Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Rltstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreiflng@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Lœrdómur fer fyrir lítið
Ekki eru það ný sannindi að brotalamir séu í eftir-
liti með opinberum framkvæmdum eins og Ríkisend-
urskoðun bendir á í skýrslu um opinberar fjárreiður
Árna Johnsens, fyrrverandi alþingismanns.
Ríkisendurskoðun hefur í gegnum tíðina bent á
fleiri slík dæmi þó ekki hafi menn gerst sekir um
þjófnað, aðeins skipulags- og aðhaldsleysi.
Sóun er því miður víða í hinu opinbera kerfi, ekki
aðeins við opinberar framkvæmdir heldur ekki síður
við rekstur stofnana. Einmitt þess vegna er Ríkisend-
urskoðun dæmi um stofnun sem er mikilvæg og
einmitt þess vegna eiga menn að taka ábendingar og
gagnrýni hennar alvarlega, hvort heldur tekið er und-
ir hana eða ekki.
Þó svo opinbert eftirlit komi aldrei í veg fyrir að þeir
- sem eru veikir á svellinu falli fyrir freistingum er aug-
ljóst að miklar brotalamir eru í allri yfirumsjón og eft-
irliti með opinberu fé. Vandséð er hins vegar hvernig
hægt er að beina gagnrýni á Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra og krefjast þess að hann sæti „ráðherra-
ábyrgð“ á sviksemi gamals félaga sem treyst var til
trúnaðarstarfa. Sök menntamálaráðherra kann hins
vegar að vera sú að hafa treyst um of á heiðarleika
manns sem hann taldi sig þekkja vel eftir áratuga sam-
starf en um leið að ganga út frá því að opinbert eftirlit
væri í eðlilegum farvegi og samkvæmt lögum.
Ekki er við öðru að búast en pólitískir andstæðing-
ar menntamálaráðherra reyni að nota mál Árna
Johnsens gegn honum. Og auðvitað hlýtur mörgum
stjórnarandstæðingnum að svíða sú staðreynd að
skoðanakannanir benda ekki til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi beðið skaða af framferði Árna
Johnsens. Björn Bjarnason hefur rétt fyrir sér þegar
bendir á að ekki verði komist hjá því að líta á efnis-
þætti málsins en í viðtali við DV í gær sagði ráðherr-
ann meðal annars: „Menn verða að hafa þrek til að
skoða málið ofan í kjölinn áður þeir fara að hrapa að
einhverjum ályktunum...“
Þvert á móti bendir nýleg könnun DV til að flokkur-
inn hafi bætt við sig nokkru fylgi þrátt fyrir allt.
Sú rimma sem nú stendur yfir og beinist fyrst og
fremst að Birni Bjarnasyni á eftir að ganga yfir. Fátt
bendir til að hún muni skila miklu - hvað þá leiða til
þess að tryggt verði að betur verði farið með sameigin-
legt fé landsmanna við opinberar framkvæmdir.
Eins og kom fram hér í DV á Árni Johnsen yfir höfði
sér þunga dóma vegna framferðis síns. Tíminn leiðir í
ljós hver niðurstaðan verður en málið er nú í höndum
réttra aðila. Brot þingmannsins fyrrverandi er dæmi
um mannlegan breyskleika og harmleik þess sem kast-
ar öllu frá sér - pólitískri framtíð, trúnaði og trausti
samstarfsmanna og jafnvel vináttu margra - til að
verða sér úti um peninga og vörur á kostnað annarra.
Brot Árna Johnsens verður seint hægt að gera að
pólitísku bitbeini milli stjórnmálaflokka sem leitast
við að koma höggi á andstæðinga sína. Hættan er hins
vegar sú að í pólitísku moldviðri fari lærdómurinn
fyrir lítið og áfram haldi óráðsían og bruðlið hjá hinu
opinbera.
Óli Björn Kárason
I>V
Marmelaðimorð
Jónas
Haraldsson
aöstoðar-
ritstjóri
„Það er bú, það er bú!“ hrópaði
konan upp yfir sig. „Ég sá hann
fara inn um gatið. Dreptu hann,
dreptu hann strax!“ Hún hörfaði til
baka, föl af skelfmgu, og lagði allt
sitt traust á mig, karlmennið, eigin-
mann sinn. Hún kom mér í skiln-
ing um það, enn andstutt af geðs-
hræringunni, að geitungar sem
sveimað höfðu í kringum okkur
ættu sér bú undir verönd þar sem
við vorum stödd í sveitinni. Við
höfðum verið að dunda okkur við
að negla spýtu og spýtu neðan á
pall þennan. Blíðviðri var og því
eðlilegt að flugur suðuðu, ham-
ingjusamar í sólinni. Þær voru af
ýmsum stærðum og gerðum: mý,
fiskiflugur, hrossaflugur, hunangs-
flugur og þær skelfilegustu, geit-
ungarnir. Við létum það samt gott
heita enda höfðu flugurnar, geit-
ungarnir líka, fremur áhuga á
blómum en okkur. Allt þar til kon-
an rak augun í búið. Þá var fjand-
inn laus.
„Taktu þennan viðbjóð," sagði
konan. „Ég fer heim ef þetta verður
hér stundinni lengur.“ Þar kom
hún við veikan punkt hjá mér enda
undi ég mér vel í sælu sveitarinn-
ar. „Þú veist það, elskan mín,“
sagði ég og reyndi að róa konuna,
„að náttúru- og flugnaspesíalistar
ráða fólki frá því aö eiga við geit-
ungabú. Slíkt getur verið stór-
hættulegt. Flugumar reiðast og
ráðast á mann. Þær stinga mig á
hol ef ég svo mikið sem nálgast
búið.“
„Pabbi, dreptu þæru
Ég er ekki veiðimaður í eðli
mínu, drep hvorki fiska né fugla.
Það jaðrar jafnvel við að samvisk-
an nagi mig blaki ég við flugu. Mér
var því vandi á höndum þar sem ég
stóð frammi fyrir útrýmingu heim-
ilis árásargjarnra kvikinda. Ég var
óstyrkur og þvalur í lófum þegar ég
kíkti undir pallinn. Það stóð heima.
Uppi undir vandlega skrúfaðri og
gagnvarinni pallfjöl kúrði búið. Ég
sá í rassinn á stórri pöddu, líklega
drottningunni. Ég hörfaði undan,
þurr í munninum.
„Gerðu eitthvað," endurtók kon-
an, drengilega studd af dóttur okkar
sem komin var á vettvang með jafn-
aldra frænku sinni. „Pabbi, dreptu
þær,“ hvíslaði dóttirin. Hún vildi
ekki hafa hátt til að raska ekki ró
flugnanna en var jafn blóðþyrst og
móðirin. Hún setti traust sitt á
heimilisföðurinn, ekki síður en
móðir hennar. Samt var eins og frú-
in efaðist um kjark manns síns. Hún
stökk því inn í hús og kom að
vörmu spori með úðabrúsa með
svartri lakkmálningu, ætlaðri lún-
um útigrillum. „Sprautaðu á þær,“
sagði hún og rétti mér brúsann.
„Róaðu þig aðeins," sagði ég þar
sem ég hélt á meintu morðvopni.
„Pöddurnar verða endanlega vit-
lausar ef ég mála drottninguna, sem
og heimili hennar. Hugsum málið.“
Augnaráð andstæðingsins
Konan var í vigahug. Geitung-
amir voru réttdræpir. Þeir höfðu
sett upp sitt bú í leyflsleysi og
banni á hennar verönd. Hún hugs-
aði því hraðar en eiginmaðurinn.
Hann stóð eins og þvara. „Héma“,
sagði konan, komin aftur út úr hús-
inu og nú með marmelaðikrukku.
Enn var lítilræði af marmelaði í
krukkunni frá danskri sultufa-
brikku, gott ef ekki konunglegri.
„Skelltu þessu utan um búið,“
sagði hún og rétti mér marmelaðið.
Þarna stóð ég með málningarbrúsa
í annarri og sultukrukku í hinni,
ragmanaður af þremur konum til
átakanna. „Drepa, drepa,“ sögðu
þær í þeirri trú að nú væri ég rétt
búinn til verksins. Geitungar og
aðrar flugur sugu hunang á meðan
drápsplönin voru lögð.
„Á ég að sprauta honum?" spurði
ég konuna og vitnaði þar í lands-
frægt spé Eddu Björgvinsdóttur.
Þetta gerði ég til þess að vinna tíma
í skelfingu minni. Ég taldi mig
óvarinn jafnvel þótt ég byggi yfir
þessum árásarvopnum. Konan
kunni ekki að meta spaugið.
„Hvernig á ég að ná búinu með
flugunum ofan í marmelaðikrukk-
una?“ spurði ég í sakleysi mínu.
„Varla koma þær sjálfviljugar?"
„Pabbi, þú kannt nú ekki neitt,“
sagði dóttir okkar og stóð þétt með
móður sinni. „Vitið er ekki meira
en Guð gaf,“ sagði konan og dæsti
um leið og hún rétti mér litla
málm-
plötu.
„Settu
krukk-
una utan
um búið og
smeygðu plötunni svo á * |g
milli svo það detti ofan í
krukkuna," sagði eiginkona
mín, rétt eins og hún hefði feng-
ist við geitungadráp og eyðingu
búa með sultukrukkum um árabil.
Ég skreið undir pallinn með
hálfum hug og varla það. Ég
horfði á búið og heyrði í
drottningunni. Manaður af
meyjunum pírði ég augun,
hélt niðri í mér andanum
og skeflti krukkunni upp
undir pallinn. Ég hitti
ekki. Örskotsstund horfð-
ist ég í augu við drottn-
inguna áður en hún gerði
árás. Flugnasérfræðingar
halda því fram að ekki þýði
að hlaupa undan geitung-
um. Þeir fljúgi hraðar en
maður hleypur. Það er ekki •'
rétt. Ég hentist undan pall-
inum og í loftköstum langt út í
móa. Marmelaðið fór í boga upp í
loftið og úðabrúsinn skall á þúfu.
„Náðirðu henni, pabbi?“ kallaði
dóttir mín, enn trúuð á karl-
mennsku föður síns. Konan hló svo
hún stóð varla. Óttinn við geitung-
ana vék fyrir þeirri sjón sem mætti
henni er ég setti heimsmet í hundr-
að metra þúfnahlaupi miðaldra.
Herfang hetjunnar
„Þú verður að reyna aftur, elsk-
an,“ sagði konan þegar hún mátti
Sjónarhorn
Mtn
Björn
Þorláksson
blaöamaöur
púki
banka? Er íslandsbanki ekki sú
fjármálastofnun sem skilaði met-
hagnaði fyrir skömmu?
Fjármálaeftirlitið hefur lög-
bundna eftirlitsskyldu með Verð-
bréfaþingi og það væri þeirri stofn-
un, aðilum málsins og almenningi
öllum í hag að fara betur ofan í
þversagnirnar sem felast i áliti
Verðbréfaþings.
Reyndar er hugsanlegt að Jón og
Óseðjandi
var ekki sá er menn höfðu upplýs-
ingar um fyrir útboðið. Afkomuvið-
vörun varð til þess að bréfin tóku
að fafla.
Ólyktir máls en ekki lyktir
Verðbréfaþing gerði úttekt en
vegna tengsla reyndist annar hver
maður þar vanhæfur til slíkrar
vinnu. Nýir menn voru fengnir til
starfa en leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins telur að þeir hafi
hugsanlega líka verið van-
hæflr. Eftir flögurra klukku-
stunda langan og strangan
fund tókst hinum nýja hópi
að berja saman yfirlýsingu.
Nefnilega þá að ýmsu hafl
verið ábótavant en samt sé
ekki ástæða til nokkurra að-
gerða.
Ekki virðast öll kurl kom-
in til grafar í þessu máli,
enda sorglegt ef því væri
lokið. E.t.v. er um að ræða
einangrað slys en dálítil
þoka er enn yfir öllu. Frek-
ari athugun á málavöxtum
ætti að vera forsvarsmönn-
um bæði Íslandssíma og Is-
landsbanka gleðiefni. Fyrir-
tækjum þeirra er enginn
greiði gerður með einhverri
hvorki né niðurstöðu og það
verður að segja þjóðinni
a.m.k. tvisvar ef afgreiða á
mál af þessu tagi með oröum
eins og klaufaskap. Eru lík-
indi fyrir því að klaufaskap-
ur sé algengur hjá íslands-
Tvö bitastæð fréttamál komu
upp með skömmu millibili í vik-
unni. „Sakfellingarsýknuálit"
Verðbréfaþings um Íslandssíma/Ís-
landsbanka og skýrsla Ríkisendur-
skoðunar um mál Árna Johnsens.
Síðarnefnda málið hefur tröllriðið
samfélaginu um skeið og varla
ástæða til að leggja fleiri orð í þann
belg að sinni. Yfirlýsingu Verð-
bréfaþings er hins vegar rétt að
skoða nánar, enda varðar hún
hagsmuni almennings með beinum
hætti.
Forsaga málsins er í örstuttu
máli sú að Íslandssími fékk íslands-
banka til að sjá um hlutaflárútboð.
Gullin tækifæri voru sögð samfara
kaupunum og fengu færri bréf en
vildu. Greiða þurfti meira en tvö-
falt fyrir hlutinn í vor (miðað við
gengið sl. fimmtudag) og hluthafar
áttu von á að sjá ávöxtun af þeirri
fiárfestingu. Því rann þeim kalt
vatn milli skinn og hörunds þegar í
ljós- kom - að rekstur Íslandssíma