Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
27
I>V
Helgarblað
Ólafur er nýgiftur eftir 12 ára sambúö.
Hann situr hér meö eiginkonu sinni Sigurbjörgu Bragadóttur og börnunum þremur, Fjölni, Ásgeröi og Brynju.
vinnulegar eða persónulegar að-
stæður sem urðu þess valdandi að
hinir fjórir treystu sér ekki til að
skrifa undir. Þetta kann að koma
mönnum spánskt fyrir sjónir því
það er erfitt fyrir óperuhús að hafa
aðeins einn söngvara og einleiksóp-
erur afar fáar en þetta er byrjunin
og stjórn Óperunnar ákvað að halda
sínu striki og skrifa undir minn
samning þrátt fyrir allt.“
Ó, söngelska þjóö
Ólafur Kjartan á ekki bara að
syngja því í samningi hans felst
einnig að hann taki þátt i mótun
fræðsluefnis til kynningar á starf-
semi íslensku óperunnar og óperu-
tónlist almennt og hann segist
hlakka mjög til að takast á við þann
hluta starfsins.
„íslendingar eru söngelsk þjóð
sem gerir miklar kröfur til sinna
söngvara en þeir þurfa að vera ansi
hreint flölhæfir og duglegir ef þeir
eiga að geta lifað af söngnum einum
saman og það hafa aldrei margir
gert í einu á hverjum tíma.
Það er skylda okkar að búa
söngvurum það starfsumhverfi sem
fastráðning ein getur boðið og
þarna tel ég að fyrsta skreflð sé stig-
ið.“
Kannast við Papageno
Fyrsta verkefni Ólafs Kjartans
samkvæmt nýbökuðum samningi
við íslensku óperuna er að syngja
hlutverk Papagenos í Töfraflautu
Mozarts sem á að frumsýna 22. sept-
ember næstkomandi.
„Papageno er afar skemmtilegt
hlutverk sem kennarar mínir fóru
snemma að minnast á að myndi ef-
laust henta mér vel og ég hef því
sungið stóra hluta af því áður en
aldrei í heild. Papageno er eiginlega
hálfur maður og hálfur fugl og er
eiginlega partur af dýrinu í okkur
öllum meðan Tamínó er þessi bjarta
og heiðarlega hetja.
Töfraflautan er afar vinsæl og
mér finnst að það megi engin kyn-
slóð vera án þess að sjá hana að
minnsta kosti einu sinni."
Það eru áætlaðar tólf sýningar á
„Flautunni" eins og mér skilst að
óperusöngvarar kalli þetta vin-
sælasta stykki óperubókmennta
heimsins. Það er sagt að bæði Em-
anuel Shikaneder textahöfundur og
Mozart hafi verið frímúrarar og
stykkið sé samið undir miklu áhrif-
um frá þeirri merku leynireglu. Það
er sérkennileg og skemmtileg tilvilj-
un að um þessar mundir er haldið
upp á 50 ára afmæli Frímúrararegl-
unnar á íslandi.
Er þetta poppópera?
Það vekur athygli að Hilmir Snær
„Ég byrjaði ungur að
lœra á fiðlu og hélt
mig lengi við hana en
segi stundum að ég
geti glamrað á mjög
mörg hljóðfæri en
kunni ekki vel á neitt
þeirra. Ég söng mikið
sem barn og á meðal
annars sexfalda rödd
mína í englakór með
Ellý Vilhjálms þar sem
hún syngur Ave María.
Ég var í Hamrahlíðar-
kórnum á námsárun-
um og fór eftir það að
lœra söng og hef ekki
litið upp síðan. “
Guðnason leikari situr í stól leik-
stjóra við þessa uppfærslu og Selma
Björnsdóttir, söngvari og dansari,
semur dansana meðan Vytautas
Narbutas hannar búninga. Allt er
þetta ungt hæfileikafólk sem hefur
getið sér afar gott orð innan veggja
leikhússins en lítt verið orðað við
óperur. Verður þetta einhvem veg-
inn öðruvísi Töfraflauta en við eig-
um að venjast?
„Töfraflautan er leikhúsverk í
eðli sínu, meira en óperur almennt
eru og ég held að þetta verði mikil
leikhússýning. Þetta er ein af fyrstu
alíslensku uppfærslunum af þessari
stærðargráðu og mjög spennandi að
sjá hvað þetta unga fólk ætlar að
gera.“
Emil fer í óperuna
Þetta er í þriðja sinn sem
Töfraflautan er sett upp af íslensku
óperunni en fyrsta uppsetningin er
Ólafi Kjartani sérstaklega minnis-
stæð af mjög sérstæðum ástæðum.
„Ég söng mikið sem barn og með-
al annars söng ég inn á hljómplötu
hlutverk Emils í Kattholti þegar ég
var 10 ára á móti Margréti Örnólfs-
dóttur sem söng ídu. Síðast þegar ég
vissi fékkst þessi plata enn í búðum.
Þetta ásamt öðru leiddi til þess að
þegar Töfraflautan var sett upp í
fyrsta sinn þá gafst mér færi á að
syngja prufusöng fyrir hlutverk
eins þriggja ungsveina sem koma
fram. Ég var óskaplega spenntur
yfir þessu og mætti niður i Gamla
bíó. Þar sem ég stóð á sviðinu við
flygilinn og ætlaði að syngja brast
röddin því á þessu augnabliki upp-
götvaði ég að ég var kominn í mút-
ur,“ segir Ólafur Kjartan.
Þarna var semsagt að springa út
sú barítonrödd sem Ólafur hefur nú
tamið og fágað um árabil og hann
reynist vera sammála skrifara um
að baritónn sé hið náttúrulega birt-
ingarform karlmannsraddarinnar.
„Við endumst lika betur en erum
lengur að þroskast en tenórarnir.
Þetta sést best á því að Guðmundur
Jónsson, stórhöfðingi og fyrrum
kennari minn, söng í brúðkaupinu
mínu fyrir skömmu, 82 ára gamall."
Nýkominn úr brúðkaupsferð
Ólafur Kjartan er nefnilega ný-
giftur Sigurbjörgu Bragadóttur sem
er reyndar sambýliskona hans til 12
ára og móðir þriggja barna sem þau
eiga saman. Þau eru Fjölnir, 11 ára,
Ásgerður, 7 ára, og Brynja, eins árs.
Ölafur mætti viku of seint til æf-
inga á Töfraflautunni því hann var
ásamt nýbakaðri eiginkonu sinni í
brúðkaupsferð um Suður-Frakk-
land. Þau voru þrjú saman á ferð
því þótt börnin væru heima hjá afa
og ömmu var Papageno með i för-
inni.
„Okkur fannst eiginlega tími til
kominn að stíga þetta skref. Við höf-
um verið á flakki milli landa og
milli borga nánast alla okkar sam-
búð en nú er hirðingjalífinu lokið
og staðfesta tekur við um einhvern
tíma.
Þetta var frábært ferðalag. Við
vorum lengi í íbúð rétt hjá Mont-
pellier í Frakklandi og vorum aðal-
lega að hvíla okkur, sofa, borða og
læra Töfraflautuna. Brúðkaup er
eiginlega eina afsökunin sem fólk
hefur til að fara í frí og ferðalag án
barnanna.“
Stóra tónlistarfjölskyldan
Ólafur er fæddur inn i mikla tón-
listarfjölskyldu því hann er sonur
Sigurðar Rúnars Jónssonar tónlist-
armanns, sem flestir þekkja sem
Didda fiðlu, en hann er aftur sonur
Jóns Sigurðssonar, kontrabassaleik-
ara í Sinfóníuhljómsveit íslands og
víðar, sem oft er kallaður Jón bassi.
Það er alveg augljóst að Ólaf vantar
eiginlega gælunafn tengt tónlist. En
var mikið sungið á þínu heimili?
„Ég byrjaði ungur að læra á fiðlu
og hélt mig lengi við hana en segi
stundum að ég geti glamrað á mjög
mörg hljóðfæri en kunni ekki vel á
neitt þeirra. Ég söng mikið sem
barn og á -meðal annars sexfalda
rödd mína í englakór með Ellý Vil-
hjálms þar sem hún syngur Ave
María. Ég var í Hamrahlíðarkórn-
um á námsárunum og fór eftir það
að læra söng og hef ekki litið upp
síðan.“
Ólafur Kjartan er einbirni en fað-
ir hans er einn af átta systkinum.
Er það gott veganesti fyrir söngvara
að vera einbirni?
„Ég veit það ekki. Yngstu föður-
systkini mín eru á líkum aldri og ég
og fjölskylduböndin þétt svo ég upp-
lifði mig sennilega aldrei sem ein-
birni. Ég býst við því að ég sé nokk-
uð frekur en það er sennilega bara
betra.“ PÁÁ
-------------------------->
Kawasaki
fjórhjólin
traust & lipur
KLF 220 2WD. 620.000 m/vsk.
KVF 300 4WD, h/l drif. 839.000 m/vsk.
KVF 400 4WD, h/l drif. 949.000 m/vsk.
Stórsýning
í Laugardal!