Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV DV-MYNDIR: GUÐNI OLVERSSON. Edda Matthíasdóttir starfar meö innflytjendum í Noregi „Nýbúunum er mjög misjafnlega tekiö. Þaö er engin spurning aö þaö er betra aö vera hvítur en þeldökkur. Svo eru sumir hópar innan hinna lituöu óvinsælli en aörir. Pakistanar, sem eru búnir aö vera hérna lengst, eru mjög óvinsælir og þaö sama má sega um Víetnama. “ Edda Matthíasdóttir vekur athygli í Noregi: Konan sem minnst aö leita sér hjálpar hjá opin- berum aðilum.“ - Nú hljóta aöstœöur innflytj- endanna að vera œði mismunandi eftir því hvaöan þeir koma og af hverju þeir koma. „Jú, það er alveg rétt. Ég get t.d. nefnt dæmi um þau vandamál sem fimmtugur flóttamaður stendur frammi fyrir. Ellilífeyrir hans er skorinn niður vegna þess að viðkomandi getur ekki sýnt fram á að hann hafi unnið það lengi í Noregi að hann eigi rétt á lífeyrinum. Hann getur kannski verið búinn að vinna þrjátíu ár í írak eða Sómalíu. En það skiptir ekki máli í norska kerfinu. Við þurfum að hjálpa viðkomandi til að fá starfsreynslu sína staðfesta og metna hjá norskum yfir- völdum. Sama gildir um menntunina sem fólkið hef- ur. Flóttamenn ná yfirleitt ekki að taka með sér neitt á flóttanum, hvað þá einhver skjöl sem hugsanlega nýtist þeim i nýjum heimkynnum." - Edda vinnur meó fólki frá fjölmörgum löndum úr öll- um heimsálfum meö mismunandi menningu og trúarbrögó. Þaö kemur frá Gambíu, Sómalíu, írak, Kósóvó, og Bólivíu svo nokkur lönd séu nefnd. Sumir koma sem flóttamenn en aórir flytjast til Noregs af frjáls- um vilja. Flestir nýbúarnir eiga sameiginlegt aó koma frá samfélög- um þar sem lífsskilyrði fólks eru erf- iö og mannréttindi oft fótum troóin. En hvernig gengur aö fá þá til að lifa í sátt og samlyndi hver viö ann- an? Svínið er óhreint „Það er nú ýmislegt sem maður þarf að varast í samskiptum við fólk frá mismunandi menningar- og trú- arsvæðum. Við verðum auðvitað að læra að skilja og bera virðingu fyr- ir þjóðfélagshópum með mismun- andi menningar- og trúarbakgrunn. Ég get t.d. sagt frá því sem henti á fyrsta fundinum sem ég tók þátt í með nýbúum. Öllum var að sjálf- sögðu boðið upp á kaffí, te og rún- stykki. Við vissum að múslimar borða ekki skinku og þvi voru smurð sérstaklega rúnstykki handa þeim, bara með osti. En það sem eldhúsfólkið áttaði sig ekki á var að rúnstykkin þeirra máttu ekki standa á sama diski og rúnstykki þeirra sem vildu bæði ost og skinku. Þess vegna borðuðu múslimarnir alls ekki rúnstykkin sem höfðu verið í nábýli við kjöt af óæðra dýri sem þeir telja svínið vera. Heldur sultu þeir allan daginn sem fundurinn stóð. En þetta er nú bara broslegt dæmi um hvað getur gerst ef maður er ekki klár á bakgrunni fólksins. Það eru miklu alvarlegri hlutir sem þarf að hafa í huga þegar tekið er á móti fólki frá stríðshrjáðum lönd- um. Ef við tökum dæmi t.d. af flótta- fólki sem kemur frá Kósóvó og hef- ur horft á stóran hluta fjölskyldna sinna útrýmt og kannski mæðrum sínum og systrum nauðgað. Margir ungir strákar sem koma þaðan með fjölskyldum sínum og hafa misst feður sína og kannski eldri bræður telja sig verða að axla þá ábyrgð að sjá um það sem eftir er af fjölskyld- unni. Það er því margt sem þarf að hugsa um og ekki nóg að rétta þessu fólki bara húsaskjól, atvinnu og peninga. Það þarf á verulega mikilli áfallahjálp að halda til að það geti aftur lifað eðlilegu lífi í nýju landi. Það sama á við um böm frá Sómalíu sem hafa verið þvinguð til að drepa fólk. Fyrir mörg þeirra er það orðið daglegt brauð og sjálfsagð- ur hlutur, allt frá tíu ára aldri, að fara út á vígvöllinn og skjóta óvin- inn. Það þarf enginn að verða hissa á því þó þau nái ekki í fyrstu til- raun að aðlaga sig þeim umgengnis- reglum sem gilda í norskum grunn- skólum þó svo að þau geti vel lært grœtti Stoltenberg - vinnur með nýbúum og lætur dreifa smokkum í leigubíla Edda Matthíasdóttir er ung ís- lensk kona, fædd í Ósló þar sem hún bjó þrjú fyrstu ár ævi sinnar. Eftir sextán ár á Islandi hvarf hún aftur til Noregs þar sem hún hefur skreytt forsíður dagblaðanna síð- ustu árin. Hún hefur tekið virkan þátt í stjómmálum og tók sjálfan forsætisráðherrann, Jens Stolten- berg, á beinið síðastliðið sumar. í dag starfar Edda að málefnum ný- búa í Bergen. „Ég ætlaði bara að skreppa hing- að út sumariö 1995 til að heimsækja foreldra mína sem voru hér við nám. Ég byrjaði svo að vinna, ílent- ist hér og eftir að börnin mín fædd- ust varð ekki aftur snúið. Mamma og pabbi þorðu svo ekki að yfírgefa mig og skilja okkur eftir með börn- in og settust þess vegna að hér líka. Og nú býr nánast öll fjölskyldan í Bergen,“ segir Edda og hlær við. Edda, sem er mikið félags- málatröll, hefur unnið ýmis störf í Noregi. Meðal annars var hún blaðamaður á Bergens Avisen en þegar hún hóf virkan þátt í stjórn- málum varð hún að segja því starfi upp. Vinnuveitendurnir vildu nefni- lega ekki að hún sæti beggja vegna borðsins, skrifaði fréttir fyrir há- degi en væri svo sjálf í viðtölum við aöra fjölmiðla siðdegis. Þrátt fyrir að hún sjái alltaf svolítið eftir blaða- mennskunni er hún mjög ánægð í starfinu sem hún gegnir nú. „Ég er tengiliður milli nýbúa og yfirvalda í Bergen. Þetta er mjög lif- andi starf og maður kemst ekki hjá því að setja sig inn í menningu og lífsviðhorf fjölda fólks alls staðar að úr heiminum.Við hjálpum nýbúum fyrstu skrefin í nýju samfélagi, pössum að þeir hafi það eins gott og þeir geta, bæði menningarlega og fjárhagslega, auk þess sem við kennum þeim eitt og annað um norsk stjómmál og samfélag. Það er nefnilega mikilvægt að nýbúarnir fái strax á tilfinninguna að þeir séu fullgildir þegnar í samfélaginu en ekki bara þiggjendur góðmennsku Norðmanna. Starfið er mjög fjölbreytt. Ég hjálpa mörgum einstaklingum við að fá sér vinnu. Margir þeirra eru fljótir að læra norsku þótt það gangi seinna hjá þeim að læra að skrifa málið. Þessu fólki hjálpa ég t.d. að skrifa atvinnuumsóknir eða stofna fyrirtæki. Öðrum hjálpa ég að læra á bankakerfið þannig að þeir geti bjargað sér sjálfir fjárhagslega þeg- ar þeir fara að fá laun. Margir af nýbúunum hafa litla eða enga reynslu af bönkum. Þeir koma frá löndum þar sem slíkar stofnanir standa ekki á hverju götuhorni. En fyrst og fremst er ég að vinna með yfirvöldum að því að gera aðstæður þessa fólks þannig að það geti staðið á eigin fótum i sam-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.