Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Blaðsíða 22
26 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 I>V íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson iSaa 95 ára________________________________ Jóhann V. Guðlaugsson, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík. 90 ára________________________________ Gísli Gíslason, Kársstöðum, Stykkishólmi. 85 ára________________________________ Ingvar G. Jónsson, Drápuhlíð 5, Reykjavík. 80 ára________________________________ Elías Guöbjartsson, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavlk. Markúsína Jóhannesdóttir, Aflagranda 40, Reykjavík. Stefán Jónsson, Ærlækjarseli 1, Kópaskeri. 75 ára________________________________ Gísli Guömundsson, Byggðarenda 22, Reykjavík. Suöni Ingimundarson, Langholtsvegi 96, Reykjavík. Hólmfríöur Kristdórsdóttir, Gunnarsstöðum 2, Þórshöfn. 70 ára________________________________ Anna Sigríöur Hauksdóttir, Tómasarhaga 29, Reykjavík. Ástríður Magnúsdóttir, Meistaravöllum 15, Reykjavík. Jónína Ingibergsdóttir, Vesturvegi 23b, Vestmannaeyjum. Sigurborg Jakobsdóttir, Asparfelli 4, Reykjavík. wavar Sæbjörnsson, 'jarnargötu 10, Sandgerði. »0 ára _______________________________ Irafnhildur Óskarsdóttir, Háarifi 27, Rifi, verður sextug laugard. 9.6. Eiginmaður hennar er Þorgeir Árnason. Þau verða með opið hús að heimili sínu laugard. 9.6. milli kl. 16.00 og 20.00. Grétar Jónsson, Heiðarseli 15, Reykjavík. Halldóra Jónsdóttir, Kambi 2, Djúpavogi. Hallfríöur Edda Lýösdóttir, Hólabraut 7, Hafnarfiröi. Jóhann Haröarson, Hátúni 10, Reykjavík. Jóhann Landmark Guöbjartsson, Esjubraut 8, Akranesi. 50 ára________________________________ Ástríöur Sigurðardóttir, Kalmanstungu 1, Borgarfirði. Edda Siguröardóttir, Frostafold 58, Reykjavtk. Guöbjörg Ragna Ragnarsdóttir, Grettisgötu 6, Reykjavík. Höröur Kristjánsson, Selvogsgrunni 7, Reykjavík. Indriði Guömundsson, Möðrufelli 5, Reykjavik. Jóna Pálsdóttir, Furugrund 81, Kópavogi. 40 ára________________________________ Ásdís Gústafsdóttir, Miðstræti 18, Bolungarvik. Elín Helgadóttir, Hafnarbraut 24, Höfn í Hornafiröi. Elsa Jóhannesdóttir, Sundlaugavegi 14, Reykjavík. Gestur Áskelsson, Knarrarbergi 9, Þorlákshöfn. Halldór Reinhardtsson, Suöurgarði 8, Keflavik. Hjördís Sverrisdóttir, Sólbrekku 26, Húsavik. Hrönn Bergþórsdóttir, Traðarbergi 13, Hafnarfirði. Jón Bjarnason, Sólheimum 26, Reykjavík. Kristjana G. Arinbjarnardóttir, Furugrund 81, Kópavogi. Lárus Hrafn Lárusson, Safamýri 52, Reykjavík. Ólafur Pétursson, Laugarnesvegi 37, Reykjavík. Ólöf Jónsdóttir, Smyrlahrauni 54, Hafnarfirði. Salóme Ásta Arnardóttir, Reykjabyggö 32, Mosfellsbæ. Sandra Magnúsdóttir, Bjarnhólastíg 1, Kópavogi. Sigríöur Oddsdóttir, Efstasundi 72, Reykjavík. / IJrval - gott í hægindastólinn Sextugur Hjörtur Pálsson rithöfundur í Kópavogi Hjörtur Pálsson rithöfundur, Smiðjuvegi 15, Kópavogi, varð sex- tugur í gær. Starfsferill Hjörtur fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúndentsprófi frá MA 1961 og cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1972. Var við fmnskunám í HÍ 1987-92 og hefur síðustu misseri sótt nokkur námskeið guðfræðideildar HÍ. Hjörtur var blaðamaður við Tím- ann 1961-62, bókavöröur við ís- landsdeild Elizabeth Dafoe Library, bókasafn Manitobaháskóla í Winnipeg 1963, blaðamaður við Al- þýðublaðið 1963-64, fréttamaður og dagskrárfulltrúi við Ríkisútvarpið með námi 1964-72, dagskrárstjóri útvarps 1972-84, lektor í íslensku og íslenskum bókmenntum við Árósa- háskóla í Danmörku 1974-75, dvaldi árlangt við ritstörf í Digterhjemmet í Sonderho á Fano í Danmörku 1982-83. Hjörtur var forstöðumaður Norræna hússins í Þórshöfn í Fær- eyjum veturinn 1984-85. Hann hefur verið rithöfundur að aðalstarfi frá 1985. Hjörtur sat í stjórn Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins 1972-84, var fulltrúi íslands í dómnefnd um bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976-82, í útgáfuráöi AB 1979-89, starfaði mikið i Norræna félaginu í tuttugu ár, var formaður þess í Kópavogi um skeið og í sambands- stjórn þess, ýmsum nefndum og rit- stjórn Norrænna jóla, sat í stjórn Rithöfundasjóðs íslands 1986-89, var formaður þar 1988-89 og sat í stjórn Rithöfundasambands íslands 1993-2001, er formaður Suomi-fé- lagsins frá 1999, er varamaður i Þjóðleikhúsráði, og á sæti í stjórn héraðsskjalasafns Kópavogs. Eftir Hjört hafa komið út bæk- urnar Dynfaravísur, ljóð 1972; Al- askafór Jóns Ólafssonar 1874, sagn- fræðirit, 1975; Fimmstrengjaljóð, ljóð 1977; Sofendadans, ljóð 1982; Haust í Heiðmörk, ljóð, 1985; Úr Þegjandadal, ljóð 1998. Hjörtur hef- ur séð um útgáfur ýmissa rita og þýtt á fjórða tug bóka. Hirti var veitt heiðursviðurkenn- ing Rithöfundasjóðs Ríkisútvarps- ins 1989, veitt viðurkenning Rithöf- undasjóðs íslands 1990, var bæjar- listamaður Kópavogs 1990, vann til fyrstu verðlauna í ljóðasamkeppni MENOR og Dags 1995 og smásagna- samkeppni sömu aðila 1998 og hlaut starfsstyrk lista- og menningaráðs Kópavogs 2001. Fjölskylda Hjörtur kvæntist 21.4. 1962 Stein- unni Bjarman, f. 7.10. 1928, skjala- verði og deildarstjóra i iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Hún er dóttir Sveins Ámasonar Bjarman, aðal- bókara KEA, og Guðbjargar Björns- dóttur Bjarman húsfreyju. Dætur Hjartar og Steinunnar eru Hulda, f. 30.7. 1962, sérfræðingur í kvennsjúkdómum og fæðingarhjálp við kvennadeild Landspítalans - Háskólasjúkrahúss, gift Eggert Pét- urssyni myndlistarmanni; Guð- björg, f. 18.10. 1963, myndlistarmað- ur í London, gift Michael R. Leaman bókaútgefanda; Þórunn, f. 28.2.1965, myndlistarmaður í Reykjavík og starfsmaður bókaútgáfunnar Fróða hf., gift Herði Bragasyni tónlistar- manni. Stjúpdóttir Hjartar og dóttir Steinunnar og Páls Theódórssonar eðlisfræðings er Kristín Pálsdóttir, f. 11.11. 1950, skrifstofustjóri Flug- virkjafélags íslands, búsett í Reykja- vík, gift Ragnari Lár myndlistar- manni. Bróðir Hjartar er Hreinn Pálsson, f. 1.6.1942, hrl. á Akureyri, kvæntur Margréti Ólafsdóttur hjúkrunar- fræðingi. Foreldrar Hjartar: Páll Ólafsson, f. 27.11. 1908, d. 15.1. 1982, b. á Sörla- stöðum i Fnjóskadal, síðar iðn- verkamaður á Akureyri, og Hulda Guðnadóttir, f. 10.4. 1913, búsett á Akureyri. Ætt Páll var sonur Ólafs, b. á Sörla- stöðum Pálssonar, b. á Sörlastöðum, Jónssonar, b. í Ytrabrekkukoti í Arnarneshreppi, Jónssonar. Móðir Ólafs var Kristjana Guðlaugsdóttir, b. í Steinkirkju, Eirikssonar, b. í Steinkirkju, Hallgrímssonar. Móðir Páls Ólafssonar var Guðrún, dóttir Ólafs, b. á Sörlastöðum, Guðmunds- sonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Hulda var dóttir Guðna Vilhjálms Þorsteinssonar, b. í Skuggabjörgum, Melum og á Hálsi í Fnjóskadal, og Jakobínu Kristinar Ólafsdóttur, b. á Ytrafjalli, Guðnasonar, b. í Hlíðar- haga. Móðir Jakobínu var Hildur Jóhannesdóttir, b. á Þverá í Reykja- hverfi Halldórssonar, b. á Brúnum Bjarnasonar. Fertug Hulda Hrönn M. Helgadóttir sóknarprestur í Hríseyjarprestakalli Hulda Hrönn Mundudóttir Helga- dóttir, sóknarprestur í Hríseyjar- prestakalli, Öldu, Austurvegi 9, Hrísey, er fertug í dag. Starfsferill Hulda Hrönn fæddist við Lang- holtsveginn í Reykjavík og ólst þar upp til niu ára aldurs en síðan við Sunnuveginn þar sem hún átti heima til 1987. Hún flutti þá í Hrís- ey og hefur átt þar heima síðan. Hulda Hrönn lauk stúdentsprófi frá MS 1981 og embættisprófi í guð- fræði við HÍ 1987. Þá stundaði hún MA-nám í kennimannlegri guðfræði með áherslu á sjúkrahúsprestsþjón- ustu við Edinborgarháskóla frá 1995 og lauk þaðan M.Th.-prófi 1997. Með guðfræðináminu starfaði Hulda Hrönn hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, við Æskulýðsstarf Þjóðkirkj- unnar, Sumarbúðir í Kaldárseli og hjá söfnuði Háteigskirkju. Hulda Hrönn hefur verið sóknar- prestur í Hríseyjarprestakalli frá 1987 en því tilheyra Stærra-Árskógs- sókn og Hríseyjarsókn. Þá hefur hún sinnt afleysingarþjónustu í Möðruvallaklaustursprestakalli og Dalvíkurprestakalli og sinnt hluta- störfum á skrifstofu KEA í Hrísey, við Sparisjóð Hríseyjar, Grunnskóla Hríseyjar og Árskógsskóla og við Sumarbúðimar á Hólavatni. Hulda Hrönn sat í nefnd á vegum Þjóðkirkjunnar 1988-98 um Kvenna- áratug Alkirkjuráðsins, í stjórn Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti hinu forna 1988-89, í nefnd til undirbúnings Kristnitöku- afmælis í Eyjafjarðarprófastsdæmi 2000, 1988-89, var fulltrúi íslensku Þjóðkirkjunnar í Den nordiska ecumeniska kvennokommittén 1988-92, í Endurskoðunarnefnd siða- reglna Prestafélags íslands 1991-94, hefur átt sæti í Héraðsnefnd Eyja- fjaröarprófastsdæmis frá 1990, í stjórn Prestafélags Hólastiftis hins forna frá 1997, í varanefnd Jafn- réttisnefndar Þjóðkirkjunnar frá 1999 og í Kynningarnefnd Eyjafjarð- arprófastsdæmis frá 2000. Fjölskylda Systkini Huldu Hrannar eru Guð- mundur Óli Helgason, f. 24.2. 1949, sálfræðingur í Reykjavík en sonur hans er Kristbjöm Orri Guðmunds- son, f. 18.11. 1970, lífræðingur í Reykjavík; Guðrún Lára Helgadótt- ir, f. 25.3. 1955, skjalafræðingur í Svíþjóð; Þórólfur Örn Helgason, f. 31.8.1959, BA í sagnfræði, búsettur í Reykjavík; Kjartan Orri Helgason, f. 19.11. 1967, nemi við HÍ, búsettur í Reykjavík en dóttir hans er Helga Karen Kjartansdóttir, f. 8.2. 1991, nemi. Foreldrar Huldu Hrannar eru Helgi Ólafsson, f. 25.12. 1926, hag- fræðingur í Reykjavík, og Munda Kristbjörg Guðmundsdóttir, f. 27.9. 1926, húsmóðir. Ætt Helgi er sonur Ólafs, trésmiðs í Reykjavík Auðunssonar, b. á Kíl- hrauni á Skeiðum Ólafssonar, b. á Núpi í Fljótshlíð Einarssonar. Móð- ir Ólafs Einarssonar var Ragnhild- ur, í Ytri-Skógum undir Eyjafjöll- um. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests á Prestbakka á Síðu Steingrímssonar. Móðir Auð- uns var Guðrún Auðunsdóttir, pr. á Stóru-Völlum á Landi Jónssonar, pr. á Mosfelli í Mosfellssveit Hann- essonar. Móðir Ólafs var Þorbjörg Brynjólfsdóttir. Móðir Helga var Lára Guðmunds- dóttir, skútuskipstjóra og tómthús- manns í Charlottuhúsi í Stykkis- hólmi Halldórssonar. Móðir Láru var Kristín Indriðadóttir. Munda Kristbjörg er dóttir Guð- mundar, b. og skipasmiðs á Kleifum í Skötuflröi Magnússonar, og Guð- rúnar Jónsdóttur. Jóna Kristbjörg Magnúsdóttir, Framnes- vegi 15, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtud. 7.6. kl. 14. Útför Margrétar Sigríöar Benediktsdótt- ur frá Hallkelshólum, Grímsnesi, fer fram frá Selfosskirkju miðvikud. 6.6. kl. 13.30. Ágúst Hafberg verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikud. 6.6. kl. 13.30. Jóhanna Hannesdóttir, Elliheimilinu Grund, áður Freyjugötu 40, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtud. 7.6. kl. 15. Guðný Kjartansdóttir frá Stapakoti, síð- ast til heimilis á Kirkjubraut 29, Innri- Njarðvík, veröur jarðsungin frá Innri- Njarðvikurkirkju miðvikud. 6.6. kl. 14. Merkir Islendingar Guðmundur Finnbogason landsbókavörður fæddist að Arnarstapa í Ljósavatnsskarði 6. júní 1873. Foreldrar hans, Finnbogi Finn- bogason, og k.h., Guðrún Jónsdóttir, bjuggu þar litlu búi með stóran barna- hóp en fóru vel með og voru bjargálna. Guðmundur fór á ellefta ári í fóstur að Möðrudal á Fjöllum til Stefáns Einars- sonar og Arnfriðar Sigurðardóttur og lærði undir Latínuskólann hjá séra Einari Jónssyni í Kirkjubæ. Hann lauk stúdentsprófi 1896, stundaði nám í heimspeki og sálfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk meistaraprófi 1901, stundaði siðar heimspekinám í Kaupmannahöfn, París og Berlín 1908-1910 og varð dr. phil. við Kaupmannahafnarhá- skóla 1911. Guömundur lunnbogason Guðmundur kynnti sér skólamál erlendis 1901-05 og undirbjó og samdi að mestu leyti nýja, íslenska fræðslulöggjöf. Hann varð bókavörður við Landsbókasafnið 1911, prófessor i hagnýtri sálarfræði við HÍ frá 1918 og landsbókavörður 1924-43. Þá var hann ritstjóri Skírnis við miklar vin- sældir 1905-07, 1913-20, og 1933-43. Guðmundur var fyrstur íslendinga til að leggja alfarið stund á vestræna heimspeki og nýtti vel menntun sína, þjóð sinni til heilla. Hann var skemmtilegur fyrirlesari, samanber al- þýðufyrirlestra hans, Hugur og heimur, og skýr og afkastamikill rithöfundur um ýmis og ólík málefni. Hann var áhugasam- ur um pólitík en hafði skömm á flokksræði og dægurþrasi. Hann lést 17. júlí 1944.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.