Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Page 6
6 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Fréttir DV Alvarlegt að halda heilum landsfjórðungi í gíslingu - segir Þuríður Backman alþingismaður í viðtali DV-MYND KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Fámennt en góðmennt Aðalfundur Nausts var ekki fjölmennur en sagður þeim mun góðmennari. Hér sitja þau Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaöur Landverndar, og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður, og hlýða á málflutning á aðalfundinum. „Við erum sögð áratugum á eftir nágrannalöndum okkar með því að setja stóriðju fram sem byggðamál, það séu allt aðrir þættir sem þurfi að huga að til að efla hinar dreifðu byggðir. Það að halda heilum lands- fjórðungi í gíslingu stóriðjunnar er alvarlegt mál. Því er haldið að fólki að það eina sem geti bjargað byggð- unum sé stóriðja og annað sé ekki í boði. Því sé um það að velja að setja hér niður risastórt álver eða fólk muni flytjast í burtu,“ segir Þuríður Backman alþingismaður í viðtali við DV að loknum aðalfundi NAUSTs, Náttúruverndar Austur- lands, á Seyðisfirði á dögunum. Á fundinum voru virkjun og stór- iðja á Austurlandi efst á baugi en einnig lágu fyrir nokkrar tillögur frá Hjörleifi Guttormssyni um und- irbúning að Gerpisfriðlandi, um Rauðuskriður í Hamarsfirði, um varðveislu fornleifa og menning- arminja, um úttekt á útbreiðslu lúpínu, um veiði og verndun sela. Allt fékk þetta skjóta afgreiðslu. Að loknum aðalfundi voru erindi um þjóðgarða og gildi lands norðan Vatnajökuls, flutt af Sigrúnu Helga- dóttur og Stefáni Benediktssyni. Björn Kristleifsson sagði frá fyrir- huguðum framkvæmdum við bygg- ingu nýrrar hafnar. - Það er staðreynd að mikil fólks- fækkun hefur verið á Austurlandi og augljóst að þar þarf að spyrna við fótum. Þú ert þingmaður Austur- lands, hvað sérð þú fyrir þér að hægt sé að taka til bragðs ef hætt verður við virkjun og stóriðju? „Því miður hefur verið mikil byggðaröskun víða um land og hef- ur sú öfugþróun komið hart niður á Austurlandi. Fólk er miklu hreyfan- legra nú en áður og flytur m.a. vegna atvinnu og menntunar. Hluti þessa fólksflutnings er því eðlilegur en því miður eru þeir allt of margir sem ekki finna sér neitt við sitt hæfi. Því er mikilvægt að fylgjast vel með því hvaða þættir það eru helst sem valda því að fólk flytur í burtu og styrkja byggðirnar á þeim forsendum. Fólk vill hafa möguleika á menntun og fjölbreyttu atvinnu- lífi, opinbera þjónustu í lagi og góð- ar samgöngur, svo eitthvað sé nefnt. Þessa þætti á því að styrkja, óháð því hvort stóriðja veröur sett niður hér á Austurlandi." - Eru dýravernd og náttúruvernd ekki farin að ýta hagsmunum fólks- ins til hliðar? „Nei, ekki hér á landi. Það finnast dæmi um það úti í hinum stóra heimi en því miður hefur maðurinn gengiö á dýrastofna og náttúruna eins og allt ætti að þjóna honum eða þröngum hagsmunum hans. Öll þekkjum við aftur á móti dæmi um ofnýtingu og arðrán, bæði til sjós og lands, sem hefur haft mjög alvarleg- ar afleiðingar, einnig fyrir manninn sjálfan. Til þess að börn okkar og af- komendur geti lifað áfram hér á jarðríki verður maðurinn að temja sér lifnaðarhætti sem lúta að sjálf- bærri þróun náttúrunnar." - Er ekki þörf skjótra aðgerða til þess að taka á málunum og þarf ekki að finna ráð til þess að hlúa að fólkinu og æskunni? „Vissulega þarf nú skjótra að- gerða við til þess að vinna aftur trú fólks á því að það geti verið góður kostur að búa utan höfuðborgar- svæðisins. En aðgerðirnar verða að vera á mörgum sviðum og beinast markvisst að því að jafna aðstöðu og kjör fólks,“ sagði Þuríður Back- man að lokum. -KÞ DV-MYND JÚLlA IMSUND Vistvænar Það eru mikil vinna eftir viö kartöfl- urnar þegar þær eru komnar í hús, þá er að hreinsa þær, vigta og pakka í neytendaumbúðir. Pálína Benedikts- dóttir, húsfreyja á Miðskeri, og Unn- steinn sonur hennar eru hér aö flokka og pakka kartöflum. Mjög góð kartöfluspretta DV, HQRNAFIRDI:______________ Kartöflubændur eru lítillega byrj- aðir að taka upp kartöflur og lítur út fyrir mjög góöa sprettu. Sævar Kr. Jónsson á Miðskeri í Nesjum ræktar einungis vistvænar kartöflur en það merkir að notkun áburðar og úðun- arefna eru í algjöru lámarki. Sævar segir að enn sé góður vöxtur á kart- öflunum og byrjað verði fyrir alvöru að taka upp fyrrihluta september. Mest er sala á gullauga, þá eru marg- ir sem halda upp á rauðu íslensku kartöflurnar og líka hefur sala á premier-bökunarkartöflum aukist mikið enda hið mesta hnossgæti til matargerðar. -JI íbúðalánasjóður: Svarar í símann á Króknum DV, SAUDÁRKRÓKI: _______ Símsvörun hjá íbúðalánasjóði hef- ur verið flutt til Sauðárkróks. Prófan- ir á nýju símkerfi hófust um síðustu mánaðamót og að sögn Ásgríms Sig- urbjörnssonar hjá íbúðalánasjóði eru smávægilegir hnökrar sem komu fram i byrjun úr sögunni og síðasta vika gekk mjög vel. Að sögn Ásgríms, sem gegnir starfi forstöðumanns Ibúðalánasjóðs í barnsburðarleyfi Svanhiidar Guðmundsdóttur, hefur starfsemi sjóðsins á Sauðárkróki stöðugt verið að aukast en ekki er þó enn þá ljóst hve starfsmönnum verð- ur fjölgað mikið vegna flutnings sím- svörunarinnar. Starfsmenn eru 12 en voru fimm þegar Sauðárkróksdeildin var sett á laggirnar í ársbyrjun 1999. Starfsmenn Ibúðalánasjóðs í Reykja- vík eru rúmlega 40 talsins. -ÞÁ Skírn Busar voru ausnir vatni úr heita pottinum. Busavígsla á Selfossi í gær: Reknir um götur og ausnir vatni DV, SELFOSSI: Nýnemar í Fjölbrautaskóla Suður- lands voru vígðir formlega inn í nemendasamfélag skólans í gær. Ný- nemamir voru fyrst reknir um götur bæjarins. Þá var farið í Sundhöllina þar sem þeir voru vatni ausnir. Síð- an var slegið upp knalli. Leiktæki og annað var til skemmt- unar á svæðinu og kennarar skólans grilluðu fyrir hópinn. í ár er slegið enn eitt aðsóknarmetið að Fjöl- brautaskólanum á Selfossi. 782 nem- endur eru skráðir til náms í upphafi annar, þar af 210 nýnemar. -NH Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda: Vilja erlenda fjárfesta í greinina A aðalfundi Sambands loðdýra- bænda, sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal 25. ágúst sl., var samþykkt að fela stjóm sambandsins að vinna að því að laða fjárfesta, innlenda eða erlenda, til liðs við greinina. Þrengt hefur að loðdýrarækt víða í þéttbýlum löndum, einkum vegna búfjáráburðar. Hér sé hins vegar þörf fyrir hann auk þess sem loö- dýrarækt leysir hér fleiri umhverf- isvandamál, svo sem nýtingu slátur- úrgangs. Framfarir í greininni inn- anlands og miklir möguleikar til að færa út kvíarnar eru hér á sama tíma og þrengir að annars staðar og það ætti aö auka áhuga fjárfesta á loðdýrarækt hérlendis. Þá var rædd sú krafa ríkisvalds- ins aö greiða einungis jöfnunargjald á loðdýrafóður sem væri undir eftir- liti Fóðureftirlitisins á Hvanneyri. Ákveðið var að við endurskoðun búnaðargjalds bæri að stefna að þvi að hætta þátttöku í Bjargráðasjóði. Einnig að meirihluti búnaðargjalds, sem nú rennur til búnaðarsamband- anna, fari til sameiginlegrar leið- beiningaþjónustu svo halda megi úti einu stöðugildi í leiðbeiningum á landsvísu í loðdýrarækt. Stjórn SÍL var falið að skilgreina trygg- ingaþörf loðdýrabænda og leita samstarfs við Bændasamtök íslands um gerð samninga við tryggingarfé- lög þar að lútandi. -GG Urnsjón: Höröur KHstjásisson netfang: hkrist@ff.is Afsökunarbeiðni Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, snupraði sem kunnugt er Ás- geir Guðbjarts- son, einn af göml- um máttarstólpum LÍU, í Fiskifréttum fyrir skömmu. Kristján hefur legið undir ámælum fyrir orð sín og Guð- mundur Halldórs- son, gamall togarajaxl frá Isafirði, rit- aði harðorða skammargrein í Mogga og krafðist afsökunarbeiðni frá Krist- jáni. í heita pottinum hafa menn reynt að leita upplýsinga um hvort dæmi séu um að Kristján hafi opin- berlega beðist afsökunar á nokkrum sköpuðum hlut. Sú leit hefur engan árangur borið. Það þykja því ekki lítil tíðindi að sjálfur Kristján Ragnarsson hefur nú séð sig knúinn til að rita af- sökunarbeiðni í Fiskifréttir! Spyrja menn hvort þar komi í ljós áratuga- langur dyggur stuðningur Geira á Guggunni við Kristján, bæði í stjórn LÍÚ og eins síðar í íslandsbanka... Syngja dúett? Seðlabankastjórinn Birgir ísleifur Gunnarsson stóð enn fast á bremsunni gagnvart vaxtahækkunum þegar pott- verjar dröttuðust heim á leið i gær- kvöld. Hver ráð- herrann af öðrum : hefur látið hafa eftir sér væntingar um vaxtalækkanir Seðla- banka og nú síðast kom skýr beiðni um slíkt frá Geir H. Haarde og ráðuneyti fjármála. Sá eini sem ekki hefur tekið undir meö vaxtalækkunarkórnum er sjálfur forsætisráðherrann, Davíð Oddsson. Samt er talið að Davíð hafi dágóða rödd til að geta fengið inngöngu í kórinn. Ekki er þó vitað hvort vin- skapur Davíös og Birgis reynist ásókn kórfélaga sterkari og hvort þeir félagar syngja saman dúett til langrar framtið- ar vöxtunum til dýrðar... Ný eldsneytisframleiðsla Nýjustu fréttir úr Árnessýslu herma að þar hyggist menn nú nýta dýrafitu til að knýja bíla. Á tímum ört vaxandi eldsneytishækkana | þyka þetta mikil tíð- indi. Jafnvel eru þetta I talin svo mikil tíðindi I að bæði olíufélög og I likamsræktarstöðvar I megi fara að vara sig. í [ kjölfar umræðu um I offituvanda íslendinga' hafa menn gripið til ýmissa ráða gegn vandanum. Megrunarkúrar, líkams- rækt og margt fleira hefur þar verið reynt, meira að segja fitusog. Áhuga- samir menn um tilraunir Sunnlend- inga hafa því látið sér til hugar koma að virkja offitu Islendinga. Með fitu- sogstækni verði fitubelgir landsins einfaldlega beintengdir við vélar bíla sinna. Þannig verði tvær flugur slegn- ar í einu höggi, eldsneytissparnaöur og dúndrandi megrun í leiðinni...! Hestagaldur í Skautahöll Leikarinn Benedikt Erlingsson hyggst bregða sér í gervi sirkuslista- manns á sýningu í Skautahöllinni innan skamms. Bendikt ætlar að hoppa yfir hesta, stökkva yfir eld og hanga á kviðnum á hesti, svo eitt- hvað sé nefnt, auk þess að bregða sér í gervi Ómars Ragnarssonar. Benedikt vildi þó hafa vaðið fyrir neðan sig og hugðist kaupa sér góða tryggingu ef illa færi. Nú vilja trygg- ingamenn hins vegar meina að áhætta leikarans sé ótæpileg og krefjast himinhárra iðgjalda. Herma heimildir að Diddi Bárðar ætli líka að dansa tangó á hestbaki á sýning- unni. Því er kannski ekki skrýtið að tryggingamenn eigi erfitt með að setja það í samhengi t.d. við sviðs- leik Árna Tryggvasonar eða Flosa Ólafssonar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.