Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Síða 20
24 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 IDV Tilvera Sérstætt brúðkaup undir berum himni á níræðisafmælisdegi ömmunnar: - Þurftu ekki að skipta um nöfn í hringunum PV, DALVÍK: í lok júní gengu í hjónaband Arn- þór Guöjón Benediktsson og Sólveig María Hjaltadóttir. Athöfnin fór fram úti undir berum himni við Litla-Haga í Fáskrúðsfirði, húsið þar sem amma Amþórs átti heima. Brúðkaupið fór fram á 90 ára af- mæli ömmunnar. Fengu brúðhjónin giftingarhringa ömmu og afa Arn- þórs. Svo heppilega vildi til aö þau hétu líka Amþór og Sólveig þannig að það þurfti ekki einu sinni að breyta nöthunum í hringunum. Amma Arnþórs heitir Sólveig Þórlaug Sigurðardóttir og afi hans hét Arnþór Guöjón Benediktsson, en hann lést 22. september 1997 og var þá vistmaður á Hornbrekku á Ólafsfirði. Foreldrar Arnþórs eru Benedikt Birgir Sverrisson, eigandi ráðning- arfyrirtækisins Brúarár í Ólafsfirði og Jóhanna Kristín Amþórsdóttir, '*’* starfsmaður á Hombrekku. Foreldr- ar Sólveigar eru Hjalti Haraldsson bóndi í Ytra-Garðshorni i Svarfaö- ardal, og Anna Sölvadóttir en hún lést 17. júlí 2000. Arnþór fékk tvo vini sína, sem eru miklir tónlistarsnillingar og reyndar hljómsveitarfélagar Arn- þórs, til að flytja tónlist við athöfn- ina. Byrjuðu þeir félagar að spila léttan djass á meðan fólk var að koma sér fyrir. Fluttur var hinn hefðbundni brúðarmars Mendels- __ sohns meö nokkrum breytingum og í útsetningu þeirra félaga, og svo í miðri athöfninni, öllum að óvörum, fór Arnþór að syngja ástaróðinn Mariah Carey: Barbara Walters ræðir við Carey Sjónvarpskonan Barbara Walters, sem fræg er fyrir að fá frægt fólk í opinská viðtöl í sjónvarpsþáttum sínum, hefur fengið poppstjörnuna Mariah Carey til að koma fram í þætti sínum 20/20 á ABC-sjónvarps- stöðinni 12. september nk. Þar mun Walters án efa fá Carey til að segja frá því hvað gerðist þegar hún brotnaði saman fyrr i mánuðinum og lét það boð út ganga á heimasíðu sinni að hún væri komin í tilvistar- kreppu. Hún mun nú á batavegi og hefur þegar tilkynnt aðdáendum sínum það á vefsíðunni. Meðal þeirra sem hafa komið fram í þátt- um Barböru er Monika Lewinsky, sem opnaði þar allar flóðgáttir um samband sitt við Clinton Banda- ríkjaforseta. „Have I Told You lately“ eftir Van Morrison, við undirleik þeirra fé- laga og vakti það mikla lukku (hún sagði allavega já!). Eftir athöfnina var haldin sam- eiginleg afmælis- og brúðkaups- veisla i veislusal slysavarnadeildar- innar. -hiá Feöur og brúöhjón Benedikt Sverrisson, brúöhjónin Arnþór og Sólveig María og Hjalti Haraldsson. eftirminnilegt um margt. Brúökaup þeirra var Gleymda mótið í Galtalækjarskógi: Lögguvæna útimótið DV, SUDURLANDI:____________________ „Ég held að fólk hafi fundið sig hér í paradís i veðurblíðunni sem lék við mótsgesti alla dagana," sagði Aðalsteinn Gunnarsson, mótsstjóri á útimótinu í Galtalæk. Það mót var ekki í fréttunum, það var gleymda útimótið, en þar voru þó tvö þúsund manns og engin vandamál sem lög- regla þurfti að fást við. Fjöldi góðra skemmtikrafta kom fram á mótinu, söngvarakeppni var haldin og margir ungir listamenn komu fram, Bindindisfélag ökumanna var með reiðhjólakeppni, ökuleikni og fleira. Á laugardagskvöldinu var brenna og frábær flugeldasýning sem Hjálp- arsveit skáta í Hveragerði stjórnaði fyrir mótshaldara. -SKH DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON. Efnileg söngkona Sigurvegari söngvarakeppninnar í Galtalækjarskógi, Edda Lind Styrmisdóttir 11 ára, sem söng lagiö Memory meö glæsibrag. Hljómar Hljómar frá Keflavík hafa svo sannarlega látiö til sín taka aö undanförnu. Þessi fornfræga sveit steig á sviö meö Ol- senbræörum á Broadway um síöustu helgi og hélt uppi slíku stuöi eftir sýninguna aö Olsenbræöur létu hafa eftir sér baksviös: „De er sgu megetgode. Helt fremragende!" Hljómar veröa meö dansleik á veitingahúsinu Broadway laugar- daginn 25. ágúst og eiga gestir staöarins von á aö upplifa hina einstöku Hljómastemningu langt fram á nótt. Auk þess aö leika öll bestu lög sín spila þeir ýmsar perlur sjöunda áratugarins. Kim Stanley látin Leikkonan Kim Stanley, sem gerði garöinn frægan á Broadway á sjötta og sjöunda áratugnum, lést á sjúkrahúsi i Nýju-Mexíkó sl. mánudag. Stanley, sem náði 76 ára aldri, kunni mun bet- ur við sig á sviði heldur en í kvik- myndum og lét gjarnan öðrum leikkonum, eins og Marilyn Monroe og Elizabeth Tylor, eftir kvikmynda- leikinn eftir að hafa sjálf gert persón- urnar ódauðlegar á sviði. Hún var fyrst fræg á sviöi fyrir leik sinn í stykkjunum Bus Stop, Picnic og í Lundúnauppsetningunni á Köttur á heitu tinþaki og hafnaði í kjölfarið mörgum góðum kvikmyndatilboðum. Kim fékkst þó til að leika í einum fimm kvikmyndum á 35 ára leikferli og var fyrsta myndin The Goddes árið 1958, en sú siðasta, The Right Stuff, ár- ið 1983. Þrátt fyrir fá kvikmyndahlut- verk var hún tvisvar tilnefnd til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn i myndun- um Seance on a Wet Afternoon árið 1964 og Frances árið 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.