Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 2
2
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
Fréttir
DV
Skipulagsstjóri fellst á byggingu álvers í Reyöarfirði:
Samþykkt þrátt fyr-
ir verulega mengun
Baugur græðir
Hagnaður Baugs
á fyrri helmingi líð-
andi árs nam 373
milljónum kr. eftir
skatta. Rekstrar-
tekjur námu 13,9
milljörðum kr. og
jukust um 13,7%
milli ára. Sala á
bæði mat og sérvöru jókst. Forstjór-
inn, Jón Ásgeir Jóhannesson, segist
ánægður.
- skilyrði sett um búsetubann í nágrenni verksmiðjunnar
Skipulagsstjóri fellst á byggingu ál-
vers í Reyðarfírði eftir mat á um-
hverfisáhrifum þess og var úrskurð-
urinn kynntur síðdegis í gær. Viss
skilyröi eru þó sett fyrir framkvæmd-
inni, það er annars vegar að ekki
verði búseta innan þess skilgreinda
þynningarsvæðis þar sem mengunar-
áhrifa álvers og rafskautaverksmiðju
Mjög ánægður
„Ég er mjög ánægður með úrskurð
Skipulagsstofnunar. Úrskurðinn tel ég
staðfesta það sem við höfum haldið
fram, að vel sé
mögulegt að byggja
álver af þessari
stærðargráðu í
góðri sátt við um-
hverfið," segir Geir
A. Gunnlaugsson,
stjómarformaður
Reyðaráls.
Um þau skilyrði
sem sett eru í úr-
skurðinum, þ.e. að ekki verði búseta
innan þynningarsvæðis álversins og
að fylgst verði með PHA-efnum, segir
Geir að hann hafi ekki trú á öðru en
því aö farsæl lending náist. -sbs
Gelr A.
Gunnlaugsson.
Áfangasigur
„Ég fagna þessari niðurstöðu og
vona að úrskurðurinn sé bæði
traustur og hald-
góður. Þetta er
mikill áfangasigur
fyrir okkur sem
höfum verið að
berjast fyrir bygg-
ingu álvers hér
eystra og þar með
aukinni atvinnu,“
segir Smári Geirs-
son, forseti bæjar-
stjórnar Fjarðabyggðar.
„Hins vegar er staðan á þessum
tímapunkti mjög sértök. Skipulags-
stofnun hefur eftir mat á umhverfis-
áhrifum samþykkt byggingu álvers
í Reyðarfirði, gerð hafnar þar og
lagningu háspennulína frá Kára-
hnjúkavirkjun. Hins vegar leggst
stofnunin gegn byggingu virkjunar-
innar sjálfrar. Ég legg áherslu á að
allir þættir þessa máls verða að
skoðast í samhengi, þar á meðal hin
samfélagslegu áhrif,“ segir Smári.
-sbs
Smári
Geirsson.
kann að gæta. Hins vegar að við um-
hverfisvöktun verði fylgst með styrk
PAH-efna í lofti, ákomu þeirra á jörð
og afrennsli í sjó og uppsöfnun i sjáv-
arseti og lífverum innan sem utan
þynningarsvæðisins.
Losun mengunarefna
í úrskurði Skipulagsstofnunar
segir að umhverfisáhrif álvers í
Reyðarfirði séu margvísleg en
tvennt vegi þyngst. Annars vegar
áhrif á loft og sjó og á samfélag. Fyr-
irhuguð rafskautaverksmiðja komi
til með aö hafa í fór með sér umtals-
verða losun mengunarefna, einkum
brennisteinsdíoxíðs og PAH-efna. 1
úrskurðinum er á það bent aö gæði
andrúmslofts og sjávar í Reyðarfiröi
séu mikil, en starfsemi allt að 420
þús. t. álvers og 233 þús. t. rafskauta-
verksmiðju muni hafa í fór með sér
mengun andrúmslofts og sjávar í
firðinum. Sérstaklega sé þetta á
þynningarsvæðinu, en mörk þess á
landi verða í um eins km fjarlægð
frá þéttbýli í Reyðarfirði.
„Á byggingartíma álvers í Reyðar-
firði og hafnar við það verður mikil
uppsveifla í atvinnulífi á Austur-
landi. Þegar að rekstri álversins
kemur telur Skipulagsstofnun að já-
kvæð áhrif verði fólgin í miklum
fjölda nýrra starfa en hins vegar
leiki meiri vafi á því hver áhrifin
verði á aðrar atvinnugreinar sem
verða þá í meiri samkeppni um
vinnuafl," segir í úrskurðinum. Þá
segist Skipulagsstofnun telja líklegt
að álver í Reyðarfiði leiði til sam-
þjöppunar byggðar á Austurlandi.
Kærufrestur til 5. október
Enda þótt úrskurður skipulags-
stjóra sé fenginn nú er ekki nema hálf
sagan sögð. Umhverfisráðherra hefur
siðasta orðið og úrskurðinn má kæra
þangað til 5. október nk. Hefur ráð-
herrann þá átta vikur til að fara yfir
málið og kveða upp endanlegan dóm.
Á sömu spýtu og álversmálið hangir
svo úrskurður skipulagsstjóra vegna
Kárahnjúkavirkjunar en kærufrestur
vegna hans rennur út á miðvikudag í
næstu viku. Þá hefur ráðherra átta
vikurnar upp á að hlaupa til að kom-
ast að niðurstöðu um hvort virkja
skuli, en sem kunnugt er hefur Kára-
hnjúkaúrskurðurinn verið harðlega
gagnrýndur m.a. af forystumönnum
ríkisstjómarinnar.
Ef allt gengur eftir gætu fram-
kvæmdir við álver eystra hafist
snemma á næsta ári og rekstur álvers-
ins árið 2006.
-sbs.
Tíu ára afmæli SKB
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna verður tíu ára 2. september. Af því tilefni opnuöu nokkur börn innan félagsins
sýningu í Kringlunni í gær. Þar eru saga og starfsemi SKB sett upp í máli og myndum. Einnig eru til sýnis teikningar
eftir börnin þar sem þau tjá minningar frá sjúkrahússvist sinni. Sýningin er á fyrstu hæö Kringiunnar (á móti versiun-
inni Jón Indíafari) til 9. september.
Vopnfirðingum aftur orðið rótt:
Vinningshafinn sat hlæjandi heima
Vopnfirðingum er aftur orðið rótt
eftir að vinningshafi gaf sig fram
með frægan víkingalottósmiða sem
skilaði eiganda sínum 5,4 milljónum
króna. Taugatitringur hefur verið á
Vopnafirði síðan um mánaöamót en
31. júlí sl. seldist miði þar án þess
að nokkur gæfi sig fram. Fólk
hringdi í íslenska getspá og sagði
sögur af týndum miðum en Guð-
björg Hólm, þjónustufulltrúi hjá
Lottóinu, útilokaði ekki í samtali
við DV fyrir skömmu að vinnings-
hafinn sæti hlæjandi heima og það
kom á daginn.
„Hann kom sama dag og hann gat
fengið greitt. Málið var að miðinn
var aldrei týndur eins og mér hafði
dottið í hug,“ sagði Guðbjörg í sam-
tali við DV í gær.
Maöurinn er að austan en Guð-
björg vill ekki upplýsa hvort maður-
inn sé Vopnfirðingur. Hún segir
hann fjölskyldumann og vinningur-
inn hafi lent á góðum stað. „Hann
sagðist alltaf hafa vitaö af þessu og
svo erum viö búin að vera með
svaka læti,“ sagði Guðbjörg og hló.
Þeir sem freista gæfunnar hafa til
nokkurs að vinna í lottópottum
næstu daga. Á morgun er fjórfaldur
pottur í íslenska lottóinu og stefnir
í 12 milljóna króna vinning. I vík-
ingalottóinu er einnig íjórfaldur
pottur og verða að líkindum um 180
milljónir í pottinum þar. -BÞ
Blaðið»dag
Austræn ást
fyrir norðan
Taíland í Kelduhverfi
Umdeild
ráðstefna um
rasisma
Erlent fréttaljós
Þingmaður
eins og pabbi
Fööurbetrungar
Tónar úr
djúpinu
Aftur á Aston
Martin
Slgurbur Flosason
Nýl Bond-billinn
Hekluhringur opnaður
Gerðar hafa verið vegabætur
norðan og austan Heklu þannig að
nú hefur opnast hringvegur um-
hverfis fjallið. Vegurinn tengir
saman Syðri- og Nyrðri-Fjallabaks-
leiðir austan eldfjallsins fræga.
Fréttavefur Suðurlands sagði frá.
Stofna Búbót
Bændur í Austur-Skaftafellssýslu
hafa stofnað framleiðendasam-
vinnufélag um sauðfjárslátrun á
Höfn í haust. Félagið heitir Búbót
og það hefur tekið á leigu sláturhús
Kjötumboðsins ehf. á Höfn. RÚV
greindi frá.
íslendingar brotaglaðir
íslendingar eru kærðir á átta
mínútna fresti fyrir að brjóta um-
ferðarlög og auðgunarbrot eru
framin á tæplega klukkustundar-
fresti. Brotist er inn í hús á fjög-
urra stunda fresti og einum bíl er
stolið á dag. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Ríkislögreglustjóra sem
kom út í gær.
Landi i Hreppum
Lögreglan á Selfossi gerði í gær
við húsleit á bæ í Hrunamanna-
hreppi upptæk bruggunartæki og á
annað þúsund lítra af landa. Einn
maður var í gærkvöld í haldi vegna
málsins. Grunur er um skipulagða
sölu á miðinum, segir Sjónvarpið.
Fagnar niðurstöðu
Halldór Ásgríms-
son, utanríkisráð-
herra og þingmað-
ur Austílrðinga,
fagnar úrskurði
Skipulagsstofnunar
um Reyðarfjarðar-
álver. Hann minnir
þó á að ekki verði
ál framleitt án rafmagns og vísar
þar til úrskurðar um Kárahnjúka.
Visir.is sagði frá
Eldisfiskur mikilvægur
Eldisfiskur skiptir æ meira máli
í framtíðinni, segir Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA.
Fyrirtækið hefur hafið tilraunir
með þorskeldi og er hluthafi í lúðu-
eldi við Eyjafjörö. Mikilvægt er þó
að fara varlega í fjárfestingar á
þessu sviði. Mar.is greindi frá.
Súgfirðingar á sjó
Allir bátar á Suðureyri voru á sjó
í gær í blíðskaparveðri. Þetta var
síðasti dagur kvótaársins og menn
að keppast við að fylla kvótann. Afl-
inn í ágúst var góður og margir bát-
ar á Suðureyri með yfir fjörutíu
tonn. BB greindi frá.
Útskýri Lottó-hækkun
BSRB hefur ósk-
að eftir því að Hag-
stofan skýri út-
reikninga sem
leiddu til að vísitala
neysluverðs hækk-
aöi um 0,17% vegna
hækkunar á
lottómiðum. Sam-
tökin segja að ekki hafi verið færð
sannfærandi rök fyrir því hvers
vegna lottóverðbólgan hafi valdið
því að vísitölulán hækkuðu um 900
millj kr.
-sbs