á MOKKA Eltt
andartak og þrjár samræður er heiti
sýningar hins norska listamanns
Gisle Nataas á Mokkakaffi.
sýningin fjallar um hreyfingu og rými
og sambandið milli mynda og
samræöna.
■ BALDESSARI I LISTASAFNINU
A meðan eitthvað er að gerast hér
er eitthvað annað að gerast þar er
heiti sýningar Bandaríkjamannsins
John Baldessari sem stendur yfir í
Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.
■ VÍKINGAR j BYGGÐASAFNI
HAFNARFJARÐAR Blóðug vígaferli
og götulíf víkinganna í York eru
heiti tveggja sýninga í Byggðasafni
Hafnarfjarðar. Þær sýna gótumynd
úr víkingaþorpi og beinagrindur og
hauskúpur víkinga sem féllu í
bardögum.
Klúbbar
■ BREAKBEAT A 22 Boðið verður
upp á alþjóðlega stemmningu á
Breakbeat.is kvöldi þar sem tveir er-
lendir gestir, bandaríski rapparinn Z-
MC og finnski plötusnúðurinn DJ
Alimo, koma fram.
Síðustu forvöð
■ MÓSAÍK 2001 I LISTHÚSI
ÓFEIGS Hópur kvenna sem kalla sig
Mósaík 2001 lýkur sýningu á verk-
um stnum í Listmunahúsl Ófeigs.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Bíógagnrýni
Gísli Helgason, nýkjörinn formaöur Blindrafélagsins:
Verkefnin eru endalaus
Laugarásbíó/Stjörnubíó/Regnboginn -Spy Kids + + +
Klárir foreldrar og enn klárari börn
Hilmar
Karlsson
skrifar gagniýni
um kvikmyndir.
Blindrafélagið er að hefja merkja-
sölu um allt land er stendur frá 7. til
24. júní. Gísli Helgason, nýkjörinn
formaður félagsins var inntur frétta
af starfsemi félagsins og spurður í
hvað söfnunarféð ætti að fara.
„Verkefnin eru endalaus. Félagið
hefur til dæmis nýlokið við að gera
könnun á aðstæðum blindra og
sjónskertra barna og þar kom í ljós
að þau njóta ekki þeirra réttinda
sem þau ættu að eiga kost á í okkar
þjóðfélagi. Félagið starfrækir líka
Blindravinnustofuna sem veitir um
30 sjónskertum og blindum vinnu
við burstaframleiðslu og innflutn-
ing á hreinlætisvörum en stofan
hefur verið rekin með tapi þannig
að félagið borgar með henni.“
íslendingasögur á hljóö-
snældum
Gísli lýsir líka þróttmikilli útgáfu
hljóðbókaklúbbsins sem Blindrafé-
lagið á: „Hljóðtímaritið okkar, Vald-
ar greinar, hefur komið út í aldar-
fjórðung og er nú gefið út vikulega.
Það er 90 mínútna snælda og inn á
hana er meðal annars lesið valið
efni úr dagblöðunum. Auk þess höf-
um við gefið út 8-10 hljóðbókatitla á
ári á frjálsum markaði og erum að
verða búin að koma öllum Islend-
ingasögunum í hljóðrænt form.“
Auk þessa segir Gísli að unnið sé að
kennslu á ýmis tölvuhjálpartæki og
nefnir þar sérstaklega íslenska tal-
gervilinn sem gerir blindum og
sjónskertum kleift að nýta sér tölv-
ur til jafns við aðra.
Upplestur og ýmis skemmtan
Um 300 félagar eru í Blindrafélag-
inu en Gísli telur mun fleiri lands-
menn vera með það skerta sjón að
þeir eigi inngöngurétt í félagið. Að-
spurður um fríðindin sem því fylgi
segir hann:
„Fríðindin eru einkum hið öfluga
félagsstarf. Við erum með opið hús
tvisvar í viku. Þar er lesið upp og
haldið uppi ýmissi skemmtan. Sig-
rún Jóhannsdóttir hefur sinnt
þeirri starfsemi mjög vel. Einnig er
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
með opna húsið einu sinni í viku og
hana dýrka allir og dá. Við erum
líka með félagsráðgjafa, Björk Vil-
helmsdóttur, sem aðstoðar sjónskert
fólk í hvers konar réttindamálum,
meðal annars húsnæðismálum og
ekki má gleyma að geta trúnaðar-
mannakerfisins en blindir eða sjón-
skertir trúnaðarmenn félagsins
heimsækja þá sem eru að missa
Þrýstingurinn á Robert Blake, sem
lék Baretta í sjónvarpsmyndaflokki
fyrir mörgum árum, fer nú vaxandi.
Vikuritið Star hefur boðið leikaran-
um um 10 milljónir íslenskra króna
gangist hann undir lygapróf í tengsl-
um við morð á eiginkonu hans í síð-
asta mánuði. En sjónvarpsstjarnan
fær bara peningana standist hann
prófið.
Blake segir dularfuilan mann hafa
skotið eiginkonu hans, Bonny Lee
Bakley, til bana þar sem hún sat i bíl
fyrir utan veitingastað í Los Angeles.
Sjálfur kveðst Blake hafa farið aftur
inn á veitingastaðinn, þar sem þau
hjónin höfðu snætt kvöldverð, til að
ná í byssu sem hann hafði gleymt þar.
Á meðan var eiginkonan myrt.
Robbie kyn-
þokkafyllsti
karl heimsins
Robbie Williams hefur af timarit-
inu Company magazine verið kjörinn
kynþokkafyllsti karl heimsins þriðja
árið í röð. Hjartaknúsarinn Brad Pitt
er í öðru sæti á listanum og Jude Law
í því þriðja. Álista yfir minnst kyn-
þokkafullu karlana er Peter Stringfell-
ow i efsta sæti og Michael Jackson í
öðru sæti. Chris Evans, sem nýlega
gekk að eiga Billie Piper, er í þriðja
sæti yfir þá sem þykja
búa yfir litlum
kyntöfrum.
Boðnar 10 millj-
ónir fyrir sann-
leikann
sjónina og hafa misst hana og veita
þeim og aðstandendum stuðning.
Gísli segir rekstur Blindrafélags-
ins kosta um 70 milijónir á ári en
fjárstuðning frá hinu opinbera til-
tölulega lítinn. „Þess vegna forum
við út í þessa merkjasölu nú og heit-
um á alla landsmenn að leggja okk-
ur lið,“ segir hann og bætir við:
„Við bendum sérstaklega á að við
vinnum mikið að málefnum blindra
og sjónskertra bama því þau fæðast
enn þá.“
-Gun.
Gísli Helgason
Heitir á landsmenn aö ieggja Blindrafélaginu liö.
DV-MYND GVA
Cortez fjölskyldan
Komin í stellingar gegn þumlingahernum.
Robert Rodriguez, leikstjórinn
sem lét blóðið flæða í E1 Mariachi,
Desperado og From Dusk Till Dawn,
er heldur betur búinn að skipta um
gír í Spy Kids, laufléttri og
skemmtilegri fjölskyldumynd þar
sem honum tekst að skemmta öllum
fjölskyldumeðlimum á hvaða aldri
sem þeir eru. Spy Kids er alveg laus
við sykursætan söguþráð sem oftar
en ekki einkennir fjölskylduvænar
kvikmyndir sem eru byggðar á sög-
um sem ætlaðar eru börnum.
Rodriguez, sem einnig skrifar hand-
ritið, sneiðir fram hjá öllum gildr-
um sem verða á vegi hans í fram-
setningu á nútíma ævintýri og tekst
að gera Spy Kids að „Bond-mynd“
fyrir fjölskylduna.
Fjölskyldan sem um ræðir hefur
eftimafnið Cortez. Fyrir níu árum
voru Gregorio (Antonio Banderas)
og Ingrid (Carla Gugino) ofurnjósn-
arar sem störfuðu hvor fyrir sinn
aðilann. Þegar þau hittast er það ást
við fyrstu sýn. Þau ákveða að draga
sig í hlé og ráðast í það sem þau
telja hættulegasta verkefniö, stofna
fjölskyldu. Níu árum síðar er af-
raksturinn kominn i ljós, systkinin
Carmen (Alexa Vega) og Juni (Dar-
yl Sabara). Foreldrunum hefur
hingað til tekist að halda starfsferl-
inum ieyndum fyrir börnunum og
satt best að segja hafa krakkarnir
ekki mikiö álit á foreldrum sinum
þegar kemur að líkamlegu atgervi.
Þetta breytist þó þegar fyrrum
starfsfélagar Gregorio og Ingrid
hverfa hver af öðrum. Þau geta ekki
heima setið við þessar aðstæður og
bregða sér í njósnarahlutverkin á
ný. Eitthvað af fyrrum hæfileikum
hefur tapast í langri hvíld og eru
þau ekki fyrr lögð af stað í björgun-
arleiðangurinn en þau lenda i
gildru og eru tekin höndum. Krakk-
amir eiga ekki langt að sækja ævin-
týraþrána og þegar þau frétta af ör-
lögum foreldra sinna taka þau að
sjáifsögðu til sinna ráða ...
Upp frá því er Spy Kids stórfeng-
legt sjónarspil tæknibrellna og fynd-
inna atriða í samanþjappaðri at-
burðarás sem svikur engan. Leikar-
ar standa sig með prýði og segja má
að sagan bjóði meira upp á að þeir
sýni leikgleði heldur en leik og það
tekst. Antonio Banderas og Carla
Guino eru á laufléttum nótum og
hinum megin við lögin höfum við
svo Teri Hatcher, Alan Cumming og
Tony Shalhoub sem eru á réttum
stalli í ofleik sínum. Stjörnur mynd-
arinnar eru svo Alexa Vega og Dar-
yl Sabara sem eru mjög eðlileg í leik
sinum og trúverðug systkini.
Leikstjórn og handrit: Robert Rodriguez.
Kvikmyndataka: Guillemro Navarro. Tón-
list: Danny Elfman. Aöalleikarar: Robert
Rodriguez, Carla Gugino, Alan Cumming,
Teri Hatcher, Cheech Marin, Tony Shal-
houb, Robert Patrick, Alexa Vega og Dar-
yl Sabara.