Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Síða 32
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 Carreras á íslandi: Stærsta stund lífs míns - segir Diddú Það var ekki liðinn nema tæpur klukkutími frá því að José Carreras lenti á landinu í gær þar til hann var mættur á blaðamannafund. Ekki var að sjá á honum að hann væri þreyttur þrátt fyrir að hafa sungið á tónleikum í Hyde Park kvöldið áður enda segist hann sofa einstaklega vel. José Carreras heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld, 17. sept- ember, ásamt Sinfóníuhljómsveit Is- land, Kór íslensku óperunnar og Diddú. Stjórnandi Sinfóníunnar er David Gimenez, systursonur Carr- eras. Carreras segist vera mjög ánægð- ur að fá tækifæri til að syngja hér á ('l& landi og kynnast nýjum áheyrend- um. „Þetta er i fyrsta skiptið sem ég kem til íslands en ég hef áður sung- ið í Skandinavíu og mér finnst gam- an að syngja fyrir fólk sem kann að meta listir.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sagði á fundinum að tónleikarnir væru stórkostleg stund fyrir sig og hún réði sér vart fyrir tilhlökkun. -Kip DV-MYND HARI '4 JSSL / 'flisiimififs WM iámmmniéimI LMMM) W <**« Wwn.pim; Ý* % m£mk u* Veröur aldrei leiöur á aö syngja José Carreras segir aö áhorfendur fái örugglega leiöa á honum löngu áöur en hann veröi leiöur á því aö syngja. Með Carreras á myndinni eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og David Gimenez hljómsveitarstjóri. Gangbrautarslysið: Líðan stúlkunnar óbreytt Líöan tólf ára stúlku sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir bil á gangbraut á Háaleitisbraut í Reykja- vik að morgni föstudags var í gær- kvöld óbreytt. Að sögn vakthafandi læknis er stúlkan sofandi og í öndun- arvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Stúlkan hlaut alvarlega höfuð- áverka í slysinu og gekkst undir að- gerð á skurðdeild Landspítalans á fostudag. Hún er nemandi í Hvassa- leitisskóla og var á leið í skólann á reiðhjóli þegar slysið varð en það átti sér stað á gangbraut þar sem eru ^ gangbrautarljós með hnappi. -MA Flugsamgöngur í rétt horf Flugsamgöngur gengu betur um helgina en menn höfðu þorað að vona. Guðjón Arngrímsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í gærkvöld að hjá félaginu hefðu verið miklar annir um helgina, og þotur félagsins að fljúga nánast sneisafullar. „Eitthvað er uppsafnað en traffik- in er þó mjög mikil. Við áttum ekki von á að farþegar yrðu svo margir á laugardag frá Evrópu en síðan kom í ljós að allmargir þurftu frá að hverfa," sagði Guðjón. Hann segir 'w að flugstarfsemin sé komin aftur í gang og allt eigi að verða með eðli- legu móti í dag og næstu daga. -JBP ^ Ögmundur Jónasson um hækkun fasteignamats: Ofyrirgefanlegt að taka þetta heljarstökk - afleiðing húsnæðisstefnu. Reiknireglur verða skoðaðar, segir Vilhjálmur „Þessi óheyrilega hækkun sem orö- ið hefur á fasteignamati, einkum í Reykjavík, er sem blaut tuska í andllitið á mörgum einstaklingum og fjölskyldum og er afleiðing stefnu rík- isstjórnarinnar í húsnæðismálum. Fyrst og síðast er þetta vegna þess að fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Á fundi nefndarinnar í sl. viku voru afleiðing- ar breytinga á brunabótamati og fast- eignamati ræddar. Málið er nú í skoð- un og óvíst um framhaldið. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt mat rennur út í dag, 17. sept- ember. Fasteignamatiö hefur hækkað mikið undanfarin ár, enda þótt það lækki í öðrum tilvikum. Mikil hækk- un getur haft umtalsverð áhrif á út- gjöld fjölskyldu vegna breyttrar eigna- stöðu, m.a. með tilliti til vaxtabóta og eignaskatts. í DV á laugardag sagði Ogmundur Vilhjámur Jónasson. Egilsson. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, að lækkun eignaskatts væri líklega eina skattalækkunin sem hægt ■ væri að grípa til án þess að verðbólga færi á skrið. Ögmundur Jónasson minnir einnig á hve mikil áhrif hækkað matsverð fasteigna hafi á vaxtabætur sem eru eignatengdar. Ef tekið sé dæmi af fjöl- skyldu sem býr í íbúð sem nú er met- in á 10 millj. kr. og skuldi íjórar millj- ónir þá fái hún nú 106 þús. kr. á ári í vaxtabætur. „Ef fasteignamatið er hækkað um 30% þurrkast vaxtabæt- urnar út, fasteignagjöldin hækka um 16 þús. kr. og fjölskyldan, sem nú verður komin yfir fríeignamörk varð- andi eignaskatt, þarf að borga tæpar 14 þús. kr. í eignaskatt. Kjaraskerðing hjá þessari fjölskyldu er 136 þús. kr. á ári. Það munar um minna hjá flest- um,“ segir þingmaðurinn sem kveðst á Alþingi munu beita sér fyrir endur- skoðun fasteignamatsins. Reglur efalítið skoðaðar „Ekki síður er ástæða til að hafa áhyggjur af öldruðu fólki sem býr í skuldlitlu húsnæði," segir Ögmundur. „Það rýkur nú upp í eignaskatti; hef- ur hugsanlega átt í erfiðleikum með að halda eign sinni og gæti auðveld- lega hrakist út úr henni vegna þess- ara breytinga. Það er ófyrirgefanlegt að taka þetta heljarstökk núna og kall- ar þetta á gagngert endurmat bæði á vaxtabótakerfinu og skattlagningu íbúðarhúsnæðis. í því sambandi þarf að huga sérstaklega að hinum tekju- lægri en einnig öldruðu fólki sem ég tel að eigi að ívilna varðandi það hús- næði sem það býr í sjálft." Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að hann telji breytingar á brunabóta- mati fasteigna vera eðlilegar - og tryggingafræðilega verði það réttara eftir þær. Væri mat á einstaka eign- um hins vegar óásættanlegt sé sjálf- sagt fyrir húseigendur að kæra og leita þannig réttar síns. Um breyting- ar á fasteignamati segir Vilhjálmur að breyttar reiknireglur þess yrðu efalit- ið skoðaðar í fjármálaráðuneytinu sem og á vettvangi sveitarfélaga. Breytingar yrðu gerðar ef tilefni þætti til, þá með tilliti til þátta eins og fast- eignagjalda, vaxtabóta og slíks. Ljóst væri þó að einar og sér mættu þær ekki leiða til skattahækkana. -sbs Björgunarmaður í rústunum á Manhattan: Kæfandi nálykt og brunnin lík DV, MANHATTAN_______________________ „Engin orð fá lýst því sem þarna er að sjá. Helst er hægt að lýsa svæðinu þannig að það sé eins og eftir heims- styrjöld," segir Steve Harbet, björgun- armaður frá Chicago sem kom á fóstu- dag til að leita í rústum World Trade Center. Steve er í alþjóðlegri björgun- arsveit en starfar daglega sem véla- verkfræðingur. DV ræddi við Steve í miðstöð björgunarmanna á svæði 0 þar sem áður var iðandi mannlíf. Alls höfðu í gærmorgun fundist 99 lík í rústunum en á milli 700 og 800 manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum og Steve og félaga hans bíður að finna DV-MYND ÞOK Björgunarmaöur Steve Harbet er einn þúsunda björgunarmanna í New York. yfir 4000 manns í rústunum. „Þetta er verra en maður gat nokkum tíma ímyndað sér. Ég mun aldrei geta gleymt því hvemig er að vinna við rústimar. Kæfandi nálykt er í rústunum og brunnin lík. Ég hef séð ýmislegt í starfi mínu en þetta er það versta af öllu.“ segir hann. Hann segir aðstæður til björgunar- starfa vera hrikalegar. í grennd við rústirnar em nokkrar hálfbrunnar byggingar sem þarf að rífa. „Okkar bíður óskaplegt starf við hreinsunina og engin leið er spá um hvenær því lýkur. Ofurkapp er lagt á að bjarga þeim sem hugsanlega eru enn á lífi og ná líkum þeirra sem fórust,“ segir Steve. -rt Brother merkiuélln -------- núerunntað merkja alil <1 heimilinu, hhhubauka, spúlur, shéla- dót, geisla- disha o.a .v.v.v.v.v. • ■••OOOOM Rafport llgbyldvcgi 14 • sfmi SS4 4443 • if.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.