Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Page 6
6 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 Fréttir Raunveruleikinn verri en nokkur martröö: Sorg og hetjulund - náungakærleikur tekur viö af djúpri sorg DV, MANHATTAN:____________________ Ibúar Manhattan eru harmi lostnir og flakandi sár minnir á hryllingsatburðina sem gerðust á þriðjudag. Umtalaðasta svæði borg- arinnar er „svæði núll“ eða Ground zero þar sem áður var stolt borgar- innar, tvíburaturnarnir sem gnæfðu yfir allt. Lífið gengur út á það eitt að velta upp ýmsum hliðum hinna hroðalegu atburða. Alls stað- ar er fólk að heiðra minningu þeirra þúsunda sem fórust. Slökkvi- liðsmenn og rústabjörgunarmenn berjast við eld og leggja nótt við dag til að leita að látnum. Hópur fólks hefur tekið sér stöðu við götuna þar sem örþreyttir björgunarmenn koma frá rústunum. Og í hvert skipti sem hópur kemur hyllir fólk- ið hetjur sínar með hvatningaróp- um og klappi. Örlítil von bærist í brjósti þeirra um að enn kunni ein- hver að vera á lífi. En vonin er veik og meginhlutverk björgunarmanna er að ná líkum þeirra þúsunda sem fórust og berjast við eldinn í rúst- unum. Sérfræðingar freista þess að bera kennsl á hina látnu með erfða- fræðitækni. Fjölskyldur þeirra sem saknað er hafa komið með tann- læknakort og persónulega hluti ást- vina sinna svo sérfræðingar geti greint erfðavisa og borið saman við kolbrunnin lík. Margir áttu þung spor með gripi ástvina sinna á laug- ardagsmorgun. Gjörbreytt mannlíf Mannlífið á Manhattan hefur gjörbreyst frá því sem áður var. Alls staðar eru tjáskipti milli fólks og al- gjör samhugur einkennir íbúana. Bláókunnugt fólk heilsast og tekur jafnvel tal saman. Ferðamenn þekkja vel það afskiptaleysi sem einkenndi fólk á Manhattan sem í öðrum hlutum New York-borgar. Persónuleg tjáskipti voru fátíð í neðanjarðarlestinni og á götum úti. Allir voru að flýta sér og fyrir ferða- mann í vegvillum voru helmingslik- ur á að hann fengi svar ef hann spurði til vegar. Nú er allt annað uppi á teningnum og allir virðast þekkjast og andrúmsloftið er einna líkast því sem gerist í litlu þorpi á íslandi. Fréttamenn DV upplifðu margsinnis að þegar þeir sögðust vera frá fjölmiðli á Islandi þakkaði fólk fyrir að svo íjarlæg þjóð sem þeir vissu lítil deili á sýndi samfé- lagi þeirra áhuga. „Takk fyrir að koma,“ sagði slökkviliðsmaður á 52. stræti og heilsaði með handabandi. Allir eiga sameiginlega sorgina, óttann og hina ótrúlegu grimmd sem kristallast i voðaverkunum á þriðjudag. Fólkið á Manhattan er gjörbreytt og svo er að sjá sem hin lamandi sorg hafi vikið og mann- gæska og virðing fyrir hinum látnu tekið völdin. Sorgin og óttinn er enn til staðar en fólk hefur áttað sig á því að lífið verður að halda áfram. Slökkviliðsmenn og lögreglumenn eru hetjur fólksins og við allar slökkvistöðvar má sjá hauga af blómvöndum og bréfum sem hafa að geyma minningarorð til látinna og hvatningu til þeirra sem eftir lifa. Hinir áður fáskiptnu íbúar borgar- innar ganga til lögreglumanna og slökkviliðsmanna og taka í hönd þeirra eða faðma þá. Allir eru vinir og á meðan óvinurinn er andlitslaus laðar sorgin fram það besta í fólki. Margir óttast að seinna nái hatrið yfirhöndinni með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Harmleikir Umræðuefnið er alltaf hið sama; at- burðurinn á Manhattan þegar tveim- ur þotum fullum af eldsneyti og lif- andi fólki var kalt og yfírvegað flogið Til minningar Víða í New York hafa menn sett blóm til minningar um þá sem fórust 11. september Margra mánaða barátta fram undan dv-myndir þök Á laugardag skein sólin á þúsundir björgunarmanna sem berjast við að bjarga því sem bjargað verður. Líklegast er þó að fleiri finnist ekki á lífi. inn i tvíburaturnana. Helsta stolt New York-borgar var lagt í rúst í einu vet- fangi og þúsundir manna létu lífið. Allir kunna sögur af harmleik og þekkja einhvern eða einhverja þeirra sem lentu í árásinni á Ameríku. Einn þeirra sem DV ræddi við sagði söguna af vinkonu sinni sem missti föður og mág í árásinni. Faðirinn var í annarri þotunni sem notuð var til að granda þúsundum manna í World Trade Center. Meðal þeirra sem fórust þegar hermdarverkamennirnir frömdu hinn hroðalega glæp var mágur stúlkunn- ar. Sögur af fólki sem notaði síðustu sekúndurnar í lífi sinu til að hringja í ástvini sína eru algengar. Maðurinn sem hringdi í eiginkonu sína af átt- tugustu hæð í brennandi tvíburaturn- inum: „Hér logar allt og ég mun deyja. Ég elska þig og ...,“ og sambandið rofnaði. Maðurinn sem hringdi i eig- inkonu sína úr einni farþegavélanna og sagði að vélinni hefði verið rænt og farþegarnir hefðu greitt atkvæði um aö yfirbuga flugræningjana. Meiri- hluti samþykkti að ráðast á níðingana og þetta var í síðasta sinn sem hjónin töluðu saman. Á laugardagskvöldið sat óendanlega dapur maður á krá á Manhattan. Eiginkona mannsins sem hringdi úr farþegavélinni er ritarinn hans. Fjöldi vina og kunningja er týndur. Hann drakk til að gleyma. Stúlkan sem gekk um beina var með rauðan borða nældan í brjóst sér. Fjölmargir aðrir eru með slíka bórða sem þýða að einhvers sem þeir þekkja er saknað, Allir kunna sögur frá ógn- aratburðunum þar sem fólk horfðist Guð blessi þig Allir leggjast á eitt við að koma lífinu á rétta braut. af æðruleysi í augu við dauðann og fórst. Harmleikurinn er allra. Árásin á Bandaríkin felur í sér nýja og áður óþekkta reynslu fyrir íbúa þessa sterkasta herveldis heims. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag einkenndi lamandi sorg íbúa Manhattan. Fólk ranglaði um götur og úr andliti þess skein sorgin og tómleikinn. Á fóstudag hafði fólk náð áttum og borgin hrökk aftur í gang. Rólega í fyrstu en síðan jókst hraðinn smám saman. Þjóðernis- kenndin hefur verið allsráðandi um helgina. Götusalar selja vörur sem merktar eru bandaríska fánanum. Bolir með I love New York eru víðast hvar og þeir framsýnustu selja boli sem á stendur „America under attack". Alls staðar er bandaríski fán- inn til sölu og allir vilja vita hver óvinurinn er. Allir vOja að World Trade Center verði byggð sem fyrst upp aftur. Sumir segja að tvíburaturn- arnir eigi að verða hærri en áður. Aðalatriðið er að kröftug uppbygg- ing sýni að bandaríska þjóðin láti ekki vitfirringa buga sig. Fjölmargir buðu sig fram til sjálf- boðastarfa. Margir tóku að sér að grafast fyrir um örlög þeirra sem saknað er. Enn aðrir dreifðu auglýs- ingum þar sem fólk er hvatt til að huga að gæludýrum horfinna ná- granna. Allir leggjast á eitt við að koma lífinu inn á rétta braut. Þrátt fyrir að hatrið sé viðs fjarri því að vera almennt bólar á því sem sumir óttast að gerist næst. Á fjölda stöðu- mæla á Broadway er búið að skrifa: „Drepum arabana". Margir óttast að á næstunni verði fjölmargir íbúar New York-borgar ofsóttir vegna hroðalegs verknaðar hryðjuverkamannanna sem eru af arabískum uppruna. Mikil rigning á fóstudag gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. En regnið gerði líka gagn því það sló á mesta eldinn í rústunum og nályktin, sem legið hafði sem slæða yfir borg- inni, hvarf. Á laugardag skein sólin á þúsundir björgunarmanna sem berj- ast við að bjarga því sem bjargað verður. Líklegast er þó að fleiri finn- ist ekki á lífi. Fram undan er margra mánaða barátta í logandi rústunum. Mörg ár mun taka að byggja upp að nýju en ef marka má þann samhug sem einkennir fólkið verður Manhatt- an áfram miðja fjármálaheimsins. Kannski mun af illskuverkunum spretta betra samfélag í framtíðinni þar sem manngildið verður ofar en fyrr. Kannski verður stríð. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.