Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Fréttir Skattar á einstaklinga hafa margfaldast á síðustu tíu árum: Sextíu og sex millj- arða gjaldaaukning - á meðan bætur hafa aðeins aukist um 1,4 milljarða Mikill fjöldi fólks sendi í gær inn kærur til fasteignamats ríkisins vegna brunabóta- og fatseignamats. Talsverð umræða hefur farið fram um bruna- bótamat en það virðist ekki hafa verið fyrr en með umljöllun DV um helgina að fólk átt- aði sig á skatta- legum afleiðing- um hækkaðs fast- eignamats. I sum- um tilfellum er um grlðarlega hækkun fasteignamats að ræða sem leiðir til stóraukinna út- gjalda fjölmargra flölskyldna. Það eru þó ekki bara fasteignagjöld sem hafa verið að aukast heldur hafa aðrir skattar og gjöld einnig margfaldast á síðustu tíu árum. Pétur H. Blöndal alþingismaður sagði i samtali við DV fyrir helgi að skattaálögur á landsmenn hefðu verið að stóraukast. Eignir og tekjur hefðu hækkað langt umfram verðlag og bæði eignaskattur og tekjuskattur hafi síðan hækkað enn meira. Hann segist marg- sinnis vera búinn bera málið upp á þingi, m.a. hvað eignaskatt varðar, en mest fyrir daufum eyrum. Sagt var frá þvf f DV á laugardag að dæmi væru um að eignaskattsstofh einstaklings með 100 þúsund króna mánaðartekjur hefði hækkað um 7 til 8 milljónir króna frá áramótum. Það þýðir að viðkomandi einstaklingur þarf að borga nær hundrað þúsund krónur í aukna skatta á ári. Auk þess missir hann vaxtabætur nema hann steypi sér í samsvarandi skuldir, t.d. með jeppakaupum eða því um líku. Stóraukning hefur verið á eigna- Hörður Kristjánsson blaðamaður Eignir einstaklinga hafa tvöfaldast á tíu árum Skuldirnar hafa hins vegar þrefald- ast, opinber gjöld margfaldast en bætur hækka lítiö. sköttum á síðustu mánuðum og fyrir marga eru breytingamar á þessu ári gríðarlegar. Ögmundur Jón- asson sagði þessa hækkun óheyri- lega. Þetta væri sem blaut tuska í andlitið á mörgum einstaklingum og fjölskyldum og væri afleiðing stefnu ríkisstjórn- arinnar í húsnæð- ismálum. „Fyrst og síðast er þetta vegna þess að fast- eignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fulltrúi í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Samband ungra sjálfstæðismann fundaði um helgina þar sem rík áhersla var lögð á skattalækkanir. Þar sagði Ingvi Hrafn Óskarsson, Opinber gjöld einstaklinga 38, Samtals gjöld á einstaklinga 8,8 Þetta graf sýnir vel hækkun opinberra gjalda á einstaklinga á tíu ára tímabili Til samanburðar er hækkun bóta sem eru í engu samræmi við útgjaldaaukn- ingu heimilanna vegna skatta. nýkjörinn formaður, ekki vænta annars en kröfur SUS um lækkun skatta fengju hljómgrunn hjá ráða- mönnum. Sendi SUS frá sér áskor- un til stjórnvalda um að skattar yrðu lækkaðir á fyrirtæki niður í 10% og niður í 30% á einstaklinga. 66 milljarða gjaldaaukning Opinber gjöld á einstaklinga hafa nær þrefaldast á tíu árum, eða frá 1991 til 2001. Þannig voru gjöld- in samtals samkvæmt tölum ríkis- skattstjóra 38 milljarðar og 332 Fjöldi fólks kæröi nýja brunabóta- og fasteignamatiö í gær Breytingar á mati virðast leiða til þess að fólk geti lent í verulegum hremm- ingum. Þar er m.a. um að ræða vanda við sölu eigna vegna lækkunar á brunabótamati og tap á vaxtabótum vegna hækkaðs fasteignamats. í ein- hverjum tilfellum hafa greiðsluáætlanir íbúðarkaupenda hrunið. eigna árið 2000 voru hins vegar 104 milljarðar og 234 milljónir króna. Nemur gjaldaaukningin því um 65,9 milljörðum króna. Á sama tímabili er sláandi lítil aukning bóta. Þær aukast úr 7 milljörðum og 217 millj- ónum króna árið 1991 í aðeins 8 milljarða og 758 milljónir króna árið 2001. Er aukningin á þessum lið aðeins rlflega 1,4 milljarðar króna. í bótaliðnum eru barnabætur, barnabótaauki, vaxtabætur og hús- næðisbætur. Þess ber þó að geta að húsnæðisbætur hafa ekki verið inni í myndinni siðan 1994 og sér- stakur barnabótaauki ekki frá ár- inu 1998. Eignir tvöfaldast en skuld- ir þrefaldast Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra hafa eign- ir einstaklinga samkvæmt framtöl- um nær tvöfaldast á tíu ára tíma- bili, úr 615 milljörðum króna árið 1991 í 1.237 milljarða króna árið 2001. Á sama tímabili hafa skuldir einstaklinga þó aukist talsvert hraðar, eða rétt tæplega þrefald- ast. Hafa þær vaxið úr 161 milljarði króna árið 1991 í 477 milljarða króna árið 2001. -HKr. Samtals bætur 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 iítift U n * UMrtigH*utt Gríðarleg útgjalda* aukning fjölda Frétt DV á laugardag milljónir vegna álagningar árið 1991 fyrir tekjuárið 1990. Álögð gjöld á þessu ári vegna tekna og Leifsstöð: Mikið álag I öryggisgæslu „Það er alveg furðulegt hvað ör- yggisgæslan gengur vel þrátt fyrir mikið álag,“ sagði lögregluvarð- stjóri á Keflavíkurflugvelli í samtali við DV í gær. Um það bil 35 vopnað- ir lögreglumenn ganga þar vaktir og að mörgu er að hyggja. Allur farang- ur er grandskoðaður, gæsla i flug- stöðinni er margefld frá því sem venjulega tíðkast, sem og á flughlöð- um og opnum svæðinum innan og við afgirt vallarsvæðið. Allir lögreglumenn á Keflavíkur- flugvelli hafa verið kallaðir til starfa, auk þess sem til aðstoðar hafa verið fengnir herlögreglumenn og menn úr liði lögreglunnar í Keflavík. Menn standa meðan stætt er en reynt er þó að tryggja að allir fái sína átta tíma hvíld á sólarhring. Efld öryggisgæsla nær til allra þátta á flugvellinum og í Leifsstöð en sýnu mest er hún vegna Amer- íkuflugsins. Allir öryggisstaðlar vegna þess hafa verið hertir stór- lega og er það forsenda þess að flug vestur á bóginn sé leyft. -sbs Veðurklúbburinn á Dalbæ: Búast má við góðu hausti PV. DALVIK: ~ í frétt frá Veðurklúbbnum á Dal- bæ segir að klúbbfélagar ætli enn að rembast eins og rjúpan við staurinn og búast við því að við eigum eitthvað gott inni, telja að nú fáum við fallegan og góðan haustkafla sem nái hámarki eftir miðjan september. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á það, t.d kviknar september- tunglið á góðum stað eða i suð- austri þann 17. september kl. 10.27 og má búast við breytingum u.þ.b. 2 dögum eftir tunglkviknunina. „Einnig hagar gigtin sér þannig hjá sumum að við viljum ekki vera mjög svartsýn," segja félagarnir. Margir hafa mikla trú á höfuð- deginum, 29. ágúst, og enn aðrir hafa meiri trú á 1. september. Þannig að hver og einn verður að skoða þessa daga fyrir sig og finna út um framhaldið. Allir Veðurklúbbsfélagar voru sammála að við fengjum gott haust, spurningin er bara um hita- stigið, hversu hátt þaö verður og hafa eftir flugmönnum að það sé kalt í háloftunum og frost í fjalla- hæð. Ef snögg og hörð áhlaup koma í september og október með frosti og snjókomu, heita þau „haustkálfar" og boða gott framan af vetri og jafnvel allt fram til jóla. -hiá tSh 3Í> Mr Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síðdegisflóö Árdegisflóð á morgun REYKJAVIK AKUREYRI 19.43 19.30 07.02 06.45 19.04 23.37 07.29 12.02 Skýringar á veðurtáknusn 15 VINÐSTYRKUR ? metrutn á sekúndu 10°4__HITI -10" Nfrost HEIDSKÍRT ö tíTTSKýjAD HÁLF- SKÝJAD ALSKÝJAD SKÝJAD Dálítil væta fyrir sunnan og austan Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt í dag, dálítil rigning sunnan- og austanlands en úrkomulítið norðan til. Hiti 7 til 12 stig. \h‘ w. % RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOMA q ■: '9 == ÉUAGANGUR f>RUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Unnið að vegabótum Allir vegir landsins eru greiðfærir en sums staöar er unnið að vegabótum og þar er þörf að gíra niöur. Rigning eða súld N 8-13 m/s vestan til en S og SA 5-10 m/s austan til. Skýjað og rigning eða súld í flestum landshlutum, einkum sunnan til. Hiti 7 til 12 stig. Fimmtu Vindur Hiti 7" tii 12° •*»í*T*i*:* Fremur hæg suðlæg eða breytlleg átt og rlgnlng með köflum eða skúrlr. Hiti 7 tll 12 stlg. Fosturl Vindur: 4-6 m/iÍ Hiti 7° til 12° •‘‘‘W:* Fremur hæg suölæg eða breytileg átt og rigning með köflum eöa skúrir. Hlti 7 tll 12 stig. taufíar Vindur: 5—7 m, Hiti 5° ti Norölæg átt og dálítll rlgnlng norðan tll en skýjað með kóflum sunnanlands. Heldur kólnandi veður. AKUREYRI skýjað 7 BERGSSTAÐIR skýjað 7 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 7 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 2 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 7 KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN heiöskirt 4 REYKJAVÍK rigning 9 STÓRHÖFÐI rigning 9 BERGEN léttskýjaö 11 HELSINKI skýjaö 15 KAUPMANNAHÖFN alskýjað 12 ÓSLÓ skýjað 15 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 9 ALGARVE léttskýjað 18 AMSTERDAM þokumóöa 10 BARCELONA léttskýjaö 11 BERLÍN alskýjaö 10 CHICAGO ■ alskýjaö 16 DUBLIN þokumóöa 3 HALIFAX heiöskírt 12 FRANKFURT þoka 7 HAMBORG þoka 5 JAN MAYEN þokumóöa 7 LONDON súld 12 LÚXEMBORG þokumóöa 8 MALLORCA súld 16 MONTREAL léttskýjaö 17 NARSSARSSUAQ léttskýjaö ■ 2 NEWYORK heiöskírt 19 ORLANDO heiöskírt 22 PARÍS skýjað 12 VÍN rigning 10 WASHINGTON heiöskírt 12 WINNIPEG alskýjaö 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.