Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Qupperneq 21
21 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 jy%r Helgarblað George Harrison: Ekki við dauðans dyr - fréttir af yfirvofandi andláti stórlega ýktar ef ekki uppspuni frá rótum Það mun hafa verið bandaríski háðfuglinn og rithöfundurinn Mark Twain sem fékk tækifæri til þess að segja einu sinni við blaðamenn: „Fréttir af andláti mínu eru stór- lega ýktar.“ Þetta hefur bítillinn heilsutæpi, George Harrison, ekki sagt enn þá opinberlega en það er smátt og smátt að koma í ljós að fréttir af yf- irvofandi andláti hans eru stórlega ýktar, ef ekki uppspuni frá rótum. Það var fyrir nokkrum vikum sem fréttir birtust af því í viðtali við Sir Georg Martin, fyrrverandi upp- tökustjóra og umboðsmann Bítl- anna, að Harrison væri með krabba- mein í heilanum, meðferð væri hætt þar sem hún væri tilgangslaus og bítillinn sæti og biði endalokanna með stóiskri ró en dauði hans væri ekki langt undan. Þetta þóttu eðlilega nokkur tið- indi og mýmargir íjölmiðlar víða um heim birtu umræddar fréttir eða skrifuðu greinar um feril Harri- sons og yfirvofandi endalok hans og var ekki laust við að greina mætti eftirsjá eftir gítarleikaranum snjalla. Heilsan ekki góð Harrison hefur undanfarin ár nokkrum sinnum verið i fréttum vegna bágs heilsufars, sérstaklega eftir að krabbameinsæxli uppgötv- aðist í hálsi hans 1997 en var fjar- lægt án eftirkasta. Fyrr á þessu ári gekkst hann undir meðferð vegna krabbameins sem sagt var vera í heilanum eða höfðinu og samkvæmt yfirlýsingum lækna og hans sjálfs tókst meðferðin vel og engin ástæða talin til þess að reikna með fram- haldi á læknisaðgerðum. Við þetta mætti bæta að stutt er síðan óður maður réðst inn á heim- ili Harrisons og hugðist drepa hann með eggvopni en var yfirbugaður áður en honum tókst ætlunarverk sitt. Hvað er að frétta af Harrison? í byrjun júlí tók breskur blaða- maður, að nafni Christian Koch, viðtal við Sir Georg Martin fyrir fréttaþjónustu sem heitir WENN sem er skammstöfun á World Entertaining News Network. Tilefn- ið var útgáfa sex geisladiska sem ætlað var endurspegla feril Martins sem upptökustjóra og framleiðanda. í viðtalinu var Martin spurður sér- staklega út I heilsufar Harrisons, fornvinar síns. Martin svaraði því til að andi Harrisons væri vissulega óbugaður þrátt fyrir áfóll eins og árásir og erfitt heilsufar og hann tæki þessu öllu með stóískri ró. Við þetta bætti Martin siðan almennu hjali um dauðann sem bíður okkar allra og enginn fær umflúið. Koch skilaði síðan segulbandi með viðtalinu inn til fréttaþjónust- unnar þar sem það var skrifað upp Fréttaflutningi þessum var ekki mótmælt í nokkra daga og það var ekki fyrr en blaðafulltrúi Georgs Martins, Sharp að nafni, kom til skjalanna sem and- mæli tóku að heyrast og í fréttum ABC í Ameríku nokkrum dögum seinna kom hið sanna í Ijós og í kjölfarið sendu Harrison og eiginkona hans, Olivia, frá sér yfirlýsingu þar sem öll- um fréttum um yfirvofandi dauða hans var vísað á bug. uvv.u t'u o.cte Etu: fréttum um yfirvofandi dauða hans var vísað á bug. Hann er í fríi Amerískir fjölmiðlar beindu sér- staklega sjónum sinum að WENN og þótt þeir verðust um hríð endaði með því að blöðum og sjónvarpi var afhent upphaflegt afrit af hinu eig- inlega viðtali. Þegar þeir reyndu síðan að fá viðbrögð frá WENN reyndist Desborough vera farinn í ótímabundið frí eða heimsókn til langveiks ættingja og eigandi frétta- þjónustunnar varðist allra frétta. Af hinum meinta dauðvona bítli, George Harrison, berast hins vegar þær fréttir að hann hafi nýlega keypt sér nýtt hús í Sviss þar sem hann væntanlega bíður dauða síns eins og við gerum öll. -PÁÁ (heimild: Salon.com) Keflavaltarar Dregnir eða sjálfiteyrandi. Nýir ng notaðir Gæði t* r r tr } a goðu verði! BOMRG Sími 594 6000 George Harrison Lasni bítillinn, sem heimsbyggöin hélt aö værí að deyja, er ekki eins veikur og af var látiö. Hann er vissulega ekki viö hestaheilsu en yf- irvofandi brotthvarf hans er stórlega oröum aukiö. og síðan stytt og og matreitt til birt- ingar. Við þá aðgerð tók viðtalið verulegum breytingum undir stjórn James nokkurs Desborough sem var á vaktinni og ákvað að peppa svar Martins dálitið hressilega upp. Án samráðs við yfirmenn sína á WENN og án nokkurs samráðs við blaðamanninn eða viðmælandann lét hann Martin segja afdráttarlaust að Harrison lægi fyrir dauðanum en tæki því af stillingu. Þetta gerði kurteislegt viðtal auðvitað mun betri söluvöru enda birtist það skömmu síðar í breska blaðinu Mail on Sunday og vakti heimsathygli. Þetta er aiveg satt Blaðakona hjá Mail on Sunday bætti enn við alvarleika málsins með því að hagræða yfirlýsingum Martins um dauðann almennt betur í samhenginu þannig að ljóst mætti vera að hann væri að tala um Harri- son og engan annan og hún bætti einnig við tilvitnunum í nafnlausa heimildamenn sem staðfestu það sem Martin sagði um afar tæpt heilsufar Harrisons. Blaðið hafði hins vegar ekkert samband við Harrison sjálfan né heldur Georg Martin til að fá þeirra eigin staðfest- ingu á þessum stórtíðindum. Fréttaflutningi þessum var ekki mótmælt í nokkra daga og það var ekki fyrr en blaöafulltrúi George Martins, Sharp að nafni, kom til skjalanna sem andmæli tóku að heyrast og í fréttum ABC í Amer- íku. Nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og í kjölfarið sendu Harrison og eiginkona hans, Olivia, frá sér yfirlýsingu þar sem öllum 5cl f\li£4í\uWi6';S1^ifc <£• Wi sgatttne 6\Vvv joavrt úiorr. v Vjtl ulií 2 V3 1: i'WA' 'v. 611 (ijua a3 -Cec. jn :Vár\ nnaú nnEa ói,<i ibfi£í;l i; íair.ss &; ■» raaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.