Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Aldur °g fyrri störf Ólafs Ólafur Kjartan nam viö Söng- skólann í Reykjavík hjá Guö- mundi Jónssyni og viö Royal Academy of Music í London en síöar viö Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk þaðan meistaraprófi í óperu- söng sumariö 1998. Hann er ekki ókunnur á sviöi íslensku óperunnar því hann söng hlutverk Shaunards í La Bohéme síbastliölnn vetur og hlutverk Tarquiniusar í Lúkretía svívirt áriö 2000. Á námsárum sínum í Bret- landi tókst Ólafur Kjartan á viö hlutverk eins og Escamillo í Carmen, Sulpice í Dóttur herdeildarinnar, Bartolo í Rak- aranum í Sevilla og Garibaldo í Roselinde. Hann hefur einnig sungiö Rgaró í Brúö- kaupi Fígarós, Guglielmo í Cosi fan tutte, Leporello í Don Giovanni og Sld í Albert Herring. Ólafur Kjartan hefur tekið þátt í flutningi Sköpunarinnar eftir Haydn á Covent Garden Festival, sungiö Requiem eftir Mozart meö Sinfóníunni í London og starfaö meö Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hann hefur komiö fram á fjölda tónleika í Bretlandi, Frakklandi og á íslandi og auk þess í BBC Radio í Skotlandi. PÁÁ Kynlrf Þaö er alltaf sama stuðið á einkamal.is. Þessi vefur hefur held- ur betur slegið í gegn og eru notend- ur nú yfir 17.000. Kerfið er alltaf að batna og nú skrá notendur sig inn undir sérstökum flokkum allt eftir ásetningi og innstu þrám. Flokkarn- ir eru: vinátta/spjall, stefnumót, skyndikynni, pör og BDSM (bindi-, drottnunar-, sadó- og masókistaleik- ir og munalosti). I skráningu er lika beðið um upplýsingar eins og kyn- hneigð, landfræðilega staðsetningu, aldur, augnlit, háralit og þyngd og allar þessar upplýsingar gera svo leitina að hinum eina rétta, eða þeirri einu réttu, mun auðveldari en ella. Til að mynda er hægt að leita að 39 ára, 80-90 kílógramma, 190 sm löngum, ljóshærðum karl- manni meö grænblá augu á Vestur- landi með áhuga á spjalli og vináttu. Eða 45 ára, 170 sm hárri, 70 kíló- gramma þungri, dökkhærðri og brúneygðri konu á höfuðborgar- svæðinu með BDSM-kynlif í huga. Já, hugsið ykkur bara að vakna á mánudagsmorgni með óslökkvandi þorsta í skyndikynni viö 30 ára, 75-80 kílógramma, rauðhærðan og græneygan karlmann og hafa raun- verulegan möguleika á að svala þeim þorsta ... Svona er nú tölvuöld- in yndisleg. Það er misjafnt hverju notendur vefsins leita að en áður- nefnt flokkunarkerfi og frjáls texti Barítonar endast best - Ólafur Kjartan Sigurðarson, fyrsti fastrádni óperusöngvarinn á íslandi, talar um sönginn, Töfraflautuna, múturnar og brúökaupsferðina Ólafur Kjartan Siguröarson barítonsöngvari Hann er fyrsti fastráöni söngvarinn viö íslensku óperuna sem hlýtur aö teljast tímamótaviöburöur. Á mánudaginn undirritaði Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngv- ari fastráðningarsamning við ís- lensku óperuna til tveggja ára. Með þessu skráir Ólafur nafn sitt á spjöld íslenskrar tónlistarsögu því slíkur samningur hefur aldrei verið gerður áður en draumar íslenskra söngvara hafa áratugum saman snúist um samninga af þessu tagi. íslenska óperan er rúmlega 20 ára gömul og meö þessum samningi má segja að hún standi loksins jafnfæt- is Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljóm- sveit íslands en báðar þessar stofn- anir hafa fastráðið listamenn til starfa í marga áratugi. Þessi samningur markar því tímamót og upphaf en það stríðir um leiö gegn íslenskri alþýðutrú að undirrita hann á mánudegi. íslensk- ir aflaskipstjórar hefja helst aldrei sjóferð á mánudegi og enginn vill gifta sig á mánudegi. Fyrir innan glerið Blaðamaður DV hitti fyrsta söngvara íslensku óperunnar á kaffihúsi á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis þar sem heitir Hús málarans og hefur lengi verið líkt og hverfispöbbur söngvara og starfsfólks Öperunnar þótt Ólafur upplýsi mig um að hinn dularfulli Næstibar beint á móti Óperunni veiti harða samkeppni. Það er flnt að sitja við gluggann og horfast í augu við vegfarendur í Bankastræti og skemmtileg tilviljun að þegar við höfum rétt hafiö samtal vort þá gengur Bjarni Daníelsson óperu- stjóri hjá og verður strax áhyggju- fullur á svip þegar hann sér sinn að- alsöngvara í svo vafasömum félags- skap. „Mér finnst þetta stórkostlegt tækifæri og góð byrjun á því hlut- verki sem íslenska óperan vill rækja með því að vera nokkurs kon- ar bakland fyrir íslenska söngvara. Ég geri þennan samning til tveggja ára og það er innifalið í honum að Islenska óperan gefur mér færi á að grípa þau atvinnutækifæri sem mér kunna að bjóðast annars staðar, eins einkennilega og það kann að hljóma," segir Ólafur Kjartan. Hugsa til frumherjanna „Á þessum tímamótum verður mér hugsað til frumherjanna, allra þeirra íslensku söngvara sem hafa í raun unnið að því árum saman að þetta yrði að veruleika. Án þeirra hefði þetta aldrei gerst.“ Umrædd fastráðning söngvara er samkvæmt stefnu nýrrar stjórnar og listráðs íslensku óperunnar sem tók við embætti seint á síðasta ári. í janúar á þessu ári var auglýstur prufusöngur eða áheyrnarsöngur vegna þessara fastráðninga og alls munu um 60 söngvarar hafa mætt og sungiö eins vel og þeir gátu. Úr þeim hópi voru fimm valdir og þeim gefinn kostur á fastráðningar- samningi en þegar samningavið- ræður hófust heltust allir úr lest- inni nema Ólafur Kjartan. Hvers vegna? „Það er eðli þessa starfs að það er erfitt að skipuleggja feril sinn langt fram í tímann og óperusöngvarar eru alltaf með allar klær úti að verða sér úti um hlutverk og störf hér og þar í heiminum. í þessu tilviki voru það ýmist at- í víglínunni sem notendur geta bætt við gefur hugmyndir um væntingar og þrár þess sem auglýsir. Þessir textar eru afskaplega misjafnir en gefa þó oft vísbendingu um andlegt atgervi þeirra sem skrifa; ef það skyldi skipta einhvem máli. Stundum eru þetta fjálglegar lýsingar á mann- kostum og menningarþorsta. Þessi væri líklega í stefnumótaflokknum undir dulnefninu romantik34: „Há- skólamenntaður og huggulegur fag- urkeri óskar eftir að kynnast snyrti- legri og greindri konu til að njóta með lífsins lystisemda. Ég er barn- góður, rómantískur og þægilegur í umgengni. Leikhús, klassískar bók- menntir og tónleikar eru ofarlega á vinsældalistanum, það eina sem vantar er sálufélagi af hinu kyninu til að njóta með mér.“ Aðrir eru mun opinskárri um frumþarfirnar. Þessi væri örugglega í leit að skyndikynnum undir dulnafninu gradursleikir: „Stæltur strákur leitar að góðu kynlífi. Er flottur og hugsa vel um líkamann. Stelpur yfir 70 kg geta Ragnheidur Eiriksdóttir skrifar um kyniíf sleppt því að svara. Elska að sleikja píkur og hef gott úthald. Það sem ég vil er 100% kynlíf og engar skuld- bindingar." Fyrir konur er kappnóg að setja inn auglýsingu með lág- marksupplýsingum og skilaboðin fara að hrúgast inn enda eru 75% notendanna karlmenn. Svo er líka hægt að skoða auglýsingar og velja álitlega pennavini úr eftir smekk. Ert þetta þú? Fyndnast er að lenda í því að þekkja þann sem situr á hinum enda rafleiðslunnar. Það hefur til að mynda hent mig tvisvar. Spjall og spurningar hafa smám saman leitt hið sanna í ljós. Við búum í agn- arsmáu þjóðfélagi og þess vegna skil ég ekkert í öllum körlunum sem eru þarna inni, harðgiftir í leit að kyn- ferðislegu leynikryddi. Þeir gætu allt eins lent í heitu spjalli við eigin- konu sína án þess að hafa hugmynd um það. Slíkt mundi annaðhvort leiða til endurvakins kynferðisblossa eða skilnaðar geri ég ráð fyrir. Svo eru það pörin. Það er al- kunna að hérlendis er eins og ann- ars staöar allnokkuð af fólki sem hefur áhuga á að víkka sinn ástar- sjóndeildarhring með því að njótast með fleiri en einum mótaðila í einu. Stundum eru þetta rólupör (e. swingers) sem hitta önnur rólupör og sikksakka fram og til baka, stundum pör sem bjóða stökum karli eða konu að gista endrum og sinnum, stundum til þess að gera einhleypt fólk sem leiðir saman hesta sína í hópreið og stundum lendir fólk hreinlega í einhvers kon- ar tilviljunum ... Einkamálavefurinn virðist ágætis vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á hópíþróttum af þessu tagi. í para- flokknum er slatti af auglýsingum frá fólki sem virðist nokkum veg- inn í lagi, í það minnsta við fyrsta lestur. Þó er sjálfsagt þarna eins og ann- ars staðar á þessum vef, að fara að öllu með gát því inn á milli er allt eins víst aö leynist einstaklingar með misjafnan ásetning. Hvað sem þessu líður þá eiga forsprakkar vefsins heiður skilinn fyrir fram- takið. Vígvöllur einhleypra hefur stækkað til muna og möguleikarnir aukist. Húrra fyrir því!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.