Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Page 18
18 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Jonas Sen Snillingar og ekki snillingar Jónas Sen skrifar föðurbetr- Um þessar mundir eru tónlistar- skólarnir að byrja og komast færri að en vilja. Á hverju hausti eru langir biðlistar og ekki er óalgengt að sumir nemendur þurfi að bíða í meira en ár eftir að komast inn. Ástæðan fyrir þessu er sú að skólarnir hafa tak- markaðan kvóta, vissa upphæð frá sveitarfélögunum sem er fyrir laun- um kennaranna samkvæmt kjara- samningum. Kvótinn hefur lítið sem ekkert stækkað í mörg ár, en sama verður ekki sagt um fjölda bama sem þrá að læra að á hljóðfæri. Er í raun- inni um vandræðaástand að ræða, því tónlistarnám er að mörgu leyti jafn mikilvægt og lestur og stærð- fræði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlistarnemendur eiga oft auðveld- ara með almenn fög en þeir sem ekki stunda tónlistarnám. Hljóðfæraleikur hefur jákvæð örvandi áhrif á heila bama, sennilega vegna þess að þar koma bæði heilahvelin við sögu, rök- rétt hugsun þess vinstra og heildræn innsýn hins hægra. Hugur og hönd tengjast, því alls konar tilfinningar og hugmyndir em tjáðar með líkaman- um. Bamið lærir flókna samhæfingu sem nýtist því fyrir utan tónlistar- námiö, og í leiðinni þarf það að temja sér sjálfsaga og sjálfsgagnrýni. Með því að spila reglulega á nemendatón- leikum og í hóptímum eykur það svo sjálfstraust sitt. Tónlistamám er því afar hollt, og með því albesta sem for- eldrar geta veitt börnum sínum. Því miður eru börn oft send í hljóð- færanám á vitlausum forsendum. Ég veit það af eigin raun, því ég hef kennt á píanó í fjölmörg ár. Fyrir nokkrum árum var ég með litla stúlku í tímum sem átti drykkfelldan fóður. Hann var sjómaður, og einu sinni hringdi hann í mig fullur af sjónum og spurði: „Er stelpan ekki djöfull efnileg? Er hún ekki bara al- ger Mozart? Hvað þarf hún að læra í mörg ár til að verða einleikari?" Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hæfileikar dóttur hans væru ekki það sem málið snerist um. Aðalatriöið væri að dóttir hans hefði gaman af píanónáminu og að það myndi þroska hana. En karlinn stóð á því fastar en fótunum að ef dóttir sín væri ekki sniliingur ætti hún ekkert að vera að læra á píanó. Aðeins nokkrum mán- uðum síðar var hún látin hætta. Ég hef orðið var við það að ein- staka tónlistarkennarar eru við sama heygarðshornið. Þeir vilja bara kenna efnilegum nemendum og telja að aðrir eigi ekki erindi í tónlistar- nám. Samkvæmt því á eldra fólk, sem ætlar sér að láta gamlan draum um píanónám rætast, ekki séns, því mað- ur þarf að byrja snemma til að ná al- mennilegum árangri. En auðvitað getur fullorðið fólk lært á píanó líka upp að vissu marki og haft gaman af þvi. Kennarinn, og það viðhorf sem hann hefur til tónlistarkennslunnar, skiptir höfuðmáli. Kennarar eru mis- góðir og slæmur kennari getur auð- veldlega drepið áhuga nemandans, jafnvel fyrir lífstíð. Það á ekki bara við um tónlistarkennara, ég hef enn ógeð á mörgum fógum og er með meinloku fyrir þeim, bara vegna þess að ég var með lélegan kennara. Ég hef t.d. aldrei getað lært dönsku vegna þess að einn dönskukennarinn minn hafði þann andstyggilega kæk að reka út úr sér tunguna og dilla henni fram- an í nemendur sína. Þetta gerði hann í tíma og ótíma, og hann hafði óskap- lega langa tungu. Verri var samt fyrsti ökukennarinn minn, en í öku- tímunum þurfti ég alltaf að vera að skutla honum i búðir. Stundum beið ég í hálftíma á meðan hann keypti í matinn. Ég var bara átján ára þá, og hafði ekki bein í nefinu til að segja honum til syndanna. Ég kunni ekki heldur við að vera að klaga í mömmu. En í staðinn hefndi ég mín. Það gerði ég með því að snarhemla af og til, en við það missti ökukennarinn minn alltaf út úr sér gervitennurnar. Það var ægilega gaman, því hann varð svo vandræðalegur. Einu sinni fest- ust gervitennurnar i sólskyggninu fyrir framan hann og hann var heil- lengi að losa þær. En ég snarféll á verklega prófinu og tók það ekki aft- ur fyrr en sextán árum seinna. Vonandi verða þeir sem eru að byrja í tónlistamámi i haust heppnir með kennarann sinn. Það er að segja ef það verður tónlistarkennsla á ann- að borð. Því miður eru töluverðar lík- ur á verkfalli þegar þetta er skrifað, því kjarabarátta tónlistarkennara gengur vægast sagt illa. Það er sem ráðamenn átti sig ekki á því að tón- listarkennsla muni smám saman lognast út af ef laun kennaranna halda áfram að vera eins lág og þau hafa verið. Eins og staðan er núna þá er tónlistarkennsla ekkert sérlega að- laðandi starf, launin eru léleg og vinnutíminn er óþægilegur. Vegna einsetnu skólanna er ekki hægt að byrja að kenna börnunum fyrr en um tvöleytið og maður þarf að vera að til sjö eða átta á kvöldin. Rétt er að benda á það að sökum þess hve mannbætandi tónlistarnám er finnst sumum að það ætti að vera skyldufag í einhvern tíma. í Waldorf- skólunum er t.d. lögð áhersla á að öll börn læri á ásláttarhljóðfæri eða pí- anó í eitt ár, strengjahljóðfæri annað ár og blásturshljóðfæri hið þriðja. Svo mega börnin ráða framhaldinu. Vissulega er tónlistarkennsla undir- staða hins blómlega tónlistarlifs hér- lendis, og ef hún leggst af er veruleg hætta á ferðum. Við viljum hafa menningu á íslandi, og það er á hreinu að tónlistin er allt of mikilvæg til að það sé hægt að segja henni að þegja. Jónas Sen ungur - verða allir karlmenn að rísa gegn föður sínum? Stjórnmál eru ættarfylgja og Björn Bjarnason er gott dæmi um það Þaö er alþýöutrú manna aö karlmenn vilji innst inni helst líkjast fööur sínum og feta í fótspor hans með einhverjum hœtti. Um það vitnar orðiö fööur- betrungur sem er auö- skiliö og flestir þekkja þá aldalöngu hefö úr mörgum iöngreinum og starfsgreinum sem gerir ráö fyrir því aö synir feti í fótspor feöra sinna. Þessar hefðir hafa riðlast nokk- uð i nútímasamfélagi og þykir ekki jafn sjálfsagt og áður en að baki liggur án efa djúpstæð löng- un, samgróin eðli og skaphöfn flestra karlmanna að standa föður sínum jafnfætis sem er auðskiljan- leg í ljósi þess að flestir karlmenn dá föður sinn og viröa. Þegar Alþingismannatal er skoðað kemur i ljós að óumdeilt eru stjórnmál ættarfylgja á Islandi og eflaust annars staðar. Listinn yfir þá þingmenn sem hafa fetað í fótspor föður síns til þingsetu, valda og áhrifa er langur og fróð- legur. Hvort menn hafa í öllum til- vikum orðið fóðurbetrungar kann að vera smekksatriöi á stundum. Bjarni Benediktsson Bjarni var valdamikill stjórnmála- maöur og rómaöur fyrir stjórn- kænsku og útsjónarsemi. Hann þótti fyiginn sér, skarpgreindur og haröur í horn aö taka. Þaö hlýtur aö vera erfitt aö gera betur en slíkur maöur. Sumir hafa náð því marki, aðrir eru enn að vinna í málinu. Meö þetta í huga er skemmtilegt að bera saman feril feðga sem báð- ir hafa markað spor í íslensk stjórnmál, hvor með sínum hætti. Þetta eru Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og sonur hans, Björn Bjarnason menntamálaráðherra en spurning dagsins í íslenskri pólitik er sú hvort Björn láti til skarar skríða og leiði Sjálfstæðisflokkinn í þeim borgarstjórnarkosningum sem fram fara vorið 2001. Ættarveldiö Bjarni Benediktsson var sjálfur sonur þingmanns, Benedikts Sveinssonar, sem sat á þingi 1908 til 1931. Tveir synir hans, Bjarni og Pétur, urðu þingmenn og hann er afi Halldórs Blöndals þingfor- seta og Björns menntamálaráð- herra. Bjarni var yngstur fjögurra systkina og frægt er tilsvar móður hans um bræðurna þrjá en hún á að hafa sagt að Bjarni væri gáfað- astur, Pétur fallegastur en Sveinn væri stærstur. Það ættarveldi sem kennt er við Kolkrabbann í ís- lensku viðskiptalífi hefur innan sinna vébanda mjög marga afkom- endur Benedikts og þeir halda þar um stjórntauma. Björn er elstur og eini sonur for- eldra sinna en hann á þrjár systur. Lögfræði og bókaútgáfa Björn Bjarnason varð stúdent frá MR eins og faðir hans og lærði lögfræði eins og hann. Munurinn á þeim feögum á þessu sviði er sá að Björn lét sér nægja embættis- prófið frá Háskóla íslands en Bjarni stundaði framhaldsnám í stjórnlagafræði um tveggja ára skeið, aðallega í Berlín, og kenndi við lagadeild Háskóla íslands í Bjorn Bjarnason Ef hann ákveður aö hasla sér völl í borgarmálum þá er hann búinn aö fást viö öll sömu starfssviö í stjórnmálum og blaöamennsku og faöir hans, Bjarni Benediktsson. Veröur Björn einhvern tímann fööurbetrungur? nokkur ár. Hann skrifaði greinar og bækur um lögfræði og stjórn- mál en það hefur Björn sonur hans ekki enn gert. Bjarni var stjórnarformaður Al- menna bókafélagsins frá 1955 til 1970. Björn var útgáfustjóri sama félags árin 1971 til 1974. Aö verða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.