Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Hafnfirskur húseigandi situr í skuldasúpu vegna veggjatítlna: Sjö milljónir étnar upp af veggj atítlum Mörgum er líklega enn í fersku minni „veggja- títluhúsið“ í Hafnarfirði sem brennt var til grunna fyrir fjórum árum. Unga parið, sem átti húsið, byggði nýtt á grunninum og virðist nú pluma sig vel. Fyrrum eigendur hússins eru hins vegar mjög ósáttir við málalokin og þá ekki síst íslenska dómskerfið. „Ég veit ekki hvert viö förum, hvort við reynum aö kaupa annað húsnæði eða hreinlega leigjum," seg- ir Kristján Harðarson þar sem hann situr í stofunni á heimili sínu að Háabergi í Hafnarfírði. Hann er ný- búinn að selja húsið og á fjölskyldan að flytja út í haust. Brottflutningur- inn er ekkert gleðiefni og gerist ekki af fúsum vilja heldur öllu frekar af neyð. Fjölskyldufaðirinn hefur þurft að greiða um sjö milljónir í málaferli vegna fyrrum heimilis fjölskyldunn- ar, hins fræga veggjatítluhúss í Hafn- - hefur misst trúna á dómskerfið arfirði, og því ekki um annað að gera en minnka við sig. Veggjatítluhúsið er líklega mörg- um enn i fersku minni enda var hið unga par sem átti húsið vel fúst til að segja harmsögu sína í fjölmiðlum, m.a hér á síðum DV. Hlið fyrr- um eig- anda hússins, Kristjáns Harðarsonar, kom hins vegar aldrei fram enda hélt hann sig til hlés í öllu fjölmiðlafárinu og viidi láta dómstólana skera úr um málið. Nú þegar löngu er búið að dæma í málinu er hann fús til að segja frá sinni hlið á málinu, sem hefur gjörbylt lífi hans og fjöld- kyldunnar, bæði hvað varðar andlegt álag, peningaútgjöld og ekki síst skoðun hans á íslenska dómskerfinu. Litið á mig sem stórglæpon Forsaga málsins er sú að árið 1989 keyptu Kristján og kona hans, Helga Jóhannsdóttir, timurhús að Langeyr- arvegi 9 i Hafnarfirði. Þar bjuggu þau i rúm sjö ár og undu hag sínum vel. Húsið brennur. „ Veggiatítluhúsiö“ var brennt og eigendur þess fengu fjárbætur bæöi úr opinberum sjóöum og frá fyrri eigendum auk landssöfnunar. Hér er húsiö á leiö á brunastaöinn á bíl. Árið 1996 ákveða þau svo að stækka við sig og selja ungu pari húsið að Langeyrarvegi en kaupa sjálf hús við Háaberg. Ári seinna finnur unga parið ummerki um veggjatítlur í hús- inu þegar verið er að gera á því end- urbætur. „Þessi tíðindi komu okkur algjörlega í opna skjöldu, öll þau ár sem við bjuggum í húsinu höfðum við aldrei orðið vör við slík kvik- indi,“ segir Kristján. Unga parið vildi fá kaupsamningn- um rift á þeim forsendum að um leyndan galla væri að ræða og stefndu Kristjáni. „Það var strax komið fram við mig eins og einhvern stórglæpon sem vit- að hefði af þessu alian tímann og ég var settur í fiárhagslega gíslingu og allar mínar eignir kyrrsettar," segir Kristján. Helga kona hans bætir við að ekki hafi verið laust viö að þau hafi fengið illt augnaráð frá almenn- ingi í bænum á þessum tíma þar sem unga parið hafði fengið mikla með- aumkun og samúð í gegnum fiöl- miðla. „Það næsta sem gerist er að ég les í fiölmiðlum að húsið hafi verið brennt," segir Kristján sem segist hafa orðið mjög hissa yfir þeim frétt- um þar sem ekki hafi verið búið að dæma i málinu. „Að mínu mati hefði aldrei átt að Ævintýri Jónasar ftagnheiður Eíríksdóttír skrífar um kynlíf Svipmynd úr lífi Jónasar og ónefndrar stúlku úr Hlíðunum: Jónas fer í partí hjá vinnufélaga og sér þar agalega sæta skutlu. Hún er tískuklædd, meö varalit og góða lykt af hárinu sem liðast yfir stofuna og upp í nasir Nasa. Smám saman tekst honum að stóla sig nær dömunni og skrúfar auðvit- að frá sínum stærsta sjarmakrana, segir úthugsaða brandara, hlær að sumu en ekki öðru, er stundum pass- lega dularfullur í augunum og reyn- ir að koma kynþokka á framfæri með hárstrokum og kviðstrokum. Hún brosir, horfir í augun, sveiflar hárinu, hlær stundum og gefur Jónasi áhugaskOaboð. Þeim tekst að koma öllum nauðsynlegum upplýs- ingum á framfæri í samræðum; eru bæði á lausu, hún á íbúð í Hlíðum, hann býr með vini, bæði bamlaus. Eru svo samferða á Hverfisbarinn, hann býður glas og þau svitna í dansi. Augun samlæst og aOt í gangi. Svo klukkan hálffiögur haUar hún sér að honum og spyr hvort hann vOji fylgja henni heim. Ekki stendur á okkar manni... jú annars, honum blýstendur og í ljósi þeirrar stað- reyndar og liðinna atburða jánkar hann að sjálfsögðu og þau troðast út gegnum hormónagegnsýrða mann- þröngina. Labba saman upp í fflíðar hönd í hönd og tala um margt; fast- eignamarkaðinn (nema hvað: áttu eða leigirðu? Hvaö fékkstu hana á? Þeir segja nú að markaðurinn sé loksins eitthvað að róast ...), fyrri sambönd (bæði í leiknum: kannski ert þú sá/sú eini/eina rétta fyrir mig), tónlist (komast að því aö þau eru síamstviburar samvaxin á tón- listarsmekknum) og eitthvað fleira. Á myrkruöum kafla á Klambratún- inu skellir hún leiftursnöggum kossi á vángá hans - 'gæsahúð niður eftir hnakka og að rasskinnum - hann stoppar þá, dregur hana að sér og þau fara í fyrsta sleikinn. Nammi jarðarber, hugsar hann, oj sígarett- ur, hugsar hún (Jónas reykir þegar hann fær sér í glas en ekki annars). Halda svo áfram göngunni heim í Drápuhlíð og byrja þar i stofunni með rauðvín og Elvis Costello. Kossar í sófa, nart í hálsinn, strokur utan klæða. Svo inn í svefnherbergi, fotin í hrúgu, áfram kossar, strokur, barmar skildir að, varir um lim, tunga í nára, smokk- urinn á og inn inn inn inn ahhhhhh ... Búið spil og Jónasar- orkan búin. Á hliðina og kominn í draumalandið eftir fimm. Vaknar við hönd á rassi sem læðist fram á grjótharðan morgunstandinn. Snýr höfði og fær blautan koss, snýr kroppi og lætur vel að hlýrri stúlku. Verður svo litið á nátt- borðsklukkuna og sprettur upp sem stálfiöður - átti að mæta upp á körtubílabraut að hitta strákana fyrir hálftíma. Fær símanúmer og fer; „verðum í bandi“. Skoðum hvernig Jónas og Hlíða- drottningin líta um öxl nú þremur vikum eftir umræddan atburð. Jónas: Mér fannst þetta æðisleg dama og væri alveg til í að hitta hana aftur. Hún var sexí, með mjúk brjóst og gimilegan kropp. Mér leist strax vel á hana þarna í partíinu og þetta gekk bara ferlega vel. Svo var ég ekkert smáhissa þegar hún bauð mér heim. Ég var alveg að fara að segja eitthvað sjálfur því auðvitað langaði mig í hana eftir dansinn á barnum. Hún var að gera mig trylltan, nuddaði sér upp við mig og ég var kominn með bóner upp á höku (innskot: afskaplega stinnan lim). Kynlifið var frábært; ég meina for- leikur í sófanum og fullt af sleik- ingum og svoleiðis áður en ég kom inn í hana. Ég er stundum dálítið linur þegar ég drekk en ekki í þetta skiptið, ég var grjótharður. Reyndar frekar snöggur að fá það, en hei, shit happens maður. Svo hefði ég nú alveg verið til í smá- morgunaksjón en strákamir voru famir að bíða svo að ég dreif mig út. Ha, nei, ég er ekki búinn að hringja en er alveg að spá í það sko, ég meina, þetta var frábær dama og vel heppnað sex ... Hlíðhildur: Hann var mjög sexí og lofaði góöu. Ég sá strax í partí- inu hvað var í gangi en þóttist að sjálfsögðu ekkert taka eftir því. Það er svo gaman að veiöa með því að leyfa einhverjum að veiða sig (hlær). Ég tók alla taktana, blessuð vertu, hárið, blautu varimar, lita í augun og svo niður, strjúka bringu, fitla við glasið ... hann var alveg flatur. Svo var hrikalegur troðningur á barnum og ég lá hálf- partinn á honum allan tímann þar, held reyndar að það hafi æst hann helmingi meira, æ hann var eitt- hvað svo sætur og trylltur i augun- um. Svo var staðurinn að loka og hann var ekki búinn að koma sér að efninu þannig að ég bauð hon- um heim. Langaði í gott sex og maðurinn var greiniiega mjög æst- ur. Heima var þetta svona dæmi- gert kelerí, ég meina þetta byrjaði ágætlega og ég var að æsast. Svo kom hann inn í mig og var eitt- hvað að byrja aö hreyfa sig og bara fékk það strax! Ég meina, mér er svosem sama þó gæjar séu ekki með eitthvert hálftíma samfaraút- hald en þetta var ekki alveg að virka hjá honum. Hann fékk það og SOFNAÐI og var ekkert að spá í hvort ég væri búin að fá eitthvað út úr þessu. Auðvitað fróaði ég mér bara þegar hann var farinn að hrjóta ... djísös! Um morguninn var svo kominn þessi fini bóner sem hann gekk svo út með - þurfti að fara að hitta strákana ... ég æli! Hann fékk símann en er sem betur fer ekki búinn að hringja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.