Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
DV
Alexander Björn Gíslason, heimilis-
laus Reykvíkingur, ætlar í mál við
borgina fyrir sína hönd og annarra
heimilislausra sem hann segir skipta
hundruöum. Fólk sefur í geymslum,
stigagöngum og tjöldum eöa ráfar
um göturnar.
Alexander Björn Gíslason er 38 ára
gamall Reykvíkingur sem hefur verið
heimilislaus í sex ár. Hann hefur búið
undanfamar vikur í skjóli Félagsþjón-
ustunnar á gistiheimili á Bugðulæk en
því fyrirkomulagi lýkur fyrsta septem-
ber sem er í dag. Á morgun á Alexand-
er afmæli og þá verður hann 39 ára.
Hann veit ekkert hvað tekur við annað
en gatan.
Alexander hefur vakið athygli
vegna þess að þrátt fyrir eymd sína
hefur hann ráðið sér lögfræðing og
hyggst stefna Reykjavíkurborg í krafti
þess lagabókstafs sem segir að skylda
stofnunarinnar sé að útvega þeim hús-
næði sem af einhverjum ástæðum ráða
ekki við það sjálfir.
Eins og Oliver Twist
Þegar þetta spurðist út í borgarkerf-
inu var Alexander óðar boðaður á fund
félagsmálayfirvalda sem buðust til
þess að útvega honum íbúð þegar í
stað en höfðu skömmu áður skilgreint
stöðu hans svo að tveggja ára bið hið
minnsta væri eftir íbúð. Alexander af-
þakkaði pent og kaus að líta svo á að
með þessu væru yfirvöld að kippa hon-
um fram fyrir röðina til þess að losna
við málsóknina.
„Ég var eitthvað slapp-
ur og fór til lœknis í
blóðrannsókn. Þegar ég
fór svo í viðtal sá ég
skjal fremst í möpp-
unni hans þar sem stóð
að ég vœri HlV-smitað-
ur. Þannig frétti ég
það. Hann hefur sjálf-
sagt haldið að ég vissi
þetta og ég er ekkert að
áfellast hann. “
Það er eitthvað við þetta mál sem
minnir á atriðið í sögunni um Oliver
Twist þegar hann fór sársvangur með
skálina sína aftur að borðinu á munað-
arleysingjahælinu og bað um meiri
graut. Það þótti hneyksli.
Það er deilt um það hve margir séu
heimilislausir í Reykjavík og það er
deilt um það hvemig eigi að skilgreina
eymd og heimilisleysi.
Yfirvöld virðast meta það svo að á
bilinu 50-80 manns séu heimilislausir.
Leigjendasamtökin telja að 3.000 íbúðir
vanti til að svara eftirspum eftir ódým
húsnæði. í apríl 2001 vom 552 umsókn-
ir um félagslegar leiguíbúðir á skrif-
borðum borgarkerfisins.
Af Klambratúni á Kaffi Skít
Meðan deilt er um skilgreiningar á
neyð sefúr fólk í görðum og á túnum
eða skrimtir í tjöldum yfir sumarið.
Það sefúr í geymslum og stigagöngum
eða um borö í bátum. Það reikar um
götumar án þess að eiga peninga fyrir
mat, stundum á kafi í neyslu áfengis
og eiturlyíja, stundum veilt á geði.
Stundum allt þetta. Menn leita at-
hvarfs á Kaffi Austurstræti, eða Kaífi
Skít eins og það mun vera kallað með-
al útigangsmanna, eða þeir beija upp á
hjá lögreglunni. Þar fá heimilislausir
oft að liggja inni og er kallað Hótel
Hilton meðal götufólks.
„Það em ekki til neinar tölur í kerf-
inu sem byggjandi er á sem sýnir sof-
andahátt og getuleysi Félagsþjónust-
unnar í Reykjavík. Ég vildi sjá ráð-
stefnu þeirra aðila sem málið varðar á
næstu mánuðum þar sem varpað yrði
upp þeirri mynd sem snýr að hverjum
og einum. Síðan mætti gera skýrslu og
knýja með hana á dyr stjórnvalda. Ég
veit að Leigjendasamtökin em í við-
ræðum við ASÍ og BSRB um slíka ráð-
stefnu og hvet alla sem málið varðar til
að hafa samband við Leigjendasamtök-
in,“ segir Alexander.
Enginn hlustaði
Ég hitti Alexander á kafílhúsi á
Rauðarárstíg og spurði hvers vegna
hann væri að gera þetta?
„Ég er búinn að tala við alla sem ég
get, frá borgarstjóra og niður úr. Það
gerir enginn neitt nema vísa hver á
annan. Ég er bara að leita réttar míns
samkvæmt lögum.
Ef þú ert með of lágar tekjur til þess
að geta leigt á venjulegum markaði þá
á Félagsþjónustan lögum samkvæmt
að hafa úrræði.
Það er mjög breiður hópur sem ræð-
ur ekki við þennan leigumarkað. Allir
sem ég hefi rætt við innan Félagsþjón-
ustunnar þekkja þennan vanda en geta
í sjálfu sér ekkert gert og þess vegna
átti ég engin úrrræði nema stefna
borginni," segir Alexander.
600 á götunni
Alexander segist halda að það séu
tæplega 600 manns sem séu í raun
heimilislaus á hrakhólum í Reykjavík
þótt tala þeirra sem þurfa á húsnæði
að halda sé nærri 3000. Hann getur í
fljótu bragði talið saman athvörf og
áfangaheimili sem rúma nokkur
hundruð manns sem eru að stórum
hluta heimfíisleysingjar.
Það er sagt í gamni um Alexander
að þar komi saman í einum og sama
manninum margir minnihlutahópar í
okkcir þjóðfélagi. Hann getur brosað
með viðmælanda sínum að þessu en
brosið ristir grunnt. Hann er 75% ör-
yrki vegna langvarandi óreglu, hann
er einstæður faðir, hann er heimilis-
laus og atvinnulaus og hann er HIV-
smitaður. En Alexander hefur ákveðið
að berjast til þrautar fyrir rétti sínum
og annarra sem eiga hvergi höfði sínu
að að halla.
Alexander þekkir vel heim útlaganna í Reykjavík.
Hér stendur hann viO dyr lögreglustöövarinnar viö Hlemm þar sem útigangsmenn fá oft aö sofa og er kallaö Hótel
Hilton í gamni.
Umsóknin týndist
Hann er snyrtilega klæddur og ekki
eins markaður af óreglu og ætla mætti.
Hann er vel máli farinn og talar yfir-
Alexander á aö baki langa sögu óreglu og erfiöleika.
Hann hefur veriö heimilislaus í sex ár en býr nú á gistiheimili á vegum Félagsþjónustunnar. Þeirri dvöl lýkur í dag c