Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Page 28
28 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 DV Helgarblað „Ég hef ekkert á móti því að hafa drukkið fólk í kringum mig. Það fylgir starfinu, en þetta gekk al- gerlega fram af mér. Við spiluðum í klukkutíma og það var varla vœrt á svið- inu fyrir fljúgandi flösk- um og alls konar óþverra og hljómsveitir áttu fót- um sínum fjör að launa. “ Getur verið að einn mesti töffari landsins sé orðinn smáborgari? Hann segir það sjálfur og segist meira að segja vera ánægður með það. Einar Ágúst Víðisson var í framlínu hljómsveit- arinnar Skítamórals, eða Skímó eins og hún var oft kölluð. Hljómsveitin naut feiknalegra vinsælda í nokkur ár en er nú farin í langt frí. Hún er ekki hætt. Einar er líka kominn í langt frí frá neyslu áfengis, reykir ekki og segist taka einn dag í einu. Hann er nýgiftur og hamingjusam- ur, hreinn og beinn þegar DV hittir hann á Hótel Borg og við drekkum saman sterkt kafTi. Við byrjum á því að tala um hina umdeildu Eldborgar- hátíð og það sem Einar Ágúst sá ger- ast þar. Einar var með hljómsveit sinni að skemmta á hinni umdeildu Eldborgarhátíð um verslunarmanna- helgina og við byrjum á því að spjalla um skemmtanastíl unga fólks- ins. Er allt það slæma sem sagt hefur verið um hrottafengna skemmtun þar satt og rétt? Mér blöskraði „Það mætti halda að skemmti- kraftar eins og ég megi ekki hafa rót- tækar skoðanir? Ég er 28 ára gamall og hef séð margt en mér blöskraði viðbjóðurinn, stjómleysið, siðleysið og ofbeldið sem blasti við á Eldborg- arhátíðinni. Stjómleysið birtist í stöðugt fleiri og grófari líkamsárásum og nauðg- unum. Grimmdin og ógeðið var gríð- arlegt og það fór allt úr böndunum. Það er mikið tvöfalt siðgæði í gangi í samfélaginu og það virðist vera að þegar stórar útihátíðir eins og þessi eru haldnar þá telji fólk allt í lagi að það verði hreinlega að dýrum. Við þessar aðstæður verður maðurinn verri en lægst settu dýrin. Hvað þarf að nauðga mörgum og myrða marga áður en eitthvað verð- ur gert? Ég hef ekkert á móti því að hafa drukkið fólk í kringum mig. Það fylg- ir starfinu, en þetta gekk algerlega fram af mér. Við spifuðum í klukku- tíma og það var varla vært á sviðinu fyrir fljúgandi flöskum og alls konar óþverra og hljómsveitir áttu fótum sínum fjör að launa.“ Viö erum á niðurleið Einar hefur starfað í skemmtana- iðnaðinum í meira en áratug og hann segist sjá skýra breytingu til hins verra og er ekki sáttur við fólk sem segir að ástandið sé eins og það hefur alltaf verið. „Fólk sem segir að þetta hafi verið svona í gamla daga veit ekkert um hvað það er að tala. Það er ekki vak- andi eftir klukkan 10 á kvöldin þegar ég er að skemmta. Við búum í samfé- lagi sem eyðir orku í að réttlæta framferði sitt í stað þess að bjóða upp á lausnir. Áfengi og flkniefni DV-MYND HILMAR ÞÓR. Einar Ágúst Víðisson söng með Skítamóral og var mesti töffari landsins „Þaö besta sem getur hent okkur í lífinu er að verða smáborgarar og það er ég eins og við öll. Ég er ekkert mikilvægari en aðrir, verð það aldrei og vil ekki veröa það. Ég vil ekki lengur strá um mig glimmeri til að reyna að vera meiri maður en aðrir. Ég er breyskur maður og á við galla að stríða og ég vil ekki að fólk haldi neitt annað um mig. “ Reyni að vera hreinn - Einar Ágúst Víðisson söngvari talar opinskátt um áfengi, dóp, ofbeldi, uppgjör Skítamórals og baráttuna við að vera edrú hafa verið manninum til trafala frá upphafi og hnignunin á eftir að verða miklu meiri, því miöur, áður en við sjáum að okkur. Ég þekki fullt af yndislegum krökkum sem ætluðu bara að fá sér einn bjór. Hvar eru þau í dag? Mörg þeirra eru dáin, önn- ur horfm á vit neyslunnar." - Getum við útrýmt fíkniefnum úr okkar samfélagi? „Ef ég hefði ekki trú á því þá væri ég niðri á Gauki á Stöng á hverju einasta kvöldi blindfullur. Ég trúi á mannkynið og trúi því að þetta sé hægt.“ Eins og hvirfilbylur Einar Ágúst fer sínar eigin leiðir í lífinu og hefur afltaf gert. Þetta er maðurinn sem mætti í pilsi í Evró- visjón fyrir hönd þjóðarinnar, húð- flúraður upp á háls, og allir muna eftir þótt enginn muni lengur eftir laginu. „Ef ég hefði verið í svörtum fotuni þá myndi enginn eftir því. Sumir muna eftir tattúinu og þekkja mig bara á því. Mér fínnst tattú skemmti- leg list og lífsstíll. Hún er ekki fyrir alla og ég hvet engan til þess að fá sér tattú bara til að vera flottur. Fjölnir Bragason er mikill listamað- ur og góður vinur minn og hann hef- ur sett á mig flestöll mín tattú. Auð- vitað var þetta tjáning ákveðinnar angistar á sínum tíma. Ég fann mig ekki í lífinu, vildi reyna að ryðjast í gegnum það og ákvað að verða dálít- ið „röff‘. Núna er ég afar sáttur við þetta LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 DV 37 Helgarblað „Þegar reikningarnir voru gerðir upp kom í Ijós að við skulduðum meira en 2 milljónir. í dag á ég ekkert eftir þetta ævintýri. Okk- ar umboðsmaður getur ekki skýrt út hvað varð um peningana, hvað þá gert upp fyrirtœkið og við vitum ekkert heldur. Eins gaman og það er að spila fyrir fólk og gleðja það þá er vont að vakna upp slyppur og snauður eftir velgengnisár þar sem eng- ir pappírar finnast og eng- inn veit neitt. “ því þetta lýsir mér ágætlega. Ég er eins og hvirfilbylur, stjórn- laus og kann mig ekki alltaf. Það get- ur vel verið að einhvern tímann verði hægt að taka þau af en ég er ekki viss um að ég geri það. Ég veit ekkert hvað gerist á morgun og ég hugsa ekkert um það. Guð almáttug- ur veit ekki hvað gerist á morgun." Best að vera smáborgari - Hér situr maður sem fyrir skömmu var mesti töffarinn í vin- sælustu hljómsveitinni og er auð- heyrilega vanur AA-maður og talar um trúarbrögð sem nauðsynlegan hlut i lífínu og er nýgiftur. Er töffar- inn orðinn smáborgari? „Það besta sem getur hent okkur í lífinu er að verða smáborgarar og það er ég eins og við öll. Ég er ekkert mikilvægari en aðrir, verð það aldrei og vil ekki verða það. Ég vil ekki lengur strá um mig glimmeri til að reyna vera meiri maður en aðrir. Ég er breyskur maður og á við gafla að stríða og ég vil ekki að fólk haldi neitt annað um mig.“ Einar er nýgiftur Guðnýju Helgu Herbertsdóttur. Þau kynntust fyrir þremur árum þegar Einar byrjaði að vinna á útvarpsstöðinni Mono hjá Norðurljósum en Guðný er skrifta á Stöð 2. Öfundin er sterkt afl „Það er gott að vinna þarna. Ég fékk geysilegan góðan stuðning á vinnustaðnum þegar ég fór í meðferð og var tekið opnum örmum þegar ég kom aftur. Ég á heima hjá Norður- ljósum og fínnst umræðan um fyrir- tækið og Jón Ólafsson sorgleg og ein- hæf. Öfundin er sterkt afl og Jón hef- ur borið sigur úr býtum í mörgu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og það þola menn ekki. Ég leita persónulega til yfírmanna minna þegar eitthvað kemur upp á og hef borið gæfu til að kynnast frá- bærum tónlistarmönnum sem veita mér ráð og stuðning. Stefán Hilmars- son hefur verið mér góð fyrirmynd og hjálplegur og Grétar Örvarsson er einn besti vinur minn og báðir eru tónlistarmenn sem hafa náð langt.“ Búinn að prófa allt Einar hefur og lagt SÁÁ lið í sinni baráttu, einkum við að ná sambandi við ungt fólk. „Ég vil miðla minni reynslu til ungs fólks. Ég er búinn að prófa þetta allt. Ég er búinn að missa vini mína, horfa á þá deyja og missa þá út í gímald neyslunnar. Þetta skilar manni engu. Þú vaknar upp þrítugur eða fer- tugur og manst allt í einu að þú ætl- aðir að lifa lífinu lifandi en manst ekki eftir helmingnum af því og hef- ur fórnað öllu. Ég næ miklu betri vímu út úr venjulegu lífi meö því njóta þess heldur en nokkurn tíma úr áfengi. Það er margt sem ég myndi vilja taka til baka, mörg fyllirí og rugl, en ég get engu breytt og verð að sætta mig við það.“ Falsaðar staðreyndir Einar Ágúst er ómyrkur í máli þegar talið berst að skemmtanavenj- um íslendinga almennt. Hann er ekki sáttur við að yfirvöld eru að breyta vinnutíma hans sem skemmtikrafts með því að hafa skemmtistaði opna lengur. „Þegar skemmtistaðir fengu að hafa opið lengur jókst örugglega sala á amfetamíni stórlega því áfengi er aðeins örvandi að vissu marki og fólk þarf að geta vakað lengur. Við erum alltaf að gefa rýmri og rýmri lög en vitum samt nákvæmlega hverjar afleiðingarnar verða: meiri neysla áfengis og fíkniefna. Þarf alltaf að vera að finna upp hjólið?? Ungir pólitíkusar í dag eru margir hverjir að tala um lögleiðingu fíkni- efna. Þeir sýna okkur að mennt er hættulegur máttur. Það eru falsaðar staðreyndir í gangi um afleiðingar þess meðal annarra þjóða. Afleiðing- ar neyslunnar eru alltaf þær sömu, það skiptir engu máli hvort það er löglegt eða ekki. Ég þekki fólk sem hefur reykt hass í 20 ár og verður aldrei samt aftur. Sum áhrifin á taugakerfið ganga ekki til baka og þetta eiga menn að vita.“ Datt í það 13 ára Einar ólst upp í friðsælu sjávar- þorpi á Austfjörðum, á Norðfirði eða í Neskaupstað, eins og hann segir að hætti heimamanna. Hann drakk sig fyrst fullan þegar hann var 13 ára og segir að þegar hann var 18 ára hafi honum verið orðið ljóst að hann var alkóhólisti. En neyslan hélt áfram árum saman þrátt fyrir það. „Alkó- hólismi er sjúkdómur sem kemur fram í fólki þegar líkaminn hefur hafnað eitrinu áfengi. Alkóhólistar eru einfaldlega birting sjúkdómsins áfengisneyslu. Ég lifði árum saman í tálmynd. Ég var fullur hverja ein- ustu helgi og jafnvel meira tfl. Ég hef trúlega erft alkóhólismann í þeim skilningi að pabbi minn fór í með- ferð. Það var samt aldrei vandamál inni á heimilinu og ég sá pabba aldrei fullan en hann gaf mér það veganesti að hann varaði mig við því að ég ætti á hættu að feta sömu braut og hann. Ég hlustaði auðvitað ekkert á kallinn þá frekar en ég vár vanur. Þetta er kynslóðabundið vandamál og þeir sem drekka en eru ekki alk- ar, ég get lofað þeim að næsta kyn- slóð þeirra eða þarnæsta verða alk- ar!!.“ - Einar flutti frá Neskaupstað og hefur verið búsettur í Reykjavík síð- an 1997. „Ég er landsbyggðarlúði. Það er töluverður munur á menningu lands- byggðar og höfuðborgar. Góður mað- ur sagði einu sinni að borgin væri staður líkamans en sveitin er staður andans.“ Væri tilfinningalaust vél- menni Einar Ágúst hugsar um fleira en tónlist því hann er mjög andlega þenkjandi ungur maður sem hefur frá unglingsárum leitað að lífsfyll- ingu og fann hana þegar hann var 18 ára. “Ég fann heildarlausn í andlegum og pólitískum skilningi í gegnum Ba- háí-trúna. Ég vildi ekki trúa því að lífið snerist um að vakna og vinna og eignast hluti. Ég skoðaði trúarbrögð mjög mikið og leitaöi með einlægu og opnu hjarta og trúin kom til mín.“ Einar segir að Baháí-trúin sé heildarlausn fyrir lifið sem byggist á stighækkandi opinberun. Bahá’u’llah spámaður er sendur til okkar af þeim sama Guði og sendi okkur Jesús, Múhameð, Búddha og alla þá spámenn sem við kennum trúarbrögð við. Trúin er margþætt en það er aðeins einn Guð og þeir eru allir spámenn hans. Bahá’iar nota annað tímatal en aðrir og skipta árinu niður í 19 mánuði sem eru 19 dagar hver. “Bahá’u’llah hefur sannað fyrir mér að hann er spámaður frá Guði og þess vegna veit ég hvað er rétt og hvað er rangt. Það eru engir prestar í okkar trú. Við rækjum okkar trú sjálf og á 19 daga fresti er hátið sem er grundvöllur samfélagsins og þá hittumst við og ræðum vandamál eða verkefni samfélagsins. Við höf- um okkar helgistundir og skyldu- bænir á hverjum degi. Þessar bænir eru eins og beinn strengur til al- mættisins og það er fyrir tilstuðlan þessara bæna að ég sit hér í dag. Annars væri ég einfaldlega dauður eða tilfinningalaust vélmenni. „ Er enn þá sijórnlaus Einar fór í meðferð fyrir rúmum tveimur árum en viðurkennir að hafa hrasað siðan og segir að barátt- an sé erfið og einungis sé hægt að ráða við einn dag í einu. „Ég fer á AA-fundi þrisvar sinnum í viku og finnst það vera algerlega nauðsynlegt og í raun forsenda þess að geta verið hreinn. Það gefur mér styrk til þess að takast á við líflð og þá langar mig ekki í áfengi þegar ég fer inn á bar á laugardagskvöldið. Þetta er þrælskemmtilegur félags- skapur og mitt öryggisnet. Ég hef núna náð einu og hálfu ári. Ég er enn svolítið stjómlaus og erfiður líkt og þegar ég var yngri og kann stundum lítið að umgangast fólk. Gott fólk sem ég vinn með hjálp- ar mér að læra og takast á við verk- efnið. Það er auðveldara að fylgja myrkrinu en ljósinu en lifið snýst um að standast þessar freistingar, það gerir okkur að mönnum, ekki hitt. Það enda allir einir heima hjá sér, spyrjandi sjálfa sig, hvar missti ég af lestinni, hvað gerðist eiginlega? Lífið snýst um að vera auðmjúkur og vera ánægður og sáttur við það sem mað- ur er en ekki hvað maður sýnist vera.“ íslandsmeistari í froðu - Stundum er sagt um tónlistar- bransann að honum fylgi mikið bílífi og sukk og það sé undantekning að menn séu allsgáðir að skemmta öðr- um. Saga Einars Ágústs ber þessari goðsögn vitni að ákveðnu leyti. Er lif popparans þá nákvæmlega svona? “Það er margt rétt. Tónlistarmenn eru samt ekki endilega verri en aðr- ir en þeir eru endastöðin á djamm- listanum og vaka lengst og skemmta sér lengst. Poppbransinn býður þér upp á að vera meira en þú ert, sýnast meiri en þú ert. Ef þú fellur fyrir freistingunum þá er þetta veru- leikafirring, yfirborðskennd froða sem auðvelt er að gleyma sér í. Ég var bestur i því. Ég var íslandsmeist- ari innanhúss í froðu án atrennu, að vera að gera eitthvað allt annað en að búa til tónlist. Ég er útskrifaður úr þeim skóla.“ Enginn veit neitt „Árið sem Skítamórall hætti hefur hljómsveitin sennilega verið að velta um það bil 20 milljónum á ári. Þegar reikningarnir voru gerðir upp kom í ljós að við skulduðum meira en 2 milljónir. í dag á ég ekkert eftir þetta ævintýri. Okkar umboðsmaður getur ekki skýrt út hvað varð um pening- ana, hvað þá gert upp fyrirtækið, og við vitum ekkert heldur. Eins og það er gaman að spila fyrir fólk og gleðja það þá er vont að vakna upp slyppur og snauður eftir velgengnisár þar sem engir pappírar finnast og enginn veit neitt. Aðstæður í Skítamóral voru orðnar óásættanlegar. Þetta er eins og að grafa skurð og okkur fannst við ekki allir vera að grafa í sömu átt. Ég átti minn þátt í vanda- málum sveitarinnar á sínum tíma en fór svo mína eigin leið til að leysa þau. Ég og Gunnar söngvari nenntum ekki að gera sífelldar málamiðlanir á okkar kostnað. Nú er meira að segja komið upp vandamál vegna verslun- armannahelgarinnar og segir það sitthvað um stöðuna í bandinu. Það eru samt sem betur fer marg- ir tónlistarmenn sem hafa ekki misst sjónar á því sanna í þessu og þeir standa upp úr ár eftir ár. Hinir hverfa. Það eru afskaplega margar hljómsveitir í gangi sem kunna næst- um ekkert að spila, eru bara yfir- borðið. Það virðist vera einkennandi í dag við poppbransann á Islandi, lé- leg bönd og almenningur fattar það ekki? Hins vegar eru góðir strákar eins og Á móti sól og í svörtum fötum, gaurar sem virðast fatta það rétta!!“ - Einar tekur síðan sem dæmi hljóm- sveitir eins og Sálina hans Jóns míns sem hefur verið á toppnum árum saman. “Þeir hafa augljóslega verið að gera eitthvað rétt og þeim vill maður líkjast. Svo sér maður aftur marga gamla tónlistarmenn og poppara og fyrsta hugsunin er alltaf: Ég vil ekki verða eins og hann.“ Hvað er nú þetta NLP? - Einar lætur sér ekki nægja að halda sér hreinum af vímuefnum heldur ræktar sál og líkama með reglulegum jógaæfingum undir leið- sögn Guðjóns Bergmanns og rækir trú sína og anda með því að leggja stund á fræði sem eru kölluð NLP sem er skammstöfun fyrir Neuro Linguistic Programming. Hvaö er það eiginlega? „Ég er að læra þetta undir leið- sögn manns sem heitir Kári Eyþórs- son. Þetta eru fræði sem miða að því að skilja sjálfan sig. Rökhugsun er olía og tilfinningar eru vatn og þú blandar þessu tvennu ekki saman. Maður lærir að hleypa frá sér tilfinn- ingum eins og þær koma fyrir í stað- inn fyrir að blanda þeim saman við rökhugsunina og búa til vandamál. Maður hættir að réttlæta sig og fara í hringi kringum sjálfan sig. Þetta er i rauninni nýjasta afsprengi sálfræð- innar og er ekki nema fárra áratuga gamalt. Þetta losar mig við ótta sem eyðir orku og hjálpar mér ásamt jógaæfingum og AA-fundum við að halda mér hreinum. Heilinn er eins og fullkomin tölva, skilaboðatæki sem ég fæ fría áskrift að. Ég vil ekki rugla skilaboðin með því að drekka brennivín og gera alls konar vitleysu sem setja skilaboðin í klessu. Ég vil geta vinsað út afla vitleysuna og NLP hjálpar mér til þess.“ Dýrt nafnspjald á leiðinni - Þó að Einar Ágúst sé hættur ýmsu sem hann er feginn að hafa hætt er hann auðvitað ekki hættur að spila og syngja. Hann leikur á krám og skemmtistöðum, semur tón- list og er með nýjan geisladisk í und- irbúningi sem á að koma út fyrir komandi jól. „Þetta verður sólóplata undir mínu nafni. Ég er að reyna að þróa þá tónlist sem ég vil spila og hvort það tekst í fyrstu tilraun kemur i ljós en þetta er æðislega skemmtilegt verkefni. Þetta er kannski ekki svo ólikt þeirri tónlist sem Skítamórall var að fást við, enda ég orðinn forrit- aður eftir meira en 10 ár í popp- bransanum. En ég er samt sem áður að reyna að búa til mína eigin tón- list. Þessi verður kannski aðeins fónkaðri. Þetta er dýrt nafnspjald en maður vill auðvitað marka sín spor.“ -PÁÁ „Grimmdin og ógeðið var gríðarlegt og það fór állt úr böndunum. Það er mik- ið tvöfalt siðgœði í gangi í samfélaginu og það virðist vera að þegar stórar úti- hátíðir eins og þessi eru haldnar þá telji fólk allt í lagi að það verði hrein- lega að dýrum. Við þessar aðstæður verður maður- inn verri en lœgst settu dýrin. “ DV-MYND HARI. Einar hefur snúið baki við neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég er búinn að prófa þetta allt. Ég er búinn að missa vini mína, horfa á þá deyja og missa þá út í gímald neyslunnar. Þetta skilar manni engu. Þú vaknar upp þrítugur eða fertugur og manst allt í einu að þú ætlaðir að lifa lífinu lifandi en manst ekki eftir helmingnum af því og hefur fórnað öllu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.