Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Síða 42
50 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 Tilvera Súfistinn í Hafnarfirdi Súfistinn á Strandgötu í Hafnarfirði hefur heldur betur fest sig í sessi hjá bæjarbúum. Ætíð virðist vera nóg að gera og iðulega er setið við ílest borð, a.m.k. á kvöldin. Kúnna- hópurinn er blandaður, kemur úr flestum stigum þjóðlífsins. Staður- inn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru um 8-10 borð og á efri hæð tveir „salir“, sem eru i raun tvö her- bergi. Þá er hægt að panta og eru þeir tilvaldir þegar minni hópar vilja hittast og ræða málin. Boðið er upp á létta rétti og ágætt úrval af kökum og drykkjum. Kaffi er þar fremst í flokki en í sumar hafa kald- ir kaffidrykkir verið á boðstólum og eru þeir spennandi kostur á heitum sumardögum. Innréttingar eru lát- lausar og einfaldar, meira er lagt i málningu á veggjum en húsgögn. Súfistinn er mjög þokkalegt kaffi- hús sem gaman er að heimsækja, og þá ekki sist fyrir Gaflara og aðra lafnfirðinga því þar má iðulega sjá amalkunn andlit úr bænum og al- ;engt er að rekast á gamla félaga. Kaffi Mílanó Veitinga- og kaffihúsið í Faxafeni 11 heitir Kaffi Mílanó. Staðurinn, sem er í húsnæði sem frekar hentar verslun en kaffihúsi, tekur líklega um áttatíu manns í sæti. Rýminu er haganlega skipt þannig að hluti þess er eins og hefðbundið kaffihús en hinn innréttaður með sófum og hægindastólum. Innréttingarnar eru smekklegar og húsgögnin falleg en borðstólarnir fremur óþægilegir fyrir minn smekk. Kaffið á Mílanó er gott og þjónustan þægileg og án alls asa. Staðurinn hefur upp á að bjóða úval af góm- sætu meðlæti og ættu sælkerar ekki að vera i vandræðum með að finna sér eitthvað við hæfi. Verðið er eins og gengur og gerist, líklega eilítið í hærri kantinum. >■//' Kaffirót A Rauðarárstíg, rétt hjá Hlemmi, er bakarí og þokkalega stórt kaffihús sem heitir Kaffirót. Staðurinn er það sem í daglegu tali kallast konditorí þ.e.a.s. bakarí þar sem hægt er að borða brauð og fá kaffi með. Helsti kosturinn við Kaffirót er nýtt brauð og hversu snemma er opnað þar. Kaffið er ekkert sér- stakt, þunnt og ómerkilegt. Innréttingarnar á Kaffirót eru eins og kaffið, fremur látlausar og gera engum mein. Eitt af því sem vekur athygli á staðnum er einskaklega óskekkleg myndlist og ef mér skjátl- ast ekki tilheyra myndimar sýn- ingu sem er búin aö hanga uppi á staðnum í nokkur ár. Mörgum kann eflaust að þykja stað- urinn heimilislegur og er ekki ann- að að sjá en Kaffirót sé ágætlega sótt en ég reyni yfirleitt að fara annað. -ÓSB/-Kip Silungur Silungur er samheiti nokkurra tegunda fiska sem íslendingar veiða í ám og vötnum landsins, bæði til að ná sér í góðan og hollan mat en ekki síður sér til skemmtunar. Fleiri og fleiri stunda þessar veiðar og mikið er um að þeir sem hafa stundað laxveiðar hafi flutt sig yfir í silungsveiðarnar, ekki hvað síst vegna þess hversu dýrt er orðið að stunda laxveiðar hér á landi. Silungurinn sem menn veiða hér á landi er staðbundinn urriði í ám og vötnum, sjógenginn urriði sem einnig er af tegundinni „salmo trutta" en menn kalla yfirleitt sjóbirt- ing og svo er það bleikjan sem bæði er stað- bundin í ám og vötnum og svo sú sem gengur úr sjó i fjölmargar ár víðs vegar um landið. Allar þessar silungategundir eiga það sameigin- legt að vera fyrirtakshráefni til matargerðar ur sjónum, beri þar nokkuð af. Silunginn má sjóða, steikja, grilla, reykja eða grafa og alltaf er hann þótt margir vilji meina að sjóbieikjan, nýkomin herramannsmatur. Sjobleikjan er besti matfiskurinn okkar - segir Haraldur Ingi Haraldsson matgæðingur „Silungur er stórkostlegt hráefni til matargerðar. Hann er öðruvísi en laxinn að því leytinu til að hann nærist i ánum og þótt hann gangi á hold sitt þegar líða fer á sumarið verður hann ekki eins handónýtur matfiskur og leginn lax er. Sjó- bleikjan er t.d. án efa einhver allra besti matfiskur sem við eigum völ á,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson, listamaður og matgæðingur, um silunginn sem hráefni til matar- gerðar. Haraldur Ingi er mikill áhugamaður um matreiðslu á laxi og silungi og gaf á síöasta ári út bókina „Lax og silungur - rit um matargerðarlist og veiðigleði“ þar sem m.a. er að finna fjölmargar fróðlegar og nýstárlegar mat- reiðsluaðferöir. „Silungurinn er frábær á grillið og þá er best að nota grillklemmu og ef hann er þykkur er gott að skera i hann inn að beini en gæta sín á því að skurðirnir hvor sínum megin standist ekki á“ segir Har- aldur Ingi og bætir við: „1 það heila tekið er silungurinn frábær matfiskur og hreinlega bakar lax- inn sem slíkur." Og við stöldrum ekki lengur við en fáum eina stór- góða uppskrift hjá matargæðingn- um: Lousiana-silungur Þetta er stór uppskrift sem gæti hentað vel fyrir veislur en auðvit- aö má minnka hana í réttum hlut- föllum. 16 urriða- eða bleikjuflök rúmlega 1/2 dl brætt smjör 1/4 dl smjör 1/4 dl saxaður laukur 1/4 dl saxaður graslaukur 1/2 kg krabbakjöt eða rækjur 120 g hörpudiskur 2 dl brauðmylsna salt og pipar eftir smekk. Sósan 1/4 dl smjör rúmlega 1/2 dl saxað sellerí rúmlega 1/2 dl saxaður gras- laukur rúmlega 1/2 dl saxaður laukur 2 hvítlauksrif marin 400 g rækjur 120 g ferskir sveppir (nú er lerkisveppatíð) rúmlega 1/2 dl hvítvín. Haraldur Ingi Haraldsson „Silungurinn er afskaplega gott og skemmtilegt hráefni þykkni. Saltið og piprið eftir smekk. Flökin sett í eldföst mót þannig að fyrsta flakröð er hulin með blöndunni, næstu flak ofan á og þannig koll af kolli. Ekki er þó gott sósunni hellt yfir. Gott er að bera hluta hennar fram í sósuskál. ** Silungurinn er bakaður í ofni. Best er að taka 2 eldföst mót sem passa fyrir stærö flakanna. Steik- arfylling er gerð með því að snögg- steikja laukinn og selleríiö í smjöri. Krabbakjötinu eða rækjun- um og hörpudiskinum bætt út í og seytt um stund (5-8 mín). Bætið brauðmylsnunni út i til aö blandan að hafa meira en 4 flök hvert ofan á öðru. Setjið í forhitaðan ofn, 180° Celcius og bakið í 30-40 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum er sósan tilreidd þannig að smjörið er brætt og selleríið, graslaukur- inn, laukurinn og hvítlaukurinn snöggsteikt I smjörinu. Rækjun- um, sveppuniun og hvítvíninu bætt út í og soðið i 3-5 mínútur. Silungnum komið fyrir á fati og „Það er hægt að matreiða silung á nánast hvaða hátt sem manni dettur i hug og við höfum fengið góða við- bót í matarmenningu okkar frá Austurlöndum. Marineraöur sil- ungur t.d. í sítrus- og kryddsafa er t.d. afskaplega góður forréttur en þá er sítrussafanaum blandað sam- an við krydd, fiskurinn skorinn í þunnar sneiðar og hann mariner- ast á hálfri klukkustund. Þetta er borið fram með ristuðu brauði og kaldri sósu sem t.d. er gerð úr sýrðum rjóma sem grunni. Það er nánast sama hvað maður gerir við silunginn. Hann er afskaplega gott og skemmtilegt hráefni og einstak- lega skemmtilegt að matreiða hann á hina ýmsu vegu,“ segir Haraldur Ingi. -gk Gamla góða soðningin „Ég verð alltaf að borða silung nokkrum sinnum á vorin sem soð- inn er upp á gamla góða mátann áður en ég get farið að leika mér eitthvað með annars konar mat- reiðslu á honum,“ segir Haraldur Ingi. Hann sker silunginn í 1-2 cm þykkar sneiðar. Vatn, sem út í er sett sítrónubátur, lárviðarlauf og mulin piparkorn, er sett í pott og suðan látin koma upp. Þá er fisk- urinn settur út í og strax og suðan kemur upp að nýju er potturinn tekinn af hellunni. „Með þessu borða ég kartöflur og smjör og borða lengi dags ef svo ber undir,“ segir Haraldur Ingi. Aldrei að sjóða „Silung á aldrei að sjóða, það á að seyða hann og suðan á aldrei að koma upp,“ segir Haraldur Ingi. Hann segir þetta auðvelt ef eldað er við gas en vel þurfi að fylgjast með ef eldað er á venju- legri eldavél. Haraldur segir að aðalatriðið í matreiðslu á silungi sé að elda aldrei eða steikja of mikið. „Það er góð þumalfingursregla að þegar maður heldur að silungurinn þurfi aðeins meiri tíma í pottinum eða á pönnunni, þá er hann tilbú- inn,“ segir Haraldur Ingi. Soð sem grunnur „Þegar ég ætla að koma mér upp góðu soði til að nota sem grunn fyrir sósu eða súpu tek ég hausinn af silungnum, sporðinn og beinin, og set þetta allt í pott,“ segir Haraldur Ingi. Hann sýður með þessu fennel- grein, 1 púrrulauk, tvo lauka, 1 tsk. basiliku, 1-3 steinseljugrein- ar, 1,5 dl. hvltvín eða mysu og 6 mulin piparkorn. Þetta er látið sjóða í 40-60 mínútur og þegar þessu er lokið og soðið er sigtað er mjög mikilvægt að mauka vel og „kreista“ allt út úr hráefninu sem hægt er. „Framhaldið veltur svo á því hvemig súpu menn ætla að elda, en á þenn- an hátt era menn komnir með góðan gnmn til að byggja á,“ segir Haraldur. Frábær grafinn „Grafinn silungur er frábær matur en það er hægt aö grafa hann á ýmsan hátt,“ segir Harald- ur Ingi og gefur einfalda uppskrift að gröfnum silungi sem forrétt. Blandað er saman 3 matskeið- um af sítrónusafa og 3 matskeið- um af Provincial Dijon sinnepi. Þessi blanda er smurð á flakið, fiskurinn látinn standa í eina og hálfa klukkustund og þvínæst kældur í isskáp. Þegar hann er framreiddur er hann skorinn í þunnar sneiðar og borinn fram með ristuðu brauði og afganginum af marineringunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.