Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Page 11
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 11 Skoðun meðlaöikrukku fast upp að pallin- um, utan um búið og rass drottning- ar. Um leið smeygði ég járnpötunni á milli krukkuopsins og pallsins. Sigur var unninn, það sá ég um leið og ég kippti krukkunni að mér um leiö og ég hélt plötunni fast við opið. Búið var í krukkunni og drottning- in útötuð í appelsínumarmelaði. Vinnudýr hennar voru greinilega úti að safna hunangi. „Hetjan mín,“ sagði konan og faðmaði mig. „Pabbi getur allt,“ sagði dóttir mín við frænku sína. * Mér leið eins og manni her- sem kemur úr herför. Herfang mitt var í sultukrukku. „Svona, svona,“ sagði ég hógvær. „Þetta var lítilræði. Þetta snýst bara um að kunna hand- brögðin og hafa réttu græjurnar. Bara ' _ að vera nógu ákveð- inn.“ Þarna stóð ég með máln- ingarbrúsa í annarri og sultukrukku í hinni, rag- manaður af þremur kon- um til átakanna. „Drepa, drepa!“ sögðu þcer í þeirri trú að ég vœri rétt búinn til verksins. mæla. Krukkan beið mín þegar ég sneri til baka, sem og málmþynnan. Konan taldi fullreynt með úðabrús- ann. Ég var ósár en skelkaður. Mæðgurnar töldu víst að drottning- in hefði þegar snúið til baka i bú sitt. Úr því sem komið var ákvað ég að taka örlögum mínum og skreið undir af festu þess manns sem hef- ur engu að tapa. Ég skellti hinni konunglegu mar- Gunna á götunni muni láta grand- skoða málið án þess að opinberir að- ilar skipti sér af. Einstaklingar úr röðum almennings hafa reifað mála- ferli og kosturinn við dómsmál er að þá fengist hrein og klár niður- staða. Hins vegar verða varðhundar kerfisins að hafa unnið sína vinnu áður en almenningur hættir sínu fé enn frekar. Áhættan lágmörkuð Efnahagslífinu er mikilvægt að almenningur fái aftur tiltrú á mark- aðinn og fari aftur að dæla fé inn í íslenskt atvinnulíf. Til að svo geti orðið þarf hins vegar að byrgja þá brunna sem varasamastir eru. Eru líkindi fyrir því að klaufaskapur sé algengur hjá íslandsbanka? Er ís- landsbanki ekki sú fjár- málastofnun sem skilaði methagnaði fyrir skömmu? Hlutabréf verða alltaf áhættufjárfest- ing en það er hægt að krefjast þess að áhættan sé lágmörkuð. Krafan hlýtur að vera sú að upplýsingar séu réttar og uppfærðar jafn vel og fram- ast er unnt. Yfirlýsingar Verðbréfa- þings eru lélegur plástur fyrir þann sem verður fyrir fjár- tjóni. Ritstjóri DV gerði græðgina og nýja hagkerfið að yrkisefni í leiðara sl. fimmtudag. Það voru orð í tíma töluð því hluta- bréfaheimurinn íslenski hefur verið helsmitaður af íslenska draumnum. Draumurinn sá er öllu verri en sá ameríski. ís- lendingar hafa nefnilega viljað fá allt fyrir ekki neitt - ólíkt þeim amerísku - en afleiðing slíkrar draumsýnar hlýtur að verða timburmenn. Einu sinni skrifaði ofanrit- aður fréttaskýringu um friðar- sinnaðar. viðskiptamann, kenndan við kærleik. Greinin bar yfirskriftina „Græðgin er óseðjandi púki“ og hafa tálvon- ir nýja hagkerfisins sýnt að svo er. Enginn getur til lengd- ar hagnast á græðginni. Ef hún kemur ekki með beinum hætti í bakið á mönnum, hlýt- ur hún að éta þá upp að innan. Að áliðnum slætti Þegar kominn er ágúst og nærri aldimmt á kvöldunum þeim setja menn sig óhjákvæmilega í stelling- ar og fara að hugsa til vetrarins fram undan. í pólitíkinni stefnir í fjör. Ekki einvörðungu má reikna með fjörugum umræðum um sjávar- útvegsmál í haust heldur hljóta eft- irmál að verða vegna afsagnar Árna Johnsens. Þingmenn munu leitast við að skilgreina ábyrgð stjórnmála- manna, ekki síst ráðherra, á stjórn- sýslu undirmanna sinna og eflaust munu kröfur um ráðherraafsögn halda áfram að koma fram á Alþingi eins og þær hafa komið fram nú síð- ustu daga. En næsti vetur er líka kosningavetur á sveitarstjómarstig- inu og trúlegt er að á þeim vett- vangi verði mikið um að vera um land allt. Sérstaklega spennandi er þó að fylgjast með hvernig málin þróast í Reykjavík. Ekki einvörð- ungu er Reykjavík stærsta og mikil- vægasta sveitarfélagið í landinu heldur er pólitískt vægi þess fyrir landsmálin öll líka gríðarlegt og út- koman í borgarstjórnarkosningun- um getur haft afgerandi áhrif á það hvernig landsmálin eiga eftir að þróast. Óvissa og lausir endar í höfuðdráttum eru það tvær fylk- ingar sem takast á í Reykjavík, sjálf- stæðismenn og Reykjavíkurlisti. Raunar hefur Frjálslyndi flokkur- inn boðað framboð líka og vel er hugsanlegt að „á góðum degi“, eins og sagt er á íþróttamáli, geti Frjáls- lyndir náð það miklum árangri að tilvist þeirra skipti máli. En sú óvissa sem þeirra framboð veldur eru þó smámunir einir hjá þeirri óvissu sem stóru framboðin sjálf standa frammi fyrir. Klukkan tifar en fátt virðist vera að skýrast með það hvernig uppstillingin verður á þeim bæjum. Eftir því sem best verður séð hafa forustumenn í báð- um fylkingum haldið að sér hönd- um í sumar og þó svo að menn séu að ræða eitt og annað sín á milli, og formlegar viðræður séu meira að segja í gangi milli R-listaflokkanna, þá virðist þetta enn allt á spjallstig- inu og ekki byrjað að loka svæðum og negla niður hvaða valkosti á að ræða af alvöru. í Reykjavík ganga báðar fylkingar því inn í þennan kosningavetur með mikið af óhnýtt- um lausum endum. Uppstilling R-listans Telja verður mjög ólíklegt að Reykjavíkurlistinn nái ekki saman þegar upp verður staðið. Með því að kljúfa upp það samstarf væri í raun veriö að afhenda sjálfstæðismönn- um lyklavöldin í Ráðhúsinu á ný og þó svo að menn segist á tyllidögum vera í pólitík málefnanna vegna þá vita allir að fagrar hugmyndir eru lítils virði ef ekki er hægt að koma þeim í framkvæmd. Líkurnar á því að ná völdum er því atriði sem skiptir gífurlega miklu máli. Sam- kvæmt lausafregnum hefur umræða aðildarflokka R-listans í sumar að miklu leyti snúist um málefnastöðu. Ætla má að það sé að mestu snikk snakk um sjálfsagða hluti, því eftir 7 ára samstarf þekkja þessir flokkar vel hver annan og ágreiningur milli þeirra er smávægilegur í borgar- málum - einna helst að áherslu- munur sé varðandi hversu langt og hversu hratt eigi að ganga í einka- væðingu. Engu að síður er eflaust nauðsynlegt að fara yfir þessa hluti áður en menn hella sér út í við- kvæmari mál, sem eru skipting sæta á listanum eftir flokkum. Ljóst er að R-listinn glímir þar við raun- verulegt vandamál - ekki síst varð- andi það hvaða stöðu Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir á að hafa í kvóta- skiptingu milli flokkanna. Sé hún tekin út fyrir kvótaskiptinguna er ljóst að Samfylkingin verður fjöl- mennust á listanum því þrátt fyrir að Ingibjörg Sólrún sé óumdeildur Sá sem kæmi hlut- skarpastur út úr þeirri kosningu fengi síðan vald til að handvelja á listann í samvinnu við uppstill- ingamefnd. Þannig yrði til sterkur foringi sem hefði þá samhenta for- ingjaholla sveit að baki sér. Það er auðvitað þetta sem flokkinn hefur vant- að - og þess vegna fer þessi umrœða líka af stað. foringi framboðsins er hún engu að síður yfirlýst Samfylkingarmann- eskja. Þessi atriði og raunar mun fleiri er varðar uppstillinguna á list- ann á enn eftir að útkljá milli flokk- anna. Yfirgnæfandi líkur eru þó á að þau verði afgreidd á tiltölulega skömmum tíma þegar menn á ann- að borð setjast niður til að semja. Meginlínurnar liggja fyrir og foring- inn er til reiðu, spurningin er frek- ar um útfærslu. Þrúgandi spurningarmerkí Það sama er ekki hægt aö segja um stöðuna hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Þar efast að vísu enginn um að fram muni koma eitt sameinað framboð, en þrúgandi spurningar- merkið hangir hins vegar enn yfir forustunni. Ljóst er að öfugt við Ingibjörgu Sólrúnu er Inga Jóna Þórðardóttir síður en svo óumdeild- ur foringi. Og án ótvíræðs foringja er flokkurinn einfaldlega eins og höfuðlaus her. Yfirlýsingar Bjöms Bjarnasonar í fyrravetur um að hann væri að íhuga að blanda sér í borgarstjómarmálin og gefa kost á sér sem leiðtogaefni bogarstjómar- flokksins hafa komið sér Ula fyrir Ingu Jónu og haldið góðu lífi í efa- semdunum um leiðtogahlutverk hennar. Enn hefur Björn ekki tekið af skarið og vegna óvissunnar og umræðunnar um forustumálin hef- ur jafnframt haldist opinn sá mögu- leiki að einhver annar úr borgar- stjórnarflokknum geti gert tilkall til foringjahlutverksins. Þar heyrast nefndir menn eins og Júlíus Vífill Ingvarsson og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Raunar hafa líkurnar á að Björn Bjarnason blandi sér í þennan slag minnkað verulega upp á síðkastið, einfaldlega vegna þess að hann hefur í nógu að snúast vegna málefna Árna Johnsens. Hvort sem mönnum þykir það sann- gjarnt eða ekki, er komið kusk á hvítflibbann og Árnamálin eru Birni pólitískt erfið. Auk þess koma þau á erfiðum tímapunkti fyrir hann með tilliti til hugsanlegra landvinninga í borgarmálum. Það er því ekki ótrúlegt að Björn meti það sem svo að það sé pólitískt klók- ara fyrir hann að halda sig í menntamálaráðuneytinu þar til þessi slagur er yfirstaðinn. Tíminn vinnur með Ingu Jónu Inga Jóna hefur vissulega tekið þessari óvissu stöðu af karl- mennsku og lætur engan bilbug á sér finna. Og tíminn vinnur með henni. Heilbrigð skynsemi, ekki síð- ur en bitur reynsla Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sýnir að það kann ekki góðri lukku að stýra að skipta um foringja korteri fyrir kosningar. Því hafa menn ekki nema kannski fram að áramótum til að ákveða hver eigi að leiða listann. Fram kom í viðtali við Margeir Pét- ursson, formann fulltrúaráðsins, í Flokksfréttum Sjálfstæðisflokksins fyrr í sumar að fulltrúaráðið hyggst bíða með ákvarðanir um framboðs- mál þar til eftir landsfund sem hald- inn verður um miðjan október. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hvernig sjálfstæðismenn myndu velja á lista, og reikna verður með að ekkert liggi í raun fyrir um slíkt enn. Þó heyrist nefnt jöfnum hönd- um prófkjör og uppstilling, en upp á síðkastið hefur líka heyrst um enn aðra leið. Hvort sem slík leið er rædd í alvöru eða ekki þá endur- speglar umræðan um hana, sem slík, þann vanda sem flokkurinn stendur frammi fyrir. Þessi leiö fælist í því að í staðinn fyrir að efna til prófkjörs með hefðbundnum hætti yrði efnt til kosningar um leiðtoga. Sá sem kæmi hlutskarpast- ur út úr þeirri kosningu fengi síðan vald til að handvelja á listann í sam- vinnu við uppstillingarnefnd. Þannig yrði til sterkur foringi sem hefði þá samhenta foringjaholla sveit að baki sér. Það er auðvitað þetta sem flokkinn hefur vantað - og þess vegna fer þessi umræða líka af stað. Heill vetur Stjórnmálaáhugamenn hafa því þessi ágústkvöldin næg umræðuefni varðandi komandi kosningavetur. Óvissan er mikil hjá stóru framboð- unum í Reykjavík og meiri en oft áður - en gamla útslitna klisjan seg- ir jú að vika sé langur tími í pólitík, hvað þá heill vetur. -f, ^ jHMMH ♦** ftf B i jjl tjl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.