Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Side 7
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001
DV
7
Fréttir
Ættingja leitaö dv-mynd þok
Hengdar hafa veriö upp myndir af þeim sem saknaö er. Fólk heldur enn í
vonina um að ættingjar og vinir séu á lífi undir rústunum. Myndirnar þekja
marga veggi. Hér er Erla viö slíka auglýsingu.
DV-MYND ÞOK
Nicole Blackham
Veitingastjóri á hverfiskránni O’Neill.
Veitingastjóri O’Neill:
Allt er
svo hljótt
DV, MANHATTAN:___________________
„Hér er allt svo hljótt. Margir
af fastagestum okkar fórust í
árásinni og hér er sorgin allsráð-
andi,“ segir Nicole Blackham,
veitingastjóri á hverfiskránni
O’Neill á horni Grandstrætis og
Mullbury.
Eftir að turnarnir brunnu og
hrundu var kráin innan þess
svæðis sem lokað var vegna at-
burðanna. Á föstudag var bann-
svæðið minnkað og opnað var að
nýju á O’Neills. Nicole segir að-
sóknina um helgina hafa verið
litla og ljóst sé að margir fasta-
gestanna hafi farist.
Sjálf sagðist hún hafa átt erfitt
með að mæta til vinnu aftur eftir
hinn skelfilega atburð.
„Ég er óendanlega sorgmædd
vegna þessara atburða enda
missti ég vini. En maður verður
að harka af sér og lífið heldur
áfram,“ segir Nicole.
Hún segist vera reið en hatrið
hafi ekki náð tökum á henni.
„Það er ekki hægt að hata þá
sem maður veit ekki hverjir eru.
En ég hata þá aðferðafræði sem
er að baki voðaverkunum og mér
verður hugsað til fjölskyldna
flugræningjanna sem þurfa ætíð
að lifa með verknaði þeirra," seg-
ir Nicole.
Hún segir samhuginn sem ríkir
í New York vera einstakan.
„Náungakærleikurinn er hvar-
vetna og flestir eru tilbúnir til
þess að leggja sitt af mörkum til
að lina þjáningar samborgara
sinna,“ segir hún. -rt
Erla Skúladóttir á Manhattan segir algjöran samhug ríkja:
Mamma, hvað er líf?
- spuröi sjö ára dóttir eftir árásina á World Trade Center
DV, MANHATTAN:__________________
„Allir sem hér búa vilja leggja sitt
af mörkum til að samfélagið nái sér
aftur. Fólk opnar heimili sín fyrir
björgunarmönnnum og slíkur fjöldi
býður sig fram til sjálfboðaliða-
starfa að um offramboð er að ræða,“
segir Erla Skúladóttir leikstjóri sem
býr á Manhattan, ekki langt frá
Ground Zero, eða svæði núll eins og
staðurinn umhverfis rústir World
Trade Center kallast nú meðal fólks.
Erla býr ásamt eiginmanni sínum
og sjö ára dóttur á Manhattan. Hún
segir að fjölskyldan hafi keypt ýmsa
hluti sem björgunarmönnum gagn-
ist, svo sem hanska og fleira. Dóttir
hennar, Savanna Eyrún, safnaði
saman leikföngum í poka til að gefa.
„Við hjónin gáfum líka blóð þar
sem sagt var frá skorti á blóði. Állt
sem maður leggur af mörkum linar
þjáninguna. Sársaukinn vegna þess-
ara hryllilegu atburða er nístandi
og enginn er ósnortinn. Bláókunn-
ugt fólk heilsar manni á götu og tal-
ar um sorg sína og atburðina. Allir
eru sem einn maður,“ segir hún.
Hún segir að Savanna Eyrún taki
allt þetta mjög nærri sér og hún sé
mjög hugsi vegna þessa.
„Hún spurði mig á þriðjudags-
kvöldið: Mamma, hvað er líf?“ og
vildi svo vita hvort hægt væri að
enda líf. Seinna um kvöldið sagði
hún að sér liði svo illa inn i sér,
eins og einhver væri að klipa hana
svo hún fyndi alls staðar til. Hryll-
ingurinn sem tengist flugránunum
hvílir ekki síður þungt á börnum en
fullorðnum," segir Erla.
Hún segir að þrátt fyrir samhug-
inn meðal fólks séu einnig dökkar
hliðar. Þannig hafi sprengjuhótun-
um stórfjölgað.
„Venjulega eru hér sex til sjö
sprengjuhótanir á viku en síðustu
daga hafa lögreglunni borist 127
slíkar hótanir. Þar er um að ræða
bilað fólk sem hefur þörf fyrir at-
hygli,“ segir hún.
Hún segir að fólk haldi í þá von
að einhverjir lifi í kjöllurum undir
World Trade Center.
„Þar gæti verið fjöldi manns á
lífi. Eftir sprengingu í kjallaranum
árið 1993 voru uppistöðurnar styrkt-
ar og það eykur á vonina. En auð-
vitað er hún veik þar sem stöðugur
vatnsflaumur er þarna niður og
enginn veit hversu mikið sót og
reykur hefur borist þangað,“ segir
Erla. -rt
It * -
1» r
n - *
2 jjyrir 1
kr. 1.750
Mið pizza með 2 áleggstegundum, \
1 líter coke, stór brauðstangir og sósa
TILBOÐ 2 SENT
Pizza að eigin vali og stór brauð-
stangir OG ÖNNUR af sömu stærð fylgir
wneð án aukagjalds ef sótt er*
' greitt er fyrir dýrari pizzuna
f Stór pizza með 2 áleggstegundum, \
2 lítrar coke, stór brauðstangir og sósa
kr. 2.100
TILBOÐ Jjj. SENT
[kr. 1.990)
Stór pizza með allt að 5 aleggs-
tegundum, stór brauðstangir og sósa.
Austurströnd 8 Dalbraut i Mjóddinni