Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Síða 56
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Mál franskrar konu sem krafðist að íslenskur faðir afhenti 9 ára barn þeirra: Sendur úr landi til móður sinnar - var 1 fríi hér hjá föðurnum sem neitaði að senda hann til Frakklands Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði í gær að karlmaður í Hafn- arfirði, faðir 9 ára drengs, skuli af- henda hann móður sinni, búsettri i Frakklandi, innan 7 daga - annars geti móðirin farið fram á aöfarar- gerð með aðstoð lögreglu ef á þurfi að halda við að koma drengnum úr landi. Drengurinn hefur búið í ^Frakklandi hjá móöur sinni undan- farin ár en hefur dvalið í fríi hjá fóður sínum frá í byrjun júlí. Hann óskaði eindregið eftir því við dóm- ara og geðlækni að hann fengi að dvelja áfram hjá föður sínum á ís- landi. Hins vegar byggir dómurinn nið- urstöðu sína á lögum og alþjóðleg- um sáttmálum sem íslendingar hafa samþykkt, ásamt Frakklandi, að gera ráðstafanir gegn því að börn séu flutt ólöglega úr landi og þeim haldið erlendis. Úrskurðurinn þýðir (r^að þó svo að faðirinn kæri nú úr- skurðinn til Hæstaréttar þá frestar sá gjörningur því ekki að hann á að afhenda soninn til móður innan 7 daga. Foreldrarnir gengu í hjónaband árið 1990 og fæddist drengurinn ári síðar. Með héraðsdómi í Frakklandi árið 1997 var lýst yfir lögskilnaði en Héraösdómur Reykjaness. þá bjó fólkið þar. Dómurinn kvað á um sameiginlega forsjá en drengur- inn skyldi hafa fasta búsetu hjá móður. í janúar 2000 staðfesti áfrýj- unardómstóll í París dóminn en fyr- irskipaði að áður en úrskurðað yrði um fasta búsetu drengsins skyldi hann gangast undir læknisfræðilega og sálfræðilega skoðun og teknar skyldu skýrslur af foreldrum og fólki þeim tengdum. Komu þá fram ítrekaðar óskir drengsins um að búa hjá föður sínum. í júlí sama ár staðfesti áfrýjunardómstóllinn í París engu að síður fyrri ákvörðun um fasta búsetu drengsins hjá móð- ur en fastur umgengnisréttur við fóður var ákvarðaður í leyfum. Drengurinn kom síðast hingað til lands í byrjun júli en átti að snúa aftur til móður sinnar 31. júlí. Fyrir þann tima tilkynnti faðirinn að bamið yrði áfram hér þrátt fyrir niðurstöðu dómstólsins í París. Skaut móðirin þá málinu til Héraðs- dóms Reykjaness. í málsgögnum taldi dómurinn hér mega ráða að meginröksemd Parísardómstólsins hefði verið að drengnum gæfist betra tækifæri til að öðlast persónu- legt sjálfstæði. Skýrsla fransks sér- fræðings staðfesti engu að síður að þau lífsskilyrði sem barninu væru búin í Frakklandi og endurteknar synjanir á óskum þess geti reynst því skaðleg. í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- ness kemur fram að ísland sé aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna frá 1989 um réttindi barns en með fullgildingu hans árið 1992 hafi ís- land skuldbundið sig eins og önnur aðildarríki, þar á meðal Frakkland, að gera ráöstafanir gegn því að börn séu flutt ólöglega úr landi og þeim haldið erlendis. I niðurstöðunni kemur fram að aðeins megi synja um viðurkenningu hins erlenda dóms og fullnustu ákvörðunar ef hún er „augljóslega ekki í samræmi við grundvallarreglur íslenskra laga um réttarstöðu fjölskyldu og barna". -Ótt ^ Bensínhækkun: ^Obreytt verð hjá Orkunni Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um 90 aura í gær. Með fullri þjónustu kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú kr. 99,70. Lítrinn af 98 oktana bensíni kostar 104 krónur. Á OB-stöðvunum, sem Olís rekur, kostar bensínlítrinn kr. 95,30. Hjá Orkunni er bensínverð enn óbreytt. Litrinn kostar þar kr. 94,20. „Ég hreyfi mig ekki,“ sagði Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunn- ar, þegar DV spurði hann um hugsan- lega bensínhækkun í gær. „Ég er að veiða og slaka á í góðu veðri í Biskups- , ^tungunum. Ég stend ekki i svona leið- indum núna. Ég spái í verðið í fyrsta lagi eftir helgi.“ -JSS Stúdentaráð HÍ setur fartölvusölum skilyrði: Milljón fyrir markaðinn - óheiðarlegt, segir Aco-Tæknival „Okkur þykja þetta óheiðarleg vinnubrögð," segir Jón Viðar Stefáns- son hjá markaðsdeild Aco-Tæknivals. Fyrir- tækið mótmælir skilyrð- um sem Stúdentaráð Há- skóla íslands setti fyrir- tækinu þegar það, eins og nokkur önnur tölvufyrir- tæki, lagði inn tilboð í fartölvur fyrir nemendur skólans. Aðgangur að þeim markaði átti af hálfu Stúdentaráðs að vera skilyrtur þvi að Aco-Tæknival myndi á komandi vetri auglýsa í blöð- um og á vefsetri ráðsins. „Þetta eru mjög æskileg atriði og það sem við tök- um fyrir að leyfa aðgang á markaðinn. Verðmæti pakkans í fyrra fór hátt í eina miiijón," segir í bréfi sem Stúd- entaráð sendi sölumanni Aco-Tækni- vals á dögunum. Einnig var gert að skilyrði að skrifstofu ráðsins yrði færð fartölva með viðeigandi búnaði. Jón Viðar Stefánsson segir að Aco-Tæknival hafi lagt inn á háskóla- markaðinn mjög hag- stæð tilboð á fartölviun. Toshiba-vélar með 256 MB vinnsluminni, 14 tommu skjá og DVD-drifi séu boðnar á rétt tæpar 200 þúsund krónur. „Við treystum því að nemendur Háskóla ís- lands velji rétt og skynsamlega. Viö viljum vinna með þeim en ekki Stúd- entaráði," segir Jón Viðar og er gáttað- ur á skilyrðum þeim sem ráðið setti. í fréttum Sjónvarps i gærkvöld vís- aði Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs, ásökunum á bug. Hún benti á, máli sínu til stuðnings, aö ýmis önnur tölvufyrirtæki byðu tölvur á hagstæðara verði en Aco-Tæknival. Talsmenn fyrirtækisins benda hins vegar á að þær tölvm- séu ekki sam- bærilegar. -sbs Auglýsing Aco í gær. Nóaflóö á Laugavegi dv-mynd e.ól Þessi léttfætta stúlka lét sig hafa þaö aö tipla yfir vatsnflauminn á Laugaveginum sem myndaðist þegar vatnsleiösia sprakk í gær. Ágreiningur um ritstuld í HÍ: Vill skrifa nýja ritgerð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur og varaþingmað- ur Samfylkingar, hefur sent lagadeild Háskóla íslands er- indi þar sem hann óskar eftir þvi að kanditatsritgerð hans frá því í vor verði gerð ógild - og að hann fái leyfi til að skila nýrri ritgerð. Eins og greint var frá i DV í fyradag er forsaga málsins sú að nýverið barst lagadeild ábending frá stjómmálafræðingi sem kvaðst eiga höfundarrétt á nokkrum köflum í kandídatsritgerð lögfræðings- ins. Lagadeild hefur málið til rann- sóknar og sagði Páll Sigurðsson, deild- arforseti lagadeildar, í samtali við DV í gær að efnisöflun vegna máls- ins stæði yfir. Hann sagði jafn- framt að óskað hefði verið eftir umsögn frá umsjónarkennara, prófstjóra og kennslustjóra Há- skólans vegna málsins. Samkvæmt heimildum DV vísar Vilhjálmur ásökunum um ritstuld á bug í bréfinu. Hann hafi fengið téða kafla í tölvupósti frá upplýsingafúll- trúa ESB, meö þeim skilaboð- um að sér væri frjálst að nota textann að vild. Þá herma heimildir að stjórn- málafræðingurinn hafi dregiö kvörtun sína til baka en málið mun engu að síður enn til rannsóknar innan laga- deildar. -aþ Vllhjálmur H. Vilhjálmsson. Kvótasetningarlög á smábáta gengu í gildi í dag: Þetta er svartur september - segir Guðmundur Halldórsson, skipstjóri í Bolungarvík „Þetta er svartur september," sagði Guðmundur Halldórsson skip- stjóri í samtali við DV vegna kvóta- setningarlaga á smábátaflotann sem gengu í gildi í dag. „Það er ljóst að mörgum bátum verður nú lagt og menn vita í raun ekkert hvað ger- ist.“ Að sögn Guðmundar munu fjöl- margir smábátar sem stundað hafa línu- og færaveiðar undanfarið ár ekki fá neinn kvóta samkvæmt lög- unum sem gengu í gfidi í dag. Þar er um að ræða báta sem keyptir hafa Smábátar í vanda Óttast er að margir þurfi aö hætta. verið án kvóta og njóta ekki afla- reynslu samkvæmt lögunum. „Fjölda fólks verður sagt upp hér um alla firði. Mjög margir hafa haft atvinnu af beitningu á þessum litlu línubátum og fyrir þetta fólk verður nú ekkert að gera. Þetta er sannar- lega svartur septemberdagur því þama er verið að brjóta lcg. Það eru skýr markmið fiskveiðistjórnunar- laga að byggja upp fiskistofnana og tryggja atvinnu í sjávarplássunum. Þetta er nú verið að brjóta.“ Guðmundur segir að smábátasjó- menn séu nú að skoða sína stöðu en viðbúið sé að gjaldþrot blasi við mörgum útgerðum. -HKr. Útiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 brother P-touch 1250 Lílil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar rentar í 2 linur oröi 6, 9 00[12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.