Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
I>V
Barn myrt
til fjár
- og gamalmenni fylgdi með
Þann 12. júní 1997 klæddi
Robbie Brewington sig hljóðlega,
safnaði saman nauðsynlegum
pappírum, læddist út og ók á brott
í bíl sínum. Á bænum í Norður-
Karólínaríki voru eftir amma
Robbies, 82 ára gömul, og átta ára
gamall bróðursonur hans, Brian
Brewington. Drengurinn og
langamma hans sváfu í sitt hvoru
rúminu í svefnherbergi sínu.
Heimilishagir voru þannig að
Robbie, 34 ára gamall, var trúlof-
aður stúlku að nafni Vera Lee, en
hann byrjaði að halda við hana
þegar hún var 14 ára. Amma
gamla, Frances Brewington, ann-
aðist að mestu sonarson sinn, sem
foreldrarnir voru búnir að yfir-
gefa og lá faöir drengsins í dópi og
aumingjaskap. Móðirinn vildi
ekkert af honum vita. Og amma
gamla og Robbie kærðu sig ekkert
um að hafa strákinn heldur en
neyddust til að hýsa hann vegna
skyldleika. Sú gamla var líka á
móti ráðahag Robbies og Veru
Lee, sem orðin var tvítug þegar
hér var komið.
Framkvæmdin
Þegar bíll Robbies var úr aug-
sýn læddust tvær manneskjur út
úr skóginum og inn í ólæst íbúð-
arhúsið. Þar var Vera Lee á ferð
ásamt nágranna sínum, Michael
McKeithan, 18 ára gömlum, hor-
uðum og taugastrekktum pilti.
Þau héldu beint inn í svefnher-
bergið þar sem gamla konan og
barnið sváfu. Michael hélt á bens-
ínbrúsa og hellti úr honum um
herbergið og Vera skvetti úr öðr-
um brúsa í eldhúsinu. Síðan gekk
hún að rúmi Brians með hníf í
hönd, en hætti við að stinga
krakkann þar sem eldurinn
mundi gera sitt gagn. Hins vegar
tók Michael hnífinn og stakk
gömlu konuna nokkrum sinnum.
Síðan báru þau eld að bensín-
inu í svefnherberginu og eldhús-
inu og hurfu á brott.
Enginn kœrði sig
um að sjá fyrir Bri-
an Brewington, átta
ára gömlum dreng
sem foreldrarnir yf-
irgáfu. En frœndi
hans sá hvernig
hœgt var að grœða á
barninu með því að
myrða það.
Grunsemdir vakna
Klukkan 6.10 sama morgun var
aðstoðarlögreglustjóri Harnett-
sýslu á leið í vinnuna er hann sá
eldinn og gerði slökkviliðinu þeg-
ar viðvart. Það kom á vettvang 14
mínútum síðar og gekk greiðlega
slökkva eldinn, sem náði ekki að
breiðast út úr svefnherberginu og
eldhúsinu.
Yfirleitt er erfitt að finna sönn-
unargögn fyrir íkveikjum þar- sem
þau eru oftast brunnin þegar
rannsókn hefst. En hér lá ljóst fyr-
ir hvað gerðist vegna þess hve
skammt var frá þvi að kveikt var
í og eldurinn var slökktur. Það er
strax grunsamlegt þegar eldur
kviknar á fleiri en einum stað
samtimis. Hálibrunninn plast-
brúsi með slatta af bensini fannst
á svefnherbergisgólfinu og annar i
stofunni, sem var óbrunnin.
Hitinn i svefnherberginu var
magnaður og voru fætur Frances
gömlu kolbrunnir en lík bamsins
lá kolbrunnið á gólfinu. En bæði
höfðu þau reynt að komast út úr
brennandi svefnherberginu, því
líkin fundust milli rúmanna og
dyranna. Það var ekki fyrr en síð-
ar um daginn er líkin voru hreyfð
að stungusárin á þeirri öldruðu
komu í ljós. Þá var augljóst að
íkveikjan átti að leyna morði.
Við krufningu kom í ljós að
lungu drengsins voru full af sóti
og að hann hafði kafnað áður en
eldurinn brenndi hann. Sömuleið-
is var dánarorsök gömlu konunn-
ar köfnun en ekki hnífstungurnar.
Margsaga í fyrstu
Þar sem eldurinn náði ekki að
eyðileggja nema hluta hússins
varð fljótlega ljóst að þriðji íbúinn
var ekki í húsinu. Þegar haft var
samband við Robbie í vinnunni
þóttist hann verða undrandi og
sorgmæddur þegar honum voru
sögð tíðindin. En hann var fljótur
að komast að upptökum eldsins.
Hann sagðist hafa tekið eftir ein-
hverjum hávaða i viftu í hitakerf-
inu um nóttina og hlyti hún að
hafa orsakað íkveikjuna. Þá var
maðurinn beðinn að koma á lög-
reglustöðina til að gefa skýrslu.
Þar var honum sagt frá bensín-
brúsunum og öðrum sönnunar-
gögnum um að kveikt hefði verið
í húsinu. Þá breytti náunginn
sögu sinni og skýrði nú lögegl-
unni frá því að drengurinn Brian
hefði kveikt í. Ekki vantaði skýr-
inguna á athæfi barnsins. Amma
hans, mamma Robbies, var látin
og var drengurinn miður sín af
sorg og hefði því kveikt i húsinu.
Sagðist Robbie hafa séð þegar Bri-
an litli hellti bensíninu og kveikti
í. Hafi hann þá flúiö í skyndi og
ekki viljað verða vitni að harm-
leiknum. Hann gekkst undir að
segja þessa sögu tengdur við lyga-
mæli. Hann kolféll á því prófi.
Eftir það stóð bunan upp úr
honum um vel undirbúinn glæp.
Hann og Vera ætluðu að gifta sig
en skorti fé til að hefja búskap. Þá
datt þeim í hug að kaupa líftrygg-
ingu fyrir Patrick, dópistann föð-
ur Brians, og myrða hann með of
stórum skammti. Ráðagerðin var
að þau ættu að fá trygginguna fyr-
ir að sjá fyrir Brian litla.
Þá datt þeim enn betra ráð í
Robbie
Lagði á ráðin um tvöfalt morð og
íkveikju en þóttist hvergi hafa komið
nærri.
Michael
Féllst á að myrða fólk og kveikja I
fyrir peninga sem hann fékk aldrei
að njóta.
hug. Að líftryggja bamið líka og
myröa það og slá þannig tvær
flugur í einu höggi. Til að fá
aurana óskipa átti líka að kála
ömmunni, Francis gömlu.
Þetta gekk eftir og gekk Robbie
frá líftryggingunum. Trygginga-
skírteinin fundust í bíl hans.
Kirkjurækin skötuhjú
Þegar kom að játningum um
morðin kom f ljós að skötuhjúin
fóru að svipast um eftir manni til
aö fremja verknaðinn. Vera sagði
vinkonu sinni að þau væru tilbú-
inn að greiða þúsund dollara fyrir
ómakið. Síðar samdi hún við ná-
granna sinn, Michael McKeithan,
um að vinna verkið.
Þegar að því kom var hann svo
us,
taugaóstyrkur að Veru þótti viss-
ara að vera með honum svo að
hægt væri að ganga sómasamlega
að verki. Þegar þau voru handtek-
in tólf klukkustundum eftir að
þau frömdu verknaðinn játuðu
þau bæði, enda lá þá vitnisburður
Robbies fyrir og næg voru sönn-
unargögnin til að sakfella þau.
Sveitungunum komu þessir at-
burðir mjög á óvart. Þau Vera og
Robbie voru kirkjurækin og var
hann stundum meðhjálpari og
ekki fór sérstaklega illt orð af
þeim.
Þegar kom að réttarhöldum
neituðu þeir Robbie og Michael að
svara spurningum og báru fyrir
sig stjórnarskrábundinn rétt til að
neita að vitna gegn sjálfum sér í
glæpamáli.
Dómarnir
í réttarhöldunum kom fram að
Vera hafði verið misnotuð sem
barn og öllum var ljóst að hún
hafði átt í ástarsambandi við
Robbie síðan hún var 14 ára göm-
ul. Hún var dæmd til dauða.
Skömmu síðar skar hún sig á púls
í fangelsinu og var flutt f ofboði á
sjúkrahús. Og þaðan aftur í fang-
elsið.
Kviðdómur fór fram á að fá að
úrskurða á ný og var útkoman sú
að dauðadómi var aflétt, Vera var
dæmd f tvisvar sinnum lífstíðar-
fangelsi. Hún mun þvf aldrei fá
frelsi á ný.
Robbie Brewington og Michael
McKeithan vor báðir sakfelldir
fyrir tvöfalt morð. Robbie hlaut
dauðadóm en Michael slapp með
lífstíðarfangelsi og var tekið tillit
til þess hve samvinnuþýður hann
var við að upplýsa glæpinn.
Þau græddu á moröinu
En þetta var ekki endir málsins.
Foreldrar Brians litla sáu sér nú
leik á borði og kröfðu tryggingafé-
lagið um líftryggingu sonarins,
sem þau vildu ekkert vita af í lif-
anda lífi. Lögmaður þeirra benti á
að tryggingafélagiö hefði átt að
vita að eitthvað bjó undir þegar
átta ára gamall og heilbrigður
strákur var líftryggður fyrir háa
upphæð. Þar með var reynt að
gera tryggingafélagið samsekt.
Fremur en að standa í dýrum
málaferlum og láta blöðin auglýsa
hvaða þátt félagið átti í viðbjóðs-
legum glæp var samið um að
greiða foreldrunum 2,1 milljón
dollara.