Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 29
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
37
DV
Helgarblað
vegað og skipulega. Þetta er maður
sem hefur sett sér markmið og stefnir
að því að ná því. En hve oft hefur hann
sótt um íbúð hjá borginni?
„Ég sótti um íbúð 1996 en umsóknin
mín týndist í kerfinu. Það er ekkert
einsdæmi samkvæmt því sem margir
aðrir útigangsmenn hafa sagt mér. Síð-
an sótti ég aftur um i fyrra og þá var
mér sagt að afgreiðsla málsins gæti
tekið eitt ár.
í vor var mig farið að lengja eftir
einhverjum svörrnn og bar um skrif-
legt svar. Þá kom i ljós að ég var met-
inn með eliefu stig á einhvetjum
kvarða sem ég skil ekki alveg og bið-
tími eftir íbúð væri því í það minnsta
tvö ár.
Þetta sætti ég mig ekki við.“
Á 28 meöferðir að baki
Alexander ræður ekki við leigu á al-
mennum markaði þar sem 75% ör-
orkubætur hans eru rúmlega 50 þús-
und sem bætast við smávægUegar bæt-
ur frá Félagsþjónustunni svo heddar-
tekjur hans á mánuði eru 61 þúsund
krónur. Hann getur ekki komist inn á
Hjálpræðisherinn, áfangaheimili eru
engin lausn nema stuttan tíma og aug-
ljóslega getur hann ekki keypt fast-
eign.
Alexander á að baki langa sögu af
óreglu og eiturlyflaneyslu sem að hans
sögn hefúr varað frá unglingsaldri.
Hann hefur aðallega neytt áfengis,
lyfla og amfetamíns en stöðugt barist
við flknina og hefur farið í 28 áfengis-
meðferðir. Hann hefur enga menntun
utan skyldunám en margþætta starfs-
reynslu og rak meðal annars árum
saman sitt eigið fyrirtæki sem fólst í
rekstri þvottahúss og fatainnflutningi.
Eitt pennastrík
Hann sneri baki við því öllu árið
1995 í kjölfar hjónaskilnaðar og segist
sjálfur hafa eyðilagt allt með því einu
að taka tappann úr flöskunni og hefja
drykkju á ný eftir nokkmt hlé. Síðan
hefur hann verið á hrakhólum á göt-
um Reykjavíkur og ýmist gist á göt-
unni, í stigagöngum, geymslum eða úti
undir berum himni þegar hann hefur
ekki verið í meðferðum eða fengið að
liggja inni hjá vinum og kunningium
eða dvalist erlendis. Síðan þetta gerð-
ist hefur hann ekki stundað hefð-
bundna vinnu.
„Ég henti þessu frá mér með einu
pennastriki, tók pokann minn og hef
verið með hann síðan. Ég á þokkalega
fjölskyldu úti í bæ en ég hef ekkert
samband við hana og þaðan er engrar
aðstoðar að vænta.“
g þá tekur ekkert nema gatan viö.
'
SÍjll
Alexander Björn Gíslason er útlagi í Reykjavík.
Alexander segist halda að þaö séu tæplega 600 manns sem séu í raun
heimilislausir á hrakhólum í Reykjavík þótt tala þeirra sem þurfa á húsnæöi
aö halda sé nærri 3000. Hann getur í fljótu bragöi taliö saman athvörf og
áfangaheimili sem rúma nokkur hundruö manns sem eru aö stórum hluta
heimilisleysingjar.
Hústaka á Hverfisgötu
Alexander hefur leitað ýmissa leiða
í leit sinni að þaki yflr höfuðið.
„Ég og félagi minn gerðumst reynd-
ar hústökumenn á Hverfisgötu á síð-
asta ári og fluttum meira að segja lög-
heimili okkar þangað. Þar bjuggum
við í þrjá mánuði án vitundar eiganda
hússins en með fullri vitneskju Félags-
þjónustunnar."
Alexander segir að engum sé hleypt
inn á Hjálpræðisherinn nema með bréf
frá Félagsþjónustunni. Gistiheimilið í
Þingholtsstræti er mikið sótt af
drykkjumönnum og því forðast þeir
sem eru að reyna að halda sér frá
neyslu þann félagsskap. Menn sofa í
geymslum og stigagöngum og skríða
inn hjá kunningjum. Þeir sem eru í
neyslu leita á Kaffi Austurstræti og
Kaffi Stíg á Rauðarárstíg.
„Það sofa margir undir tröppum á
sumrin eða banka upp á hjá löggunni.
Þeir hafa verið mjög almennilegir við
fólk þótt ég hafi sem betur fer aldrei
leitað þangað sjálfviljugur. Menn sofa í
sturtunum á tjaldstæðunum og hér og
þar.
Menn eru inni á börunum. í fyrra
svaf 5-6 manna hópur á Klambratúni
og þaðan er stutt hér eftir Rauðarár-
stígnum með viðkomu í sjoppunni
Draumnum og út á Hlemmtorg. Þar er
botninn en margir leita skjóls hjá Sam-
hjálp á Hverfisgötunni."
Alger vítahringur
Eftir hjónabandið á Alexander tvö
börn, 12 og 6 ára sem hann hefur lítið
sem ekkert getað sinnt með eðlilegum
hætti og telur hann það vera brot á
mannréttindum sínum og þeirra.
„Þetta er alger vítahringur og
stjómvöld hafa ekkert gert til þess að
reyna að leysa þessi mál. Þegar það
fréttist að ég væri kominn með lög-
mann var ég kallaður á fund og þá var
mér lofað íbúð í næstu úthlutun. Mitt
svar var nei. Þeir verða fyrst að útvega
þeim 100-150 manns sem eru á undan
mér á listanum íbúð.
Kerfið í heild og félagsmálayfirvöld
hafa árum saman verið að nauðga
líknarfélögum eins og Byrginu og fleir-
um. Þangað er fólki sem er á götunni
ýtt markvisst en þessum sömu félög-
um eru skammtaðir smáaurar frá
borginni til þess að sinna skyldum sem
hún vanrækir.
Það er erfitt að meta hver er á göt-
unni og hver ekki en það er öruggt mál
að það kemst enginn inn á þennan
biðlista nema hann búi við mjög erfið-
ar aðstæður."
- En hvemig getur heimilislaus ör-
yrki ráðið sér lögfræðing?
„Við teljum rétt okkar til gjafsóknar
skýlausan og höfum sótt um hana.
Verði því hafnað þá hef ég orðið var
við mikinn áhuga ónefndra aðila á að
styrkja þetta mál og til þeirra munum
við leita.“
Líf útlaganna
Á gistiheimilinu fær Alexander gist-
ingu og morgunmat en þær tekjur sem
hann hefur draga í rauninni mjög
skammt þegar kemur til þess að fæða
sig og klæða og sinna lágmarksgrunn-
þörfum. Hann segir að oftar en ekki sé
hann nær peningalaus um miðjan
mánuð en segist í raun vera meðal
þeirra heppnu því hann hafi góða gist-
ingu um þessar mundir. En hvað tek-
ur svo við?
„Maður hefur ekki til hnifs og skeið-
ar og lífið gengur út á að bjarga sér.
Um helgar eru engin athvörf opin í
Reykjavík. Þá reika hinir heimilis-
lausu um götumar og maður sér stöku
sinnum nunnur sem ganga um meðal
smælingjanna og gefa þeim kaffi og
samlokur. Þessi hjálp kemur að utan
sem er kaldhæðnislegt en staðfestir að
úrræðin eru nákvæmlega engin.“
Eins og dauöadómur
Alexander hefur flækst um allan
heim og kynnst fólki í öllu mannfélags-
stiganum, allt frá ráðamönnum yfir til
útigangsfólks. Hann segir út í hött að
bera Reykjavík saman við aörar stór-
borgir þar sem víðast hvar séu neyðar-
athvörf fyrir útigangsfólk sem taki við
þegar önnur úrræði þrjóti.
Einhvers staðar á þessum þvælingi
hefur Alexander lent í heldur óheppi-
legum félagsskap því í ágúst í fyrra
uppgötvaðist fyrir tilviljun aö hann
væri HlV-smitaður.
„Ég var þá staddur í Hegningarhús-
inu þar sem ég var að afplána eina
dóminn sem ég hef fengið fyrir slags-
mál. Ég var eitthvað slappur og fór til
læknis í blóðrannsókn. Þegar ég fór
svo í viðtal sá ég skjal fremst í möpp-
unni hans þar sem stóð að ég væri
HlV-smitaður. Þannig frétti ég það.
Hann hefur sjálfsagt haldið að ég vissi
þetta og ég er ekkert að áfellast hann.“
- Veistu hvernig eða hvenær þú
smitaðist?
„Nei. Læknarnir segja að ég hafi
sennilega verið smitaður síðan 1999.“
- Hvemig varð þér við?
„Þetta er að sumu leyti eins og
dauðadómur og það komu dagar sem
vom mér afar erfiðir. Ég er að reyna
að lifa með þessu. Þetta er afleiðing af
minni neyslu og ég get ekkert gert
nema sætta mig við það.“
- Sérðu fyrir þér leið út úr stöð-
unni?
„Þegar húsnæðismálin em í höfn þá
get ég tekist á við næstu tröppu sem er
vinnumarkaðurinn. “
- Hvernig halda menn andlegri
reisn og sjálfsvirðingu í þessum erfiðu
aðstæðum?
„Ég geri það með því að beijast fyr-
ir þessum málstað og með því að tala
um þessi mál við til dæmis fólk eins og
þig. Ég á góðan bandamann og trúnað-
arvin sem ég blæs út við og hann
skammar mig í staðinn." PÁÁ
Kaffi Austurstræti.
Athvarf þeirra útigangsmanna sem
enn eru í neyslu.
Hlemmur
Höfuöstöövar útigangsmanna í Reykjavík. Hérgeta menn setiö daglangt í friöi.
Samhjálp á Hverfisgötu.
Hér leita menn skjóls en Alexander segir hiö opinbera nauöga líknarfélögum
eins og Samhjálp.
Draumurinn
Áfangastaöur á leiö útlaganna frá Klambratúni út á Hlermm.
Hvað eru marg-
ir á götunni?
Eins og fram kemur í viðtalinu
við Alexander Björn Sveinsson er
deilt um fjölda heimilislausra í
Reykjavík. Alexander gerði eftir-
farandi úttekt á stöðunni og naut
við það fulltingis Leigjendasam-
takanna.
Gistiskýlið: 184 einstaklingar
gistu árið 2000, Rauði krossinn
telur 12 börn vera á götunni
(Mbl. 16.6 2001)
Byrgið: 226 á götunni.
Einstaklingar á áfangaheimil-
um: 140
Einstaklingar á gistiheimilum: 30
Á hrakhólum hjá ættingjum:
ca 600
Óstaðsettir í hús í Reykjavík:
290
Á biðlista ÖRBÍ eftir húsnæði:
450
Á biðlista Stúdentaráðs eftir
húsnæði: 440
Á biðlista Félags einstæðra for-
eldra: 70
Á biðlista hjá Svæðisskrifstofu
fatlaðra: 132
Á biðlista Félagsþjónustu
Reykjavíkur í ágúst sl.: 601
Á skrá leigumiðlana: 320
Alexander telur að 592 af þess-
um hóp séu á algerum hrakhólum.
Leigjendasamtökin telja 3.000
íbúðir vanta til að sinna brýnustu
þörfinni og þessar tölur ættu að
skýra að einhverju leyti hvernig
sú tala er fundin.
Sjö dóu
„Sjö einstaklingar, sem verið
hafa skjólstæðingar skýlisins
mörg undanfarin ár, létust á ár-
inu. Sumir þeirra alltof ungir, því
miður. Þannig var einn 28 ára,
annar 30 ára, tveir 33 ára, tveir 35
ára og loks einn 67 ára. Ekki fund-
ust úrræði sem leyst gátu þessa
einstaklinga úr viðjum mikillar
áfengissýki. Er það miður eins og
miklum fiárhæðum er varið til
meðferðar áfengissýki í þjóðfélag-
inu.“
(Úr ársskýrslu Gistiheimilisins
fyrir áriö 2000)