Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 22
En upphaflega var meiningin aö vinna mikið og safna peningum og snúa síðan heim í þorpið i Norður- Indlandi og koma undir sig fótun- um þar. Örlögin ráðin En þær áætlanir fóru fljótlega út um þúfur þegar hann hitti hina 23 ára gömlu Helen Pishova. Hún stundaði tónlistarnám og hafði ekki nægilega styrki til að fram- fleyta sér og þurfti þvi að fá sér aukavinnu meö fram náminu í tónlistarskóla Sydney. Þar nam hún söng og píanóleik. Örlög hennar voru þau að gerast gengilbeina í veitingahúsinu Star of Bengal þar sem Blinder starfaði og fljótlega tóku þau upp náinn kunningsskap. Hún áformaði að gerast söng- kona og leggja heiminn að fótum sér. Að festa sig í hjónabandi var því óhugsandi í hennar augum. En Blinder kom úr öðrum menningar- heimi þar sem stúlkur tóku ekki saman við karlmenn sér til skemmtunar. Hann var að leita að eiginkonu til lífstíðar. Samband þeirra var sakleysið uppmálað I fyrstu. Helena hafði áhuga á trúarbrögðum og heim- speki Austurlanda og beit á agnið Sérstæð sakamál þegar Blinder bauð henni að koma með sér í hindúamusteri. Hann út- bjó einnig altari i stofunni heima hjá henni og var það tileinkað Shiva þar sem þau fóru með bæn- ir og stunduðu hugleiðslu saman. Þeta leiddi til þess að þau tóku upp kynferðislegt samband og Hel- enda Pishova uppgötvaði sér til skelfingar að Blinder Mankotia var búinn að fá hana á heilann. Hann hringdi í hana í tima og ótíma og talaði um hjónaband. Hún kunni illa ágengni hans og sagði honum að sambandi þeirra væri lokið og þau yrðu að fara hvort sína leið. Hún reyndi að koma honum í skilning um að hún væri ekki aö leita að varanlegri ást en Blinder vildi ekki láta sér skiljast að hún hefði aldrei ætlað sér annað en skyndikynni og sagðist ekki geta lifað án hennar. Tveimur dögum eftir að Blinder var sagt upp heimsótti elskhuginn fyrrum ástkonu sína til að reyna að endurvekja sambandið og gera það varanlegt. Enn og aftur tilkynnti Helena honum að sambandinu væri slitið og bað hann að fara og láta sig í friði. Þegar hann neitaði að yfir- gefa íbúðina hringdi hún í kunn- ingja sinn og sagði honum að Blinder neitaði að fara og bað um aðstoð. Vinurinn kom við annan mann um tíu mínútum síðar en LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 Helgarblað Blinder Mankotia lenti í menningarheimi sem var honum ofviöa aö skilja eöa laga sig aö. Þaö leiddi til ofbeldisverknaöar. Eftir að dómur var upp kveðinn sagði stjúpfaðir Helenu að hún hefðii ver- ið góð og heiðarleg stúlka og að sögumar sem morð- ingi hennar sagði við réttarhöldin um innrœti hennar vœm ósannar. enginn svaraði þegar þeir knúðu dyra. Glæpurinn Þegar Helena rak Blinder á dyr fór hann inn í eldhúsið og kraup framan við styttu af gyðjunni Shiva og bað um styrk og hjálp. Síðar sagði hann fyrir rétti að hann hefði sagt Shiva að hann hefði misst allt og hann gæti ekki lifað án Helenu og hann bað gyðj- una að gera eitthvað í málinu. Síðan greip hann stóran eldhús- hníf og fór inn í stofuna þar sem stúlkan sat og beið eftir hjálp kunningja sinna. Samkvæmt vitn- isburði Blinders taldi Helena að hún hefði vald á ástandinu og fór að hæðast að manninum með hníf- inn. Hún sagði að þau væru ólíkr- ar náttúru og ef hann vildi drepa hana skyldi hann gera það. Það væri hans illa karma. Þá fór hún að hæðast að trúarbrögðum mannsins og sagðist ekki taka neitt mark á Shiva né þeim sem tilbiðja gyðjuna. Þá ætlaði hindúinn að slá á munn stúlkunn- ar til að þagga niöur í henni en sagðist hafa gleymt að hann var með hníf í hendinni. En gleymsk- an var illa útskýrð. Blinder stakk Helenu 42 sinnum með blaðstórum hnífnum og skar hana á hnakka og háls og var barki, æðar og taugar í sundur. Eftir verknaðinn yfirgaf hann íbúöina. Um hálfri klukkustund síðar labbaði Blinder í blóði storknum fótum inn á ítalskan veitingastað og játaði að hafa myrt stúlku. Þeg- ar lögreglumenn komu til aö hand- taka hann gekk morðinginn á móti þeim og játaði að hafa orðið Hel- enu Pishova að bana. Hann ásak- aði hana um að hafa lítillækkkað sig og hefði hann því drepið hana. Framhaldslygin Réttarhöldin fóru fram í ágúst- mánuði 1998. Blinder neitaði að hafa myrt stúlkuna að yflrlögðu ráði en stríðni hennar hefði blind- að honum sýn. Hún hefði lítil- lækkað kynþátt hans og trúar- brögð, uppeldi hans og menningar- heim. Hann bar að hún hefði lofað að giftast sér og hann hefði fórnað fjölskyldu sinni og starfsframa fyr- ir hana. Hann hefði sagt foreldrum sínum frá fyrirhuguðu brúðkaupi og að hann myndi ekki snúa heim aftur til þeirra. Þau hefðu þá af- neitað honum. Blinder var dæmdur í lífstíðar- fangelsi. Þegar dómarinn kvað upp dóminn sagði hann að glæpur- inn hefði verið framinn í reiði- kasti en tók ekki tillit til þess að Blinder sagðist hafa misst alla sjálfstjórn. Morðinginn vissi hvað hann var að gera og taldi að hann hefði leyfi til verknaðarins. í litla þorpinu í Parmishar fá foreldrar Blinders senda smáupp- hæð mánaðarlega. Það eru vasa- peningamir sem fanginn fær í Ástralíu. Hann segir foreldrum sínum að hann hafi misst atvinn- una og geti því ekki sent þeim eins mikla peninga og fyrrum. Hann segist vera kvæntur ástralskri stúlku og muni aldrei snúa til heimahaganna. Eftir að dómur var upp kveðinn sagði stjúpfaðir Helenu að hún hefði verið góð og heiðarleg stúlka og að sögurnar sem morðingi hennar sagði við réttarhöldin um innræti hennar væru ósannar enda var þeim ekki trúað af kvið- dómi. Hins vegar sagði hann að eitthvað hlyti að vera spunnið í Blinder þar sem Helena batt sitt trúss sitt við hann en sagðist ekki skilja hvernig maðurinn gat framið svo andstyggilegan glæp. Hann talaði um einhverja ást, sem hann þóttist bera til stúlkunnar en raunveruleikinn var sá að hann taldi sig eiga hana og geta ráðið yfir lífi hennar og athöfnum. Hann var haldinn ofríkishvöt og skildi ekki að konur vilja ráða sínu lífi sjálfar. Helena Pishova var tónlistarnemi sem geröi ekki greinarmun á daöri og eilífri ást. Fátœki Indverjinn var í fyrstu gagntekinn af björtum Ijósum stór- borgarinnar og þeim lífsháttum sem þar réðu ríkjum. Hann var fljótur að aðlaga sig nokkrum þáttum borgarlífins, svo sem að drekka bjór. Hræðilegt morðvopn Hún var ungur tónlistamemi sem hugsaði fyrst og fremst um eigin frama. Hún leit ekki á skammvinnt ástarsamband sem ævarandi skuldbindingu. Hann var ungur maður frá fá- tæku þorpi á Indlandi þar sem stúlkur daðra ekki við karlmenn. Hann var gagntekinn af áströlsku stúlkunni og dreymdi um að kvænast henni. Það var uppskriftin að hryllileg- um glæp. Hryllilegt uppgjör fór fram í lít- illi tveggja herbergja íbúð í út- hverfl Sydney í Ástralíu 25. mars 1997. Þá var endi bundinn á sam- band og misskilning tveggja ólíkra menningarheima og örlög tveggja ungra manneskja ráðin. Önnur var myrt og hin svipt frelsi í þessu jarðlífl. Sú myrta og morðinginn höfðu aðeins þekkst í þrjá mánuði og var samband þeirra stormasamt og hvorugt skildi hugarheim hins eða gerði sér grein fyrir að hugmynda- heimur þeirra var af ólíkum toga og þau litu á sambandiö ólíkum augum. Helena Pishova og Blinder Kum- ar Mankotia áttu í ástarsambandi í tæpa þrjá mánuði sem einkennd- ust af misskilningi og ósættanleg- um sjónarmiðum aUt frá byrjun. Helena Pishova deildi íbúðinni með skólafélaga sínum og hafði búið í henni í mánaðartíma þegar hún kynntist Blinder. Blinder Mankotia, þá 28 ára gamall, kom til Ástralíu árið áður og starfaði sem aðstoðarkokkur á veitingastaönum Star of Bengal þar sem boðið var upp á indverska rétti. Hann lagði hart að sér við Samband þeirra var sakleysið uppmálað í fyrstu. Helena hafði áhuga á trúarbrögðum og heimspeki Austur- landa og beit á agnið þegar Blinder bauð henni að koma með sér í hindúamusteri. vinnuna og hafði lítið samband viö annað fólk. Fögur fyrirheit Hann haföi ekki atvinnuleyfi í Ástralíu en langaði síst af öllu til að snúa heim til Indlands þar sem foreldrar hans bjuggu í litlu þorpi í norðanverðu landinu þar sem- hann hafði alist upp við fátækt. Áður en hann fór að heima voru foreldrarnir búnir að ákveða ráða- hag sonarins og beið verðandi brúður í festum. Blinder skrifaöi heim og lét foreldra sína vita að hann hefði ekki í hyggju að snúa heim og kvænast þar. Hann ætlaði að búa áfram í Ástralíu og vonað- ist til að kynnast þarlendri stúlku, kvænast henni og gerast ástralsk- ur ríkisborgari. Fátæki Indverjinn var í fyrstu gagntekinn af björtum ljósum stór- borgarinnar og þeim lífsháttum sem þar réðu ríkjum. Hann var fljótur að aðlaga sig nokkrum þátt- um borgarlíflns, svo sem að drekka bjór, borða skyndibitafæði og láta fara vel um sig á strönd- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.