Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
19
r>v
Helgarblað
21.990 kr.
(1.833 kr.ámánuði)
Athugiö tilboðið stendur til og
með 7. október.
Ljósabekkir á báðum stöðum.
Nautilus á íslandi
Sundlaug Kópavogs sími 570 0470 og Suðurbæjarlaug Hafnarfirði sími 565 3080
_________________________________
Tvíþætt
barátta
- hvað segir sálfræðin?
„Þaö er ævaforn hefð aö synir
feti í fótspor feðranna," sagði
Áskell Örn Kárason sáifræöingur í
samtali við DV.
„Það má segja að í þessu sam-
bandi togist tvennt á. Annars veg-
ar er það löngunin til aö standa sig
jafn vel eða betur en faðirinn en
hins vegar óttinn við að skara
langt fram úr foðurnum og verða
þannig til þess að gera lítið úr hon-
um. Sá ótti getur virkað eins og
sálfræðileg bremsa í sumum tilvik-
um.“
Áskell benti á aö mörg störf og
viðfangsefni lægju í fjölskyldum og
synir tækju við af sonum en benti
jafnframt á að á því væru til sér-
stæðar undantekningar.
„Ég þekki vel til í skákheimin-
um og fullyrði að í gervallri skák-
sögunni finnast engin dæmi um að
sonur feti í fótspor föður síns og
keppi í skák.“
Áskell sagði það álit margra sál-
fræðinga að aUir karlmenn yrðu
einhvem tímann að gera einhvers
konar uppreisn gegn föður sínum.
Hann taldi að flestir eða allir karl-
menn gerðu það upp við sig með
einhverjum hætti hvort þeir ætl-
uðu að feta í fótspor föður síns eða
ekki og með hvaða hætti það gerð-
ist. -PÁÁ
Ritsfjórn og blaða-
mennska
Bjarni Benediktsson var rit-
stjóri Morgunblaðsins á árunum
1956 til 1959 og óumdeilt er að
árum saman eftir það hafði hann
mikil áhrif á ritstjórnarstefnu
blaðsins enda tengsl Morgunblaðs-
ins og Sjálfstæðisflokksins þá mun
nánari og skýrari en þau eru í dag.
Björn Bjarnason var blaðamað-
ur á Vísi skamma hríö snemma á
áttunda áratugnum og síðan á
Morgunblaðinu 1979 til 1984 og að-
stoðarritstjóri þess 1984 til 1991 og
lét af þvi starfi þegar hann tók við
embætti menntamálaráðherra.
Hann var helsti sérfræðingur
blaðsins í erlendum málefnum.
Þingmennska og völd
Bjarni Benediktsson var kjörinn
á þing 1942, þá 34 ára gamall. Hann
var utanríkis- og dómsmálaráð-
herra 1947 til 1953, dómsmála- og
iðnaðarráðherra 1959 til 1963 og
forsætisráðherra frá 1963 til 1970.
Björn sonur hans var kjörinn á
þing 1991 þegar hann var 47 ára
gamall. Hann hefur verið mennta-
málaráðherra síðan 1995.
Bjarni var formaður Sjálfstæðis-
flokksins frá 1961 til 1970.
Margir héldu að Björn sonur
hans myndi feta sig upp metorða-
stiga flokksins í stól formanns eða
varaformanns þegar hann sneri sér
að stjórnmálum 1991. Svotfór þó
ekki því þegar siðast var kosið um
embætti varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins varð fljótlega ljóst að Geir
H. Haarde átti mun meiri stuðning
til þess embættis en Björn sem gaf
ekki kost á sér þegar á hólminn var
komið. Það þótti hins vegar sérstök
frétt að hann skyldi ekki bjóða sig
fram. Ljóst er aö úr því sem komið er
verður Bjöm ekki formaður Sjálf-
stæðisflokksins nema ófyrirsjáanleg-
ar breytingar verði á forystuliði hans.
Borgin heillar
Bjarni Benediktsson var í borg-
arstjórn Reykjavíkur í fimmtán ár
og gegndi starfi borgarstjóra á ár-
unum 1940 til 1947. Það sópaöi að
honum í embætti enda borgin þá
undir forystu sjálfstæðismanna
sem engum datt í hug að ætti eftir
að breytast.
Mikið er rætt um það manna á
meðal hvort Björn Bjarnason ætli
að láta til skarar skríða og stíga
upp úr stól menntamálaráðherra
og leiða lista sjálfstæöismanna i
komandi borgarstjórnarkosning-
um. Þessi orðrómur hefur veriö í
opinberri umræðu um nokkurra
mánaða skeið og ljóst aö málið er
til skoðunar þar sem Björn hefur
aldrei vísað því á bug. Þvert á
móti telja margir að milli línanna
í viðtali DV við hann síðasta laug-
ardag megi sjá að hann sé alvar-
lega að velta þessu fyrir sér.
Föður-
betrungar
og fleiri
sporgöngu-
menn
Lausleg yfirferð gegnum Al-
þingismannatal leiðir í ljós
hvernig stjórnmál liggja í ættum
á tslandi og mjög margir þing-
menn hafa fetað í fótspor föður
síns á þessu sviöi. Enn fleiri eiga
afa, föðurbróður, tengdafööur
eða náið skyldmenni sem setið
hefur á þingi.
Hér er listi yfir nokkra þing-
menn sem hafa átt þingmenn eða
ráðherra að feðrum. Listinn er
ekki tæmandi.
Björn Bjarnason
Jón Baldvin Hannibalsson
Steingrimur Hermannsson
Vilmundur Gyifason
Bjarni Benediktsson
Bragi Sigurjónsson
Finnur Torfi Stefánsson
Guðmundur Árni Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson
Geir Hallgrímsson
Gísli Sveinsson
Guðni Ágústsson
Auður Auðuns
Jónas Árnason
Ingi Bjöm Albertsson
Jóhanna Sigurðardóttir
Júlíus Sólnes
Árni Mathiesen
Pálmi Jónsson
Pétur Benediktsson
Margrét Sverrisdóttir
-PÁÁ
-------------------------
Komdu í alvöru
líkamsrækt
í Hafnarfirði og Kópavogi
Faglærðir kennarar leiðbeina
hverjum einstaklingi um þjálfun í
nýjustu og fullkomnustu Nautilus
tækjunum.
Frír aðgangur að sundlaug þar sem
kort er keypt.
Tilboð sem þú getur ekki
hafnað - heitsunnar vegna!
Árskort á
Háahlíð 14
Þetta var heimili Bjarna Benediktssonar frá 1955 til dauöadags 1970 og þar býr Björn sonur hans og hefur
reyndar nær alltaf gert. Þannig má segja aö Björn sé ekki enn farinn aö heiman.
Haröur slagur
Verði það úr að Björn láti til
skarar skriða er fram undan kosn-
ingabarátta sem óhætt er að spá að
verði sú harðvítugasta og
skemmtilegasta í manna minnum.
Með slíkri tilfærslu væru sjálf-
stæðismenn og ekki sist Björn per-
sónulega að leggja mikið undir og
Björn myndi þar leggja sinn póli-
tíska feril á vogarskálarnar.
Ef hann myndi sigra þá myndi
hann gera það í tvennum skilningi
því bæði myndi hann heimta
Reykjavík aftur úr óvinahöndum
samkvæmt skilningi sjálfstæðis-
manna en ekki síður væri hann
loksins orðinn föðurbetrungur.
Þegar litið er yfir feril þeirra
feðga hlýtur niðurstaðan að verða
sú að Björn hafi fetað í fótspor föð-
ur síns á sviði lögfræði, blaða-
mennsku og stjórnmálaþátttöku á
landsvísu. Án þess að varpað sé
rýrð á frammistöðu hans á þessum
sviðum hefur hann ekki á neinu
þeirra náð að jafna afrek föður
síns.
í þessu samhengi á hann aðeins
eftir aö takast á við stjómmálin á
vettvangi borgarinnar og þar er
jafnframt síðasta tækifærið sem
hann fær til að komast með tærn-
ar þar sem faðir hans hafði hæl-
ana. -PÁÁ