Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Qupperneq 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 DV Leikhusið en lífið Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og leiktúlkunarkennari við Listaháskóla íslands, hefur stýrt tveimur athyglis- verðustu sýningum síðustu ára. Þær eru Ofviðrið í Nemendaleikhúsinu og Fröken Júlía - enn og aftur alveg óð en sýningum á því síðarnefnda lýkur í næstu viku. DV-MYND HILMAR ÞÓR Leikhús á tímum trúleysis „Leikhúsiö hefur margslungiö hlutverk í samfélaginu, til dæmis sem skemmtur og afþreying. En þaö getur líka haft miklu djúpstæöara samfélagslegt hlutverk, ekki síst á þeim trúleysistímum sem viö lifum á. Þaö á jú rætur aö rekja til helgiathafna. Ég fór inn í leikhúsiö því ég uppliföi sem unglingur sýningar sem höföu sterk áhrif á mig. Þegar eitt- hvaö heppnast vel í leikhúsi þá er þaö virkilega áhrifamikiö. Þaö segir sig því sjálft aö slíkur miöill getur veriö vegvísir í samfélaginu. “ „Ég hef engan áhuga á að gera leikhús sem öllum geðjast að. Ég er alveg sammála Heiner-Möller sem sagði að þaö versta sem kæmi fyrir listamann væri að skapa eitthvað sem öllum flnnst gott, þá hefur mað- ur ekkert að segja lengur sem máli skiptir." Rúnar Guðbrandsson leikstjóri hefur verið í leikhúsinu í aldarfjórö- ung. Á þeim tíma hefur hann dvalið langdvölum erlendis við nám og störf í faginu. Hér heima hefur hann ekki komið mikið við sögu stóru atvinnuleikhúsanna heldur einbeitt sér að leikstjórn minni leik- hópa, leiklistarkennslu og ýmiss konar tilraunastarfsemi. Rúnar seg- ir að ekki sé um neitt samsæri að ræða gegn sér, hann sé enginn utan- garðsmaður í íslenskri leiklist. Hann hafi einfaldlega ekki sóst eftir því að starfa í stóru leikhúsunum. Rúnar er nýskipaöur leiktúlkunar- kennari við leiklistardeild Listahá- skóla íslands. „Ég hef kennt leiklist mjög lengi; byrjaði strax á því þegar ég var við nám og þjálfun úti í Danmörku. Það var í takt við hugmyndafræðina sem gilti í náminu. Fljótlega fór ég að taka kennsluna mjög alvarlega; áttaði mig á því að þetta var vanda- samt starf og göfugt. Það hefur ver- ið tilhneiging hjá íslenskum leikur- um að líta kennslu hálfgerðu horn- auga, svona svolítið eins og annars flokks aukabúgrein. Ég er mjög upp- tekinn af þjálfun leikara og hef kynnt mér ólík kerfi og aðferðir við þjálfun. Ég er aö ljúka við doktors- verkefni sem er rannsókn á þjálfun leikara á tuttugustu öld; ólikar að- ferðir og hugmyndir á því sviði. Bakgrunnur minn er í leikhóps- vinnu þar sem þjálfun leikaranna er mjög mikilvæg og leikarar stunda grunnþjálfun með fram æfingum og sýningum. Slikir hópar ná oft að finna sköpunarkrafti sínum farveg við hæfi, finna orkunni form og skapa þannig sérstakan stil. Nýjar leiðir finnast víðar en í hugmynda- vinnunni, spennandi hlutir geta fæðst þegar síst skyldi, t.d. viö þjálf- un þegar leikarinn er að vinna frjáls undan því oki að þurfa að „framleiða" eitthvað." Tilraunastofnun leikhússins í samræmi við þessar þjálfunar- aðferðir hefur Rúnar unnið með nokkrum hópum i gegnum tíðina. Hann var um tíma með hóp sem hét LAB - Leiksmiöja Atvinnuleikarar Bræðingur. „Markmiðið var ekki að fram- leiða sýningar heldur þjálfa, vinna, gera rannsóknir og tilraunir. Þrátt fyrir það settum við upp tvær litlar skrýtnar sýningar meðan Labið var og hét. Það var þó ekki aðalatriðið, stóra fina hugsjónin var að laða að fleiri leikara, fá fjárhagslega kjöl- festu og búa til eins konar símennt- unargryfju og tilraunastofu. Mér hefur fundist vanta stórlega endur- og símenntun fyrir leikara hér á landi. íslenskir leikarar fá sína þjálfun fyrst og fremst út úr vinnu að sýningum með misgóðum leik- stjórum sem er auðvitað dýrmæt reynsla en inn á milli hafa margir leikarar lítið aö gera. Leikarar geta unnið við leiklist þótt þeir séu ekki alltaf að framleiða sýningar. Það vantar tilraunastofnun; aðrar at- vinnugreinar hafa slíkar stofnanir t.d. Rannsóknastofnun landbúnað- arins og Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Ef það er aldrei tækifæri til að gera tilraunir í friði og ró þá verður lítil og tilviljana- kennd þróun. Við værum enn þá að byggja torfkofa eða bárujárnshús ef engar tilraunir hefðu verið gerðar. Það er hægt að vinna tilraunir í leiklist jafn vísindalega og í læknis- fræði (það er líka miklu hag- kvæmara að gera mistökin fyrir luktum dyrum í litlum hóp heldur en i rándýrri leiksýningu). Ég vonast til þess að í tímans rás geti Listaháskólinn orðiö vettvang- ur slíkra tilrauna í leiklist. Mér finnst að ríkisstyrktu stofnanaleik- húsin hefðu mátt sinna þessum þætti betur. Við stór alvöruleikhús eru tilraunahópar. Margt það skásta sem gerðist í leiklist á síðustu öld á rætur að rekja til slíkrar vinnu: Royal Shakespeare Company átti sína gullöld þegar það starfrækti til- raunaleikhús þar sem hluti leikar- anna var í tilraunavinnu sem á end- anum skilaöi nokkrum merkustu sýningum síðustu aldar (þó það hafi ekki verið ætlunin í upphafi)." Ferliö brotiö upp Rúnar segir synd að litlir íslensk- ir leikhópar hafi ekki náð nægilegri samfellu í starfsemi sína. Einnig tel- ur hann að það fastmótaða ferli sem er í starfsemi atvinnuleikhúsanna orki tvímælis og nefnir þar sérstak- lega æfingaferlið. „Það er eitt af því sem ég set spumingamerki við. Hver segir að það taki átta vikur að æfa upp leik- rit óháð þvi hvers konar leikrit er um að ræða? Af hverju ekki átta dagar eða átta mánuðir? Hvað gerist ef vinnunni er breytt. Þetta er orðin einhver rútína sem enginn hefur sett spurningarmerki við. Ein ánægjulegasta sýning sem ég sá hér á íslandi á síöasta ári var uppi í Borgarleikhúsi, Píslarganga Bar- böru og Úlfars. Leikaramir vom báðir að vinna í húsinu og gerðu þetta að eigin frumkvæði á ör- skömmum tíma. Sýningin var af- skaplega lifandi og skemmtilegt leikhús. Þarna var þetta ferli brotið upp. Það mætti gera miklu meira af því og þá í báðar áttir; taka lengri og skemmri tíma í æfingar." Hin lifandi list leikarans Rúnar hefur víða komið við á ferli sínum og m.a. hlotið þjálfun hjá nokkrum helstu leikhúsmönn- um samtímans, t.d. Eugenio Barba og Jerzy Grotowski. Hann sótti námskeið hjá Dario Fo og tók þátt í sýningum Billedstofteatret og Bread and Puppet og enn er hann á ferð- inni. „Ég er nýkominn frá Svíþjóð af námskeiði hjá rússneskum leik- stjóra sem heitir Vasiliev. Það hristi mjög upp í mér,“ segir Rúnar sem telur nauðsynlegt að fara til útlanda þótt ekki væri nema til að hitta skoðanabræður í sérviskunni. Á námskeiðinu sem hann sótti voru fjórir virtir leikstjórar með kennslu, mjög ólíkir en þó áttu þeir eitt sam- eiginlegt. Þeir eru allir að reyna að endurheimta paradís, endurupp- götva tungumál leikhússins. „Natúralismi og sálfræðilegt raunsæi voru eölileg þróun í leik- húsinu á sinum tíma, en svo komu nýjir miðlar, kvikmyndin og sjón- varpið sem hentuðu slíkum pæling- um miklu betur. Þessir nýju miðlar eru allt önnur búgrein og krefjast annarar tækni af leikaranum. Því miður hefur hin lifandi list leikar- ans mengast og lent í blindgötu fyr- ir vikið. Sú eftirlíking af raunveru- leikanum sem hentar þessum miðl- um hefur farið upp á leiksviðið þar sem hún á ekki heima: leikhúsið á að vera stærra en lífið. Mér flnnst ekki gaman að fara í leikhús og sjá kópíu af raunveruleikanum. Leik- húsið er í eðli sínu blekking. Leik- húsiö á því að gera út á eitthvað annað og meira, og til þess þarf leik- arinn að ráða yfír tækni sem feykir honum hátt yfir alla hversdagshegð- un. Amerískur method-leikur dugir skammt á Grikkina og Shakespeare, þó hann henti vel i bíó.“ Leikhúsiö er orkustöð Mikið hefur veriö rætt um þá deiglu sem margir telja eiga sér stað i myndlist og óperu. Rúnar telur að margt sé í deiglunni í leikhúsinu. „Það er mikil deigla í leikhúsi. Um leið og kvikmyndin og sjónvarp- ið komu til sögunnar á öldinni sem leið brást leikhúsiö við; annars veg- ar á þann hátt að fara í samkeppni við þessa miðla, búa til söngleiki og „show“ sem nýttu sér alla efíektana úr kvikmyndunum eða sviðsetja kammerleikrit með sjónvarpsraun- sæi. Þessi viðbrögð urðu því miður ofan á í meginstraumnum. Hins vegar fór leikhúsfólk að velta fyrir sér sérstöðu leikhússins og horfa á hvað það hafði fram yflr hina nýju miðla. Sú leit barst víða en margir litu til fortíðar eða framandi landa í leit aö lyklinum inn i framtíðina, leituðu að rótum leikhússins og hinu glataða tungumáli þess. Einna lengst í þessari þróun gekk Jerzy Grotowski með sitt „fátæka leik- hús“ sem strípaði leikhúsið af öllu nema leikaranum og áhorfandanum og sambandi þeirra - og seinna því lika. Samfélagslegt hlutverk leik- hússins var endurskilgreint og sitt sýndist hverjum. Artaud vildi leik- hús tilfinninganna, Brecht-leikhús vitsmunanna og þá erum við bara búin með A og B. Það voru enda- lausar tilraunir gerðar með inni- hald og form, rými og tíma. Þrátt fyrir hremmingar held ég að 20. öld- in hafl verið gullöld leikhússins. Það hefur aldrei verið jafn mikil gróska á jafn skömmum tíma. Gluggar opnuðust í allar áttir og ótal straumar og stefnur litu dags- ins ljós. Við erum mjög rík að hafa þennan brunn að sækja í, en það þarf að greina hismið frá kjaman- um. íslendingar voru nokkuð dug- legir að fylgjast með þróuninni í leikbókmenntum en að öðru leyti bárust þessir vindar lítt hér upp. Að mörgu leyti má segja að 20. öldin hafi farið fram hjá okkur og íslenskt leikhús dregur að mörgu leyti dám af 19. öldinni. Vandi íslensks leik- húss er fyrst og fremst smæð samfé- lagsins og því verður ekki breytt. Miöað við þann fjölda er aðdáunar- vert og í raun stórmerkilegt hvað er að gerast hérna. Um leið er ljóst að það er ekki pláss fyrir allt. Ekkert kemur í staðinn fyrir leikhúsið. Það er mjög sérstakt lifandi samband sem kemur til. Við eigum ekki að keppa við kvikmyndina og sjón- varpið heldur vinna að því að styrkja sérstöðu leikhússins; það sem nándin skapar, þessa lífrænu orku sem er í loftinu. Fyrir mér er leikhúsiö orkustöð." í gegnum tíðina hefur leikhús haft stórt hlutverk í lífi borgaranna og gott dæmi um það er kannski Bertolt Brecht og hans leikhús sem haföi miklar pólitískar skírskotan- ir. Og leikhúsið hefur ekki misst hlutverk sitt. „Leikhúsið hefur margslungið hlutverk í samfélaginu, til dæmis sem skemmtun og afþreying. En það getur líka haft miklu djúpstæð- ara samfélagslegt hlutverk, ekki síst á þeim trúleysistímum sem við lifum á. Það á jú rætur að rekja til helgiathafna. Ég fór inn í leikhúsið því ég upplifði sem unglingur sýn- ingar sem höfðu sterk áhrif á mig- Þegar eitthvað heppnast vel í leik- húsi þá er það virkilega áhrifamik- ið. Það segir sig því sjálft að slíkur miðill getur verið vegvísir í samfé- laginu." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.