Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
25
Helgarblaö
Brad Pitt:
Tók þátt í Jackass
og var rænt
Leikarinn Brad Pitt á það sameig-
inlegt með fleiri stjörnum að meira er
fiallað um hjónaband hans í fjölmiðl-
um en það sem hann raunverulega
starfar við sem er að leika. Pitt á
greinilega sérstæð áhugamál eins og
sést á því sem hann gerir í frítíma
sínum. Meðal þess er að koma fram í
þættinum Jackass á MTV sem er afar
einkennilegur. Þátturinn snýst um að
umsjónarmenn fremja ýmis heimsku-
leg áhættuatriði, eins og synda í
skolpræsum, renna sér á skíðum nið-
ur brattar skógarbrekkur að sumar-
lagi, bruna á hjólabrettum yfir um-
ferðargötur og fleira einkennilegt.
Pitt hefur gam-
an af því að
láta eins og fífl
og hefur komiö
fram í þættinum
Jackass á MTV.
Brad Pitt hefur
tvisvar komið
fram í þættinum
og í fyrra skiptið
brunaði hann,
klæddur í apabún-
ing, á körtubíl um
götur Los Angeles
og hræddi líftór-
una úr vegfarend-
um sem óttuðust
greinilega mjög að
mæta vélknúnum
ökutækjum sem
stýrt væri af
mannapa. Þeir
hafa sennilega aldrei kynnst íslenskri
umferðarmenningu.
í næsta þætti tók Pitt þátt í svið-
settu mannráni. Hann var á gangi á
götu þegar sendibíll nauðhemlaði við
hlið hans, menn stukku út og vöðluðu
honum inn í bílinn með valdi. Það
sem var leiðinlegt við þessa uppá-
komu var að venjulegir vegfarendur
báru kennsl á Pitt og reyndu að koma
í veg fyrir þann hörmulega glæp sem
þeir töldu vera í uppsiglingu. Þetta
olli miklum leiðindum og geðshrær-
ingu hjá þeim saklausum aðdáendum
sem í þessu lentu.
Billy Bob Thornton:
Vill fá aö syngja
Billy Bob Thomton stórleikari
þykir góður fyrir sinn hatt. Hann er
þekktur fyrir afrek sín á hvíta tjald-
inu en ekki síður frægur fyrir að
vera eiginmaður Angeline Jolie.
Hún hefur verið mjög iðin við að
lýsa nánum samskiptum þeirra
hjóna fyrir fjölmiðlum og margir
vita meira um hjónalíf þeirra en
þeir kæra sig um.
En þetta allt er ekki nóg fyrir
Billy Bob. Hann vill líka hasla sér
völl sem söngvari og segist reyndar
hafa fengist við tónlist löngu áður
en hann sneri sér að kvikmyndaleik
þótt litlum sögum fari af afrekum
hans á því sviði.
Thomton hefur
tekið upp lög sem
nægja á einn
geisladisk en
gengur erfiðlega
að fá útgefanda.
Hann segist þó
vona að menn áttí
sig á þeim sanna
og hreina tóni
sem er að finna í
tónlist hans sem
að sögn kemur
beint frá hjart-
anu.
Billy Bob
Thornton
Hann hefur verið
frægur ieikari og
frægur eiginmaö-
ur en vill veröa
frægur söngvari.
Eitt laga hans var á geisladiski
sem fylgdi með timaritinu Us og
einn blaðamanna þar var ekki sér-
lega hrifinn. í umsögn Jeanette
Wails sagði að Thomton urraði,
gólaði og talaði í stað þess að
syngja. Thomton segist sjálfur
syngja eiris og Leonard Cohen og
Tom Petty en blaðamaðurinn segir
að blandan minni meira á Gregg
Allman og William Shatner. Sem-
sagt ömurlegt.
Margur er rámur en syngur samt,
segir íslenskt máltæki og það á greini-
lega vel við í tilfelli Billy Bobs en það
er verst ef enginn viil hlusta.
Helgartilboð til
London
í september
f rá 19.720,-
Heimsferðir bjóða nú einstök helgartilboð til
London í september. Komið til London á föstudegi
og flug til baka á mánudagi og í London bjóðum
við þér úrval hótela á frábæru verði. 7. sept. 14.
sept. 21. sept. 28. sept.
Kr. 19.720 Kr. 29.990
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Flug Flug og Bayswater lnn hótelið, í 3 metur.
og skattar. M.v. 2 í herbergi, skattar innifaldir.
Heimsferðir
Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Smaauglysingar
allt fyrir heimilið 1
550 5000
Sumargiot
að verMf ^ ,5®
PORTUCAL
Ávísun gildir
65.ooo kr.
50.000 kr.
65.ooo kr.
50.000 kr.
50.000 kr.
50.000 kr.
Brottför
07. september
2I. september
28. september
05. október
12. október
I9. október
Bókunarstaða
7 sæti laus
I7 sæti laus
24 sæti laus
örfá sæti laus
laus sæti
laus sæti
Lengd dvalar
2 eða 3 vikur
1.2 eða 3 vikur
1.2 eða 3 vikur
1,2 eða 3 vikur
I eða 2 vikur
I vika
Nú eru síðustu forvöð fyrir áskrifendur DVað tryggja sér ódýra
sumar- eða haustferð í sólina meðferðaávísun DV og Sólar.
• Málið ereinfalt
Efþú ert áskrifandi bíður ávísunin þess að þú sækir hana í
afgreiðslu DV að Þverholti v. Efþú ert ekki áskrifandi bjóðum við
þérað skuldbinda áskrift til a.m.k. 12 mánaða og ávísunin erþín.
KYPUR
Ávísun gildir
65.000 kr.
65.000 kr.
Bókunarstaða
6 sæti laus
laus sæti
Lengd dvalar
2 vikur
2 vikur
Brottför
03. september
17. september
Verðdæmi á mann ívikuferð til Portúgals 21. september m.v. tvíbýli á Santa Eutálía
Askrifendur DV greiða
m.sk. • lágmark 2 í Studio/íbúð
Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Sólar, Grensásvegi 22, sími 5450 900. www.sol.is