Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 I>V „Hallgrímur Helgason hefur skrifað dýrmœta bók“ Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, hefur fengið mikla at- hygli í Danaveldi að undanfornu og hafa gagnrýnendur flestir verið afar hrifnir af skáldskap hins „hæfileika- ríka, viökvæma, 41 árs myndlistar- manns, teiknimyndateiknara og uppi- stands-grínista". Hveragusa af orðum I menningarblaði Berlingske Tidende skrifar Mai Misfeldt um 101 Reykjavík. Hún segir skáldskap Hall- gríms vera hveragusu af orðum. „Móður og másandi skemmtir mað- ur sér vel á fleygiferð með íslenska rithöfundinum Hallgrími Helgasyni. [-] Þannig er bók hans þróttmikið uppgjör við allt dofið málfar. Hjá Helgasyni er hver einasta setning mögnuð eins og lítil flugeldasýning. Það gerir það að verkum, að það er ótrúlega skemmtilegt að lesa skáld- söguna... Ég get ekki annað en mælt eindreg- ið með því að fá sér bað í þessari heitu hveragusu af orðum. Þetta er hraðmælska á fullu, en hún er vel skrifuð, vel hugsuð og oft nístandi kaldhæðnisleg. Það er sannarlega vel af sér vikið.“ Á fleygiferð Aino Skjellerup fjallar einnig um bókina í Berlingske Tidende. Aino gefur bókinni fimm stjömur af sex mögulegum og segir 101 Reykjavík eina af bestu skáldsögum tíunda ára- tugarins. „Helgason hefur slegið í gegn á al- þjóðlegum vettvangi, og það skilur maður vel. „101 Reykjavík" er örvandi frásögn, sem i sífellu skiptir um rás, og hún brýst inn á milli framúrskarandi skáldsagna tíunda áratugarins um kynlíf, vímuefni, sjónvarp og tilgangslaus leiðindi. DV-MYND ÞOK Hallgrímur í Danaveldi Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, fær blíöar móttökur í Danmörku. Bókin er sögö eins og hveragusa af oröum. [...] Skáldsagan gerist á fleygiferð, þar sem skipt er um rás í sífellu og skipt- in leiða hvert af öðru tO nýrrar þrá- hyggju eða hugdettu. Hvergi ber á samhengi skynsemisraka, og ímynd- unaraflinu - og sér í lagi málfarinu - er gefinn laus taumurinn. ... málið stendur í þvilíkum blóma, að það verður aldrei leiðinlegt eða fá- breytilegt. Þvert á móti. Kapphlaup Hlyns við leiðindin hittir í mark á tímum, þar sem pólitisk slagorð hafa verið látin víkja fyrir bútum úr kvik- myndum, sniðugum svörum, dægur- lagatextum og auglýsingum. Hér hef- ur X-kynslóð Douglas Couplands ver- ið klónuð með ofskynjunarveröld Bret Easton Ellis ásamt smáskammti af úrræðaleysi og merkimiðafikn Bridget Jones. Hallgrímur Helgason hefur skrifað dýrmæta bók.“ Ekki bara jarðskjálftar Henrik Wivel skrifar um 101 í Weekend Avisen undir fyrirsögninni „Icelandic Psycho" og vísar þar í fræga skáldsögu Brets Easton-Ellis, American Psycho. Wivel segir bókina ekki hafa elst vel en hann las bókina fyrst þegar hún var tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs: „101 Reykjavík hefur nú þegar náð góðum árangri um allan heim og kvikmyndin er á leið yfir Atlantshaf- ið, en bókin býr ekki lengur yfir tækifæris-karma.“ Henrik Wivel segir að þrátt fyrir að Reykjavík sé ekki aðalpersóna í bók Hallgríms þá sé hún alltumlykj- andi í lífi Hlyns Bjöms. „Reykjavík er merkileg blanda af Ringsted ársins 1955 og New Jersey nútímans. [...] Bærinn er „hot stufF' og það eru ekki bara tíðir jarðskjálft- ar á íslandi sem valda því að gólfm bylgjast á tónleikastöðum og klúbb- um.“ Platon- of á förum Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið aö bæta við tveimur aukasýningum á Platonof eftir Anton Tjékhov sem útskriftarhópur leiklist- arnema við Listaháskóla íslands hef- ur sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu við miklar vinsældir að undanförnu. Lokasýningarnar verða í kvöld og annað kvöld. Ekki verða fleiri sýning- ar þar sem hinir nýútskrifuðu leik- listamemar snúa sér nú að öðrum verkefnum. Platonof er um það bil aldargamalt leikrit og fjallar um hóp fólks af rúss- neskum aðli sem gerir sér glaðan dag (og nótt) á óðalssetri ekkjunnar Önnu Petrovnu. Áður en dagur rís fer sam- kvæmið úr böndunum og kynhvötin nær undirtökum. Platonof er magnað og galsafengið verk og þykir mörgum sem efni þess minni á fjörlegt íslenskt Jónsmessupartí en það er einmitt árs- tími verksins. Tónlist Sexhöfða vera Og enn af kirkjulistEihátíð, að þessu sinni skal fjall- að um sönghópinn Nordic Voices sem flutti kirkjuleg kórverk í Hallgrímskirkju sl. fostudagskvöld. Tónleik- arnir báru yfirskriftina „Norrænn kórsöngur við mið- nætursól" og hófust kl. 21, stinningskaldi var en bjart og bekkir Hallgrímskirkju nokkuð þéttskipaðir. Nor- dic Voices samanstendur af sex einsöngvurum frá Nor- egi og eiga þau öll langa tónlistarmenntun að baki, hafa m.a. skv. efnisskrá sérhæft sig á ýmsum sviðum tónlistar, þar á meðal í óperusöng, tónsmíðum, kirkju- tónlist og tónlistarkennslu. Stemning var i salnum þeg- ar hópurinn gekk í halarófu inn gólfið, allt ungt fólk og vörpulegt og fagurt á að líta. Einn kórmeðlimur út- skýrði í fáum orðum dagskrána, sem yfirleitt er samin umhverfis eitthvert stef eða þema, að þessu sinni var það sögulegar andstæður, þ.e. verk eftir tónskáld frá fjórum löndum og mismunandi tímabilum. England var fyrsti viðkomustaður og voru þrjú tónskáld mismunandi tímabila frá hverju landi, í kjölfarið fylgdu svo Þýskaland, Noregur og að lokum Frakkland. Greinilegt var á fyrstu tónum kammerkórsins að hér var ekki um neinn miðl- ungskór að ræða. Raddirnar sex voru aUar kristaltær- ar og sterkar og fylltu Hallgrímskirkju samstundis. Hljómburðurinn í kirkjunni hentaði hér sérlega vel og kórinn nýtti sér hann til hins ýtrasta, útspekúleraðar styrkleikabreytingar og tæmingar voru í senn hámá- kvæmar og þaulæfðar. Fyrst söng kórinn kirkjuleg verk eftir miðaldatónskáldið John Dunstable, þá Henry Purcell og að lokum Charles Villiers Stanford. Öll hljómuðu þau fallega, en sérlega fagurt áheyrnar í meðforum kórsins var verk Stanfords, „Beati quorum via“ sem fjaraði út í pianissimo í lokin á áhrifamikinn hátt. Kórinn færði sig svo til Þýskalands og söng verk t.d. eftir Heinrich Shútz og Joseph Rheinberger, sum hver nokkuð flókin þar sem hver rödd gat látið ljós sitt skína án þess að misræmis gætti nokkurn tíma á milli þeirra. Sjaldan heyrast verk eftir norsk tónskáld hér á landi en kórinn söng verk eftir þrjá samlanda sína, þeirra yngstur var Bjarne Slogedal f. 1927 en lögin „For Guds folk er hvilen tilbake" og „Herre Jesus gi meg náde“ hljómuðu ekki mjög nýstárleg en voru fallega flutt af kórnum. Kannski má segja um efnis- skrána í heild að hún hafi hljómað nokkuð einsleit þrátt fyrir hin ólíku tímabil en sjálfsagt hefur þetta horft öðruvísi við sérfræðingum í kirkjutónlist. Olivier Messiaen rak lestina og svo sam- stilltur og nákvæmur var kór- inn þar sem annars staðar að áheyrendur geta varla hafa varist þeirri hugsun að hér væri á ferðinni ein sexhöfða vera í stað sex manna kórs. Tónleikar Nordic Voices voru sem sagt stór- góðir undir lok vel heppnaðrar kirkju- listahátíðar. Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir Endapunktur vei heppnaörar kirkjulistahátíðar „Olivier Messiaen rak lestina og svo samstilltur og nákvæmur var kórinn þar sem annars staöar aö áheyrendur geta varla hafa varist þeirri hugsun aö hér væri á feröinni ein sexhöföa vera í staö sex manna kórs. Tónleikar Nordic Voices voru sem sagt stórgóöir undir lok vel heppnaörar kirkjulistahátíðar. “ __________Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Fljúgandi Fóstbræður Karlakórinn Fóstbræður heldur á fóstudaginn til Keflavíkur en þaðan er fórinni heitið úr landi, nánar tiltekið í tónleika- og keppnisfór til Mið-Evr- ópu. Kórinn mun syngja í Búdapest, Kecskemét, Vinarborg og Prag. Tón- leikarnir í Búdapest eru haldnir í tón- leikasal sem af mörgum er talinn sá glæsilegasti í Mið-Evrópu en hann rúmar um tólfhundruð manns í sæti. Þeir tónleikar eru liður í formlegri opnun ræðismannsskrifstofu Islands í Búdapest: Stefnir allt í að húsfyllir verði á tónleikunum. Með kórnum munu koma fram Rannveig Fríða Bragadóttir, Jónas Ingimundarson og ungverski fiðlusnillingurinn Barna- bas Kelemen. Fóstbræður taka þátt í alþjóðlegri karlakórakeppni í Prag auk þess sem þeir koma fram á opnunartónleikum keppninnar. Fóstbræður unnu önnur verðlaun í slíkri keppni sem haldin var í Llangollen í Wales árið 1972 og þriðju verðlaun í Lindenholzhausen í Þýskalandi árið 1987 og því ekki ólík- legt að kórinn sópi að sér verðlaunum í Prag. Hafnfirðingar á faraldsfæti Næstu tónleikar í sumartónleika- röð Stykkishólmskirkju verða ann- að kvöld, 7. júní, kl. 20. 30. Þá syng- ur Kór Flensborgarskólans í Hafn- arfirði undir stjóm Hrafnhildar Blomsterberg og Ólafur Kolbeinn Guðmundsson leikur með á píanó. Ritaskrá Einars Ólafs Sveinssonar í tilefni af aldarafmæli Einars Ól. Sveinssonar þann 12. desember 1999 var tekin saman ritaskrá hans sem nú er komin út hjá Stofnun Áma Magn- ússonar. Einar Ólafur var einn af- kastamesti og þekktasti fræðimaður þjóðarinnar á sinni tið. Hann naut mikillar virðingar sem vísindamaður og var vinsæll af alþýðu, ekki síst fyr- ir upplestur sinn á fomsögum í út- varp. Eftir hann hafa komið út 16 frumsamdar bækur sem hafa verið þýddar ýmist á dönsku, norsku, ensku, frönsku eða kinversku, og sumar voru frumsamdar á erlendu máli. Ólöf Benediktsdóttir tók rita- skrána saman. Höfundar Njálu Höfundur Njálu er líkast til sá íslending- ur sem mest hefur verið leitað að í gegnum tíðina. Nú er komin út hjá Heimskringlu bók með því skemmtilega nafni Höfundar Njálu og hefur ritið undirtitilinn Þræöir úr vestrænni bókmenntasögu. Höfundur bókar- innar er Jón Karl Helgason en hann fjallaði i bók sinni Hetjan og höf- undurinn, sem kom út árið 1998, um viðtökur Njáls sögu á íslandi. í Höf- undum Njálu er sjónum aftur á móti beint að endurritun sögunnar í út- löndum og þá aðallega í enska og norræna menningarheiminum. Höf- undar Njálu eru þýðendur, barna- bókahöfundar, leikskáld, ferðalang- ar, myndlistarmenn, útgefendur og svo mætti lengi telja. Með bókinni fylgir margmiðlun- ardiskurinn Vefur Darraðar sem geymir nýja útgáfu á texta Reykja- bókar, eins elsta og heillegasta handrits Njáls sögu. Texti sögunnar er síðan tengdur 150 Njáluljóðum eftir rúmlega 100 ljóðskáld. Einnig eru um 270 myndir tengdar textan- um auk hljóðupptakna og kvik- myndabrota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.