Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 46
* 54
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________py
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
s «
li 1. sept.
90 ára
Rósa Pálsdóttir,
€gisgrund 14, Skagaströnd.
35 ára_________________________
3uðjón Magnússon,
tleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
luðrún Hjartardóttir,
trahólum 4, Reykjavík.
30 ára_________________________
-tulda Jónsdóttir,
Skarðshlíð 14a, Akureyri.
Ingibjörg Pétursdóttir,
Mýrarbraut 2, Blönduósi.
Jón Páll Pétursson,
Noröurbrún 1, Reykjavík.
Margrét Ólafsdóttir,
Kópavogsbraut lb, Kópavogi.
Svana Jónsdóttir,
Sólheimum, Ólafsfirði.
75 ára_____________________
Haukur Magnússon,
Brekku, Blönduósi.
Sveinbjörn Ingimundarson,
Álfaskeiöi 43, Hafnarflröi.
70 ára_____________________
Beta Guðrún Hannesdóttir,
Hamrabergi 7, Reykjavík.
Ólöf Guðlaug Sigurðardóttir,
Garðabraut 3, Akranesi.
60 ára_________________________________
Ester Óskarsdóttir,
Kirkjuvegi 20, Vestmannaeyjum.
Jakobína Ólafsdóttir, fyrr-
um bóndi í Hellutúni, Lauf-
skálum 3, Hellu verður
sextug í dag. Jakobína er
fædd og uppalin í Hellu-
túni! Ásahreppi í Rangár-
vallasýslu. Eiginmaður
hennar var Gylfi Jónasson bóndi, f.
30.11. 1937. Hann lést 2.3. áriö 2000.
Jón Hákon Jónsson,
Reykjavík.
Conný Hansen,
Torfufelli 11, Reykjavlk,
veröur sextug I dag. Hún
og eiginmaður hennar,
Baldur Sveinn Scheving,
verða að heiman í dag.
Ingibjörg Aradóttir,
Espigerði 4, Reykjavík.
Óli Guðmarsson,
Hamraborg 34, Kópavogi.
Ólöf Árný Antonsdóttir,
Laxakvísl 29, Reykjavlk.
Sigurbjörg Rósa Þórhallsdóttir,
Tjaldanesi 17, Garðabæ.
Sigrún G. Sigurðardóttir,
Krummahólum 4, Reykjavík.
. Þórey Sveinsdóttir,
Kambaseli 18, Reykjavík.
Fjarðarasi 12,
50 ára
40 ára___________________________
Dísa Guðrún Sverrisdóttir,
Hellisbraut 8b, Króksfjarðarnesi.
Elísabet Björg Gunnarsdóttir,
Kambageröi 4, Akureyri.
Guðrún Einarsdóttir,
Dofrabergi 25, Hafnarfirði.
Laufey Kristjánsdóttir,
Laugartúni 13, Akureyri.
Sigurjón Runólfsson,
Furugrund 39, Akranesi.
Særún Sigurðardóttir,
Hrafnhólum 4, Reykjavík.
Sigurður Guðmundsson kennari, Austur-
brún 2, Reykjavík, andaðist á hjarta-
deild Landspítala Fossvogi þriðjudaginn
28. ágúst.
Gunnar Óli Ferdinandsson, Sóltúni 8,
áður Langholtsvegi 166, Reykjavík, lést
fimmtudaginn 30. ágúst.
Inga Berg Jóhannsdóttir, Hlíðarhúsum
3-5, Reykjavík, áður Sléttuvegi 11, lést
á Landspítalanum Fossvogi miðvikudag-
inn 29. ágúst.
Baldvin Rúnar Helgason, Smyrlahrauni
37, Hafnarfiröi, lést aðfaranótt miðviku-
dagsins 29. ágúst á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi.
Sjötug
Guðrún Anna Kristjánsdóttir
húsmóðir
Guðrún Anna Kristjánsdóttir
(Dúna), húsmóðir og fyrrum ræsti-
tæknir, Furulundi 13F, Akureyri,
verður sjötug á morgun.
Starfsferill
Guðrún Anna fæddist að Básum í
Grímsey í Eyjafjarðarsýslu en fór
fjögurra ára að Núpi í Dýrafirði og
flutti svo síðar til Akureyrar. Guð-
rún Anna stundaði nám við Núps-
skóla i Dýrafirði og við Húsmæðra-
skóla Akureyrar 1949-50. Hún
stundaði húsmóðurstörf í rúm
fimmtíu ár og ræstitæknir í tuttugu
og fjögur ár.
Guðrún Anna átti heima á Hjalt-
eyri í sextán ár þar sem maður
hennar var vélfræðingur við síldar-
verksmiðjuna um tuttugu ára skeið.
Hún er félagi í Kvenfélagi Akureyr-
arkirkju og starfar í Rebekku-
stúkunni nr. 2 Auði Oddfellowregl-
unni.
Fjölskylda
Guðrún Anna giftist 2.9. 1950 Sig-
mundi Óla Reykjalín Magnússyni, f.
4.12. 1923, fyrrv. umdæmisstjóra
Vinnueftirlits ríkisins á Norður-
landi eystra, en hann er sonur
Magnúsar Símonarsonar, hrepp-
stjóra í Grímsey, og Siggerðar
Bjarnadóttur húsfrúar.
Böm Guðrúnar og Sigmundar:
1) Þórir Ottó, f. 12.12. ‘50, d. 3.2.
‘73. Sambýliskona hans var Svan-
hildur Björk f. 4.6. ‘47, d. 20.9. ‘93.
Þeirra sonur er Þórir Sigmundur f.
8.10. ‘73, íþróttakennari á Selfossi,
kvæntur Guðrúnu Erlu Gísladóttur
iþróttakennara. Þeirra börn eru
Gísli Fannar og óskírð dóttir, sonur
Guðrúnar er Atli Jakob.
2) Þórný Krístín f. 11.05. ‘54, fyrrv.
bankamaður og verslunarmaður í
Reykjavík, var gift Guðmundi Sig-
urbjörnssyni húsasmiði. Þeirra
börn eru: Björn Þór Guðmundsson
f. 12.9. ‘74, húsasmiður, í sambúð
með Unni Ingimundardóttur, hans
börn eru Aníta Lind og Guðmundur
Hreiðar; Arna Rún f. 01.08. ‘78, leið-
beinandi, hennar börn eru Alex-
andra Gná og ísabella Gná.
3) Stefanía Gerður f. 09.06. ‘58
leikskólakennari og tæknifulltrúi á
Akureyri, gift Helga Jóhannessyni
verkfræðingi, þeirra börn eru:
Anna Kristín, f. 5.11. ‘77, leikskól-
stjóri, í sambúð með Smára Sigur-
björnssyni símvirkja; Magnús
Gunnar f. 14.11. ‘80, stúdent; Jónína
Björg, f. 14.08. ‘89; Helga Þóra, f.
18.11. ‘91.
4) Sigrún Hulda, f. 4.3. ‘63 ferða-
málafræðingur 1 Reykjavík, maki
Finnbogi Rútur Jóhannesson, húsa-
smiðameistari og iðnrekstrafræð-
ingur, þeirra börn eru: Einar Jó-
hannes, f. 3.9. ‘83, nemi í VÍ; Þórir
Freyr, f. 6.2. ‘92, og Finnbogi Rútur
f. 13.4. ‘94.
Guðrún Anna átti sex systkini en
á nú eina systur á lífi, Þórhildi
Björgu (Dúllu), ekkju Jóhanns Kr.
Jónssonar, skrifstofustjóra á Húsa-
vík.
Fósturforeldrar Guðrúnar Önnu
voru Sigtryggur Guðlaugsson, f.
1862, d. 1959, prestur, stofnandi og
skólastjóri ungmennaskólans á
Núpi í Dýrafirði, og Hjaltlína Mar-
grét Guðjónsdóttir, f. 1890, hús-
freyja. Frá 10 ára aldri var Guðrún
í Grímsey hjá Guðrúnu Bjarnadótt-
ur og Sigmari Ágústssyni.
Foreldrar Guðrúnar Önnu voru
Kristján Guðmundur Eggertsson, f.
1893, d. 1963, og Guðrún Þórný Jó-
hannesdóttir, f. 1896, d. 1935, hús-
freyja. Kristján var bóndi og kenn-
ari á Víkingavatni, sýslunefndar-
maður og sýsluskrifari á Akureyri,
útibússtjóri KEA í Grímsey og síð-
ast skrifstofumaður hjá KNÞ á
Kópaskeri. Guðrún Þórný var frá
Krossdal í Kelduhverfi, systkini
hennar voru Þórhildur Björg, gift
Ásmundi Eiríkssyni, forstöðumanni
Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík,
og Þórarinn bóndi i Krossdal.
Ætt
Systur Kristjáns Guðmundar
voru Helga Kaaber, Guðbjörg, Mar-
ía, Ástríður og Kristjana Anna,
móðir Eggerts skipstjóra og Sigurð-
ar, b. og fræðimanns í Hvítárholti,
Sigurmundssona. Kristján Guð-
mundur var sonur Eggerts
Jochumssonar, kennara og sýslu-
skrifara á ísafirði, bróður Matthías-
ar þjóðskálds. Meðal hálfbræðra
Kristjáns voru, samfeðra, Samúel
skrautritari og Matthías prestur í
Grímsey. Eggert var sonur
Jochums, b. í Skógum í Þorskafirði,
Magnússonar. Móðir Jochums var
Sigriður, systir Guðrúnar,
langömmu Áslaugar, móður Geirs
Hallgrímssonar. Sigríður var dóttir
Ara Jónssonar, b. á Reykhólum, og
konu hans, Helgu Ámadóttur, prests
í Gufudal, Ólafssonar, lögsagnara á
Eyri, Jónssonar, langafa Jóns for-
seta.
Móðir Eggerts Jochumssonar var
Þóra, tvíburasystir Helgu í Hall-
bjamarnesi ömmu listamannsins
Muggs, og systir Guðrúnar, ömmu
skáldanna Herdísar og Ólínu Andr-
ésdætra. Þóra var einnig systir Guð-
mundar, prests og alþingismanns á
Kvennabrekku, fóður Theodóru
skáldkonu.
Móðir Kristjáns Guðmundar var
Guðrún, systir Kristínar, móður Sig-
urðar, skólastjóra á Laugum, Gísla
ritstjóra og Filippíu skáidkonu
(Hugrúnar) Kristjánsbarna, en son-
ur Hugrúnar er Helgi Valdimarsson
iæknir. Guðrún var dóttir Kristjáns,
b. í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal,
Jónssonar, og Sólveigar Jónsdóttur,
b. í Syðra-Garðshorni, Jónssonar.
Foreldrar Guðrúnar Þórnýjar
voru Jóhannes Sæmundsson frá
Narfastaðaseli í Reykjadal, og kona
hans, Sigríður Þórarinsdóttir frá
Víkingavatni, Föðurbróðir Guðrún-
ar var Friðrik, faðir Sæmundar,
framkvæmdastjóra Stéttarsambands
bænda og Barða, fyrrv. fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins. Jóhannes var sonur Sæ-
mundar, b. í Narfastaðseli, Jónsson-
ar. Móðir Jóhannesar var Þómý
Jónsdóttir, b. á Fjöllum, Gottskálks-
sonar, b. á Fjöllum, Magnússonar,
ættfóður Gottskálksættarinnar, fóð-
ur Magnúsar, afa Benedikts Sveins-
sonar alþingisforseta, afa Halldórs
Blöndals, forseta Alþingis, og Björns
Bjamasonar menntamálaráðherra.
Meðal móðursystkina Guðrúnar
Þórnýjar var Björn, faðir Sveins,
bónda á Víkingavatni, og Þórarins,
skólameistara á Akureyri. Sigríður,
amma Guðrúnar Þómýjar, var dótt-
ir Þórarins, b. á Víkingavatni,
Björnssonar, b. á Víkingavatni,
bróður Þórarins, afa Jóns Sveins-
sonar, Nonna, og langafa Árna Óla.
Annar bróðir Bjöms var Grímur,
langafi Sveins Víkings prests og
Sveins Þórarinssonar listmálara.
Björn var sonur Þórarins, b. á Vík-
ingavatni, Pálssonar.
Guðrún Anna verður með fjöl-
skyldu sinni á afmælisdaginn.
'Vf]:*--'-;' ::k\ .
Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur,
deildarstjóri á skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar, Hraunstíg 5, Hafn-
arfirði, verður fertugur á morgun.
Starfsferill
Gylfi fæddist í Kópavogi en ólst
upp í Keflavík. Hann tók stúdents-
próf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja
1983, B.Ed-próf frá Kennaraháskóla
Islands 1986, sálfræði sem aðalgrein
frá Háskóla íslands 1992 og meist-
arapróf í sálarfræði (cand. psych)
frá Háskólanum í Árósum 1997.
Gylfi vann ýmis sumarstörf á fiöl-
brautaskólaárum og var kennari
við Glerárskóla 1986-1988. Hann
starfaði sem meðferðarfulltrúi á
unglingageðdeild Landspítalans
1988-1992, var forstöðumaður á
sambýlinu við Holtaveg 1992-1994,
sálfræðingur við göngugeðdeild
barna og unglingageð-
deildar í Viborg í Dan-
mörku 1997-1999. Frá þvi
hefur Gylfi verði deildar-
stjóri sérfræðiþjónustu á
skólaskrifstofu Reykjanes-
bæjar.
Gylfi var í stjórn Nemendafélags
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
1982-1983 og var ritari i Stjórn SSÍ
Stéttarfélags sálfræðinga á íslandi
2000-2001. Hann átti sæti í Stefnu-
mótunamefnd um málefni nýbúa í
Reykjanesbæ 2000-2001. Gylfi hefur
haldið fiölda fyrirlestra og nám-
skeið, m.a. um uppeldismál og böm
með sérþarfir. Þá hefur hann skrif-
að greinar um uppeldismál og
stangaveiði í dagblöð og tímarit.
Fjölskylda
Þann 14.9. 1991 giftist Gylfi Gyðu
Hjartardóttur, félagsráð-
gjafa og félagsmálastjóra
í Sandgerði, f. 26.2. 1967.
Foreldrar hennar eru
Hjörtur Ingi Vilhelmsson
verslunarmaður, Reykja-
vík, og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir skrifstofu-
kona, Reykjavík, d. 1.03.1973.
Börn Gylfa og Gyðu eru: l) Ingi-
björg Gylfadóttir, f. 24.5. 1992; 2)
Adda Guðrún Gylfadóttir, f. 9.12.
1995.
Systkini Gylfa eru: 1) Bára Kol-
brún Gylfadóttir, nemi í sálfræði í
Háskóla íslands, f. 23.3. 1979; 2)
Sveinn Gunnar Gylfason f. 9.4. 1966
d. 4.4. 1983.
Foreldrar Gylfa eru Gylfi Guð-
mundsson, skólastjóri Njarðvíkur-
skóla og Guðrún Jónsdóttir, kenn-
ari við Njarðvíkurskóla.
Ætt
Foreldrar Guðrúnar eru Bára
Sveinbjörnsdóttir húsmóðir frá
Skagafirði, látin, og Jón Sæmunds-
son, fyrrv. vélstjóri
Foreldrar Gylfa voru Guðmundur
Helgason, prestur frá Melshúsum,
Hafnarfirði, látinn, og Hulda
Sveinsdóttir húsmóðir frá Bolung-
arvík, látin.
Guðmundur var sonur Helga, sjó-
manns í Ásbúð í Hafnarfirði, Guð-
mundssonar, sjómanns á Hellu í
Hafnarfirði, Guðmundssonar og
konu hans, Guðrúnar Þórarinsdótt-
ur, bónda og smiðs í Fornaseli á
Mýrum vestra, Þórarinssonar.
Sveinn faðir Huldu var sonur Hall-
dórs, hálíbróður, sammæðra, séra
Sigurðar á Vatnsenda og síðar
verslunaráðs-ritara í Reykjavík,
Guðmundssonar.
Fertugur
Gylfi Jón Gylfason
sálfræðingur
Onnur afmælisbörn helgarinnar
Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslu-
maður á ísafirði,
verður 48 ára á
morgun. Ólafur tók
stúdentspróf frá MR
1972 og lögfræðipróf
frá HÍ sex árum seinna. Hann hef-
ur starfað sem sýslumaður frá ár-
inu 1991 en var áður meðal annars
skattstjóri Vestfiarðaumdæmis.
Ólafur Helgi er einnig þekktur fyr-
ir áhuga sinn á hljómsveitinni
Rolling Stones.
Söngkona Ruth Reginalds er 36
ára í dag. Ruth var vinsæl barna-
stjama á sínum yngri árum og
byrjaði að syngja aðeins sjö ára. Á
þeim tíma gaf hún út fimm breið-
■hmk—i skífur, eina ævintýra-
VkJ plötu auk þess sem lög
V' a með henni komu á
P t? -jW safnplötum. Hennar
[k M fyrsta sólóplata frá því
'jB hún var fiórtán ára
kom út í fyrra og heit-
ir Ruth. Meðal laga á þeirri plötu
eru Jam Side Up og I Will Get
There.
7
Jjrval
- gott í hægíndastólinn
Þú nærð alltaf sambandi við okkur!
Smáauglýsingar
(D
550 5000
alla vlrka daga kl. 9-22
sunnudaga kl. 16-22
550 5000
dvaugl@ff.is
hvenær sólarhringsins sem er
V