Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Helgarblað__________________r>V Hjörtum mannanna svipar saman ... Taíland í Kelduhverfi Austræn ást blómstrar í Norður-Þingeyjarsýslu. Menningarbylting og nýstárleg matargerð. Piparsveinar ganga út í hópum. kaupmaður í Ásbyrgi, Sveinbjöm Aðalgeirsson, bóndi á Vestara- Landi í Öxarfirði og Jón Skúli Skúlason, sem starfar hjá RARIK á Kópaskeri, allir lausir og liðugir, að bregða sér austur á bóginn, svo áhugaverður þótti þeim þáttur Hemma. „Við fórum í október 1997 og vorum í einn mánuö,“ segir ísak. „Okkur þótti heillandi að fara inn í landið og upp til sveita. Þar voru aðstæður líkastar því sem við þekkjum hér á hjara veraldar. Við skoðuðum margt og hittum m.a. nokkrar stelpur sem gerðust leið- sögumennn okkar um búdda- klaustur sem við skoðuðum." Til að spara kyndingu Kynnin af stelpunum sem voru leiðsögumenn piparsveinanna þingeysku var upphaf að ævintýri. Hangikjöt meö hrísgrjónum og saltkjöt meö chilipipar. Margt er nýmœliö og aö kjöt- metið sé meö þessu meölœti er hluti af menningarbyltingunni sem oröiö hefur viö Öxarfjöró síöustu misseri. Fimm pipar- sveinar í Kelduhverfi og á Kópaskeri hafa náö sér í kon- ur sem koma alla leiö austan frá Taílandi. „Ég hef heldur betur fundið hamingjuna," segir Ævar ísak Sig- urgeirsson, kaupmaður í verslun- inni í Ásbyrgi í Kelduhverfi. í sl. viku gengu hann og Senee Sankla upp að altarinu og gengu í heilagt hjónaband. Lífið brosir við þeim. Þau hjónin og fleiri til ræddu um ástina í Kelduhverfi við Helgar- blaö DV. Hemmi Gunn og hamingjustríöið Sigursæll er góður vilji. Enginn efast um sannleiksgildi þeirra orða, allra síst ungu mennirnir í Kelduhverfi sem unnið hafa stór- sigur í þeirri frómu styrjöld sem hver maður háir; hamingjustrið- inu. Fæstir vilja pipra. „Ég hafði verið með konum en það er undan- tekning ef þær vilja setjast að í sveit. Hér vU ég vera,“ segir Sig- urður Yngvason, bóndi á Tóvegg. Kona hans er Nuan Sankla, jafnan nefnd Wong, og hafa þau nú verið saman í tæp þrjú ár. Lifið brosir viö þeim, líkt og í ævintýrasögu. Upphafið að taUenska ævintýr- inu í Kelduhverfi má rekja aftur tU ársins 1997. Það ár var á dag- skrá Sjónvarpsins þáttur með Hemma Gunn þar sem hann sýndi svipmyndir frá TaUandi og sagði sögur af fólkinu sem það land byggir. 1 framhaldinu ákváðu ísak, Fjölskyldan á Tóvegg Brosiö framan í heiminn og þá brosir heimurinn á móti. Siguröur og Wong meö soninn Dag Yngva og uppi á rúliubagg- anum situr Sófí, sem Wong átti áöur en hún kom hingaö noröur í svalann. Vorið eftir, það er 1998, kom ein þeirra hingað tU lands, það er Wirat Sankla, sem fór tU Sveinbjöms á Vest- ara-Landi og fljótlega rugluöu þau reytum saman. í félagi með henni hingað tU lands kom svo önnur stúlka, sem ekki hafði verið í leiðsöguhópnum, Sun- an Toplod. Hún fór til Jóns Skúla á Kópa- skeri, hófu þau sambúð og giftust skömmu síð- ar. Um haustið kom þriðja stúlkan, Senee Sankla, til landsins. Hún var fyrstu mánuð- ina á Kópaskeri hjá Sunan og Jóni Skúla og starfaði í rækjuvinnsl- unni þar á staðnum, en undir vor var hún kom- in í húsnæðishrak. Hún leitaði á náðir Is- aks, kunningja síns í Ásbyrgi, með því for- orði að gistingin yrði í aðeins þrjár nætur. Eft- ir það ætlaði hún vest- ur á Þingeyri þar sem hún var búin að ráða sig í vinnu hjá Rauða hernum. En strax fyrsta kvöldiö í Ás- byrgi bárust Senee fréttir af því að herveldið rauða vestra væri komið á hausinn. „Mál þróuðust þvi að Senee fékk vinnu hjá mér. Venjan hefur verið sú að sumarfólkið við verslunina býr í íbúðarhúsinu hjá mér en þegar það fór síðsumars vorum við Senee tvö orðin eftir. Það kólnaði með haustinu og við ákváöum því að færa okkur á einn stað í húsinu til að spara kynd- ingu,“ segir ísak og brosir. Fram- Brúðkaupsdagur Þórarinn Sveinsson og kona hans E létu gifta sig fyrir þremur árum, eftir fjögurra mánaða kynni. Þau eiga einn son og eru alsæl meö sitt. ráða þessar konur hér til starfa. Ég fæ hnút í magann við svona spurningar, en kannski er betra að fólk spyrji frekar en það velkist i vafa. Einmitt þannig myndast for- dómarnir. Auðvitað borga ég þess- um konum sömu laun og öðrum. Ég hef reyndar ekki fundið fyrir fordómum í sveitinni hérna en ég er samt ekki frá því að þeir séu jafnvel meiri upp til sveita en ann- ars staðar. Sumir virðast líta á að erlent fólk setjist hér að sem ein- hvers konar ómenningu," segir ísak, sem nú hefur opnað taílenskt Taílenska horniö í versluninni í Ásbyrgi hefur nú veriö komiö upp ofurlitlu horni þar sem fæst sitthvaö til taílenskrar matargeröar, svo sem núölur, sósur og krydd, auk þess sem seld eru hrísgrjón í 25 kg pokum. Senee hampar sósuflösku. hald sögunnar er ekki rakið hér, en það ósagða ættu allir að skilja. í Reykjavík eins og afskorið blóm ísak, sem er fertugur að aldri og bjó um fimmtán ára skeið í Reykjavík, segir sömu sögu og Sig- urður, nágranni hans á Tóvegg; að það sé erfitt að ná sér í konu sem vill búa í sveit. „Ég var með konu og elti hana suður til Reykjavíkur. Þegar þvi dæmi lauk sneri ég til baka aftur heim í sveitina mína og ákvað að gera ekki aðrar kröfur til lífsins en þær að vera hér í því umhverfi þar sem mér líður best. I borginni fannst mér ég vera eins og afskorið blóm sem einhver hluti af deyr á hverjum einasta degi. Hér finn ég að rætur mínar eru og hér visna ég ekki,“ segir ísak. í versluninni í Ásbyrgi starfa nú auk konu ísaks þær Wong á Tó- vegg og Thiphawan Sarphat, en hún er einnig frá Taílandi og er eiginkona Þórarins Sveinssonar í Krossdal. Það vekur skiljanlega oft athygli ferðamanna sem koma í verslun- ina að sjá þar við afgreiðslu þrjár konur sem allar koma frá fjarlægu heimshorni. „Ég hef stundum ver- ið spurður að því hvort ég sé aö ná mér í ódýrt vinnuafl með því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.