Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Síða 40
48 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 Formúla 1 rspjallib Ingveldur Eiríksdóttir á formulal.is: Trúir á Kimi Blm. DV spyr Ingu um Formúlu Ingveldur er að verða ein af fróðustu manneskjum um For- múlu 1 á íslandi og hefur undan- farið ár unnið á www.formulal.is og er ritstjóri síðunnar. Hún seg- ir það vera endalausa vinnu sem aldrei taki enda en ánægjan af því að vinna með góðu fólki og hugsa um Formúlu daginn út og inn er bónus sem gerir þetta að skemmtilegri og gefandi vinnu. Hún fór til Magny Cours í sumar og upplifði þar með sína fyrstu Formúlukeppni sem hún telur að allir sem hafa einhvem snefll af áhuga á Formúlu ættu að gera. Nú eru ekki nema fimm keppn- ir eftir af keppnistímabilinu og titilkeppnin svo gott sem búin. Hvað hefur þér fundist einkenna tímabilið til þessa? „Yfirburðir Ferrari. Vissulega hefur hann skarað fram úr hvað áreiðanleika varðar og löngum verið hraðasti bíll á brautinni en annað hefur einnig skapað þessa yfirburðastöðu, eins og arfaslakt gengi McLaren miðað við þær væntingar sem við íslendingar höfum lært að bera til þeirra sið- ustu ár. Ég var hins vegar á því í upphafi árs að tvennt væri I spil- unum hjá McLaren - annaðhvort tækist þeim að koma með bíl eng- um öðram líkan ellegar þeir hefðu skotið hressilega yfir strik- ið í hönnun MP4-16 bílsins. Tvöfaldur heimsmeistari, Mika Hákkinen, hefur átt erfitt upp- dráttar. „Það er gríðarlegur ókostur ef þú er ökumaður i Formúlu 1 að koma ekki bílnum af ráslínu en það hefur gerst í 25% tilvika hjá Hakkinen. Ástæða þess aö hann hefur ekki komist oftar á pall er sambland af bíl sem ekki var samkeppnishæfur og þess að Mika átti ekki góðan dag. í tíma- tökum er jafnt á komið með þeim Coulthard.“ Frentzen var rekinn frá Jordan og Alesi hefur komið í staðinn. Var þetta rétt ákvörðun hjá Eddie og var Alesi rétti staðgengillinn? „Ég veit ekki um réttmæti uppsagnar Frentzen, það mál virðist ekki ætla að upplýsast, en úr því sem komið var hefði Jord- Ingveldur ásamt dóttir sinni Ragnhildi. an ekki getað fengið betri mann en Alesi. Frakkann þyrstir í ár- angur og hefur reynslu í poka- horninu sem hlýtur að hjálpa honum við að takast á við nýtt lið og nýjan bíl. Jordan verður ein- faldlega að fara að ná I stig, tvö arfaslök ár er ekki viðunandi hjá liði eins og Jordan.“ Frentzen er kominn til Prost. Er ferill hans á enda? „Nei, það þætti mér með hrein- um ólíkindum. Ég yrði hissa ef Frentzen yrði ekki boðin öku- mannsstaða á næsta ári og alltént getur hann orðið reynsluökuþór hjá einhverju af toppliðunum. Ég held það sé almennt álit manna að Frentzen sé með hæfari öku- mönnum Formúlunnar í dag.“ í byrjun tímabilsins var mikið talað um alla nýliðana. Hver af þeim finnst þér hafa skarað fram úr? „Kimi Ráikkönen er bílstjóri sem ég hef unun af að fylgjast með á brautinni - verst hve lítið er sýnt frá miðjuslagnum. Juan Pablo Montoya vekur óskipta að- dáun mína fyrir áræðni og dirfskufullan akstur. Montoya er líklegastur til þess að afsanna að framúrakstur tilheyri fortíðinni í Formúlu 1. Fyrir það á hann heið- ur skilinn nú þegar.“ -ÓBS uBWax ISEhSieí Það var For- múlu 1 heiminum mikið áfall þegar Jordan-keppnislið- ið ákvað nokkrum dögum fyrir þýska kappaksturinn að reka annan af ökumönnum sínum eftir tveggja og hálfs árs þjónustu og neita heima- manninum um heimakappakstur sinn. Heinz Harald Frentzen vann tvisvar keppni fyrir Jordan árið 1999 og endaði liðið í þriðja sæti í stigakeppninni það árið. Síðan hef- ur gangur Jordan verið allt annað en upp á viö og ekki verið sérstakur þrátt fyrir að hafa fengið samning við Honda-vélaframleiðandann á keppnisvélum fyrir þetta ár. Það eru geysilega miklir peningar í húfi og styrktaraðilar sem ausa milljón- um króna i reksturinn eru hungrað- ir í árangur. Allt frá því í Imola- kappakstrinum hafði Frentzen ekki skilað liði slnu einu einasta keppn- isstigi og þessu taka kostendur eftir. Þjóðverjinn hafði hvað eftir annað verið útspilaður af félaga sínum í tímatökum og ekki þótt nægilega hungraður í keppnum. Því varð eig- andi og stjórnandi liðsins, Eddie Jordan, að grípa til afdrifaríkra ráða og sá sig nauðbeygðan til að losa sig við ökumann sinn og grípa næstu gæs sem gafst. í þetta sinn var það Jean Alesi sem kom fljúg- andi frá Prost-liðinu og kemur hann til með að aka út keppnistímabilið í gulu bílunum. Frentzen greip tækifærið Við þessar breytingar hjá Prost vantaði liðið reyndan ökumann og var Alain Prost ekki lengi að hafa samband við fyrrum Jordan-öku- manninn og bauð honum að aka i dimmbláu bílunum þær fimm keppnir sem eftir eru af tímabilinu. „Þetta eru alveg nýjar kringum- stæöur fyrir mig. Ég hef aldrei upp- lifað liðsbreytingar á miðju timabili og ég þarf að aðlagast aðstæðum og bíl eins fljótt og auðið er,“ sagöi Frentzen fyrir helgi en hann prófaði Prost-bílinn í fyrsta sinn á Magny- • Cours-brautinni í Frakklandi á dög- unum. „Ég hef eytt miklum tíma í að kynnast því fóki sem ég kem til með að vinna með og reyna að átta mig á nýju umhverfi. Ég kem til með að gera mitt besta til að smella inn i nýtt lið eins fljótt og hugsan- legt er.“ Ekki er ósennilegt að Frentzen, sem er hvers manns hug- ljúfi, verði fljótur að koma sér fyrir. Þó eru margar spurningar á lofti því Prost-liðið er sagt í miklum fjár- hagsvandræðum og hefur ekki get- að greitt fyrir afnotin af Ferrari vél- unum sem liöiö hefur notað með góðum árangri í sumar. Ekkert hef- ur verið gefið út um áframhaldandi vélasamningi liðanna og enn síður hvort Frentzen fái starf á næsta ári sem ökumaður Prost. Takmarkaðar prófanir Þar sem síöustu þrjár vikur hafa verið óopinbert sumarfrí starfs- manna Formúlu 1 þá voru allar prófanir bannaðar frá þýska kappakstrinum á Hockenheim þar sem Ralf Schumacher sigraði í væg- ast sagt eftirminnilegum kapp- akstri. Eini aksturinn sem leyfður hefur verið er 50 km pökkunarakst- ur þar sem bílamir fá lokaprufu áður en þeir eru sendir til keppnis- staðar. Þar sem Jean Alesi og Heinz Harald Frentzen eru báðir komnir i nýja bíla, voru þessir örfáu kíló- metrar nýttir til hins ýtrasta til að þeir fengju tækifæri til að kynnast nýjum kringumstæðum hjá nýjum liðum. „Viö einbeittum okkur aðal- lega að sætinu og stöðu minni í bílnum svo mér líði vel honum og það var gott að vinna með nýjum aðstoðarmönnum og kynnast þeim nánar“ sagði Jean Alesi eftir að hafa prófað EJll og var hann nokk- uð ánægður með keppnisbíl Jordan- liðsins. „Við áttum erilsaman en ár- angursríkan dag þar sem ég þurfti að læra mikið um bílinn. Þó svo við hefðum aðeins getað ekið 50 km pökkunarakstur, þá miðaði okkur talsvert áfrarn," sagði Alesi, sem kemur til með að keppa í sinni 197. kappakstur á löngum á ferli og telur sig nú vera kominn í bíl sem er fær um koma honum á verðlaunapall. „EJll virkar bara nokkuð vel og ég hlakka veruleg til kappakstursins um helgina til að upplifa raunveru- lega getu bíls sem hefur sýnt tals- verða samkeppnishæfni," sagði franski ökuþórinn sem er að verða einn af reyndustu ökumönnunum í sögu Formúlu 1. Hver verður hvar 2002? Seinni hluti keppnistímabilsins er nú vel á veg kominn og flest keppnisliðin hafa gert samninga við ökumenn fyrir næsta ár. Lið eins og Ferrari, BAR, Sauber.og Williams eru öll búin að framlengja samn- inga sína við núverandi ökumenn. En Jordan, Benetton, Prost og Minardi eru ekki enn búin að gera upp hug sinn varðandi ökumenn. Mestu tíðindin eru þó að annað af stærstu liðunum er ekki enn búið að ákveða hverjir muni aka fyrir þá á næsta ári. McLaren hefur haft það fyrir sið undanfarin ár að tilkynna hverjir verði ökumenn næsta tíma- bils á Hockenheim í júlimánuði, en enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá grástökkunum. Sögusagn- ir hafa verið á kreiki um áframhald- andi samning Davids Coulthards við McLaren fyrir næstu þrjú árin en ekkert verið staðfest. Síðan hefur arfaslakur árangur Mika Hakk- inens í ár komið af stað sögum um að hann hætti hreinlega akstri í Formúlu 1 og komi til með að segja þetta gott eftir þetta tímabil. Ing- veldur á Formulal.is er alls ekki á þeirri skoðun og telur að enginn frambærilegur ökumaður sé á lausu fyrir liðið hætti Hákkinen akstri. „Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að Hákkinen fari frá McLaren, mér fyndist í raun eðlilegra að Coult- hard færi og leitaði sér sóknarfæra hjá öðrum liðum þar sem hann kemur til með að halda áfram í For- múlunni í nokkur ár enn. Ég tel Ron Dennis ekki hafa betri mann til verksins sem bíður á næsta ári en Mika Hákkinen," segir Inga, sem 41

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.