Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 x>v Nú er öldin önnur Fyrir allmörgum árum komu menn með hljóðfærin með sér. Þá voru samkomur í Breiðfirðinga- búð. Á þessum samkomum, sem kallaðar voru „Jam Session", léku menn djass, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Það gátu allir leikið með öllum, eða næstum þvi öllum. AUir kunnu lögin og þekktu tónteg- undimar - lögin hafa varla verið fleiri en tíu talsins, fyrir utan blús- inn. Hann var í B-dúr. Oftar en ekki höfðu þeir eldri fengið sér í glas áður en leikurinn hófst, enda var allt látið vaða þeg- ar á hólminn kom. Þetta var því oft eins konar sýningarleikur þar sem menn sýndu hvað þeir gátu og hvað þeir vom betri en aðrir sem spiluðu á sams konar hljóðfæri. Áheyrendur tóku þessum hólm- göngum afbragðsvel. Það virtist ekki skipta þá meginmáli þó að söngvari týndi textablaðinu í miðju kafi (hann kunni textann hvort sem var), eða þó að bassa- leikarinn og píanistinn spiluðu ekki sömu hljómana eða jafnvel ekki í sömu tóntegund. En flestir höfðu þó þá sómatilfinningu að vera ekki að spreyta sig á að spila og „snarstefja" lög sem þeir kunnu ekki nægilega vel. Þó man ég eftir tenórista úr Hafnarfirðl sem lék alltaf sömu sóló i öllum lögum sem hann komst í tæri við. Það eitt var hreinasta snilld - fannst mörgum. Nú er öldin önnur. Margir hafa gert heiðarlegar tilraunir til að endurvekja gömlu „Jam Session" hefðina - án árangurs. Tónlistar- flutningur, hvort sem hann er djass eður ei, er ekki lengur byggð- ur á kæruleysinu sem fylgdi sam- komunum í Breiðfirðingabúð. Og meö betur menntuðum djassleikur- um hefur komið í leitirnar sómatil- finning sem týndist um áraraðir en kom svo aftur í Ijós með tónlistar- skólunum og þá ekki síst FÍH. Á laugardaginn var spilaði hljómsveit Friðriks Theodórssonar á Jómfrúartorginu. í tilkynningum „Jam Session" Á laugardaginn var spilaði hljómsveit Friðriks Theodórssonar á Jómfrúartorginu. Hljómsveit Friöriks Theodórssonar á Jómfrúartorgi, Reykjavík, laugar- daginn 4. ágúst, kl. 16. ■ I ... "i l St.*-' voru nefndir, auk Friðriks, bás, þeir Birkir Freyr, trmpt, Haukur Gröndal, sax/klar, Guðmundur R. Einarsson, trm, pno, og Leifur Bene- diktsson, bs. Þetta fannst mér reglulega spennandi samsetn- ing. Það er að segja grund- völlur til þess að ganga skref- inu lengra en frumkvöðuls- starf hljómsveitar Árna ís- leifssonar, pno, og koma hér fram með virkilega gott sveifluband eins og ég veit að Friðrik gæti gert manna best. Ekki rættust óskir mínar og vonir. Hljómsveitin minnti einna helst á þokka- lega „Jam Session" i Búð- inni. Meira að segja hafði hljómsveitarstjórinn boðið þeim sem vildu „taka í með bandinu" að koma með hljóð- færin sín og leika með. Að vísu gaf sig fram söngvari sem söng tvö lög. Hann hefði betur fengið sér aftur í bjór- glasið i stað þess að troða upp. Samspilun var léleg enda var hljómsveitin að spila saman í fyrsta skipti án þess að hafa svo mikið sem rennt yfir lagalista, hvað þá meira. Sveiflan var nákvæm- lega engin. í mörgum tilvik- um voru djassleikararnir að leika lög sem þeir réðu ekki við. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst að dagar „Jam Sessiona" eru löngu liðnir. I staðinn hefur komið gleðileg sómatilfmning sem vonandi allir geta verið sáttir við. Áheyrendur á Jómfrúartorgi voru margir hverjir mjög ánægðir með tónleikana, enda var hljómsveitin klöpp- uð upp í lokin. Ólafur Stephensen Mávurinn í Central Park: Sjö óskarsverðlaun og 33 lifandi tré Meryl á svið í Central Park Þeir sem eiga leið vestur til New York í ágúst ættu aö bregða sér í Central Park og sjá stjörnum prýdda uppfærslu Mike Nichols á Mávinum eftir Tsjekhov. Þeir sem eiga leið til New York- borgar á næstunni geta upplifaö nokkuð eftirminnilegt. Uppsetn- ingu Mike Nichols (sem leikstýrði Heartburn, Silkwood og Postcards From the Edge) á Mávinum eftir Anton Tsjekhov. Sýningin er stjörnum prýdd og einkar dýr í uppsetningu en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um það bil hundrað milljónjr króna sem verður að telj- ast þokkalegt. Kostnaðurinn við sýninguna kemur aðallega til vegna leikhópsins en einnig eru 33 lifandi tré á sviðinu og er helmingurinn af þeim hefðbundnar Tjekhov-bjarkir, skreyttar gulli. Frítt inn Meryl Streep er upphafskonan að þessari sýningu en hana langaði að komast aftur á leiksvið. Þess vegna hringdi hún í Mike Nichols sem hún hefur unnið mikið með og með góðum árangri. Símtalið var ein- hvern veginn svona: „Hefurðu ein- hvern tímann pælt í að setja upp Mávinn?" og Nichols svaraði: „Ég myndi gera það með þér!“ Og þar með var það ákveðið. Upphaflega langaði Streep til að setja sýninguna upp undir berum himni á Jónsmessu- nótt en það varð úr að sýningin var sett upp i Delacorte-leikhúsinu í Central Park í byrjun ágúst. Það var einmitt i Delacorte sem New York-búar kynntust Meryl Streep fyrst, í verkum eins og Skassið tamið og Hinrik V. Draumur Streep var að losna undan sparifata- klæddum gestum á límósínum. Hún vildi sjá stuttermaboli og sandala í sætum áhorfenda. „Ég hugsaði um stjörnurnar og allt ruglið í kringum þær, límósínurnar fyrir framan leikhúsið og hugsaði „oj, oj oj“. Garðurinn tekur lokið af og ég er mjög ánægð með að það er frítt inn.“ Stóru nöfnin Það verður ekki annað sagt en hópurinn sem stendur að sýningunni sé vel kynntur. Tíu aðal- leikarar sýningarinnar, leikmyndahönnuðurinn Bob Crowley, ljósahönnuðurinn Jennifer Tipton og dramatúrginn Tom Stoppard eiga samanlagt 17 Tony-verðlaun og sjö óskarsverðlaun. Meðal þeirra sem leika i sýningunni eru John Good- man, Kevin Kline, Marcia Gay Harden, Philip Seymour Hoffman og Natalie Portman. Auka- leikararnir eru meira að segja stór nöfn í Bandaríkjunum og má nefna til sögunnar Stephen Spinella, Debru Monk og Larry Pine. Einn leikarinn er þó lítt þekktur en það er Henry Gummer sem er sonur Streep. Kline og Streep aftur saman Þetta er ekki i fyrsta sinn sem New York grípur athygli umheims- ins með stjömumprýddum leiksýn- ingum í Central Park. Árið 1989 var Draumur á Jónsmessunótt settur upp með Michelle Pfeiffer, Jeff Gold- blum og Gregory Hines og árið áður var leikritið Beðið eftir Godot sett upp með Robin Williams og Steve Martin í aðalhlutverkum. Síðara verkinu leikstýrði einmitt Mike Nichols. Ástandið á æfingum var mjög gott og engin egóvandamál. John Good- man sagði reyndar að honum hefði liðið eins og tregasta krakkanum í bekknum með þessum stjörnum og þessari stórkostlegu umgjörð en það hefði ekki komið að sök. Margir muna eflaust eftir mynd- inni Sophie’s Choice en þar léku Meryl Streep og Kevin Kline aðalhlutverkin. Kline segir að hann hafi nýlega rekist á konu á götu og hún hafi tjáð honum að hún gæti ekki beðið eftir sýningunni: „Þið eruð komin saman aftur,“ sagði hún. Kline var síðast á sviði árið 1997, þegar hann lék í Ivanov í Lincoln Center. „Ég er aldrei fjarri leik- húsinu svo lengi að ég óttist að gleyma hvernig það er,“ segir Kline. „En ég ímynda mér að eftir tuttugu ár sé hætta á því. Ég meina, maður gæti haldið að maður gleymdi en maður gerir það ekki.“ __________Menning Umsjön: Sigtryggur Magnason Bókaforlög Jlj ffir m beriast Næstkomandi laugardag, 18. ágúst, verður hinn árlegi knattspyrnu- leikur bókaforlag- anna Bjarts og Eddu. Lið Bjarts er ósigrað í þessari keppni eftir tvo sigra gegn MM/Eddu. Fyrri leikurinn endaði Bjartur 10 mörk, MM 2 mörk en síð- ari leikurinn 52 Bjarti í hag. Hafa þessir leikir markað upphaf nýrrar bókavertíðar og þykja endurspegla gengi forlaganna á stríðsvelli bóksöl- unnar í komandi jólabókaflóði. Mikil spenna hefur því verið fyrir leikinn og segja Bjartsmenn Eddu-menn leita logandi ljósi að knattleiknum ljóð- skáldum til að styrkja lið sitt en lið- skipan þeirra er enn mikið hernaðar- leyndarmál. Lið Bjarts er að mestu óbreytt frá því í fyrra en þó hefur nýr markvörður slegist í hópinn frá Dalvík, leikarinn og rödd Bjarts Björn Ingi og Akureyringurinn og prófarkalesarinn Bjarki Valtýsson stykir sóknarlínu Bjarts. Diskópakk í Vesturporti Næsta föstudag verður opnað nýtt leikhús í vesturbæ Reykjavíkur, nán- ar tiltekið á horni Vesturgötu og Norðurstigs. Leikhúsið hefur hlotið nafnið Vesturport. Að baki leikhús- inu stendur hópur af ungu leikhús- fólki sem á sér þann sameiginlega draum að „reka kraftmikla og fram- sækna leiklistarstarfsemi, sýna ný og ögrandi leikrit og skapa sér vett- vang til að koma sínum hjartans málum á framfæri, burtséð frá stjömudýrkun og fáránleika markað- arins“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrsta frumsýn- ing leikhússins er á verki írska leik- skáldsins Enda Walsh en verkið heitir í íslenskri þýðingu Diskó- pakk. Diskópakk er hrátt, hart og áleit- ið verk um tvo ung- linga, Svínn og Písl, sem ætla sér að fagna 17 ára afmælisdegi sínum á eft- irminnilegan hátt. Þau hafa þekkst frá fæðingu og eiga sér sína eigin sýn á lífið, sitt eigið tungumál og sinn eigin heim, en þetta kvöld fer öðru- vísi en ætlað var og þau þurfa að horfast í augu við það að verða full- orðin, nýjar kenndir og óþægilega til- finningar, sem eiga erfitt uppdráttar í hröðum, hörðum og ofbeldisfullum heimi þeirra. Leikarar eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson en leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson. Sýningarfjöldi er takmarkaður en Diskópakk verður sýnt öll kvöld nema mánudagskvöld kl. 20 fram til 6. september. Njálufyrirlestur Prófessor Andrew Wawn, háskól- anum í Leeds á Bretlandi, formaður Víkingafélagsins breska, flytur opin- beran fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals miðvikudaginn 15. ágúst, kl. 17, í Norræna húsinu. Fyr- irlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Njáls saga and the Victori- ans“ og íjallar um viðtökur á Brennu-Njáls sögu á Bretlandi á 19. öld. Dr. Andrew Wawn hefur verið kennari við háskólann í Leeds síðan 1983. Á síðustu árum hafa rannsókn- ir hans einkum beinst að áhuga Breta á íslandi og íslenskri menn- ingu á 19. öld, einkum hversu þekkt- ar norrænar bókmenntir voru á Bretlandi, hvernig þeim var miðlað og hvernig þær voru túlkaðar. Andrew Wawn er höfundur bókanna The Anglo Man: Þorleifur Repp, Britain and Enlightenment Philology, sem kom út í ritröðinni Studia Islandica 1991, og The Vikings and the Victorians: Inventing the Old North in Nineteenth-Century Brit- ain, miklu verki sem kom út á sið- asta ári hjá D.S. Brewer-útgáfunni í Cambridge á Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.